Argentína gerir samning viđ kröfuhafa sem getur bundiđ endi á langdrćgar deilur Argentínu viđ hópa kröfuhafa svokallađa "holdouts"

Skv. fréttum fá 4-meginhópar "holdouts" greitt 75% af útistandandi láni + útistandandi vexti.
Ţessir kröfuhafahópar höfnuđu áđur mun eldra samkomulagi sem Argentína gerđi 2004 viđ meirihluta sinna kröfuhafa, um greiđslu 30% andvirđis krafna - auk vaxta.
Skv. ţví mega ţessir kröfuhafahópar vel viđ sitt una!
Sérstaklega vegna ţess ađ vitađ er ađ ţeir flestir keyptu kröfurnar fyrir miklu mun minna.

Argentina, lead creditors settle 14-year debt battle for $4.65 billion

Argentina strikes deal with holdouts

Mauricio Macri núverandi forseti Argentínu

http://www.newyorker.com/wp-content/uploads/2015/12/Mochkofsky-Whats-Next-Mauricio-Macri-1200.jpg

Heilt yfir litiđ er ţetta sjálfsagt rétt ákvörđun hjá forseta Argentínu

Auđvitađ eru ţessir hópar fjárfesta og fjárfestingasjóđa - á ysta jađri ţess sem getur talist siđferđislega réttlćtanlegt.
En ţeir voru í reynd búnir ađ vinna fullnađarsigur á Argentínu.
Eftir ađ dómstóll í New York, ţ.s. lögsaga er fyrir hinar útgefnu skuldir -- hafđi fryst allar greiđslur til annarra kröfuhafahópa, ţangađ til ađ Argentína gerđi upp viđ "holdouts."

Sú ákvörđun Griesa dómara - eyđilagđi gersamlega samningsstöđu Argentínu.
Ákvörđun fyrra forseta - Cristina Kirchner 2014 ađ lísa yfir nýju greiđsluţroti Argentínu, í stađ ţess ađ -- leggja niđur skottiđ.
Hafi ekkert annađ gert en ađ loka algerlega á ađgengi Argentínu ađ skuldamörkuđum.
Á sama tíma og ađ kröfuhafar hafa ítrekađ gert kröfur í eignir argentínska ríkisins, t.d. skip eđa flugvélar, ef ţćr eignir létu sjá sig - erlendis.

T.d. gat ţá forseti Argentínu ekki fariđ í heimsóknir til útlanda flugvél í eigu argentínska ríkisins, án ţess ađ eiga ţađ á hćttu ađ kröfuhafar gerđu kröfu í ţá eign.
Eđa skip argentínska flotans, fariđ í kurteisisheimsókn til vinaţjóđar.

Ţó slíkt sé -"petty"- og kannski ekki rosalega óţćgilegt í reynd.
Ţá er alger lokun ađ erlendum lánamörkuđum -- mun erfiđari.

Vegna ţess ađ ţađ geri ţađ mjög erfitt - ađ fá erlendar fjárfestingar.
Fjárfestar hafa jafnan lítinn áhuga á löndum - sem séu lokuđ međ ţeim hćtti.

  • Ţađ sé ekki síst loforđ nýs forseta, ađ leitast viđ ađ hífa upp efnahaginn -- vs. ţađ hve ţreyttir allir eru á ţessu endalausa skuldabasli frá 2000.
  • En út á ţau loforđ fćr hann kosningu - ţ.e. ađ binda endi á skuldadeilurnar, og ađ efla efnahag Argentínu.

Mig grunar ţó ađ síđara loforđiđ verđi mun erfiđara.
En t.d. er kreppa í Brasilíu nú - sem hefur veriđ mikilvćgur markađur fyrir argentínskar vörur.
Líklegt sé ađ kaldur andvari frá Brasilíu muni ekki hjálpa viđ tilraunir til nýrrar efnahags uppbyggingar.
Svo hefur Argentína ekki beinlínis sérdeilis gott orđspor.

 

Niđurstađa

Ef viđ gerum ráđ fyrir ţví ađ argentínska ţingiđ samţykki núverandi samkomulag, ţannig ađ ţađ komist til framkvćmda - mun Argentíns losna viđ langsamlega megniđ af útistandandi deilum viđ kröfuhafahópa sem gjarnan hafa veriđ kallađir "holdouts" vegna ţess ađ ţeir höfnuđu ţví meirihluta samkomulagi sem Argentína á sínum tíma gerđi viđ meirihluta ađila 2004.

Síđan verđur ađ koama í ljós - hvernig hinni nýju hćgri sinnuđu stjórn Argentínu gengur međ seinna loforđiđ.

 

Kv.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Nauđsynlegt er ađ skrá sig inn til ađ setja inn athugasemd.

Um bloggiđ

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri fćrslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 0

Annađ

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband