Hin heimskulega andstaða Pútíns gagnvart frýverslun Úkraínu við meðlimalönd ESB, hefur nú leitt til ákvörðunar Pútíns að enda frýverslun Úkraínu við Rússland

Persónulega er ég algerlega viss að þetta eru mistök af hálfu Pútíns.
Eitt af fjölmörgum vandamálum við Pútín - virðist eindregin "zero/sum" hugsun hans.
M.ö.o. virðist hann ófær um að sjá - að Rússland í reynd græði á því að Úkraína hafi frjálsa verslun við aðildarlönd ESB. Samtímis, að það sé í reynd umtalsvert tap fyrir Rússland, að frjáls viðskipti Úkraínu við Rússland séu afnumin.

Hann virðist ekki geta séð, að frjáls verslun Úkraínu við ESB - sé alls engin ógn við Rússland.
Eða að áframhaldandi frjáls viðskipti Rússlands við Úkraínu, gátu ákaflega vel farið saman við, frjáls viðskipti Úkraínu á sama tíma við ESB aðildarlönd.

Pútín <--> Virðist ekki skilja eða samþykkja hugtakið, gagnkvæmur gróði.
Í hans heimi, hljóti gróði eins, alltaf að vera tap einhvers annars.

Í "zero/sum" hugmyndaheimi hans - þá sé frýverslun Úkraínu við ESB aðildarlönd, áfall - ógn - tap fyrir Rússland.
Sem sé fullkomlega órökrétt afstaða!

Putin suspends trade zone with Ukraine

 

Í hugmyndaheimi Pútíns - er barátta um Úkraínu í gangi milli Vesturlanda og Rússlands, og lengi hefur verið!

En málið er að Pútín bjó þau átök til - algerlega einn og óstuddur.

  1. Hann kaus að sjá frýverslunarsamning ESB og Úkraínu sem ógn, þegar sá samningur var alls engin ógn við Rússland - þvert á móti til lengri tíma litið, einnig gróði Rússlands.
  2. Þegar skammt var í að þeim samningi væri lokið, beitti hann þáverandi forseta Úkraínu, Viktor Yanukovych - þrýstingi að falla frá þeim samningi -> Bauð þess í stað, samning við Rússland. Jafnharðan, beitti Pútín Úkraínu - stigmagnandi viðskiptaþvingunum, mjög sambærilegum þeim sem Rússland í dag beitir Tyrkland. En aðferðin var sú hin nákvæmlega sama, og beitt er til að stöðva matvæla-innflutning frá Tyrklandi. Þ.e. að beita heilbrigðis-eftirliti Rússland, og láta það stöðva innflutning matvæla undir yfirskyni meintrar heilbrigðis ógnar. Þessari aðferð hefur nú Pútín ítrekað beitt - t.d. einnig gagnvart Moldavíu. Og að auki gegn V-Evrópu löndum til að stöðva matvæla innflutning þaðan. Formlega er þetta ekki viðskiptaþvinganir -> En einungis þeir sem stinga hausnum í sandinn, sjá ekki að slíkar aðgerðir eru algerlega undir stjórn Kremlar, og viðskiptaþvinganir í reynd. Þær þvinganir voru tilfinnanlegar fyrir Úkraínu, sem hefur lengi selt mikið af matvælum til Rússlands. Og því -- öflug þvingunaraðgerð á ríkisstjórn Viktors Yanukovych.
  3. Fyrst að það þurfti stigvaxandi þvinganir, til að fá Viktor Yanukovych til að undirrita samning í staðinn við Pútín, og lokum 3-ma.dollara mútur til Viktors Yanukovych ásamt loforði um 11ma. í framhaldinu - er ljóst að eitthvað mikið var að þeim samningi. Og svo var, en hann í reynd - - að stórum hluta, hefði afnumið efnahagslegt sjálfstæði Úkraínu. Þ.e. hann fól í sér, svipað fullveldis afsal til Kremlar, og tja - það afsal fullveldis sem ríki verða fyrir er þau ganga í ESB. Þannig að samningurinn við Pútín, fól í sér umtalsvert meira fullveldis afsal Úkraínu, en samningur sambærilegur við EES samning Íslands - sem Úkraína var við það að undirrita er afskipti Pútíns hófust af málefnum Úkraínu.
  4. En sem meðlimaríki ESB, þá hefur stórt lands eins og Úkraína, heilmikil áhrif innan ESB --> Úkraina hefði raunverulega náð til baka í formi áhrifa á ákvarðanatöku ESB, stórum hluta eða jafnvel öllum hluta af því sjálfstæði sem Úkraína hefði sem meðlimur lagt í hið sameiginlega Púkk. Meðan að Pútín --> Bauð ekki upp á nokkur hin minnstu áhrif til baka. Þannig að samningurinn sem Pútín reyndi að þvinga upp á Úkraínu. Fól í sér mjög raunverulegt fullveldis afsal, til Pútíns sjálfs --> Sem engin ástæða er að ætla að ekki hefði verið varanlegt.
  5. Í þessu samhengi, verður það fullkomlega skiljanlegt - af hverju það varð þessi risastóra reiðibylgja meðal almennings í Úkraínu, og einnig - af hverju sú reiðibylgja fékk sterkan þjóðernis tón. Enda, fól andstaða við samning þann við Pútín, sem Pútín tókst fyrir rest að þvinga Viktor Yanukovych til að undirrita --> Í sér, að almenningur var að leitast við að verja sjálfstæði Úkraínu.
  • Í reynd hafa átök Úkraínu við Rússland <--> Alla tíð síðan, Viktor Yanukovych - hrökklaðist frá völdum. Snúist um varnarbaráttu landsins gagnvart ásælni Pútíns.
  • Sem sér virkilega ofsjónum yfir sjálfstæði þess lands, enda margsinnis lýst því yfir í vitna viðurvist, að hrun Sovétríkjanna - sem leiddi til sjálfstæðis Úkraínu, hefði verið eitt hið stærsta áfall er Rússland hefur orðið fyrir.

Í augum Pútíns - fela aukin viðskipti Úkraínu við Vesturlönd það í sér, að Vestræn áhrif innan Úkraínu vaxi á kostnað rússneskra áhrifa.
Hann virðist sannfærður um það, að til staðar sé - masterplan á vesturlöndum um það að valta yfir Rússland í Úkraínu, og að viðskiptasamningurinn við Úkraínu hafi verið mikilvægur þáttur í þeirri herferð.
Þetta er auðvitað -- algerlega snargalin afstaða.

  1. En það sem Pútín hefur í reynd gert, með offorsi sínu, með því að vísvitandi hefja átök við Vesturlönd um Úkraínu.
  2. Er að gera meirihluta íbúa Úkraínu, andsnúna Rússlandi - í miklu mun meira mæli en áður.

Með tilraunum hans, til að afnema stærstum hluta sjálfstæði Úkraínu.
Síðan, þegar hann - rændi stórum landskika af Úkraínu, notaði algerlega ólýðræðislega kosningu sem tilliástæðu, og fullkomlega tilbúna meinta hættu fyrir Sevastopol.
Og ekki síst, sendi flugumenn á sínum vegum, til að magna upp stríð í A-Úkraínu - fékk fámennan hóp þjóðernis ofstækismanna til að rísa upp, sendi þeim síðan þúsundir rússn. málaliða ásamt vopnum --> M.ö.o. algerlega tilbúin uppreisn, í sambærilegu stíl við aðgerð Reagans gegn Sandinista stjórn Nicaragua á 9. áratugnum þegar Bandaríkin bjuggu til svokallaða Contra skæruliða.

Þannig hafa skipulagðar árásir Pútíns á Úkraínu - - haldið áfram nú samfellt í nokkur ár.
Og leitt til manntjóns meir en 8þ. manns.
Allt fullkomlega á ábyrgð Pútíns.


Fyrir Pútín, hefur það sannað trú Pútíns á Vestrænt samsæri, að Vesturlönd hafa komið Úkraínu til aðstoðar með margvíslegum óbeinum hætti!

En vesturlönd eru þarna að bregðast við - - stöðugum skipulögðum árásum Pútíns á Úkraínu. Pútín gat vart reiknað með því, að Vesturlönd - létu málið algerlega afskiptalaust. Né gat hann vart reiknað með - vægari aðgerðum en þeim sem Vesturlönd hafa beitt.

Þetta er í reynd hugtakið -- "self fulfilling prophecy."

Þ.e. að líta svo á - að þegar aðilar svara veita viðspyrnu; þá sé það þar með sönnun þess - að sá aðili hafi allan tímann haft illt í hyggju.

M.ö.o. þegar Vesturlönd, komu Úkraínu til aðstoðar -- virðist Pútín þar með hafa litið á það sem staðfestingu þess; að Vesturlönd hafi haft áform um að ásælast Úkraínu.

  • Í reynd var það Pútín sjálfur sem allan tímann var að ásælast það land.
  • En hann virðist fljótur að reikna með því --> Að aðrir hugsi eins og hann sálfur.

 

Af hverju var viðskiptasamningur Úkraínu engin ógn við Rússland?

Þetta er afar einfalt mál - en ég bendi á að Rússland hefur til margra ára viðhaft mjög mikil viðskipti við Þýskaland.
Þjóðverjar reka fjölmörg fyrirtæki innan Rússlands - þar með framleiðslufyrirtæki.

Þjóðverjar eru auðvitað - fullir meðlimir að ESB.
Úkraínu stóð í reynd ekki til boða - full aðild.
Einungis samningur sambærilegan við EES - sem Ísland gerði 1994.

  1. Rússland hefur lengi grætt á því að fá ódýrara vinnu-afl frá Úkraínu.
  2. Síðan hefur Rússland fengið matvæli frá Úkraínu - á hagstæðara verði en matvæli frá V-Evrópu bjóðast.
  3. Rússland hefur einnig verið kaupandi á stáli frá Úkraínu - sem og flutningavélum þ.e. Antonov, og Zenith eldflaugum sem geta skotið gerfihnöttum á sporbaug, og margvíslegri annarri framleiðslu frá Úkraínu - er hefur verið sérhæfð fyrir Rússlands markað.

Það var ekkert sem benti til þess, að nokkur þeirra viðskipta mundu verða í hættu.
Fremur en það hefur verið vandamál fyrir Rússland að eiga í viðskiptum við Þýskaland.

Og fyrst að þau hafa verið hagstæð fyrir Rússland.
Var ekkert sem benti til þess, að þau gætu ekki áfram verið það.

M.ö.o. var ekkert sem benti til þess <--> Að þó svo að Úkraína mundi auka viðskipti við V-Evrópu, að það mundi skerða í nokkru, viðskipti Úkraínu við Rússland.

M.ö.o. sé það gersamlega rangt, að líta á þessi mál í "Zero/sum" samhengi.
Þess í stað erum við að tala um - batnandi efnahag Úkraínu, sem nettó útkomu.

Það blasir ekki beint við mér, að það hefði verið ógn við Rússland.

  • Pútín hefur aldrei nefnt nokkurt það vandamál, sem ekki hefur verið auðvelt að leysa - ef vilji væri fyrir hendi.
  • T.d. varðandi meinta hættu, á að úkraínsk fyrirtæki - "dumpuðu" Vestrænum varningi ódýrar yfir Rússland; auðvelt að hindra - með uppbyggingu nægilega öflugra eftirlits stofnana.

Þetta snýst um - upprunavottun varnings.
Og að fylgst sé með því - að ekki sé svindlað.

Slíkt eftirlit er eðlilega á könnu samkeppnis eftirlits stofnunar.
Sem Úkraína hefði þurft að byggja upp - en fyrst að þ.e. mögulegt að uppruna votta vörur í V-Evrópu, og fylgjast síðan með -- þá var ekkert ómögulegt að láta það virka í samhengi Úkraínu og Rússlands.

  1. Ég er að segja - að aðför Pútíns að Úkraínu hafi verið fullkomlega óþörf aðgerð.
  2. Pútín hafi miklað upp ógn fyrir Rússland, sem raunverulega var ekki til staðar.
  3. Hann hafi með aðgerðum sínum gegn Úkraínu, valdið dauða yfir 8þ. manns, ásamt miklu tjóni innan Úkraínu -- og fengið yfir sig, refsiaðgerðir Vesturlanda, sem valda efnahagstjóni fyrir Rússland ofan á það tjón er Rússland hefur orðið fyrir vegna lækkunar olíuverðs.
  4. Hann hafi eyðilagt viðskiptasambönd við Vesturlönd, sem áður fóru vaxandi - en t.d. voru framundan miklar fjárfestingar Vestrænna olíufyrirtækja í rússn. olíu-iðnaði, til að leita nýrra olíulynda í N-Íshafi, og einnig í því skyni að hefja -fracking- innan Rússlands. Þær fjárfestingar - er áður nutu blessunar Pútíns, hefðu aukið olíuframleiðslu Rússlands til framtíðar.
  5. Ekki má gleyma því heldur, að ári áður en Pútín hóf aðgerðir gegn Úkraínu - þá kom forseti Kína í langa opinbera heimsókn til Evrópu, þ.s. hann lagði mikla áherslu á svokallaða -silkileið- þ.e. verslunarleið í gegnum Rússland. Alla leið til Evrópu.
  • Vegna þeirra átaka sem Pútín - bjó til við Vesturlönd, fullkomlega að óþörfu. Þá eru þau áform - á ís um óákveðinn tíma.
  • En ég er öruggur að ekkert land hefði meir grætt á þeim áformum, en einmitt Rússland.
  • Þarna hefði getað hafist gríðarleg efnahags-uppbygging innan Rússland, meðfram þeirri nýju viðskiptaleið - - en öll þau svæði innan Rússland, sem þær samgöngu-æðar hefði hríslast í gegnum; hefðu þar með - komist í alfararleið viðskipta milli Evrópu og Kína.

Þessu öllu hefur Pútín fórnað - þ.e. uppbyggingu er hefði tryggt að lífskjör Rússa hefðu áfram getað farið stig hækkandi.
Þess í stað, hefur Pútín lokað á þetta, á þessa uppbyggingu - fjárfestingar Vestrænna aðila í Rússlandi hafa að mestu hætt - Kína hefur sjálft eingöngu í dag, áhuga á fjárfestingum á olíu og gasi.
Og Kína í staðinn, beinir vaxandi mæli sjónum á -- pólsiglingar.

Útlit fyrir að - Rússland verði áfram fast í því að selja olíu og gas.
Og lífskjör Rússa hafa hrunið um meir en ---> 50%.
Sem þíðir - að kjör Rússa eru að nálgast aftur upphafsreit þegar Pútín tók við ca. 2000.

___________________

Þvert ofan á fjálglegar lýsingar sumra á snilligáfu Pútíns.
Þá virðist mér Pútín vera að sigla Rússlandi inn í öngstræti.

 

Niðurstaða

Í mínum augum er Pútín sem leiðtogi, hamfarir fyrir rússneskt samfélag. En hann virðist á góðri leið með að loka Rússland og rússneska þjóð - inni í öngstræti. Á sama tíma og heimurinn er óðum að stefna að því að - minnka notkun á olíu og gasi.
Sem eru nánast einu útflutningsvörur Rússlands.

Þá hefur Pútín lokað á stórfellda efnahags uppbyggingu er sannarlega var í farvatninu fyrir Rússland, ári áður en - aðför Pútíns að Úkraínu hófst.
Og það út á meinta hættu, sem einfaldlega var ekki til staðar.

M.ö.o. er ég að segja að Pútín sé þröngsýnt fífl.

Allt heila klabbið sé honum að kenna, þ.e. deilurnar um Úkraínu - sem aldrei hefðu farið af stað ef Pútín hefði ekki ákveðið að líta á samning Úkraínu við ESB sem ógn við Rússland; sem sá samningur alls ekki var og aldrei hefur verið.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Borgþór Jónsson

Þú ert enn sem áður með kíkirinn pikkfastann á blinda auganu og sérð þess vegna ekki muninn á viðskiftasambandi Rússa og Úkrainu fyrir valdarán og viðskiftum Rússa við Þýskaland.

Samt eru þau eins ólík og hugsast getur.

Milli Þýskalands og Rússlands eru tollar eins og rússar telja sér henta og öfugt.Milli Úkrainu voru og eru viðamiklir milliríkjasamningar um tollfrelsi. Ég skil bara ekki hvernig þú getur verið svona tvöfaldur í roðinu að þú viljir ekki viðurkenna muninn á þessu.

,

Þegar samningur ESB var á lokastigi bað Putin ítrekað um að þessi staða væri rædd í þríhliða viðræðum ,en var jafn oft neitað af ESB með þeim orðum að þeim kæmi þetta ekkert við.

Líklega er það rétt hjá þér að það voru engin vandamál sem ekki var hægt að leysa með samningum,en ESB vildi enga samninga. Þeir sögðu alltaf ,Úkraina verður að velja milli Rússlands og ESB.ESb vildi ekki ,og vill ekki enn þann dag í dag neina samninga af því að þeirra markmið var og er bara eitt,og það er að rjúfa tengslin milli Rússlands og Úkrainu.

Eins og þú væntanlega veist ef þú fylgist eitthvað með eru Evrópsk upprunavottorð ekki virði skeinipappírsins aem þau eru skrifuð á.

Eftir að rússar settu á bann við innflutningi matvæla frá Evrópu hefur Hvíta >Rússland orðið umsvifamikill framleiðandi á sítrusávöxtum og sjávarútvegs afurðum.

ESB vildi aldrei neina samninga og afleiðingarnar urðu þær að nasistarnir skutu hina Hevely hundred og það braust út borgarastyrjöld.

Afstaða Rússa var allaf og er ennþá sú að ef Úkraina gengur inn í eitthvað sem er ígildi Evrópska efnahagssvæðisins ,þá gilda sömu reglur og í viðskiftum við önnur ríki í sömu stöðu. Þetta er ekki sérlega flókið svo þú ættir að skilja það ,og þú gerir það sjálfsagt en þú lætur eins og oft áður ekki sannleikann standa í veg fyrir góðri syrpu af Rússafóbíu ,sem er eins konar kynþáttahatur.

.

Eflaust mundi það vera freistandi fyrir mig að taka undir þetta ef þetta væri í mína þágu,en svo er alls ekki.Þvert á móti er þetta andstætt hagsmunum almennings á vesturlöndum ,en hins vegar þjónar þetta hinni óseðjandi valdafíkn þeirra oligarka sem hafa rænt vestrænu lýðræði.

.

Líttu bara á farsann sem kallast foval fyrir bandarísku forsetakosningarnar.Þarna takast á nokkrir kandidatar í eigu alþjóðafyrirtækja.

Almenningur á engan séns og hefur ekki átt síðan Kennedy ,enda var honum lógað,Fjölmiðlarnir ,sem eru allir í eigu sömu aðila og frambjóðendurnir sjá um að engir aðrir komist að með því að halda fólki illa upplýstu.

.

Í lokin missir þú þig svo í eitthvað þvaður eða óskhyggju um stöðu Rússnesks almennings.

Jafnvel þú ættir að gera þér grein fyrir að 50% verðfall rúblunnar leiðir ekki til helmingi lægri kaupmáttar.

Hið rétta er að frá árinu 2000 til 2010 þrefölduðust rauntekjur rússa eftir að hafa fallið um 60% frá 1990 sem er einmitt sá tími sem óskabörn þín stjórnuðu Rússlandi,þeir Kordokovsky ,Nemtsov og Yeltsin.Það er ekki út af engu sem einhver rússinn tók sig til og skaut Nemtsov og Kordakovsky ,forsetaframbjóðandi vesturlanda í Rússlandi hefur 1,7% fylgi.Rússneskur almenningur hatar þessa menn einfaldlega og það með réttu.

Þúsundir manna sultu í hel vegna mútuþægni og svika þessara manna.

Það er með öllu ljóst hvenar viðsnúningurinn varð,en það var þegar Putin stoppaði þjófnaðinn frá Rússneskum almenningi

´Frá oktober 2014 til okt 2015 drogust rauntekjur rússa saman um 10,9 %

Það er því enginn fótur fyrir þeirri fullyrðingu þinni að kjör almennings séu að nálgast árið tvö þúsund.

Stundum hefur maður á tifinningunni að þú vitir ekkert um það málefni sem þú ert að skrifa um heldur skáldir bara eitthvað af fingrum fram.

.

Silkileiðin er enn á dagskrá kínverja og aldrei eins og nú og Rússland hefur þar lykilhlutverki að gegna.

Kínverjar hafa þegar sagt að þannig sé það og þeir sem sætti sig ekki við það, þurfi ekki að vera með. Flesti munu vilja vera með.

Svona er þetta einfalt.

.

Ástæðan fyrir vinsældum Putins í Rússlandi og óvinsældum hans á vesturlöndum er sú sama,hann stoppaði ránin,

Þjófarnir urðu óánægðir en þeir sem stolið var frá voru ánægðir.

Strax á eftir fóru kjör rússa að batna verulega ,lífslíkur að aukast og fæðingatíðni að hækka verulega.

Rússnesku þjóðinni líður betur en henni hefur gert í mjög langan tíma og hún er þakklát.

Þrátt fyrir minniháttar bakslage mun hagur rússa halda áfram að batna.

Erlend fjárfesting er að aukast,gjaldeyrisvarasjóðurinn stendur í stað eða eykst lítillega ,vöruskiftajöfnuður er hagstæður,verðbólga á niðurleið ,gullforði eyst og skuldir lækka.

2018 árið sem olía byrjar að hækka aftur verður gott ár fyrir rússa ,enda mun orkuútflutningur þeirra aukast verulega á því herrans ári að auki.

Viðskiftaþvinganirnar voru svo óvæntur hvalreki sem varð til þess að í stað þess að þeir söfnuðu skuldum í lágu olíuverði þá greiddu þeir niður skuldir.

Þetta á eftir að koma þeim verulega til góða þegar fram í sækir þó að það sé erfitt núna.

.

Borgþór Jónsson, 17.12.2015 kl. 05:33

2 Smámynd: Jónas Gunnlaugsson

 

Forvitnilegt.

Illuminati & Anonymous Declares War December 25th 2015

https://www.youtube.com/watch?v=jm-bdJuZ7AY

 Egilsstaðir, 18.12.2015  Jónas Gunnlaugsson

Jónas Gunnlaugsson, 18.12.2015 kl. 19:49

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 757
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 693
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband