Óvinur óvinar míns er vinur minn, ég held að það sé kominn tími til að hugsa með þeim hætti í Sýrlandi

Til þess að forða misskilningi - tek ég strax fram að ég er ekki að tala um bandalag við Assad. En ég sé ekki nokkra leið til þess, að bandalag við Assad sé gagnlegt í átökum við ISIS.

  1. Málið er, að Assad ber alla ábyrgð á því, að átök sumarið 2011 urðu að borgarastríði, en Assad hafði valkosti er hefðu fullkomlega forðað þeirri útkomu - bendi t.d. á að í Túnis varð ekki borgarastríð. En Ben Ali steig upp í þotu og yfirgaf landið í janúar 2011. Í Túnis er mestu leiti friðsamt í dag, þ.e. ekkert stríð - borgir ekki í rústum - engar milljónir á flótta - ekki orðið gríðarlegt manntjón. Assad valdi að - - hanga á völdunum hvað sem það kostaði, og skipaði herlögreglu að skjóta á götumótmæli. Afleiðing, að uppreisnin barst til hersins - og upp reis svokallaður "Frjáls sýrlenskur her."
  2. Það að 12 milljón manns séu heimilislaus, meir en 50% íbúa - bendir til ótrúlegs tjóns á húseignum almennra borgara. Fullkomin sönnun þess, að stjórnarherinn hafi beitt sér af fullkomnu miskunnarleysi og skeitingarleysi um manntjón og tjón almennings.
  3. Síðan bendi flest til þess, að stjórnarherinn beri ábyrgð á bróður parti yfir 300þ. manna manntjóns.

Þetta leiðir til þess - að innan Sýrlands hlýtur að vera mikill fjöldi af fólki, sem hefur afskaplega litlu að tapa, hefur misst allt sitt - gjarnan ástvini einnig <-> En telur sig eiga blóðhefndir að hefna gagnvart Assad og fylgismönnum.
Þetta gerir það að verkum, að ég tel að ekki sé raunhæfur valkostur að vinna með Assad.

Hann sé of mikið hataður - og af of mörgum.
Í augum of margra - sé allt til vinnandi, að koma honum frá.
Það sé vatn á myllu ISIS <--> Sem virkilega, beiti þeim áróðri, að einungis ISIS geti varið fólkið í landinu <--> Gegn Assad, og bandalagi hans við Íran - og Hesbollah.
Þar sem að Íran og Hesbollah - er víðtækt hatað af Súnní Araba meirihluta landsmanna, þá virki sá áróður ISIS manna - afskaplega vel.

  1. Það gerir það að verkum - að bandalag við Assad, sé ekki gagnlegt.
  2. Það frekar geri - ógagn. Með því, að reka enn flr. til þess að ganga til liðs við ISIS.

Stríðið við ISIS - - verður ekki unnið, nema að til staðar sé á vígvellinum, Súnní arabískt afl - sem íbúar landsins geta mögulega stutt í staðinn - fyrir ISIS

Allur stuðningur við Assad <--> Muni styrkja ISIS frekar.
Vegna þess, hve víðtækt Assad sé hataður af meirihluta landsmanna, eftir það ótrúlega blóðbað og tjón, sem hann hefur valdið landsmönnum.

Sama gildi um, bandalag við Íran og Hesbollah, en þar komi inn -trúarvinkillinn- Súnní vs. Shía, þ.s. öflugt haturs ástand sé til staðar milli Súnní Araba meirihluta landsmanna og Írana, ekki síður gagnvart Hesbollah.
Þá gildi það sama <--> Að bandalag við Íran, og Hesbollah - mundi smala fólki til fylgis við ISIS, og líklega þar með - nettó styrkja ISIS.

  1. Ég er að horfa til, uppreisnarmanna í Sýrlandi - sem "the lesser evil."
  2. En þeir hafa samfellt verið undir árásum frá ISIS, síðan ISIS kom fram 2013. Og ISIS hefur tekist að ná stórum svæðum af uppreisnarmönnum - stór hluti ástæðu þess, að þeir hafa í dag, sameinast í her sem þeir kalla "army of conquest."
  3. Síðan þeir þannig sameinuðu krafta sína - hafa þeir haldið velli gagnvart ISIS. Og samtímis að auki, gagnvart árásum Írana - Hesbollah - Rússa og stjórnarliða.
  4. Það þíðir, að uppreisnarmenn, eru án nokkurs vafa - sæmilega sterkur her.
  5. Og þeir eru sannarlega - súnní.

Ég geri mér fulla grein fyrir því, að þeir eru flestir - Íslamistar.
En það hefur ekki hindrað ISIS í að ráðast stöðugt að þeim.

  • En ISIS lítur á sig, sem uppsprettu hinnar réttu Íslam trúar, þ.e. hina einu réttu uppsprettu. Þeir telja sig, hafa leitað til uppruna Íslam - fundið aftur hið tæra upphaflega Íslam. Sem þeir séu að endurvekja.
  • Það þíðir, að ISIS - lítur á alla aðra Múslima, sem villutrúarmenn. Þar með einnig, aðra Íslamista.

Þetta er þ.s. ég á við með - - óvinur óvinar míns, sé vinur minn.

Það sé ef til vill langt gengið að kalla Íslamistana í uppreisnarhernum, vini.

En þeir séu sannarlega án vafa - óvinir ISIS.
Og ISIS sannarlega lítur á þá sem - sína óvini.

Og uppreisnarmenn, hafa sannað sig sem hernaðarlegt afl innan Sýrlands.
Það sé "boots on the ground" sem vanti, svo unnt sé að ráða niðurlögum ISIS.

Og þau "stígvél" þurfa að vera Súnní arabísk.
Enda, verði ISIS ekki stöðvað - - nema af öðru Súnní arabísku afli.

Málið er - að ef uppreisnarmenn, mundu verða vopnaðir - með öflugum hætti.
Eins og gert hefur verið við Kúrda.

Þá sé full ástæða að ætla - að unnt sé að fá þá til þess, að ráðast gegn ISIS.

  1. Auðvitað þarf þá fyrst, að semja um - a.m.k. vopnahlé í borgarastríðinu.
  2. Og Rússar þurfa að samþykkja að hætta að ráðast gegn þeim.
  3. Vopnahlé gæti tekið gildi á þeirri línu sem her uppreisnarmanna, í dag heldur gagnvart stjórnarsinnum og Íran, ásamt bandamönnum Írans.

Í dag eru í gangi friðarviðræður í Sviss.
Til þess að unnt sé að einbeita sér að ISIS.
Þarf að algeru lágmarki - vopnahlé.

Í kjölfar þess, yrði her Sýrlands að halda sig til hlés í átökum.
Flugher Rússa gæti beitt sér gegn stöðvum ISIS.
En Hesbollah og Íran, einnig yrðu að halda sig til hlés.

Einungis Súnní her <--> Getur tekið þetta verk að sér.
Sá her er til - það þarf bara viljann til að beita þeim her.

Ég geri mér fullkomna grein fyrir því - að yfirráð uppreisnarmanna í stórum svæðum innan Sýrlands, leiða ekki til einhverrar óska stöðu.
Það sé samt skárra <--> En að búa við ISIS.

 

Niðurstaða

Einmitt - - óvinur óvinar míns, uppreisnarmenn. Einhver mun örugglega koma fram, og segja mig geggjaðan. En þetta er alls ekki geggjað. Innan Sýrlands er - geggjað ástand. Nú liggur á að binda enda á ISIS.
Og aðrir Íslamistar, þó slæmir séu að mörgu leiti, séu samt skárri heldur en ISIS.

Menn verða að skilja <--> Að sá her sem ræðst að ISIS.
Verður að geta stjórnað því landsvæði á eftir.
Það sé gersamlega útilokað - að stjórnarher Sýrlands sé fær um slíkt.

Eftir það sem á undan hefur gengið, vegna þess - hve hátt hlutfall þjóðarinnar lítur á ISIS, sem skárri valkostinn í samanburði við stjórnvöld í Damaskus.
En lái þeim það nokkur - eftir 12 milljón manns hafa verið gerð heimilislaus, eftir þ.s. hlýtur að hafa verið ótrúlega miskunnarlaust sprengjuregn og kúlnaregn, og yfir 300þ. drepin.

Þetta séu það stórir glæpir - að jafnvel glæpir ISIS blikni í samanburði, og samt eru þeir glæpir mjög miklir að umfangi.
Assad sé ekki nothæfur bandamaður - punktur.

Nú með einugis 20% landsins - sé hann mjög augljóslega orðinn afar veikt afl.
Hann sé algerlega háður Íran, sem þíði að Íran sé nú hið raunverulega afl á þessum 20% landsins. Assad sé -de facto- búinn að vera, ef Íranar vilja halda honum sem framhlið fyrir sín yfirráð, sé það þeirra mál.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Borgþór Jónsson

Þú hefur allt of miklar áhyggjur af ISIS hernum.

Rússar og Sýrlendingar eru að uppræta hann "as we speak".Nú er Putin búinn að draga fram langdrægu sprengjuvélarnar og farinn að dæla "cruse missle" yfir þá að auki.

ISIS á engann sjéns.

Nú eru bandaríkjamenn oðnir svo uppveðraðir yfir að hafa drepið Jihadi John að þeir hittu annað skotmark í gær,ég held meira að segja að það hafi ekki verið spítali.

Frakkar fóru líka í stríð, sem varaði að vísu bara í einn dag,en þeir verða væntanlega búnir að smíða meiri sprengjur í lok vikunnar eða fá þær frá Bandaríkjunum. 

.

Þegar verður búið að tryggja öryggi flugvallana tveggja sem Sýrlendingarir eru að taka verður lag á læk þegar rússnesku herþyrlurnar fara fyrst að njóta sín sem stuðningur við Sýrlenska herinn.

Vertu bara rólegur ,það eru góðir tímar framundan

Borgþór Jónsson, 17.11.2015 kl. 16:09

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Þú hefur bersýnilega ekki mikinn skilning á stríðum, ekki frekar en að þú virðist skilja alþjóðapólitík eða lýðræði eða hagfræði.

Sem virðist ekki hindra þig í að fjalla um öll þau málefni.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 17.11.2015 kl. 23:05

3 Smámynd: Borgþór Jónsson

Ekki vera svona súr Einar.Skilurðu ekki að þetta er gleðidagur,það er verið að uppræta ISIS.

.

Það hafa verið að gerast merkilegir hlutir síðustu daga.

Putin mætir á G20 með lista yfir aðila í 40 löndum sem hafa fjármagnað ISIS.

Bandaríkjamenn sem hafa staulast um eyðimörkina gleraugnalausir í 14 mánuði og ekki séð neitt skotmark ,finna allt í einu gleraugun sín og sprengja upp 120 olíubíla á leið til Tyrklands.

Erdogan er brjálaður af því að það er sonur hans sem rekur þessa starfsemi.

Af því að Erdogan vill ekki að Putin opinberi gögnin hefur hann dregist á að loka landamærum Tyrklands, þannig að byrgðaflutningar til hryðuverkamanna leggjast af að stórum hluta.

Stuðningur við hryðjuverkahópa er nefnilega illa séður á alþjóðavettvangi og það er ekki gott að hafa það í familíunni, sérstaklega ef maður er forseti.

Svona getur farið þegar menn eru búnir að stunda fals og lygi í áraraðir ,þá vill safnast svolítill skítur fyrir sem menn vilja ekki að sjáist.

.

Frakkar flugu aðra árásarferð en það var ekki sagt hvort þeir hefðu verið með sprenngjur með sér, síðast voru þeir með 20 að sögn.

Fljótlega mun flugmóðurskipið Charles de Gaulle mæta á svæðið með betri græjur og leggjast við hlið herskipsins Moskva og Putin hefur skipað skipherranum á Moskva að líta á frakkana sem bandamenn og aðstoða þá í öllu.

Kannski er þetta svolítið táknrænt fyrir það sem er að gerast bakvið tjöldin.

.

Nýji flugvöllurinn á eftir að valda straumhvörfum segja sérfræðingar mér ,af því að þá geta þyrlurnar verið yfir bardagasvæðinu allan daginn og tekið út ógnandi skriðdrekka og önnur þungavopn ,auk þess að leiðbeina hermönnum á jörðu niðri og taka út hindranir sem verða í vegi þeirra. Þær eru miklu hentugri í þetta en herþotur að sögn. Fram að þessu hefur viðvera þeirra ekki verið næg vegna fjarlægðar frá flugvellinum og sumstaðar ekki verið hægt að nota þær.

Þetta á eftir að létta Sýrlenska hernum lífið og draga mikið úr mannfalli hjá þeim.Þegar krimmarnir eru búnir að grafa um sig í einhverjum kofa og hermennirnir ráða ekki við það kemur bara þyrla og PLAFF, og kofinn er ekki lengur þarna.

.

Ég spái að ISIS menn verði komnir með verulegan hausverk eftir mánuð eða svo,þar að segja þeir af þeim sem hafa einhvern haus þegar þar verður komið. 

Kannski að þeim kapítula sé loksins að ljúka í heimssögunni, að bandaríkjamenn geti notað hryðjuverkamenn til að tvístra þjóðum.

Borgþór Jónsson, 18.11.2015 kl. 01:51

4 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Boggi, þ.e. ekki séns í helvíti að Assad - Íran - Hesbollah - Rússland; muni uppræta ISIS.
Eina leiðin til þess, er að beita - Súnníta her.

**En það þarf -landher- loftárásir munu ekki nándar nærri duga til, sama hve marga klukkutíma þyrlur geta sveimað yfir.

En ISIS liðar - fela sig innan um almenning. Ég geri ráð fyrir, að þú leggir ekki til - að allt kvikt sé drepið. Því það mundi að sjálfsögðu - hafa þver öfuug áhrif, að breiða stríðið frekar út.

Það gengur ekki að beita landher - af annarri trú, en Súnní Íslam. Það mun hafa þver öfug áhrif, að styrkja ISIS.
Vegna þess, að ISIS mun geta motfært sér trúar-elementið þá, til þess að afla sér fylgismanna - innan Mið-Austurlanda, sem utan.

Aðstreymi nýrra fylgismanna, yrði of mikið.
Eina leiðin - - er að "taka trúarlega elementið út" með því að beita öðrum Súnníta her.
Það virkilega verður að vera - annar Súnníta her.

    • Ég reikna með því, að friðarviðræðurnar - snúist m.a. um það, að fá Rússa til að hætta að ráðast að uppreisnarmönnum.

    • Svo unnt sé að beita þeim, fyrir vagninn.

    Stjórnarherinn, getur ekki tekið það hlutverk að sér, til þess er hann alltof mikið hataður af íbúum landsins, sem eru Súnní Arabar.

    Kv.

    Einar Björn Bjarnason, 18.11.2015 kl. 08:30

    5 Smámynd: Borgþór Jónsson

     Nú eru miklar sviftingar í Sýrlandi

    Isis er á skipulagslausum flótta frá Palmyra og Raqqa og hafa tapað orustum í Jabal Maar sem er  á Aleppo svæðinu og Tal Syratel sem er á Damaskus svæðinu.

    ISIS er allstaðar á undanhaldi eða á flótta. ISIS getur ekki staðið af sér lofthernað af því tagi sem rússar hafa verið að ástunda, og nú þegar Frakkar hafa stillt sér við hlið rússa hafa þeir enga von um að komast af.

    Meira að segja bandaríkjamenn hafa hafið loftárásir á ISIS og kúrdar nota það til hins ítrasta.

    Bandaríkjamenn vilja ekki að ISIS flýji inn í Írak. 

    .

    Það tekur tíma að svona loftárásir fari að virka ,en það virðist vera að gerast fljótar en ég átti von á.

    Nú hafa rússar bætt 35 flugvélum í flota sinn og 25 af þeim hafa frjálsar hendur ef svo má segja.

    Fram að þessu hafa skotmörk flugvélanna verið fyrirfram ákveðin ,en nú hafa þessar 25 vélar frjálsar hendur til að sprengja upp það sem þeir sjá á flugi sínu yfir átakasvæðið.

    Þetta er væntanlega fyrst og fremst hugsað til að eyða ISIS liðum sem eru á flótta eða eru að færa sig á milli svæða. Þetta á eftir að valda mjög miklum usla og draga verulega úr móralnum í ISIS.

    Það er örugglega alveg niðurdrepandi að það sé kastað sprengjum  á mann og maður getur hreint ekkert gert nema að vona að maður verði ekki drepinn.

    .

    Nú eru hlutirnir að þróast nákvæmlega eins og ég var búinn að segja þér,ISIS liðarnir eru að flýja í sífellt meira mæli í áttina að Tyrkneksu landamærunum, en meðan þeir voru að dunda sér við að afhausa fólk hefur þessi griðastaður væntanlega lokast. Eða vonandi alla vega.

    Það virðist vera að Putin hafi tekist að stoppa þetta daður vesturlanda við ISIS og AlNusra.

    Þar kemur væntanlega tvennt til.

    Í fyrta lagi varð fljótlega ljóst eftir að rússar hófu lofthernað í Sýrlandi, að Isis yrði þurrkað út.Þá var ekki um annað að ræða en annað hvort að auka stuðninginn við ISIS með lofthernaði eða að láta þá sigla sinn sjó. Að halda uppi stuðningi við lið sem er vrið að þurrka út er alveg út í hött.

    .

    Skemmtileg samlíking úr sögunni er frá WW II ,nasistar fengu fjárstuðning frá bandaríkjunum alveg fram yfir orustuna við Kursk, en það er oftast talinn sá tímapunktur þegar ljóst var að nasistar mundu tapa stríðinu.

    .

    Í annan stað virðist G20 fundurinn hafa valdið straumhvörfum,það virðist vera að þar hafi frakkar sagt skilið við stefnu bandaríkjamanna í Sýrlandi,bandaríkjamenn sagt skilið við ISIS og tyrkir ,ef heimildir mínar eru réttar, gefist upp á að vera tenging ISIS umheiminn og griðastaður til þrautavara.

    Þarna hefur blaðið góða frá Putin spilað stórt inn í.

    Enginn veit hverjir voru á þessum lista ,en það er líklegt að þar hafi verið margir í mörgum löndum sem standa mjög nærri stjórnvöldum,eða mikilvægum aðilum sem væri vont að missa í málaferli vegna samvinnu við hryðjuverkasamtök.Það var mjög klókt hjá Putin að gefa mönnum færi á að hreinsa til sjálfir heima hjá sér í stað þess að fara í hart og fá alla skriðuna á sig.

    Blaðið er til ef menn þráast við að laga þetta.

    .

    Sýrlandsstríðið er ekki trúarstríð og ISIS og ALNusra hefur aldrei tekist að koma því á þann stall.Það má glöggt sjá á því að meira en 70% af flóttamönnum hafa  fúið inn á svæði stjórnarhersins,þrátt fyrir að mestu átökin hafi veri á hefðbundnum heimaslóðum Sunni muslima.Það er ekki sjens í helv. að Sunni muslimsr mundu flýja inn á svæði Shia í trúarátökum.

    Í Sýrlandi hafa ekki verið trúarátök í áratugi,Assad hefur séð um það og faðir hans á undan honum. Þar hefur réttur allra trúarhópa verið tryggður og er enn.

    .

    Ég held að í kjölfar þessara sviftinga eigum við eftir að sjá miklar breytingar til batnaðar.

    &#39;Eg væri ekki hissa á að það verði nokkur bið þangað til bandaríkjamenn geti sundrað næsta landi með undirferli og samvinnu við hriðjuverkalið.

    Ég á von á að bandaríkin muni í framtíðinni ekki geta umgengist Sameinuðu þjóðirnar eins og þær væru bandarískt ráðuneyti.

    Ég held að bandaríska heimsveldið sé að riða til falls og við fáum að sjá aftur gömlu góðu bandaríkin sem voru stórþjóð en sinntu fyrst og fremst hagsmunum landsmanna, en ekki einhverrar klíku sem hefur enga siðferðiskennd.

    En til að svo megi verða þurfa heimammenn að fara taka til  hjá sér og losa sig við þetta glæpapakk sem hefur grafið um sig í stjórnkerfinu. 

    .

    Ég leita víða fanga þegar ég er að kynna mér mál og meðal annar horfi ég stundum á fréttamannafundi "State department" Bandaríkjanna.

    Þessir fundir eru um margt fróðlegir ,bæði fyrir það sem þar kemur fram og ekki síður er fróðlegt að fylgjast með framgöngu flestra fréttamanna á þessum fundum.

    Fréttamenn spyrja afar sjaldan spurninga ,heldur skrá bara niður það sem talsmaðurinn segir.

    Stundum er spurt og Russia Insider hefur sett saman video sem sýnir þegar lygin og falsið úr bandaríska stjórnkerfinu er að bíta talsmanninn í rassgatið.

    Njóttu,þetta er bráðskemmtilegt.

    https://www.youtube.com/watch?v=U9xkyfv3oGk

    https://www.youtube.com/watch?v=8mai647frtg

    Borgþór Jónsson, 18.11.2015 kl. 20:33

    6 Smámynd: Borgþór Jónsson

     Nú eru miklar sviftingar í Sýrlandi

    Isis er á skipulagslausum flótta frá Palmyra og Raqqa og hafa tapað orustum í Jabal Maar sem er  á Aleppo svæðinu og Tal Syratel sem er á Damaskus svæðinu.

    ISIS er allstaðar á undanhaldi eða á flótta. ISIS getur ekki staðið af sér lofthernað af því tagi sem rússar hafa verið að ástunda, og nú þegar Frakkar hafa stillt sér við hlið rússa hafa þeir enga von um að komast af.

    Meira að segja bandaríkjamenn hafa hafið loftárásir á ISIS og kúrdar nota það til hins ítrasta.

    Bandaríkjamenn vilja ekki að ISIS flýji inn í Írak. 

    .

    Það tekur tíma að svona loftárásir fari að virka ,en það virðist vera að gerast fljótar en ég átti von á.

    Nú hafa rússar bætt 35 flugvélum í flota sinn og 25 af þeim hafa frjálsar hendur ef svo má segja.

    Fram að þessu hafa skotmörk flugvélanna verið fyrirfram ákveðin ,en nú hafa þessar 25 vélar frjálsar hendur til að sprengja upp það sem þeir sjá á flugi sínu yfir átakasvæðið.

    Þetta er væntanlega fyrst og fremst hugsað til að eyða ISIS liðum sem eru á flótta eða eru að færa sig á milli svæða. Þetta á eftir að valda mjög miklum usla og draga verulega úr móralnum í ISIS.

    Það er örugglega alveg niðurdrepandi að það sé kastað sprengjum  á mann og maður getur hreint ekkert gert nema að vona að maður verði ekki drepinn.

    .

    Nú eru hlutirnir að þróast nákvæmlega eins og ég var búinn að segja þér,ISIS liðarnir eru að flýja í sífellt meira mæli í áttina að Tyrkneksu landamærunum, en meðan þeir voru að dunda sér við að afhausa fólk hefur þessi griðastaður væntanlega lokast. Eða vonandi alla vega.

    Það virðist vera að Putin hafi tekist að stoppa þetta daður vesturlanda við ISIS og AlNusra.

    Þar kemur væntanlega tvennt til.

    Í fyrta lagi varð fljótlega ljóst eftir að rússar hófu lofthernað í Sýrlandi, að Isis yrði þurrkað út.Þá var ekki um annað að ræða en annað hvort að auka stuðninginn við ISIS með lofthernaði eða að láta þá sigla sinn sjó. Að halda uppi stuðningi við lið sem er vrið að þurrka út er alveg út í hött.

    .

    Skemmtileg samlíking úr sögunni er frá WW II ,nasistar fengu fjárstuðning frá bandaríkjunum alveg fram yfir orustuna við Kursk, en það er oftast talinn sá tímapunktur þegar ljóst var að nasistar mundu tapa stríðinu.

    .

    Í annan stað virðist G20 fundurinn hafa valdið straumhvörfum,það virðist vera að þar hafi frakkar sagt skilið við stefnu bandaríkjamanna í Sýrlandi,bandaríkjamenn sagt skilið við ISIS og tyrkir ,ef heimildir mínar eru réttar, gefist upp á að vera tenging ISIS umheiminn og griðastaður til þrautavara.

    Þarna hefur blaðið góða frá Putin spilað stórt inn í.

    Enginn veit hverjir voru á þessum lista ,en það er líklegt að þar hafi verið margir í mörgum löndum sem standa mjög nærri stjórnvöldum,eða mikilvægum aðilum sem væri vont að missa í málaferli vegna samvinnu við hryðjuverkasamtök.Það var mjög klókt hjá Putin að gefa mönnum færi á að hreinsa til sjálfir heima hjá sér í stað þess að fara í hart og fá alla skriðuna á sig.

    Blaðið er til ef menn þráast við að laga þetta.

    .

    Sýrlandsstríðið er ekki trúarstríð og ISIS og ALNusra hefur aldrei tekist að koma því á þann stall.Það má glöggt sjá á því að meira en 70% af flóttamönnum hafa  fúið inn á svæði stjórnarhersins,þrátt fyrir að mestu átökin hafi veri á hefðbundnum heimaslóðum Sunni muslima.Það er ekki sjens í helv. að Sunni muslimsr mundu flýja inn á svæði Shia í trúarátökum.

    Í Sýrlandi hafa ekki verið trúarátök í áratugi,Assad hefur séð um það og faðir hans á undan honum. Þar hefur réttur allra trúarhópa verið tryggður og er enn.

    .

    Ég held að í kjölfar þessara sviftinga eigum við eftir að sjá miklar breytingar til batnaðar.

    &#39;Eg væri ekki hissa á að það verði nokkur bið þangað til bandaríkjamenn geti sundrað næsta landi með undirferli og samvinnu við hriðjuverkalið.

    Ég á von á að bandaríkin muni í framtíðinni ekki geta umgengist Sameinuðu þjóðirnar eins og þær væru bandarískt ráðuneyti.

    Ég held að bandaríska heimsveldið sé að riða til falls og við fáum að sjá aftur gömlu góðu bandaríkin sem voru stórþjóð en sinntu fyrst og fremst hagsmunum landsmanna, en ekki einhverrar klíku sem hefur enga siðferðiskennd.

    En til að svo megi verða þurfa heimammenn að fara taka til  hjá sér og losa sig við þetta glæpapakk sem hefur grafið um sig í stjórnkerfinu. 

    .

    Ég leita víða fanga þegar ég er að kynna mér mál og meðal annar horfi ég stundum á fréttamannafundi "State department" Bandaríkjanna.

    Þessir fundir eru um margt fróðlegir ,bæði fyrir það sem þar kemur fram og ekki síður er fróðlegt að fylgjast með framgöngu flestra fréttamanna á þessum fundum.

    Fréttamenn spyrja afar sjaldan spurninga ,heldur skrá bara niður það sem talsmaðurinn segir.

    Stundum er spurt og Russia Insider hefur sett saman video sem sýnir þegar lygin og falsið úr bandaríska stjórnkerfinu er að bíta talsmanninn í rassgatið.

    Njóttu,þetta er bráðskemmtilegt.

    https://www.youtube.com/watch?v=U9xkyfv3oGk

    https://www.youtube.com/watch?v=8mai647frtg

    Borgþór Jónsson, 18.11.2015 kl. 21:54

    Bæta við athugasemd

    Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

    Um bloggið

    Einar Björn Bjarnason

    Höfundur

    Einar Björn Bjarnason
    Einar Björn Bjarnason
    Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
    Mars 2024
    S M Þ M F F L
              1 2
    3 4 5 6 7 8 9
    10 11 12 13 14 15 16
    17 18 19 20 21 22 23
    24 25 26 27 28 29 30
    31            

    Eldri færslur

    2024

    2023

    2022

    2021

    2020

    2019

    2018

    2017

    2016

    2015

    2014

    2013

    2012

    2011

    2010

    2009

    2008

    Nýjustu myndir

    • Mynd Trump Fylgi
    • Kína mynd 2
    • Kína mynd 1

    Heimsóknir

    Flettingar

    • Í dag (29.3.): 2
    • Sl. sólarhring: 3
    • Sl. viku: 29
    • Frá upphafi: 845417

    Annað

    • Innlit í dag: 2
    • Innlit sl. viku: 28
    • Gestir í dag: 2
    • IP-tölur í dag: 2

    Uppfært á 3 mín. fresti.
    Skýringar

    Innskráning

    Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

    Hafðu samband