Vaxandi pólitískur óstöðugleiki framundan á nk. árum á Vesturlöndum?

Sjálfsagt vita flestir sem fylgjast með fréttum erlendis frá, um hina áhugaverðu kosninganiðurstöðu í Austurríki - þ.s. frambjóðandi andstæður innflytjendum og með verulega neikvæða afstöðu til ESB, komst mjög nærri því að hafa sigur í einvígi 2-ja frambjóðanda í annarri umferð forsetakosninga!

Einungis eftir að utankjörstaðaatkvæði höfðu verið talin, náðust fram úrslit - svo litlu munaði á frambjóðanda Frelsisflokksins, Norbert Hofer, og frambjóðanda flokks Græningja, Alexander Van der Bellen.

Úrslit -- 50,3% / 49,7%.
M.ö.o. einungis 0,6% skilur þá að!

Austrian Far-Right Candidate Norbert Hofer Narrowly Loses Presidential Vote

 

Það sem er athyglisvert við þetta - að báðir frambjóðendur koma frá flokkum í verulegri fjarlægð frá hinni pólitísku miðju

Sleppi því að nota forskeytið -öfga, sem sé að mínu mati, ofnotað í umræðu.

  1. Það sem mig grunar, sé að þetta sé vísbending um framtíðina á Vesturlöndum a.m.k. að einhverju umtalsverðu leiti.
  2. Vegna vaxandi reiði kjósenda - sem líklega verði ekki lát á, gagnvart meintu getuleysi hefðbundinna flokka!

Ég tel að ástæða þessa -- meinta getuleysis, stafi af því.
Að stjórnvöld landanna séu að glíma við ástand, sem þau einfaldlega hafi litla getu til að hafa stjórn á!
Þannig að í reynd - skipti afar litlu máli hver verði við völd, út frá þeim sjónarhóli að snúa þeirri þróun við sem fólk sé óánægt með!


Ég er að vísa til hægrar en stöðugrar hnignunar millistéttarinnar á Vesturlöndum sl. 20 ár!

Málið er að ég á fastlega von á því að þessi hæga en stöðuga hnignun haldi áfram, nk. 20 ár!
Vegna þess að baki henni séu þættir, utan valdsviðs stjórnvalda á Vesturlöndum að ráða við!

  1. Þetta þíðir, að líkur séu á vaxandi pópúlisma í pólitík á Vesturlöndum, eftir því sem fleiri einstaklingar -- sjá tækifæri í að lofa því að leysa málin, bara ef þeir fá að komast að!
  2. Á sama tíma, þá tel ég engar líkur á að þeir einstaklingar er þannig bjóða sig fram, séu líklegir til þess að hafa lausnir upp á að bjóða sem virka!

Þetta stafi af því -- hver sé akkúrat undirrót vandans!
Að grunnástæðan sé þess eðlis -- að ekkert í valdi stjórnvalda á Vesturlöndum, fái þá þróun stöðvaða.


Ég er að sjálfsögðu að vísa til iðnvæðingar risahagkerfa í Asíu, og annarra stórra hagkerfa í Asíu -- er samanlagt hafa íbúafjölda yfir 3000 milljón!

Það sé inðvæðing þeirra landa sem slík -- sem sé að skapa vandann, hnignun millistéttarinnar á Vesturlöndum.
Og ég sé ekki að sú þróun snúist við, meðan að sú iðnvæðing þeirra landa heldur áfram!
Og fátt bendi til annars, en að sú iðnvæðing stöðvist ekki, heldur sé enn að breiðast út til sífellt fleiri landa!

M.ö.o. -- ástandið haldi áfram að ágerast!
Fátt bendi til annars en svo haldi fram áfram.

 

Hugmyndir Trumps um að leysa málið, munu ekki það gera - einungis gera vandann enn verri! Og það með hraði!

En ég held að við getum einungis valið -- hæga hnignun, eða hraða!
Hæg hnignun -- sé áframhald þeirrar sömu efnahagsstefnu er hefur verið ráðandi í heiminum sl. 20 ár!
Hröð hnignun -- yrði ef hugmyndir Trumps næðu fram að ganga, og annarra pólitíkusa með sambærilegar hugmyndir, um verndartolla og haftakerfi.

En verndartollar muni fyrst og fremst hafa þau áhrif -- að skerða lífskjör með hraði.
Þó tæknilega sé unnt að fara í það ferli -- að byggja upp atvinnustarfsemi baki tollamúrum.

Þá mundi slík uppbygging taka mörg ár -- og aldrei skila töpuðum lífskjörum aftur til baka, vegna þess að þau lönd sem mundu setja tollamúra á Asíulönd með mun lægri laun, mundu aldrei geta framleitt sambærilegan varning fyrir nándar nærri sambærileg verð!
---Þannig að það yrði varanlegt umtalsvert tap á kaupmætti launa.

Að auki mundu þær hugmyndir -- skapa heimskreppu nánast á nóinu.

 

Niðurstaða

Hraður vöxtur risahagkerfa Asíulanda veldur hnignun millistéttarinnar á Vesturlöndum, vegna þess að uppbygging þeirra hagkerfa -- eykur gríðarlega samkeppni um störf, um framleiðslu og ekki síst um auðlindir á plánetunni.
Eftir því sem fleiri hagkerfi iðnvæðast, þá ágerist þessi samkeppni enn frekar, sem rökrétt skapar enn frekari hnignun millistéttarinnar á Vesturlöndum.
Vegna þess að það sé sjálf iðnvæðing þessara risahagkerfa sem sé grunn orsök hnignunarinnar -- þá sé eðlilegt að pólitíkin á Vesturlöndum standi ráðþrota; einfaldlega vegna þess -- að líklega er ekki til nein sú lausn sem getur snúið henni við!

Hnignun millistéttarinnar á Vesturlöndum hafi sennilega alltaf verið óhjákvæmileg, um leið og þessi risahagkerfi fóru að byggja sig upp.
En meðan að það hnignunarskeið stendur yfir -- má búast við því grunar mig, að kosningaúrslit af því tagi sem við sáum í Austurríki - verði mun oftar!

Því rökrétt mun almenningur á Vesturlöndum, verða sífellt reiðari - og því sífellt líklegri að leita lengra út á pólitíska jaðarinn!
--Að sjálfsögðu, þegar þeir flokkar einnig ráða ekkert við vandann!
*Þá auðvitað leita stjórnmálin aftur sennilega í hring.*

M.ö.o. að tímabil pólitísks óstöðugleika á sé sennilega framundan á Vesturlöndum.


Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Borgþór Jónsson

Það sem þú kallar pólitískan óstöðugleika er í raun að elítan sem hefur stjórnað vesturlöndum í áratugi er að missa völdin.

Það er í sjálfu sér ekki óstöðugleiki ,heldur breittar áherslur.

Elítan er hætt að taka tillit til almennings og hefur hjúfrað sig upp að oligörkunum og er meira og minna á framfæri þeirra.

Þetta hefur svo leitt til að settar hafa verið reglur sem heimila ofurríku fólki að fela auð sinn í skattaskjólum til að forðast skatta og með þeim afleiðingum að þessi peningur er ekki í umferð í löndunum.

Þetta leiðir meðal annars til hnignunar millistétterinnar.

Það er sagt að bandarískir oligarkar eigi peninga í skattaskjólum sem dygðu til að borga gífurlegar ríkisskuldir Bandaríkjanna.

Með öðrum orðum, þeir hafa dregið undan eina þjóðarframleiðslu Bandaríkjanna.

.

Reyndar er það ekki bara í peningamálum sem stjórnvöld eru orðin viðskila við kjósendur.

Ef við horfum á flóttamannamálin í Evrópu er Merkel að stjórna í andstöðu við 81% Þjóðverja.

Í hinuu hefðbundna litrófi stjórnmálaflokka í Þýskalandi er enginn flokkur sem kjósendur geta leitað til ,til að koma skoðunum sínum á framfæri.

Hroki Merkel og meðreiðarsveina hennar gagnvart þessu fólki er líka ótrúlegur. 

.

Þriðji þátturinn sem sífellt fleiri eru að átta sig á er að pressan lýgur stanslaust í almenning í þágu þessara oligarka enda ar hún í eigu og undir stjórn örfárra aðila.

Spillingin og mútuþægnin í þessari grein er komin út fyrir allan þjófabálk.

Það er nánast ekki hægt að taka mark á neinu þar, nema fréttum af Kardasian fjölskyldunni.

Viðbrögðin eru að almenningur er í vaxandi mæli að yfirgefa það sem kallað er MSM og leita fanga annarsstaðar.

.

Ég spái að núverandi elítu takist að framlengja slímsetu sína um eitt kjörtímabil bæði í Evrópu og Bandaríkjunum en að því loknu verði breytingar.

Hverjar þær verða er ekki gott að segja,en það gætu orðið öfgaflokkar ef núverandi valdaflokkar fara ekki að taka vilja kjósenda inn í dæmið.

Borgþór Jónsson, 24.5.2016 kl. 12:54

2 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Það sem hann sagði.

"Vegna þess að baki henni séu þættir, utan valdsviðs stjórnvalda á Vesturlöndum að ráða við!"

Nei.  Stjórnvöld hafa verið að valda þessu, viljandi og/eða óviljandi.

Ásgrímur Hartmannsson, 24.5.2016 kl. 17:40

3 Smámynd: Hrossabrestur

Er ekki ástandið sem Borgþór Jónsson er að lýsa keimlíkt undanfara Frönsku byltingarinnar?

kv. 

Hrossabrestur, 24.5.2016 kl. 21:18

4 Smámynd: Borgþór Jónsson

Hrossabrestur,það er einmitt hætta á byltingu ef ekki verða breytingar á næstu fjórum árum.

Við sjáum hvað er að gerast í Bandaríkjunum þar sem almenningur er að hafna oligörkunum sem sitja þar við katlana,með afgerandi hætti.

Frú Clinton virðist ætla að ná því að verða frambjóðandi Demokrata ,en þurfti til þess óhemju fjáraustur ,kosningasvindl og ólýðræðislegt tilnefningarferli Demokrataflokksins.

Mér er til efs að þetta ganngi upp aftur,nema að frú Clinton taki upp á því að virða vilja kjósenda.

Mér er það samt ólíklegt þar sem hún er rúin öllu siðferði og algerlega kostuð af oligörkunum og einræðisríkjum miðausturlanda.

.

Nýlega munaði minnstu að nasisti yrði forseti Austurríkis.

Evrópska elítan fékk heldur betur hland fyrir hjartað af því tilefni.

Hugsanlega gerir þetta þeim kleyft að skilja afstöðu íbúa Donbass og Krímskaga þegar ESB og Bandaríkin kom til valda nasistum í Kiev.

Fólki á þessum svæðum var ekki rótt þegar þessir bandamenn ESB mættu gráir furir járnum og byrjuðu að drepa rússnesku mælandi fólk.

Af einhverjum ástæðum hefur ESB ekki þótt neitt að því að hafa samskifti við þessa nasista.

Það er augljóslega ekki sama hver Nasistinn er.

Borgþór Jónsson, 24.5.2016 kl. 22:08

5 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Boggi, alltaf á þessari samsæriskenninga línu:
-- nei, vestrænum fjölmiðlum er ekki stjórnað af þröngri elítu - þ.e. algert kjaftæði.
-- nei, vestrænir pólitíkusar eru ekkert spilltari á seinni árum en á öðrum tímabilum, og sannarlega mun spilltari en í Rússlandi eða Kína.
-- nei, þ.e. rangt hjá þér sem þú heldur fram þ.e. staðreyndalega rangt að það sé e-h samsæri milli vestænna pólitíkusa og stórfyrirtækja að færa fé til skattaskjóla -- þessi svokölluðu skattaskjól; eru einfaldlega flest hver en ekki öll - sjálfstæð ríki sem hafa sjálf ákveðið að græða á alþjóðakerfinu - með þeim hætti, að bjóða mjög hagstæða kjör hverjum þeim sem vill varðveita fé hjá þeim, eða fyrir fyrirtæki að skrá sína starfsemi hjá þeim, þá bjóða þeir mjög lága skatta!
______
Þetta er einfaldlega hliðar-verkun af sjálfu viðskiptafrelsinu, þ.s. menn mega færa peninga sína hvert sem þeim sýnist -- og menn þá einmitt gera slíkt.
Fyrirtæki skrá höfuðstöðvar í lág-skattalandi, til að greiða minna í skatt.
Og auðugir aðilar, varðveita fé í lág-skattalöndum, einnig til að greiða minna í skatt.

    • Þ.e. ekki hægt að afnema þá þætti, nema að -- færa heiminn aftur til baka, í lokað viðskipta-módel.

    • Raun og veru, bakka alla leið til baka til þess ástands, sem var til staðar á 4. áratugnum rétt fyrir Seinna Stríð.

    Það hefði að sjálfsögðu -- marg annað í för með sér, en bara að -- hindra fjármagnsflutninga.
    Það mundi einnig á nótinu skapa djúpa heimskreppu!
    Og lækka mjög lífskjör í fjölda landa heims, þar á meðal í megin viðskiptalöndum heims eins og Bandar. - Japan - Kína - o.s.frv.
    _________

      • Ég skil alveg af hverju fólk er ósátt -- eins og ég útskýrði að ofan, vegna þess að aukin samkeppni hnattræn milli landa um störf - um fjárfestingar og um auðlyndir.

      • Gat ekki haft aðra afleiðingu en þá, að lækka lífskjör millistéttar á Vesturlöndum.

      Rökrétt mun það leiða til pólit. óstöðugleika!
      ---En hugmyndir Trump og annarra á svipaðri skoðun -- að færa heiminn aftur til baka um áratugi; mundi hafa þá megin afleiðingu -- að stórfellt lækka kjör allra sem lifa á Vesturlöndum, og einnig flestra í öðrum mikilvægum viðskiptalöndum eins og Kína!

      Að sjálfsögðu mundi það valda miklum árekstrum við Kína -- ef Trump mund ákveða að búa til heimskreppu, er mundi að sjálfsögðu bitna mjög harkalega á Kína.
      --Trump þá skapar nýtt Kalt Stríð, með Kína sem andstæðin!
      Ef hann framkallar kreppu í Kína, samtímis að kreppa mundi skella á í Bandar. og um heim allann!
      --Ef hann tekur sig til við að sprengja upp all alþjóðakerfið.


      Kv.

      Einar Björn Bjarnason, 25.5.2016 kl. 00:47

      6 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

      Ásgrímur Hartmannsson - Ég ætla ekki að fara í fullyrðingakeppni við þig, vísa aftur í þ.s. ég sagði að ofan, nema að þú getir komið með rökstuðning í stað upphrópana, hef ég engu frekar við þetta að bæta!
      Kv.

      Einar Björn Bjarnason, 25.5.2016 kl. 00:48

      7 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

      Allt í lagi, tökum bara dæmi sem við þekkjum, Ísland.

      Hér er ætlast til þess að millistéttin borgi allt.  *Allt.*  Og lögin miða að því (hvort sem það er fyrir sakir illsku eða heimsku, ekki er unnt að sjá muninn) að hafa af henni tekjurnar og eignirnar með skattlagningu.

      Þetta var miklu grófara hér fyrir bara 3 árum.  Þá voru settir á hér eignaskattar, sem virkuðpu þannig að ef fólk átti eignir metnar á X mikið (minnir að það hafi verið ~85 milljónir,) þá varð það að borga af þeim skatt, uppá einhver fáin prósent.

      Þetta var óháð því hvort eignin gaf eitthvað af sér eða ekki.  Niðurstaðan var *eignaupptaka,* sem samkvæmt hástarétti er meira að segja lögleg. 

      Þarna skapaðist bil milli millistéttarinnar og þeirra tekjuhæstu.  Bil sem millistéttin átti litla von til að komast yfir.  Áttu eignir undir 85M sem gefa ekkert af sér?  Vonaðu að fasteignaverð hækki ekki lítillega, því þá verðurðu skyndilega rukkaður.

      Fólk neyddist til að selja, og hverjir höfðu efni á að kaupa?  Ekki aðrir millistéttarmenn.  Eignir söfnuðust á hendur þeirra ríkustu.

      Þetta var mannasetning, óþarfi, og viljaverk.

      Innflutningshöft og tollar koma líka mest við millistéttina, nefskattar osfvr.  Allt sem þeir ríkustu þurfa ekki að hafa áhyggjur af, og þeir fátækustu eru undanþegnir.  Svo og öll önnur höft og kvaðir.

      Meðan ríkið hegðar sér svona, þá heldur hnignunin áfram.  Og það er þegar að sjóða uppúr.  Að kjósa Trump, Pírata, einhverja anti-islamista er bara síðasta hálmstráið.  Síðasta von til breytinga.

      Ef það virkar ekki, þá verða læti. 

      Ásgrímur Hartmannsson, 25.5.2016 kl. 18:13

      Bæta við athugasemd

      Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

      Um bloggið

      Einar Björn Bjarnason

      Höfundur

      Einar Björn Bjarnason
      Einar Björn Bjarnason
      Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
      Apríl 2024
      S M Þ M F F L
        1 2 3 4 5 6
      7 8 9 10 11 12 13
      14 15 16 17 18 19 20
      21 22 23 24 25 26 27
      28 29 30        

      Eldri færslur

      2024

      2023

      2022

      2021

      2020

      2019

      2018

      2017

      2016

      2015

      2014

      2013

      2012

      2011

      2010

      2009

      2008

      Nýjustu myndir

      • Mynd Trump Fylgi
      • Kína mynd 2
      • Kína mynd 1

      Heimsóknir

      Flettingar

      • Í dag (24.4.): 47
      • Sl. sólarhring: 47
      • Sl. viku: 73
      • Frá upphafi: 846705

      Annað

      • Innlit í dag: 47
      • Innlit sl. viku: 73
      • Gestir í dag: 46
      • IP-tölur í dag: 46

      Uppfært á 3 mín. fresti.
      Skýringar

      Innskráning

      Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

      Hafðu samband