Orkumálaráðherra Rússlands hefur sagt Rússa tilbúna að ræða samræmda minnkun olíuframleiðslu við Saudi Arabíu

Það er vitað að hið lága olíuverð veldur löndum eins og Venesúela ásamt Nígeríu - umtalsverðum fjárhags vanda. Og þau hafa bæði kallað eftir því, að gripið verði til samræmdra aðgerða til að minnka framleiðslu - þannig að verð geti hækkað að nýju.

Fram að þessu hafa stjórnvöld Rússlands ekki sýnt neinn áhuga á slíku samstarfi, því er það áhugavert - að orkumálaráðherra Rússlands sé nú allt í einu að lísa yfir áhuga á að ræða hugsanlega minnkun framleiðslu við Saudi Arabíu.

Russia ready to discuss oil output cut with Opec

Eitt í þessu er að þetta getur bent til þess að vandræði þau sem hið ofurlága olíuverð í ár skapa fyrir Rússland - geti verið jafnvel enn meiri en haldið hefur verið fram að þessu!

En þ.e. ekki langt síðan að Pútín fyrirskipaði niðurskurð opinberra útgjalda - þó án þess að heimilt væri að snerta 3-stóra kostnaðarliði, sbr. útgjöld til hermála, útgjöld til ellilífeyrisþega, og útgjöld til stuðnings ofurauðugum einstaklingum sem refsiaðgerðir NATO landa beinast gegn.
Kannski gengur sá útgjaldaniðurskurður ekki nægilega vel - í ljósi þess að ekki megi snerta þessa 3-stóru kostnaðarlið.
Ef olíuverð hækkaði - mundi það strax draga úr vanda ríkissjóðs Rússlands.

  1. Hinn bóginn held ég að afskaplega ósennilegt sé að Saudi Arabía taki í mál að minnka framleiðslu að sinni - þó vel megi vera, að þar verði samþykkt að funda með fulltrúum Rússa.
  2. Ástæða sé -> Áform Írana um að auka sína framleiðslu um helming á þessu ári, stefnt að því að aukning verði komin fram ca. undir lok júlí nk.
  • Saudar líta sennilega ekki á þ.s. snjallan leik.
  • Að skuldbinda sig til að minnka framleiðslu - þegar annars vegar aukning í framleiðslu Írans er í farvatninu, og hins vegar enn ekki ljóst að hvaða marki áform Írana um magnaukningu koma til að rætast.

Það þíðir sennilega að Saudar verði ekki tilbúnir að ræða þessi mál af alvöru.
Fyrr en nk. haust ca. bout.

Sem þíði væntanlega að stjórnvöldum Rússland verði ekki á meðan mögulegt að bjarga sér úr fjárlagahalla vanda -- með því að leiða fram olíuverðs hækkun í samstarfi við OPEC.

 

Niðurstaða

Pútín virðist leitast við að láta átökin í Sýrlandi, þá staðreynd að Rússland og Saudi Arabía styðja sitt hvoran aðilann í þeim átökum -- ekki hindra það að samskipti Rússlands við Saudi Arabíu séu áfram til staðar.
Pútín hefur t.d. alls ekki beitt sér með sambærilegum hætti gegn Saudi Arabíu, og hann hefur í seinni tíð beitt sér gegn Tyrklandi.

Þarna koma bersýnilega til - olíuhagsmunir.
Að Rússar vilji ekki brenna brýr þar af leiðandi gagnvart Saudi Arabíu.

En það getur vart samt annað verið en að þau átök, skapi einhverja spennu í samskiptum - þó út á við láti stjórnvöld beggja landa lítt á því bera.

  • Ég hugsa að orkumálaráðherra Rússland muni ekki hafa erindi sem erfiði gagnvart stjórnvöldum Saudi Arabíu að sinni, varðandi samræmdar aðgerðir til að lyfta upp heims olíuverði.


Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er sammála þér í því, að ég dreg stórlega í efa að saudi arabar séu sammála um að skera niður framleiðslu.

Hitt vil ég svo benda á, að málið snýst ekki um olíuverð.  Málið er miklu alvarlegra en svo, og erum við á jaðri heimstyrjaldar, þó svo að við vonum að allt fari vel.  Svo að Rússar eru með allt annað en "olíuverð" í pokahorninu, og sem hótun við saudi araba. Að öllum líkindum, eru Rússar að benda Saudum á, að þau 40% landsmanna sem búa undir fátækramörkum þar, geti skyndilega öðlast vopn og byrgðir.

En, ég tel ... að ástæða þessa sé að Rússar séu að herða að hengingaról Evrópu. Stoltzenberg og Poroschenko réðust á utanríkisráðherra Rússa, með handalögmálum á fundi þeirra.  Og þá eru málin ansi "heit", svo ekki sé meira sagt.

Evrópusambandið, er liðið undir lok ... og kanski meir en bara það.

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 28.1.2016 kl. 23:45

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Það eru skv. rússn. tölum rúm 40% landsmanna er geta ekki samtímis tryggt sér nægan mat eða endurnýjað föt sín með hírunni sinni um mánaðamót.
Rússar hafa engar hótanir á Sauda - Saud fjölskyldan getur auðveldlega espað líðinn í trúarstríð - - það getur nefnilega verið að átök í Sýrlandi hjálpi Saud fjölskyldunni að losna við hættulega einstaklinga, er annars gætu valdið Saudum vandræðum heima fyrir.

Rússar með hengingaról á Evr. - einmitt.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 29.1.2016 kl. 12:40

3 Smámynd: Borgþór Jónsson

Er einhver liður á fjárlögum Rússlands sem heitir:

" Útgjöld til stuðnings ofurauðugum einstaklingum sem refsiaðgerðir NATO landa beinast gegn".  

.

Ég held að þú sért að lesa aðeins of mikið inn í þetta ,Kremlarfræðingur góður.

Rússar eru alltaf tilbúnir að tala við alla um hvað sem er,það er eitt af einkennum stjórnsýslunnar hjá þeim.

Það er alveg sama þó þeir séu upp á kant við viðkomandi ríki.það eru meira að segja viðræður í gangi við Tyrki,reyndar ekki á hæsta level.

.

Saudar hófu þennan bardaga við Rússa og aðra ,sennilega ekki vitandi af styrk Rússlands.Það hafa svo sem margir fallið í þessa gryfju.

Mér finnst frekar ólíklegt að Rússar séu að hafa frumkvæði um viðræður við Sauda,af því Rússar munu augljóslega vinna bardagann.

Það sem gerir að verkum að Saudar tapa þessari rimmu er eftirfarandi:

1.Eftir að þetta stríð hófst hafa Rússar aukið hjá sér olíu framleiðsluna og aukið hlut sinn í kaupum Kína á olíu. Saudar hafa þurft að draga aðeins saman.

Japanir eru núna að gera samninga við Rússa um olíukaup af því þeir vilja af einhverjum ástæðum dreifa olíukaupum sínum á fleiri aðila .

Gasútflutningur til Evrópu hefur aukist verulega.

.

Rússum hefu því tekist að halda verulegum jákvæðum vöruskiftajönuði og auk þess stöðvað útstreymi úr gjaldeyrisvarasjóðum.

Þetta er almenningi mjög erfitt,en þeir geta haldið svona áfram til eilífðar nóns.

Gengisfelling Rúblunnar gerir að verkum að olíufyrirtækin halda sjó og önnur útflutningsfyrirtæki hagnast verulega ,eins og við þekkjum vel.

Rosneft er komið með framleiðslukostnað undir 3 dollurum og Lukoil og Gasprom Neft eru komin undir 4 dollara.

Bloomberg gerði könnun meða einhvers hóps viðskiftamanna ,og þeir telja að Rússar geti rúllað áfram á 26 dollurum.

.

2.Saudar eru miklu háðari olíuverði sem sést á eftirfarandi,þeir kveljast því herfilega núna þessa dagana.

Þeir eiga vissulega digra sjóði sem þeir ganga í ,en það er ekki mikil framtíð í því.

                                            Saudi Arabia    Rússland

Olía % af þjóðarframleiðslu

 

55

13

Olía %af útflutningi

 

97

64

Útflutningur % ar GDP

 

56

30

Olía % af tekjum ríkissins

 

92

52

Þessar tölur eru frá 2013 ,það er áður en olíukreppan hófst.

Taktu eftir hvað olíuútflutningur er stór hluti af GDP hjá Saudum,og að þeir hafa engann annan útflutning.

Taktu líka eftir hvað ríkið er háð olíu.

.

Af því að stjórnvöld í Saudi Arabiu eru veik þá geta þeir ekki látið gengið síga og þess vegna brennur gjaldeyrisforði þeirra glatt í sunnanblænum.

Ofan á það standa þeir í tveimur stríðum þar sem öll aðföng eru innflutt.Reyndar hef ég heyrt að málaliðarnir í Sýrlandi hafi orðið fyrir 50% kjaraskerðingu.

 Í gær var sennilega framið hryðjuverk í Ryhad,það heyrðist sprenging og skothvellir.Þar sem landið er frekar lokað hafa ekki borist fréttir af þessu ennþá svo ég hafi séð.

Saudar eru ekki í góðum málum.

.

Ég horfði á viðtalið á Bloomberg ,við fréttamanninn sem talaði við Rússneska olíumálaráðherrann.

Þar kemur greinilega fram að þessi hugmynd að fundi er komin frá Venesúela ,en ekki Rússum ,og þeir eru tilbúnir til viðræðna eins og alltaf.

Þú ert ekki alveg heiðarlegur í fréttaflutningi þínum ,þar sem af honum má skilja að um sé að ræða fund Rússa og Sauda ,að frumkvæði Rússa.

Hugmyndir Venesuela eru hinsvegar um fund allra olíuríkja í og utan OPEC

Rússar hafa alltaf áhuga á samstarfi,en í þessu máli hafa þeir ekki haft neitt frumkvæði.Þeir hafa hinsvegar tekið tvisvar á móti fulltrúum Sauda að undanförnu.

.

Hafi Saudar og Bandaríkjamenn ætlað að rústa Rússlandi með lágu olíuverði ,sem ég held að sé ekki endilega rétt,er það dæmt til að mistakast.

Ummæli Obama um að Rússland framleiði ekki neitt og John McCain að Rússland sé bara bensínstöð, er bara barnalegur hroki sem margir eru haldnir.

Rússar hafa sýnt að þeir hafa getað dregið verulega saman innflutning ,án þess að verða fyrir teljandi óþægindum,sem bendir til að framleiðslugeta þeirra sé miklu meiri en haldið var.

Þó að Rússar hafi flutt inn mikið af allskonar varningi,framleiða þeir í flestum tilfellum samskonar varning sjálfir.

 Við Íslendingar lentum  í vandræðum af því við framleiðum svo fábreyttan varning.

Áfall á borð við  þetta hefði algerlega rústað Íslandi

Ólíkt okkur geta Russar haldið áfram að kaupa varning af öllu tagi þó innflutningur verði of dýr og leggist af.

Þeir framleiða sjálfir farsíma, bíla ,flugvélar ,mótorhjól ,fatnað, húsgögn ,vélsleða, korn, traktora,þreskivélar,áburð og nefndu það ,og þessar vörur hækka ekki í takt við fall rúblunnar ,eins og við þekkjum.

Þessvegna lækkaði kaupmáttur í Rússlandi ekki nema um 10,8% þrátt fyrir þessar hamfarir. Að hluta til stafar þetta líka af launaskriði sem hefur fylgt í humátt á eftir verðbólgu eins og við þekkjum svo vel frá fyrri árum hér á landi.

.

Það er ekki gott að segja hvernig olíuverð þróast en sennilega verður það ekki mikið lægra en núna nema í stuttan tíma,líklegra að það hækki.

Nú eru farnir af stað atburðir sem gætu átt eftir að breyta miklu í þessu sambandi.

Kína og Rússland eru að koma á fót eigin olíumörkuðum sem hafa til þessa verið einokaðir af Wall Street eða nánat tiltekið fyrirtækis í eigu Goldman Sachs.

Þetta er nokkuð stór biti af því Kína er næst stærsti olíuinnflytjamdi heims og Rússland næst stærsti útflytjandi.

Þetta hefur aðallega þau áhrif ,að Goldman Sachs getur ekki lengur jafn auðveldlega hagrætt olíuverði eftir sínum hentugleikum og svo dregur verulega úr notkun á dollurum.

Kínverjar hafa undirbúið þetta gaumgæfilega með því að fá viðurkenningu á Yuanið sem "reserve currency" hjá IMF, síðan kemur þessi olíumarkaður í Peking og í síðustu viku heimsótti Xi Jinping olíuríkin í Miðausturlöndum.

Ég held að hann hafi ekki farið þangað til að kveikja á olíuhreinsunarstöð eins og sagt var í fréttum,heldur til að benda mönnum á að þeir skuli búast við að í náinni framtíð muni þeir ekki kaupa olíu nema gegn greiðslu í Yuönum.

Nú er bullandi kaupendamarkaður á olíu og rétti tíminn til að koma þessu í kring.

.

Eftir 5 mánuði mun svo Evrópa aflétta viðskiftaþvingunum á Rússa.

Það gætir sífellt meira óþols Evrópskra stjórnmálamanna gagnvart þeim einkum í Frakklandi of Ítalíu. Þeir gera sér grein fyrir að ef þeir opna ekki fljótlega ,glata þeir þessum markaði í vaxandi mæli og þá endanlega.

Þær breitingar hafa líka orðið að Merkel sem var aðalhvatamaður þvingananna og stóð vörð um að þær væru endurnýjaðar, er búin að missa allan slagkraft í Evrópu ,og reyndar líka Þýskalandi.

Viðhorfið til ESB hefur líka víða breyst,ríkin gera meiri kröfu um að ráða svona málum sjálf.

Þeir vita líka að þeir geta aldrei sligað Rússland,Krímskagi er Rússneskur og það er stjórnin í Kiev sem á næsta leik í að innleiða Minsk samkomulagið.

Þessi þykistuleikur er einfaldlega of dýrkeyftur fyrir Evrópu.

Borgþór Jónsson, 30.1.2016 kl. 01:09

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 712
  • Frá upphafi: 846642

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 650
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband