Virðist algerlega ljóst að aldrei nokkru sinni verði af lagningu raforku sæstrengs milli Bretlands og Íslands

Ég held að útkoma nákvæmrar greiningar á kostum og göllum verkefnisins, leiði þá útkomu fram án nokkurs minnsta raunverulegs vafa - að algerlega sé ljóst að aldrei verði nokkru sinni af þessu.

Sæstrengur til Evrópu – skýrsla verkefnisstjórnar

  1. Verkefnið ber sig ekki, nema að bresk stjórnvöld samþykki að styrkja við það.
  2. Áætlaður kostnaður - 800ma.kr. eða milli 1/3-1/4 af landsframleiðslu Íslands.
    --En ég held að öruggt sé að líkur séu á að kostnaður verði hærri, vegna fjölda óvissu þátta.
  3. Raforkuþörf verkefnisins væri 1.459MW, sbr. Kárahnjkúkavirkjun er 690MW.
  4. Raforkuverð til almennings yrði milli 5-10% hærra.
    --Orkuverð atvinnulífs hækkar um 2,1 - 4,2ma.kr./ár.
  5. Áætluð aukning landsframleiðslu 1,2 - 1,6%.
  6. Mundi uppfylla um 2% af raforkuþörf Bretlands.

Ég held að það hafi komið nægilega í ljós á kjörtímabilinu 2009-2013, þegar rætt var um drauma um 3-risaálver, sem hefðu þurft einnig gríðarlega umfangsmiklar virkjanir.

Að andstaða innan lands sé slík gagnvart risastórum virkjanaframkvæmdum, að óraunhæft sé að slíkt verkefni séu -- pólitískt séð mögulegt.

  • Þó hefðu þær virkjanir - ekki hækkað raforkuverð til landsmanna.
  • Eða stuðlað að hækkun raforkuverð alls atvinnulífs starfand á Íslandi.

Vandamálið er að sjálfsögðu sú raun tekjuskerðing, sem felst í þessu fyrir almenning.
Bæði beint í gegnum hækkun raorkuverðs heimila -- og óbeint, en fyrirtæki munu þurfa að mæta raforkuverðs hækkun með því að skera niður kostnað; sennilega að það bitni á launum eða starfsmannahaldi, eða bil beggja.

  1. Í dag er ferðamennska orðin sú atvinnugrein sem mestu fjármagni skilar inn í landið.
  2. Erfitt er að sjá að sú atvinnugrein, mundi bregðast við með öðrum hætti, en andstöðu við stórfelldar framkvæmdir - hvort sem þær væru í virkjunum á hálendinu eða umfangsmiklum línulagningum um hálendið.
  3. Þar sem ferðamennskan hefur aukist mjög mikið sl. 6 ár, eða síðan rætt var um risaálverin 3-þá hafa pólitísk ítök hennar sama skapi vaxið.
  • Ég held að klárt sé, að líkur á að samstaða geti myndast um slíkar risaframkvæmdir hér innanlands - á næstu misserum.
  • Sé verulega mikið minni - þar af leiðandi, en fyrir 6-árum, og þó reyndist það ómögulegt fyrir 6 árum.


Síðan er svo augljóst að auki að vafasamt er að verkefnið borgi sig yfir höfuð!

En vegna þess að rafstrengur hefur aldrei verið lagður á svo miklu dýpi - einnig ekki svo langa vegalengd.
Þá hljóti tæknileg óvissa vera umtalsverð.
Ekki síst, veruleg óvissa um raunverulegan kostnað við lagningu, og viðhald slíks strengs.

Gríðarleg óvissa að sjálfsögðu væri einnig um kostnað hér innanlands, vegna þess m.a. að mikil óvissa augljóslega er um það -- hvernig pólitísk andstaða mundi hafa áhrif á skilvirkni virkjana, og kostnað við lagningu lína.

  • En t.d. er auðvelt að minnka skilvirkni virkjunar, t.d. ef stíflan er lægri en til stendur, vegna kröfu um minna lón.
  • Eða að krafa er gerð um, umfangsminni miðlanir á vatni.
  • Að auk gæti það vel verið, að gufuvirkjanir fengu ekki eins mikið frelsi til borana, og til stendur -- eða að svæði væru friðuð að hluta, sem áætlað væri að virkjun þyrfti á að halda.

Ef strengir eru verulega mikið -- neðanjarðar að kröfu sveitafélaga og almennings í sveitafélögum, þá auðvitað vex mjög verulega kostnaður við lagningu.

Það má auðvitað reikna með umtalsverðum töfum á mörgum stigum framkvæmda -- vegna mótmæla.

Niðurstaða

Hún er afar einföld, að ég er næsta öruggur á því, að enginn raunverulegur pólitískur vilji sé til staðar á Íslandi, að taka þau óskaplegu samfélagslegu átök er mundu hefjast, ef gerð væri tilraun til að koma þessari gígantísku framkvæmd á koppinn.

Réttast væri að jarða þessar hugmyndir að fullu og öllu.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 17
  • Sl. sólarhring: 80
  • Sl. viku: 100
  • Frá upphafi: 846738

Annað

  • Innlit í dag: 15
  • Innlit sl. viku: 97
  • Gestir í dag: 15
  • IP-tölur í dag: 15

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband