Ég efa það væri snjöll ákvörðun að hækka verulega virðisaukaskatt á ferðaþjónustu

Það hefur verið umræða skilst mér meðal stjórnarflokkanna, að hækka VSK á ferðaþjónustu í hæsta stig eða ca. 2-falda skattprósentuna. Sjálfsagt dettur einhverjum í hug þau rök, að ferðaþjónustan eigi að borga sama skatt og margir aðrir. Sem mætti kalla, sanngyrnisrök.

  1. Kannski horfir einhver eftir - auknum skatttekjum í ríkiskassann!
  2. Málið er, að mig grunar að þetta yrði klassíst dæmi um - of skattlagningu. Það að hækkun skatts, leiði til - tekjutaps.

 

Af hverju?

Það þarf að hafa í huga, að ferðaþjónusta er ákaflega viðkvæm fyrir kostnaðarhækkunum, í sínu grunn eðli - - vegna þess að kaupendur þjónustunnar eru venjulegt fólk, launafólk frá öðrum löndum; ekki auðugir einstaklingar - upp til hópa.

Þetta fólk þarf að velta hverri, evru eða dollar eða pundi eða jeni, o.s.frv. Og aðrir áfangastaðir en Ísland - koma alltaf hugsanlega til greina.

Af fara hingað, er dýrt - þó fólkið láti freystast hingað í hratt vaxandi mæli, undanfarin ár.

  1. En menn mega ekki misskilja hinn hraða vöxt með þeim hætti.
  2. Að ekki séu líkur á snöggum djúpum samdrætti í greininni.

Það kemur til af því, að vegna þess að kaupendurnir eru venjulegt launafólk, þá er til staðar eitthvert verðbil - sem við vitum ekki nákvæmlega hvar liggur. Sem eru sársaukamörk margra þeirra einstaklinga sem hingað koma.

  1. Það eru þegar kostnaðarhækkanir fram undan í greininni, vegna launahækkana þeirra sem hafa verið samþykktar, sbr. þá samninga sem hækka lágmarkslaun í 300þ.kr. á 3-árum.
  2. Strax má reikna með því að fyrirtæki í greininni, verði að hækka verð nokkuð duglega, vegna þess að þau hafa ekki getað gert ráð fyrir launahækkunum þessa árs í verðum, þ.s. ekki lá fyrir hverjar þær mundu verða - er fyrirtækin auglýstu verð. Það má því reikna með því að sú hækkun verði fremur dugleg, því að þau væntanlega taka þá einnig inn kostnað vegna launahækkan nk. árs.
  3. Svo má reikna með annarri hækkun árið eftir, þegar launin fara fyrir rest í 300þ. Mér skilst að mjög margir sem vinna í þessari grein - - séu einmitt á lágmarks töxtum. Jafnvel þar neðan við, því töluvert sé af skólakrökkum að vinna á sumrin, á enn lægri töxtum en þeim.

Það þarf að muna þetta samhengi - - þegar menn velta fyrir sér því hvað getur gerst, ef VSK mundi vera ca. 2-faldaður á greinina, ofan í þessa launahækkanabylgju.

Mig grunar, að ef slíkri VSK hækkun er viðbætt - - þá séu afar góðar líkur á að verð til ferðamanna, fari yfir sársaukamörk - - > Að síðan verði veruleg fækkun ferðamanna. Sem gæti vel framkallað það ástand, að innheimtar skatttekjur mundu minnka.

Höfum auk þess í huga, að ef verulegur samdráttur skellur yfir greinina, þá finnst mér afar sennilegt, að nokkur fjöldi ferðaþjónustuaðila rúlli á hliðina í gjaldþrot. Vegna þess að það virðist alveg klárt að margir séu að byggja sig upp af meira kappi en forsjá.

Það er að auki rétt að muna, að þetta er nú orðin - stærsta gjaldeyrisaflandi greinin. Þannig að samdráttur er væri umtalsverður, mundi bitna töluvert á gjaldeyrisöflun þjóðarinnar.

  • Heildarniðurstaðan gæti knúið fram eina af hinum hagsögulega klassísku afleiðingum á Íslandi - - gengisfellingu.
  • Sem væri mjög óheppilegt fyrir stjórnarflokkana, að fá t.d. 2016. Þannig að það væri verðbólga og ný óánægja í gangi með kaup og kjör, svona rétt í tæka tíð áður en kosið verður næst til Alþingis.

Ég held að þetta svari því - af hverju mér virðist að sú hækkun á VSK á ferðaþjónustu sem umræða hefur verið um, geti reynst feilspor.

 

Niðurstaða

Íslendingar hafa ekki kynnst því enn. En ég fæ ekki betur séð, en að ferðaþjónusta sé með marga af sömu göllum og sjávarútvegur hefur lengi haft - að vera óstöðug grein. Ekki síst vegna þess, að greinarnar tvær séu viðkvæmar bersýnilega fyrir kostnaðarhækkunum.

Það þíðir grunar mig, að til lengri tíma litið, sé sennilegt að ferðamennska verði a.m.k. litlu síður sveiflukennd, en sjávarútvegur hefur verið.

Við höfum einfaldlega ekki enn, fengið fyrstu stóru niðursveifluna í ferðamennsku. En ég er algerlega viss, að slík kemur - - hvenær akkúrat veit ég ekki.

En ríkisstjórnin, ætti að stíga varlega til Jarðar, þegar kemur að framkvæmd aðgerða - er geta stuðlað að þeirri útkomu, að slíkur samdráttur geti orðið fyrr í farvatninu heldur en síðar.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 713
  • Frá upphafi: 846643

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 651
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband