Ákvörðun Boris Johnson - að taka forystu í "nei" fylkingu, fyrir þjóðaratkvæði nk. júní mánuði um áframhald aðildar Bretlands að ESB, getur reynst vera stór söguleg stund fyrir Bretland!

Ég ætla ekki að fella neinn dóm á það hvort Bretlandi er líklegt að vegna betur utan ESB - eða innan ESB. Heldur er ábendingin að ákvörðun sennilega vinsælasta pólitíkus Bretlands, að ganga til lið við -nei- fylkinguna, sennilega eykur líkur á því að Bretland sé á leið út úr ESB.

Ekki felli ég dóm á það - hvort hjarta Boris Johnson er í þessu eða ekki.
En sumir fréttaskýrendur halda því fram - að þetta sé fyrst og fremst pólitísk ákvörðun hjá honum --> Að hann veðji á að eftir sigur -nei- standi hann með pálmann í höndunum, um að verða næsti formaður breska Íhaldsflokksins.

Það getur auðvitað verið svo, að Boris Johnsons sé samtímis þeirrar skoðunar að framtíð Bretlands - skuli vera utan við ESB.
Og að hann telji að með því að veðja sinni pólitísku framtíð, á að berjast fyrir áframhaldandi aðild, muni David Cameron standa uppi óhjákvæmilega laskaður, ef -nei- fylkingin hefur betur.
Og að Boris Johnson sjái þá ekkert athugavert við það, að græða á þeirri útkomu persónulega.


Sennilega er versti sögulegi tími til að halda þessa þjóðaratkvæðagreiðslu!

David Cameron gat auðvitað ekki séð fyrir nokkrum árum fyrr er hann lofaði þjóðaratkvæði að það mundi skella á mjög alvarleg flóttamannakrísa, er mundi skekja Evrópusambandið og að auki skapa deilur milli Evrópuríkja.

  1. En það virðist öruggt -- að aðstreymi flóttamanna verði meir í ár en sl. ár, en tölur sem af er - benda einmitt sterklega til þess.
  2. Það sé því afar líklegt, að sú krísa verði mjög áberandi í fjölmiðlum, einmitt þegar dregur að atkvæðagreiðslunni í Bretlandi.
  3. Og það virðist algerlega öruggt - að sá sundrungar bragur sem virtist á samskiptum ESB aðildarlanda á sl. ári, verði aftur til staðar í ár - og að innbyrðis deilur leiðtoga og ríkisstjórna ESB, verði áberandi.

Flóttamannakrísan muni án efa, styrkja möguleika -nei- sinna.
Þannig að það má vel vera að satt sé, að Boris Johnsons - hafi tekið pólitíska ákvörðun, þ.e. hann sé að veðja á þann hest sem hann telji líklegri til sigurs.

Og ætli síðan að leggja atlögu að forystusæti innan Íhaldsflokksins.

 

Mun Bretlandi vegna betur utan ESB? Eða ca. jafn vel? Eða verr?

Um þetta atriði verð ég að segja - - að það sé háð nærri fullkominni óvissu.

stórt atriði í því, er náttúrulega - hvað ræður mestu um hagsæld í Bretlandi. Mig grunar að einlægum aðildarsinnar - leiðist gjarnan til að ofmeta mikilvægi ESB að þessu leiti. Að sama skapi má vel vera að sannfærðir -nei- sinnar, ofmeti möguleika Bretlands á að stjórna málum sínum með þeim hætti, að framtíð Bretlands utan ESB verði hagstæðari.

Ég persónulega hef hallast að því -- að þetta jafnist út.
Þ.e. aðild fylgi einnig kostir - ekki bara gallar.
En að á sama tíma - sé einnig sannarlega mögulegt fyrir lönd að þrífast án aðildar.

  • Stórar spurningar eru um -- hversu góð viðskiptakjör Bretlands verða í framtíðinni utan ESB.
    Aðildarsinnar -- telja yfirleitt að Bretland muni standa frammi fyrir sambærilegum kjörum og Ísland, þ.e. ESB ákveði einhliða reglur sem Bretland sé nauðbeygt til að samþykkja.
    Mig grunar þó að aðildarsinnar, vanmeti möguleika Breta til að ná hagstæðari samningum við aðildarríkin - en EFTA löndin á sínum tíma náðu fram.
    -- En það getur auðvitað verið að Bretar klúðri algerlega samningum.
    -- Eða, að aðildarlönd verði mjög þver og erfið, og geri sitt besta að refsa Bretlandi fyrr að hafna ESB --> Þó að persónulega efist ég að aðildarlöndin mundu í reynd hegða sér þannig.
    -- En þ.e. í reynd ekkert unnt að fullyrða um þetta, af eða á.
  • Svo auðvitað er engin leið að vita, að Bretland muni standa sig betur í því að bæta sína viðskipta-kjör við 3-lönd, sem sjálfstæðara land utan ESB.
    -- Bent er á að Sviss nýlega samdi við Kína um fríverslun, fékk samning sem galopnaði á kínverskar vörur, en afnam ekki alveg tolla á svissnesk úr.
    - - Eða að Obama hefur varað Bretland við því, að bandaríska þingið sé tregt í taumi við það að samþykkja fríverslunarsamninga við einstök lönd --> Rétt að benda á móti, á að t.d. þá hafnaði bandar. þingið fríverslun fyrir nokkrum árum við -tollabandalag S-Ameríkuríkja, þannig að réttara er að segja að Bandaríkjaþing er almennt séð tregt í taumi þegar kemur að samþykkt fríverslunarsamninga.
    - - Sannarlega geta lönd gert fríverslunarsamninga sín á milli -- eins og að samtök ríkja geta gert við einstök lönd.
    - - Hvort að meiri líkur séu á að einstök lönd geti náð þannig samningum sín á milli en ríkjasamtök við einstök lönd, sé eiginlega atriði er ég held að enginn hafi í reynd rannsakað með áreiðanlegum hætti.


Gæti pundið fallið stórt, ef -nei- vinnur?

Þessu halda sumir áhrifamiklir -já- sinnar fram.
Þá er kenningin séu, að óvissa um markaðs aðild Bretlands að Evrópu í kjölfar sigurs -nei- í atkvæðagreiðslunni, muni leiða til tafarlauss stórs falls pundsins og umtalsverðra vaxtahækkana á skuldir í breskum pundum.

  • Þetta snýr aftur að mati á mikilvægi aðildar fyrir breskan efnahag.

Mig grunar að rétt sé að líklega verði -- a.m.k. eitthvert gengisfall.
Og að auki, einhver hækkun vaxtakröfu á breska ríkið.

Á hinn bóginn -- þá efa ég að það verði einhver risahreyfing.
Og því ber að halda til haga -- að Seðlabanki Bretlandseyja eða "Bank of England" hefur sýnt mikinn vilja sl. ár til að standa þétt við bakið á breska ríkinu -- m.ö.o. þá geti hann keypt bresk ríkisbréf ef ástæða sé til.

Síðan, mundi líklega gengisfall - - stilla það af, ef útflutningskjör Bretlands til Evrópu versna fyrirsjáanlega, þannig að - - þá ætti viðskiptahalli ekki að aukast, eins og þessir hagfræðingar eru að spá.

  • Niðurstaða samninga við aðildarríki ESB - - í kjölfar sigurs -nei- mundi þá síðan hafa áhrif á framtíðar gengisstöðu Pundsins.

En rétt er að árétta að -- lægra gengi er ekki endilega slæm niðurstða fyrir viðskiptakjör.
Þó það óneytanlega slái á neyslu -- nettó útkoman fyrir það, gæti orðið fyrst í stað slæm fyrir hagvöxt, ef gengissig mundi draga úr neyslu, en síðar gæti lægra gengi gagnast útflutningsfyrirtækjum -- og eins og sagt er "in the medium term" skilað því að hlutfall útflutningsfyrirtækja í hagvexti mundi eflast.

  • Svipaður hagvöxtur skilað sér til baka síðar.

 

Það gæti orðið forvitnilegt fyrir Ísland að fylgjast með samningum Breta við ESB, ef -nei- verður ofan á!

Þvi þ.e. alveg hugsanlegt að þeir samningar -- skapi ný fordæmi fyrir samninga ESB aðildarríkja við lönd sem tilheyra Evrópu, en hafa engan hug á að ganga í ESB.

En því má halda algerlega fram, að með því að Bretland bætist við hóp landa utan ESB -- þá batni samningamöguleikar landa utan ESB verulega við ESB aðildarlönd, því þá aukist mjög verulega viðskiptaleg heildarvikt landa utan ESB er tilheyra Evrópu.

Það gæti verið mjög skynsamt fyrir - EFTA lönd, að bjóða Bretlandi samstarf.

 

Niðurstaða

Þó að ég telji mig ekki hafa hugmynd um það hvort Bretlandi muni vegna betur eða verr eða ca. jafn vel - utan ESB en innan til framtíðar. Þá geri ég mér þær vonir að brotthvart Bretlands úr ESB, ef af verður - verði hagstæð niðurstaða fyrir Ísland. Annars vegar vegna þess, að ég vonast til þess -- að þvert á spár einlægra breskra aðildarsinna, þá nái Bretland hagstæðari samningum við ESB - heldur en EFTA lönd náðu 1994. Og að í kjölfar þess, geti opnast á möguleika fyrir EFTA lönd að ná sambærilegum samningum. T.d. ef Bretland mundi ganga í EFTA -- og draga vagninn fyrir önnur EFTA lönd, a.m.k. að einhverju leiti.

En það getur alveg verið að Bretland sé til í að verða leiðtogi EFTA að nýju.
Með Bretland innan samtakanna, ættu möguleikar EFTA að batna.

  • Það gæti einnig verið punktur fyrir ESB aðildarlönd að íhuga -- að á viðsjárverri tímum, með vaxandi átök við Rússland framundan -- þá borgi það sig fyrir ESB, að stuðla að því að samskipti V-Evrópu landa verði sem best og jákvæðust.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Verð að segja, að Nigel Farage är alveg frábær.  Það er virkilega gaman að hlusta á kauða, þó svo ég get ekki sagt að ég sé sammála honum.  Hann færir líf í umræðurnar, og sama má segja um han Boris Johnson núna.

Sannleikurinn er sá, að bretar hafa ekkert til ESB að sækja.  Og það sem kanski er enn mikilvægara, er að fyrir utan Nigel Farage og lýðræðislega andan sem hann gefur með sér, hefur David Cameron og hans líkar ... ekkert að bjóða ESB.

Og ESB er að líða undir lok ... það verður aldrei það sama aftur. Flóttamannastraumurinn mun gersamlega gera utaf við samvinnu innan Evrópu.

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 22.2.2016 kl. 22:08

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 715
  • Frá upphafi: 846645

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 653
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband