Financial Times vekur athygli á augljósri kreppu hættu í Asíu

Sjá: Emerging Asia: The ill wind of deflation.

Líkleg ástæða vandans má sennilega rekja til samdráttar í fjárfestingum í Kína - en eins og sjá má á myndum, þá er skulda-aukning atvinnulífs hröð -en er enn hraðari í Kína- en meðaltalið yfir Asíu á einni skannmyndinni sýnir.
Það sé komið að þeim punkti, að atvinnulífið gat ekki lengur haldið dampinum uppi, skuldir og fjármögnunarkostnaður hafi verið í hraðri aukningu síðan bætist við léleg arðsemi fjárfestinga - sem er rökrétt afleiðing þegar offjárfestingar fyllerí er í gangi.

  1. Þegar snögg dregur úr fjárfestingum.
  2. Þá snögg dregur úr eftirspurn eftir þeim varningi, sem notaður er til uppbyggingar sbr. málmar.
  3. Það virðist að auki, minnka eftirspurn eftir vinnu-afli, sem seti þrýsting á laun, og neyslu - þannig að samdráttur í hrávörum t.d. kaffi, sem fer beint til neytenda, hefst einnig - bitnar t.d. á Brasilíu, sem ekki er með í samanburði yfir Asíu.
  4. Þegar margir eru samtímis að -minnka við sig, þá minnka einnig tekjur margra fyrirtækja.
  5. Sem er slæmt, þegar skuldir hafa hækkað svo mikið að meðaltali hjá fyrirtækjum sem ljóst er að hefur gerst allra sl. 5-6 ár.

Nettó útkoman virðist benda til kreppu framundan.

 

Asíukreppa virðist sennileg

Eins og sést á myndinni að neðan - þá virðist komin verðhjöðnun í söluverð framleiðslufyrirtækja í Asíu - þar af 42 mánuði samfellt í Kína.

Áhættan er sú, að fyrirtæki verði gjaldþrota - þegar tekjur skreppa stöðugt saman.
Fjölda-gjaldþrota atburður getur verið framundan.

Skannmyndin er dálítið dauf - en löndin eru talin frá ofanverðu; Indónesía, Hong Kong, Tæland, S-Kórea, Indland, Malasía, Kína, Filipseyjar, Singapore, og Tævan.

http://einarbb.blog.is/users/72/einarbb/img/asia_troubles_0001.jpg

Samdráttur er í hagnaði fyrirtækja í Asíulöndum fyrir utan Japan, mynd að neðan.
Þetta einnig styrkir ótta um hugsanlegan fjölda-gjaldþrots atburð framundan.

Eins og sést á skannmynd, þá er samdráttur í útflutningsvirði viðkomandi landa greinilega til staðar, en það sést ekki vel vegna daufrar skannmyndar - að þ.e. seinni hluta 2015 sem seinni niðursveiflan á kúrfunni hefst - og greinilegur samdráttur útflutningsverðmæta er í ár 2015.
Sjá hægra megin á kúrfunni.

http://einarbb.blog.is/users/72/einarbb/img/asia_troubles_0002.jpg

Eins og fram kemur í textanum, þá hafa skuldir fyrirtækja í Asíu, fyrir utan fjármálafyrirtæki, aukist - - 5 falt á einum áratug.
Bróðurpartur þeirrar skulda-aukningar atvinnulífs, sé innan Kína.

Þetta er að sjálfsögðu varasamt í ljósi samdráttar tekna og hagnaðar fyrirtækja.

Aftur er myndin dauf - en þ.s. sést þó er að kúrfan er mjög upp á við.
Og að hún mælir vöxt skulda fyrirtækja í nýmarkaðslöndum Asíu.
Mjög hraður vöxtur er frá 2009 - sjá hægri hluta kúrfunnar frá miðju.
Er nú meðaltalið í 125% af þjóðarframleiðslu, úr ca. 80% af þjóðarframleiðslu á 6 árum.

Það er þessi mikli hraði í aukningu skulda fyrirtækja er vekur ugg.

 

http://einarbb.blog.is/users/72/einarbb/img/asia_troubles_0003.jpg

Eins og sést, er það rökrétta að gerast, að þegar þrengir að hjá fyrirtækjum, þá vex aðhald að launahækkunum.
Þetta auðvitað kemur niður á aukningu neyslu.

Hún eðlilega fer í samdrátt, ef launa-samdráttur hefst. Sem kemur í ljós síðar hvort gerist.

Enn eina ferðina er myndin dauf - en þ.s. hún sýnir, er að launahækkanir í Asíu fyrir utan Japan, taka snögga dífu 2009 - sem væntanlega þíðir tímabundna launafrystingu, síðan er snögg stór aukning, en sjá hægri hlið kúrfunnar þá eftir 2010, fer aftur að draga úr hækkunum launa - þær eru ekki alfarið hættar; kúrvan er ekki enn neikvæð.

http://einarbb.blog.is/users/72/einarbb/img/asia_troubles_0004.jpg

Myndin að neðan, sýnir minnkun í sölu og minnkun í tekjum fyrirtækja í Asíu fyrir utan Japan.

Gott og vel, eina ferðina enn er myndin dauf - ljósari línan er tekjur, dekkri línan er sala - gildir fyrir fyrirtæki í Asíu fyrir utan Japan.
Hápunkturinn í tekjum/sölu er 2011 -> Eftir það er greinileg minnkun, síðan aftur hefst minnkun 2014, seinni dífan eftir hápunktinn.

http://einarbb.blog.is/users/72/einarbb/img/asia_troubles_0005.jpg

--------------

Það sem maður les úr þessu, er þróun sem sterklega virðist benda til þess að framundan sé sennilega fjölda-gjaldþrots atburður í atvinnulífi, sérstaklega Kína, en sennilega einnig í öðrum ný-iðnvæðandi löndum Asíu.

 

Niðurstaða

Ég hef sosum ekker við þetta að bæta, en það að þróunin bendi til kreppu framundan í Asíu. En það sé sennilega ekki unnt að tímasetja upphaf hennar - en sennilegt virðist að hún hefjist innan nk. 2-3 ára, eða jafnvel fyrir lok þessa árs.


Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 247
  • Sl. sólarhring: 305
  • Sl. viku: 330
  • Frá upphafi: 846968

Annað

  • Innlit í dag: 233
  • Innlit sl. viku: 315
  • Gestir í dag: 225
  • IP-tölur í dag: 225

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband