Tökum vel við þessum 100 flóttamönnum sem forsætisráðherra nefnir að komi hingað

Höfum í huga að um er að ræða fólk, sem hefur upplifað helvíti stríðs í landi þ.s. áætlað er í dag að mannfall sé yfir 300þ., þ.e. að ca. álíka margir og öll ísl. þjóðin - hafi látið lífið. Af myndum frá Sýrlandi að dæma, virðist eignatjón ótrúlegt, margar borgir í nærri eins slæmu ástandi og þýskar borgir voru í - við lok Seinni Styrrjaldar.
Mannfall bendir sterklega til þess, að sprengjukast úr flugvélum og fallbyssum, hafi verið óspart beitt - og án tillits til þess sjónarmiðs að vernda almenna borgara.
Einungis stjórnarher Sýrlands, hefur flugher.
Og stjórnarherinn hefur einnig mun öflugari stórskotavopn.

  • ca. 40% íbúa landsins virðist á vergangi.
  • Sem er ótrúlegt hlutfall - önnur vísbending um stórkostlega eyðileggingu íbúðabyggðar.

Það áhugaverða er - að þau átök þ.s. ég heyrði síðast um svo hátt hlutfall þjóðar á vergangi, var í átökunum - - í Téténíu, ca. 2000 er Pútín réð niðurlögum uppreisnar íbúa þess svæðis, þ.s. býr sérstök þjóð sem ekki eru Rússar, og hafa Múslima trú.
Út af þessu - - hef ég velt því fyrir mér, hvort að Kremlverjar hafi veitt Assad ráðgjöf um tilhögun stríðsins - - > En þegar rússn. herinn sókti gegn Téténum, þá voru nánast allar byggðir í landinu lagðar í rúst, sem skýrði hlutfall íbúa á flótta mjög líklega.

A.m.k. hefur grimmd stjórnarhers Sýrlands virst óskapleg.
Ekki minni en grimmd rússn. hersins er hann réð niðurlögum uppreisnar Téténa.

  • Höfum í huga, að í Téténíu - létust margfalt fleiri en hingað til hafa fallið í átökum í Úkraínu - - þó búa á þeim svæðum þ.s. barist hefur verið í A-Úkraínu ca. 3-svar sinnum flr. fólk en í Téténíu.
  • Þ.e. áhugaverður samanburður.

Mér hefur stríðið í Téténíu verið -við og við- íhugunarefni, sérstaklega þegar -vinir Pútíns- gagnrýna -meinta hörku- í A-Úkraínu.

  • Þó er þar beitt silkihönskum svo sannarlega, í samanburði við aðfarir Pútíns sjálf í Téténíu.
  • Og sannarlega í sbr. v. aðfarir einkavinar Pútíns, Assads - í Sýrlandi.

Yfir hundrað flóttamenn til landsins í ár

 

Punkturinn er - þetta fólk hefur liðið mikið

Það síðasta sem það þarf á að halda, ef einhver Íslendingur - fer að veitast að því, eftir að það er hingað komið.
En ég hef orðið var við gríðarlega grimma umræðu á -erlendum netmiðlum- um flóttamenn frá Sýrlandi.

  • T.d. vilja sumir, halda þeim í einangrun - að sögn til að vernda evr. samfélag.
    Haldið fram því varúðarsjónarmiði, að rétt sé að halda fj. fólks í nokkurs konar fangabúðum, konum og börnum einnig, vegna hugsanlegrar hættu á að innan um geti leynst hættulegir einstaklingar.
    M.ö.o. sönnunarbyrði snúið við. En hvernig er unnt að sanna með óhyggjandi hætti að einhver tiltekinn sé meinlaus?
    Eiginlega mjög sambærilegur hugsunarháttur er lá að baki búðum Bandar. í Guantanamo, nema að þeir sem þangað voru fluttir, voru raunverulega grunaðir um að vera hryðjuverkamenn, en umtalið á netinu beinist að - flóttamönnunum almennt.
  • Mín skoðun er að slík aðferðafræði væri gríðarlega misráðin, að vísvitandi halda hópnum einangruðum, en að sjálfsögðu tryggði það að engin aðlögun að samfélaginu gæti farið fram, og síðan hefðu þeir ekkert við að vera -augljóslega- og að auki, væru slíkar búðir -með reiðum flóttamönnum- nánast fullkomin aðstaða fyrir varasama einstaklinga til að afla sér fylgismanna - - > En þekkt er af fangelsum, að þar gjarnan kynnast einstaklingar eftir fyrsta brot, hörnuðum glæpamönnum - og þá fyrst kynnast glæpabrautinni fyrir alvöru. 
    Einn hryðjuverkamaður er leyndist innan um 1000 flóttamenn, gæti náð áheyrn margra í slíkum hóp, ef þeim væri öllum haldið á sama stað, mánuðum saman - öllum meira eða minna haldið aðgerðalausum.

Hér aftur á móti stendur allt annað til - að skipta hópnum sem kemur upp, og koma honum fyrir hjá sveitafélögum - sem bjóðast til að taka við flóttamönnum. Þar sem þeim verður strax komið í húsnæði í almennri byggð, og síðan að auki - eins fljótt og unnt er, komið í vinnu.

  • Reynsla okkar hingað til af svokölluðum -kvótaflóttamönnum- hefur verið góð.

En hafa ber í huga, að í stríðinu í fyrrum Júgóslavíu, var tekið við hér við einhverjum fjölda Bosníu-manna - en þar er meirihluti íbúa Múslimar.
Ekki hefur frést af því að sá hópur hafi verið til vandræða. Heldur séu í vinnu, og búi meðal fólks hér - eins og hverjir aðrir.

Ég á ekki von á öðru - en það fólk sem hingað kemur - - sennilega frá flóttamannabúðum í Lýbanon, verði fyrst og fremst umhugað um að koma sér fyrir - afla sér atvinnu.

Í Evrópu, vegna þess að atvinnuleysi er mun útbreiddara en hér, er það algengt - að kvótaflóttamenn geti ekki fengið nokkra vinnu sem hefur skapað þá umræðu, að flóttamenn - séu fyrst og fremst að leita til Evrópu, til þess að komast á féló.

  • En oftast nær, er mun erfiðara fyrir flóttamenn, en heimamenn - að fá vinnu.
    Og ef atvinnuleysi er útbreitt, þá geta þær aðstæður skapast - að flóttamenn eigi nær enga möguleika til atvinnu.
  • Það að sjálfsögðu, er einnig -hindrun fyrir aðlögun þess fólks að samfélaginu.

Umræðan virðist mér því oft afar ósanngjörn.
Þ.s. að flóttamönnunum sé gjarnan kennt um þetta.
Af þeim sem ræða um þessi mál á vefnum.

  1. Vegna þess hve gott framboð er af vinnu hér.
  2. Gæti Ísland einmitt verið betur í stakk borið en mörg önnur lönd, að taka við flóttafólki - og raunverulega koma því síðan inn í samfélagið.
  3. En atvinnu-þátttaka sé um það, lykilatriði.

Þegar menn komast ekki í vinnu.
Þá býði þeirra -félagsleg einangrun, a.m.k. frá samfélaginu sem þeir hafa sest að í.
Og þá verði aðkomuhópurinn -eðlilega að samfélagi, til hliðar við megin-samfélagið í því landi.

 

Niðurstaða

Ég held að það geti verið alveg rétt hjá forsætisráðherra, að það séu ágætir möguleika á því, að Ísland verði a.m.k. að einhverju leiti fyrirmynd um það, hvernig á að taka við flóttamönnum - svo vel sé.
En ég tel það afar líklegt, að stór hluti ástæðu þess að sums staðar í Evrópu, lenda flóttamenn utan gátta í samfélaginu, og aðlagast ekki.
Sé vegna þess hve skortur á atvinnu sé útbreitt vandamál innan Evrópu.

Ef atvinnuleysi sé útbreitt - þá flæki það mjög fyrir því að koma flóttamönnum í vinnu.
Og án atvinnu, þá stórfellt aukist hættan á því að flóttamenn verði einangraðir félagslega frá samfélaginu sem þeir hafa sest að í.
Sem þá verði til þess, að hindra aðlögun þeirra að því samfélagi.
Þannig að þá verði þeir að - - hliðarænu samfélagi, í stað þess að renna inn í samfélagið.

Ísland ætti að geta komið þeim langsamlega flestum til vinnu.
Og sem ætti, ef kenning mín er rétt, að hindra þannig útkomu að þeir verði að félagslega einangruðu hliðar-samfélagi við okkar samfélag.

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvernig er það, fórst þú í leiklistarskóla, Einar? Er það úr leiklistinni, sem þú hefur speki þína?

Er þetta "Angela Merkel" leikritið, "Sýnast vera gott fólk".  Þér væri nær, að sýna góðmensku þína við þá einstaklinga í Landinu sem eiga hvorki heimili, ofan í sig eða á. Ég get skilið Angelu Merkel, hún er þýsk og á í erfiðan djöful að draga "Nasismann".

