Tyrkland gæti auðveldlega skotið niður allar rússnesku herflugvélarnar sem eru staddar í Sýrlandi

Frétt gærdagsins var náttúrulega, að Su-24 Fencer vél rússneska flughersins var skotin niður af tyrkneskri F-16 vél, þ.e. umdeilt hvoru megin landamæranna við Tyrkland/Sýrland vélin var þegar hún var skotin niður. En höfum í huga, að eftir að hún er hæfð, fellur hún niður í boga - sem vel má sjá á myndbandi, og það getur vel verið að það hafi dugað til að flakið féll rétt handan landamæranna í stað þess að falla innan.

Turkey Shoots Down Russian Warplane Near Syrian Border

Eins og kemur fram í frétt, NyTimes, þá björguðust báðir flugmennirnir úr vélinni, og svifu í fallhlíf heilu og höldnu til jarðar - en skæruliðar Turkmena þarna á svæðinu, segjast hafa skotið þá báða til bana. Og síðan að auki, skotið niður rússneska þyrlu, er reyndi að bjarga flugmönnunum tveim.
Það hafa verið uppi ásakanir frá Tyrklandi - þess efnis, að Rússar væru að varpa sprengjum á þorp Túrkmena nærri landamærunum.
Það má þannig séð, líta á atburðinn - þannig, að Tyrkland sé að sýna Rússlandi veldi sitt.

http://www.lib.utexas.edu/maps/middle_east_and_asia/turkey_trans-2006.jpg

Það sem menn þurfa að hafa í huga, að Tyrkland ræður yfir 2-stærsta her NATO, og hefur einnig samsvarandi öflugan flugher - og hvorugt er búið úreltri tækni!

  1. Heildarstærð rússneska heraflans í þessu tilliti skiptir ekki máli.
  2. Heldur, hve stórum heralfa getur Rússland haldið uppi í Sýrlandi, ef Tyrkland verður algerlega óvinveitt.

Það lítur ekki sérstaklega vel út - ef kortið er skoðað.
En eins og sjá má, þá dreifir Tyrkland ansi vel úr sér, milli Sýrlands og Rússlands.

  1. Tyrkir ættu að geta mjög auðveldlega hindrað að Rússar geti flutt vistir til sinna hermanna í Sýrlandi - flugleiðis.
  2. Og Tyrkir ráða sundunum milli Svartahafs og Miðjarðarhafs, svo þeir geta mjög auðveldlega lokað á siglingar þar á milli, gert Sevastopol nánast - einskis nýta.

Það þíðir einfaldlega - að Tyrkir ættu á afskaplega skömmum tíma, að geta ráðið niðurlögum hvort tveggja flughers Rússa í Sýrlandi, og þess herliðs er Rússar þar hafa.
Og síðan, ef Tyrkland hefur áhuga á - sent her sinn alla leið til Damaskus.

  1. Þetta segir ekki, að sérstaklega líklegt sé að Tyrkir láti af þessu verða.
  2. En það er a.m.k. möguleiki, að Tyrkir hafi skotið niður rússnesku vélina, til að koma þeim skilaboðum til Rússa - að fara varlega, að taka tillit til sjónarmiða Tyrkja, þ.s. eftir allt saman - væri herafli Rússa í Sýrlandi, algerlega upp á náð og miskunn Tyrkja kominn.

Ég held að enginn vafi geti verið um - að svo einmitt sé!

Það verður forvitnilegt að fylgjast með því nk. daga og vikur, hvort að Rússar breyta eitthvað taktískri nálgun sinni, innan Sýrlands.

Tyrkir - t.d. heimta að Rússar hætti að varpa sprengjum á svæði byggð Túrkmenum.

 

Mundi það hafa alvarlegar afleiðingar fyrir Tyrkland, ef Tyrkir létu verða af þessu?

Ég kem ekki auga á nokkrar sem máli skipta - en augljóst fer Pútín ekki að varpa kjarnasprengjum á NATO land.
Rússar eiga engin landamæri beint að Tyrklandi - þannig að Rússar geta afskaplega fátt gert, eiginlega - nánast ekki neitt.

Maður gæti ímyndað sér, tæknilega hugsanlegan möguleika, að Rússar fengju Írana í lið með sér. En ef einhverjum dettur það í hug, þá bendi ég viðkomandi á - að ef eitthvert land á svæðinu er með tæknilega séð gersamlega úreltan heralfa, þá er það Íran.
Þ.e. algert viðskiptabann síðan 1980.

Íranar eiga enga raunhæfa möguleika - gegn tæknilega fullkomnum landher.
Og það síðasta sem þeir mundu vilja, væri stríð við Tyrkland.

Þannig að Íranar mundu afskaplega kurteislega en samt ákveðið - segja nei við Pútín.
_____________________

Þ.e. einmitt vegna þess hve afskaplega veik staða Rússa er þarna!
Sem það eiginlega kemur einungis á óvart - að Tyrkir skuli ekki fyrr hafa ákveðið, að beita Rússa þrýstingi.

 

Niðurstaða

Það mun aldrei verða sannað hvorum megin landamæranna rússneska vélin var er hún var hæfð. En skv. frásögn Ankara varaði flugmaður tyrknesku orrustuvélarinnar, rússnesku sprengjuvélina - 10 sinnum. Áður en eldflaug var skotið sem grandaði rússnesku vélinni.

En eitt ætti að vera lýðum ljóst, nema menn séu haldnir blindu, að Tyrkland á nánast alls kosti - við liðsmenn Rússa í Sýrlandi.

Það verður virkilega forvitnilegt að fylgjast með því á næstunni - hvort að Tyrkir auki þrýsting sinn á Rússa --> En það getur vel verið, að Tyrkir séu til í að umbera að Rússar séu þarna áfram, ef Rússar gerast nægilega auðsveipir.

Ég sé eiginlega ekki að Pútín eigi annan möguleika en þann, að bíta í það súra.
Og semja við Ankara!

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Í þessu dæmi, sem öllum öðrum, þá eru það Rússar sem koma fram sem rödd skynseminar.  Og þú, sem herskár óviti, sem ert að vonast eftir stórstyrjöld.  Hérna hrópar þú á, að eigi að skjóta allar flugvélar Rússa niður.  Af mönnum, sem eru búið að taka með brækurnar niður um sig, fyrir sölu á olíu fyrir ISIS. Ásamt þeirri staðreynd, að Tyrkland er aðal "hulustaður" fyrir hryðjuverkamenn á leið þeirra til og frá Evrópu.

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 25.11.2015 kl. 02:12

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Bjarne, þ.e. ekki hin minnsta ástæða að trúa ásökunum Pútíns, þess efnis að Erdogan hafi selt olíu fyrir ISIS.
Á hinn bóginn, ertu sem vanalega þögull sem gröfin yfir þá þekktu staðreynd, að síðan ISIS tók yfir olíu- og gaslyndir Sýrlands - hefur Assad keypt af þeim olíu og gas.
Á sama tíma þegar ISIS var að vaxa úr litlu í það skrímsli sem ISIS er í dag.

Þetta er greinilega gamalt rússneskt trix - þegar þeir sjálfir eru í vandræðum með spillingu Assads, þá reyna þeir að dreifa athygli fólks - með augljóst fölskum ásökunum.

RT er fullkomlega ónothæfur sem heimild, ekkert annað en málpípa stjórnvalda í Kreml, það ætti því ekki að koma á óvart að RT birti ásakanir Pútíns - enda RT í öllu án vafa háð fyrirmælum Kremlverja hverju sinni.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 25.11.2015 kl. 02:22

3 Smámynd: Borgþór Jónsson

Einar ,ég er ekki viss um að tilgangur tyrkja sé eins göfugur eins og þú vilt vera láta.

Eins og þú veist væntanlega orðið er Tyrkland hryðjuverkaríki sem sér um allan inn og útflutning fyrir ISIS og aðra hryðjuverkahópa í Sýrlandi og Iran.

Rússar og Sýrlendingar eru að stefna að því að loka 97 km breiðum glugga á landamærum Tyrklands og Sýrlands, sem öll þessi starfsemi fer um og loka þar með á þessa starfsemi þar.

Rússneska herflugvélin var að koma úr slíkum leiðangri.

Árásir Tyrkja á Kúrda eru aftur á móti til að halda þessum glugga opnum ,en kúrdar eru bæði austan og vestan við.

Til að gera málið enn persónulegra fyrir Erdogan ,þá er þetta innan fjölskyldunnar og er helsta gróðalind hennar þessa dagana..

.

Vissulega gætu tyrkir skotið niður einhverjar flugvélar ,en þeir munu aldrei fara í stríð við rússa.

Til þess eru nokkrar ástæður.

Rússland er ekki eins varnarlaust og þú heldur.

Herskipið Moskva hefur þegar verið fært til og hefur skipun um að skjóta niður allt sem ógnar rússneskum herþotum.

Ég á síður von á að tyrki langi í það.

.

Nato kemur ekki til með að bakka tyrki upp ef þeir ráðast á rússa.

Þeir hafa ekki pólitískan styrk til að koma á heimsstyrjöld til að verja hryðjuverkaríki.Bandaríkjamenn höfðu ekki einu sini nógan styrk til að ráðast á Sýrland.

Tyrkir eru þá einir á báti og sagan ætti að hafa kennt þeim hvernig það fer.

Rússar mundu væntanlega draga fram stóru græjurnar og lúskra svolítð á þeim.

Ef til átaka kæmi væri ekki marmið rússa að leggja undir sig Tyrkland ,enda hefur enginn áhuga á því skítabæli,heldur sprengja þeir það bara í loft upp án þess að fara að heiman.

Þeir þurfa engan her í það jobb. Rússar geta bara dundað sér við þetta eins lengi og þeir nenna,líklega þangað til tyrkir senda e-mail og biðja þá um að hætta.

Tyrkir eiga engan sjens móti rússum og þeir vita það vel.

.

Evrópubúar eru ekki heimskir ,þeir hafa bara verið skeytingarlausir um þessa stríðsglæpi bandaríkjamanna undanfarin ár af því þeir hafa ekki snert þá persónulega á neinn hátt,en nú er þetta að breitast.

Nú eru hryðjuverkamennirnir sem bandaríkin hafa verið að ala undanfarna áratugi komnir til Evrópu og flóttamennirnir sem eru afleiðingar stríðsglæpa þeirra eru líka að koma í hús,Þessu er almenningur í Evrópu að átta sig á þessa dagana

Ef þeir þurfa að velja á milli þess að þóknast þessu glæparíki og þess að Evrópa logi  ,þá velja þeir frekar frið. Allt hefur sín takmörk.

Og Bandaríkin fara aldrei ein á móti rússum.

Bandaríkin hafa ennþá gríðarleg völd ,eins og sjá mátti í dag þegar Hollande kom eins og barinn rakki fram á fréttamannafundi í Whasington.

.

Framundan eru hættulegir tímar,því bandaríkjamönnum liggur á að knýja fram uppgjör við rússa ,áður en það verða leiðtogaskifti í stóru Evrópuríkunum.

Næsti Frakklandsforseti verður allt öðru vísi en Hollande.Hvort sem það verður LePen eða einhver annar ,verður það ekki einhver sem fer til US bara til að taka við skipunum.

Kjósendur mundu ekki hleypa honum inn í landið aftur.

Nýr Þýskalandskanslari verður líka allt öðruvísi,þó honum sé þrengri stakkur sniðinn af því Þýskaland er hernumið land.

.

Það hafa orðið stórkostlegar breytingar á upplýsingaflæði sem gerir að verkum að stríðsglæpaliðið getur ekki logið í okkur endalaust.

Fjöðmiðlarnir sem eru allir í eigu þeirra, eru ekki lengur einráðir og upplýsingar koma allstaðar frá,frá vígvellinum ,upplýsingumm er lekið úr stjórnkerfinu og sumir fjölmiðlamenn eru farnir að starfa af heilindum ,með eigin fréttaveitur.

Það er líka orðið erfiðara að loka úti fræðimenn,stjórnmálamenn og aðra sem hafa aðra sýn  en hentar krimmunum.

Reyndar sjáum við eftir sem áður þessa menn standa í púlti og ljúga fullum fetum ,en núna er það bara hjákátlegt að horfa á það.

Menn missa smátt og smátt alla virðingu fyrir fólki sem lýgur stanslaust.

.

Borgþór Jónsson, 25.11.2015 kl. 02:49

4 Smámynd: Jón Valur Jensson

Athyglisverðar umræður hér ... á alla kanta.

Jón Valur Jensson, 25.11.2015 kl. 03:23

5 Smámynd: Eggert Sigurbergsson

Í næsta stríði mun stærð herja eða flottir skriðdrekar og flottar þotur skipta litlu máli, gjöreyðingin sem Rússar geta boðið upp á er ofboðsleg og litlar sem engar varnir til gegn þeirri ógn í fyrirsjáanlegri framtíð. http://www.bbc.com/news/world-europe-34797252

Eggert Sigurbergsson, 25.11.2015 kl. 03:56

6 Smámynd: Borgþór Jónsson

Vonandi að við förum að sjá nýtt ógnarjafnvægi eins og í gamla daga.

Í dag eru menn sífellt að gæla við möguleikann á að sigra í kjarnorkustríði.

Borgþór Jónsson, 25.11.2015 kl. 07:50

7 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Þótt Rússland eigi ekki bein landamæri að Tyrklandi eru þeir búnir að hrifsa Krímskagann til baka til sín til að tryggja aðgang sinn að Svartahafi og þar með siglingaleiðina frá Sevastopol beint yfir hafið til Tyrklands.

Þetta sýnir hve mikilvægt það var í augum Rússa eftir fall vinveitts valdamanns í Úkraínu að ráða yfir Krímskaganum að nýju.

Ómar Ragnarsson, 25.11.2015 kl. 11:17

8 Smámynd: Jón Valur Jensson

Og svo var skorið á allt rafmagn til Krímskagans fyrir nokkrum dögum!

Var það kannski hernaðaraðgerð á vegum sérsveitar á vegum USA eða ESB, máske miðuð við að geta þeim mun betur fylgt eftir "væntanlegri" ögrun við Rússa vegna inngrips þeirra í Sýrlandi sem er Bandaríkjunum ekki að skapi?

Jón Valur Jensson, 25.11.2015 kl. 11:32

9 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Boggi, þú getur alveg treyst því, að Tyrkir munu tryggja að samgöngur milli Tyrklands og uppreisnarmanna; séu áfram til staðar - - > Og ekki ósennilegt að flr. rússneskar vélar verði skotnar niður, þangað til að Rússar - ná þessu, að Tyrkir hafa sína hagsmuni í Sýrlandi, eins og Rússar - og að Rússar verði að taka tillit til þess.

En Tyrkland, hvort sem Rússum líkar betur eða verr, er - öflugasta herveldið í Mið-Austurlöndum, þá meina ég einnig í samanburði við Ísrael.
Það er sá kaldi veruleiki sem Rússar munu verða að taka tillit til - að Tyrkir geta rutt Assad úr vegi, ef þeir virkilega vilja senda her sinn inn þá er ekkert tæknilega séð sem hindrar það, og það væri nánast ekki neitt sem Rússar geta gert í slíku tilviki.

Það sem þetta segir - eins og ég sagði í niðurstöðu minni; er að rökrétt séð --> Þarf Pútín að semja við Ankara.
Þar sem tilvist herafla Rússa í Sýrlandi, sé klárlega algerlega undir -góðvilja- Ankara kominn.

    • Það eru engar sannanir fyrir því að Tyrkland styðji ISIS, eða, tryggi ISIS vopn.

    En sannarlega liggja flutningaleiðir fyrir vopn til uppreisnarmanna, í gegnum Tyrkland.

      • Tyrkir eru bersýnilega að notfæra sér stríðið innan Sýrlands - > TIl að breyta valdahlutföllum í Mið-Austurlöndum.

      • Ekki bara Íranir sem eru í þessu - til að tryggja eigin völd.

      Án vafa snúast utanaðkomandi afskipti landa eins og Tyrklands - Írans og Saudi Arabíu --> Um áhrifasvæði og völd.

      Tyrkir vilja - - m.ö.o. sinn skerf af Sýrlandi.

      En ég er viss að þetta endar með - - skiptingu Sýrlands.

      Engin leið - - að Tyrkir leyfi Rússum, að styðja Assad til að ná aftur völdum í öllu landinu.

      Eins og ég sagði - Pútín þarf að semja við Ankara, ef hann ætlar að vera þarna áfram með herafla.
      Ef Rússar eru nægilega auðsveipir, þá fá þeir kannski að vera þarna áfram.


      Kv.

      Einar Björn Bjarnason, 25.11.2015 kl. 11:36

      10 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

      Jón Valur - - Ég reyndar skil ekki, af hverju Úkraínumenn voru enn að senda rafmagn til Krím.

      Kv.

      Einar Björn Bjarnason, 25.11.2015 kl. 11:37

      11 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

      Ómar Ragnarsson  -- Ég sé ekki alveg hvaða gagn Rússar hafa af Sevastopol, ef Tyrkir loka sundunum milli Svartahafs og Miðjarðarhafs fyrir rússneskri skipaumferð.

      Kv.

      Einar Björn Bjarnason, 25.11.2015 kl. 11:39

      12 Smámynd: Borgþór Jónsson

      Borgþór Jónsson, 25.11.2015 kl. 15:01

      13 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

      Use your love - outfield: https://www.youtube.com/watch?v=4N1iwQxiHrs

      Einar Björn Bjarnason, 25.11.2015 kl. 16:56

      14 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

      Boggi, ekki raunhæfur brandari - en Rússland einfaldlega hefur ekki hernaðargetu til þess.

      Kv.

      Einar Björn Bjarnason, 25.11.2015 kl. 16:57

      15 Smámynd: Jóhann Kristinsson

      Eru Úkraínumenn að kaupa gas fra Rússum? Ef svo er þá gæti það verið ástæðan fyrir af hverju Úkraína selur rafmagn til Krimskagans.

      Kveðja frá Houston

      Jóhann Kristinsson, 25.11.2015 kl. 17:08

      16 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

        • Heildarstærð rússneska heraflans í þessu tilliti skiptir ekki máli - Heldur, hve stórum heralfa getur Rússland haldið uppi í Sýrlandi, ef Tyrkland verður algerlega óvinveitt.

        Það eru fleiri lei'ir til Sýrlands en yfir Tyrkland.  Það er bara styst að fara yfir tyrkland.

        Það lítur ekki sérstaklega vel út - ef kortið er skoðað.

        Áttu stærra kort?  En hnattlíkan?

          • Tyrkir ættu að geta mjög auðveldlega hindrað að Rússar geti flutt vistir til sinna hermanna í Sýrlandi - flugleiðis. - Og Tyrkir ráða sundunum milli Svartahafs og Miðjarðarhafs, svo þeir geta mjög auðveldlega lokað á siglingar þar á milli, gert Sevastopol nánast - einskis nýta.

          Vissulega, en... aftur: hnötturinn er stór, og unnt er að fara umhverfist Tyrkland.  Sjáðu bara kanann, sem er alltaf að berhast mörgþúsund kílómetra frá eigin ströndum.

          **Það þíðir einfaldlega - að Tyrkir ættu á afskaplega skömmum tíma, að geta ráðið niðurlögum hvort tveggja flughers Rússa í Sýrlandi, 

          Ef Rússar hegða sér á hátt sem býður uppá það

          **og þess herliðs er Rússar þar hafa.

          Á erfiðara með að sjá það fyrir mér.

          Og síðan, ef Tyrkland hefur áhuga á - sent her sinn alla leið til Damaskus.

          Hve öflugan telur þú tyrkneska herinn?

            • En það er a.m.k. möguleiki, að Tyrkir hafi skotið niður rússnesku vélina, til að koma þeim skilaboðum til Rússa - að fara varlega, að taka tillit til sjónarmiða Tyrkja, þ.s. eftir allt saman - væri herafli Rússa í Sýrlandi, algerlega upp á náð og miskunn Tyrkja kominn.

            Iss, þetta mál er meira: ef þú leyfir þeim 10 sek núna verður það korter næst, svo klukkutími, svo verða þeir farnir að valsa um allt.

            Það verður forvitnilegt að fylgjast með því nk. daga og vikur, hvort að Rússar breyta eitthvað taktískri nálgun sinni, innan Sýrlands.

            Tyrkir - t.d. heimta að Rússar hætti að varpa sprengjum á svæði byggð Túrkmenum.

            Þetta er allt í þróun, sýnist mér.  Allir að skoða hve langt þeir geta gengið. 

            Rússar eiga engin landamæri beint að Tyrklandi - þannig að Rússar geta afskaplega fátt gert, eiginlega - nánast ekki neitt.

            Ja, þeir geta tekið Raqqah, og látið stöðva olíudælingu þaðan til tyrklands.

            Það mun aldrei verða sannað hvorum megin landamæranna rússneska vélin var er hún var hæfð.

            Það er reyndar vel skráð og á hreinu: hún var hæfð sýrlandsmegin, eftir að hafa vissulega farið inn fyrir tyrknesku landamærin.

            En eitt ætti að vera lýðum ljóst, nema menn séu haldnir blindu, að Tyrkland á nánast alls kosti - við liðsmenn Rússa í Sýrlandi.

            Það er ekki 1915 lengur, og þetta eru ekki Hamilton & Kitchener, og ég sé engan Churchill heldur.

            Og semja við Ankara!

            Nei.  Leyfum þeim að gerjast aðeins þarna í Ankara.  Þeir geta vesenast með sína Kúrda, sem eru kannski þeirra minnsta innanríkisvandamál.  Stuðningur þeirra við ISIS er að fara að narta aðeins í þá.

            Erdogan er enginn Mustafa Kemal.

            Ásgrímur Hartmannsson, 25.11.2015 kl. 17:19

            17 Smámynd: Borgþór Jónsson

            Borgþór Jónsson, 25.11.2015 kl. 23:18

            18 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

            Jóhann Kristinsson,- "Eru Úkraínumenn að kaupa gas fra Rússum? Ef svo er þá gæti það verið ástæðan fyrir af hverju Úkraína selur rafmagn til Krimskagans.

            Kveðja frá Houston"

            OK, þ.e. rökrétt svar.

            Kv.

            Einar Björn Bjarnason, 25.11.2015 kl. 23:34

            19 identicon

            Sæll Einar Björn

            Þetta er allt að koma upp á yfirborðið 

            Meet The Man Who Funds ISIS: Bilal Erdogan, The Son Of Turkey's President http://www.zerohedge.com/news/2015-11-25/meet-man-who-funds-isis-bilal-erdogan-son-turkeys-president

             

            Erdogan is the turkey


            Can you tell them apart?

            Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 26.11.2015 kl. 11:44

            20 identicon

            Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 26.11.2015 kl. 11:54

            21 identicon

            Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 26.11.2015 kl. 11:57

            Bæta við athugasemd

            Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

            Um bloggið

            Einar Björn Bjarnason

            Höfundur

            Einar Björn Bjarnason
            Einar Björn Bjarnason
            Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
            Mars 2024
            S M Þ M F F L
                      1 2
            3 4 5 6 7 8 9
            10 11 12 13 14 15 16
            17 18 19 20 21 22 23
            24 25 26 27 28 29 30
            31            

            Eldri færslur

            2024

            2023

            2022

            2021

            2020

            2019

            2018

            2017

            2016

            2015

            2014

            2013

            2012

            2011

            2010

            2009

            2008

            Nýjustu myndir

            • Mynd Trump Fylgi
            • Kína mynd 2
            • Kína mynd 1

            Heimsóknir

            Flettingar

            • Í dag (29.3.): 0
            • Sl. sólarhring: 1
            • Sl. viku: 27
            • Frá upphafi: 0

            Annað

            • Innlit í dag: 0
            • Innlit sl. viku: 26
            • Gestir í dag: 0
            • IP-tölur í dag: 0

            Uppfært á 3 mín. fresti.
            Skýringar

            Innskráning

            Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

            Hafðu samband