Í röðum þessara flóttamanna, eru tug þúsundir hryðjuverkamanna ISIS ... og ert þú af ásettu ráði að bjóða þá velkomna? Ef þú vilt gera eitthvað gott, þá ættir þú að styðja það að farið væri niður og bundið enda á það stríð sem kaninn og bretinn stendur fyrir þarna, og að lönd þessa fólks væri byggt upp svo það ætti heimili og land, að snúa aftur til.

Þeim er enginn hjálp, í að fá "ÖLMUSU" þína, Einar.  Eða fá að dreypa dauðan úr skel, á fróni og frjósa þar. Að þú og Angela Merkel, spilið ykkur sem gott fólk og viljið hjálpa "aumingjunum" í heiminum, af því þið séuð svo góð, rík og gott fólk.  Er ykkur einum hjálp í, á bænastund þegar þið standið fyrir framan gullna hliðið og getið státað fyrir Pétri.  "Sjáðu, ég er svo Góður maður ... ég gaf aumingjum heimsins að éta".  Vonandi stendur kerlingin þín við hliðina á þér, og getur kastað inn sálu þinni, áður en Pétur hættir að hlæja og segir þér til syndanna ... að þér hefði verið nær að sýnast minna, og hjálpa þeim að hjálpa sér sjálfir.

Einar, þetta er dæmigert vandamál Evrópu ... sýndamenskan. Þegar þessir flóttamenn koma, er ástæða að fara varlega í kjölfar ISIS.  Og hér fyrst, er ástæða að fara með her og ráða niðurlögum þeirra.  Og byggja landið upp aftur, svo fólkið geti farið heim til sín.  En í stað þess, er fólk of upptekið við að "þykjast".  Hér er til dæmis, dæmi um "sýndarmensku" Merkel ...

http://www.dw.com/en/homeless-in-germany-given-the-boot/a-17729421

Henni væri nær, að hugsa um þá 300 000 heimilislausa EIGIN BORGARA, úr því hún er svona rík.

http://www.euractiv.com/sections/social-europe-jobs/alarming-report-reveals-rampant-poverty-across-europe-312264

Nei, Einar ... þetta villt þú sópa undir mottuna og bjóða velkomna hryðjuverkamenn ISIS.  Og nota til þess sýndarmensku, hversu góður þú ert ... en gleimir, að það fólk sem tókst að flýja.  Er ekki það fólk, sem er í hörðustu ánauðinni.  Þetta er það fólk, sem er BEST SETT.  Það fólk sem RAUNVERULEGA ÞARF Á HJÁLPINNI AÐ HALDA, varð eftir.  Því það á hvorki peninga, eða bakhjarl til að fá smygl hringa að flytja sig landa á milli.

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 20.9.2015 kl. 04:57

2 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Tek undir þetta Einar. Vil bæta því við að foreldrar skólabarna brýni það fyrir börnum sínum að taka vel á móti nýjum nemendum úr röðum flóttafólks. Það hafa komið upp dæmi um einelti vegna þess að börnin hafa étið upp fordóma foreldranna.

Jósef Smári Ásmundsson, 20.9.2015 kl. 12:05

3 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Jósef, tek undir það - að þörf er á að gæta sérstaklega að börnum þessa fólks, svo að börn séu ekki að láta -skoðanir foreldra sinna- bitna á slíkum börnum, af þeim fullkomlega saklausum.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 20.9.2015 kl. 13:13

4 Smámynd: Valdimar Samúelsson

 Ég held að Íslendingar séu dálítið einfaldir og læra seint.

Það nýjasta sem ég heyrði voru fréttir frá Akranesi um flóttafólkið sem hefir búið þar í um 10 ár.

Konurnar neita að vinna í fiskvinnsluhúsum þar sem þær mega ekki vera  með búrku. Synir þeirra halda uppi aganum varðandi Kóraninn og jafnvel lemja þær til hlýðni.

Hljómar þetta ekki kunnuglega.

Ég spyr eru til rannsóknir vegna þessa Akranes hópa og ef einhver getur bent mér á það.

Valdimar Samúelsson, 20.9.2015 kl. 16:57

5 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Valdimar - Það væri gott að þú mundir geta nefnt einhverjar tilteknar heimildir fyrir þessu.
En annars er mjög erfitt að taka þessari frásögn, sem öðru en - flökkusögu.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 21.9.2015 kl. 00:54

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 3
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 36
  • Frá upphafi: 845414

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband