Virðist enn veik von um samkomulag milli Grikkja og kröfuhafa

Eftir að tilkynnt var um leiðtogafund aðildarlanda evrusvæðis nk. sunnudag. Að Grikkir fái frest til nk. föstudags, til að koma fram með tillögur fyrir leiðtogafundinn. Þá virðist hafa að nýju vaknað - afar veikur vonarneisti um hugsanlegt samkomulag.

Ef þ.e. rétt skv. aðvörunum grískra bankamanna frá sl. viku, að grísku bankarnir klári lausafé í þessari viku - - þá verður virkilega hræðilegt efnahagsástand þegar fundurinn verður haldinn.

Og sennilega fullkomlega ljóst, að ef ekki tekst að finna nýjan samkomulags flöt á sunnudaginn nk., þá sé fullkomlega ljóst að Grikkland yfirgefi evruna.

Sjá af hverju Grikkland þarf að fara úr evrunni, án samkomulags: Manni virðist brotthvarf Grikkja úr evrunni nánast örugg útkoma.

Euro zone gives Greece until Sunday for debt deal

Greece given 5-day deadline to avoid bankruptcy

 

Ég met samt sem áður, líkur á samkomulagi, afar litlar

En ríkisstjórn Þýskalands, virðist ekki neitt hafa gefið eftir af kröfunum -- um harkalegan viðbótar niðurskurð í Grikklandi.

En gríska ríkið -ef það fer eftir þeim kröfum- þarf að skera ákaflega harkalega niður, til viðbótar við útgjaldaniðurskurð -sem þegar í dag er til muna harkalegri síðan 2010 en t.d. sá niðurskurður sem írska ríkið þurfti að framkvæma- t.d. telur Martin Wolf að slíkur niðurskurður - - mundi skapa umtalsverðan viðbótar efnahags samdrátt í Grikklandi.

Hann vísar til þess, að vegna deilunnar á þessu ári við nágrannalöndin, hafi orðið viðbótar efnahags tjón innan Grikklands - - sem í reynd þyngi verulega róðurinn, ef Grikkland á að standast kröfuna um 3,5% af þjóðarframleiðslu ríkisútgjaldaafgang 2018:

How I would vote if I were Greek

  1. "Given the recent backsliding, it seems to demand a move from a primary fiscal balance (before interest) of close to zero this year to a surplus of 3.5 per cent of gross domestic product by 2018."
  2. "Achieving this outcome might demand fiscal measures that would raise the equivalent of 7 per cent of GDP and shrink the economy by 10 per cent."

Ég sé enga ástæðu til að - draga hans mat í efa. Að sú niðurskurðarkrafa, mundi skapa slíkan umtalsverðan nýjan efnahags samdrátt.

Höfum í huga, að Grikkland hefur sennilega nú - - minnkað um ca. 30% síðan ca. apríl 2010.

Ef við bætist sá efnahags samdráttur þar ofan, sem Martin Wolf telur líklega afleiðingu, viðbótar niðurskurðarkröfu kröfuhafa - með ríkisstjórn Þýskalands í fararbrotti fylkingar.

Þá verði heildarsamdráttur gríska hagkerfisins síðan ca. apríl 2010 virkilega orðinn skuggalegur.

  • Auðvitað - hafandi í huga, að Grikkland mundi þurfa enn frekari neyðarlán, ef halda á fast við það að Grikkland greiði af lánum sem fallin eru á gjalddaga frá 1-björgun Grikklands.
  • Þá væri algerlega ljóst, að skuldastaða landsins mundi stefna hraðbyri í 200%.

Andstaðan við það að afskrifa skuldir Grikklands - virðist fyrst og fremst, stafa af eitraðri pólitík. Maður hefur heyrt þann málflutning einnig hérlendis, frá margvíslegum haukum - - sem taka undir hinn dæmigerða þýska málflutning, að ekki megi slaka hænufet á gagnvart Grikkjum.

Því þá mundi Grikkjum vera launað að vera að þeirra mati, liðleskjur við umbætur.

Sem auðvitað tekur ekkert tillit til þess mannlega þáttar, að líkur eru mjög miklar á sterkri andstöðu við aðgerðir sem kalla fram frekari samdrátt ofan í ástand sem þegar er orðið afar slæmt.

M.ö.o. að í stað þess að sú harkalega ósveigjanlega afstaða auki líkur á eftirgjöf Grikkja, þá þess í stað - - valdi hún reiði, minnki samkomulags líkur.

Því þá verður það svo pólitískt erfitt fyrir grísk stjórnvöld, að gefa eftir. Því í andrúmslofti reiði og pyrrings meðal grísks almennings, er stöðugt verði fátækari, þá sé slíkt túlkað sem svik - ekkert minna en það.

Erfitt að sjá vægari túlkun almennings í Grikklandi sem sennilega, ef grísk stjórnvöld - - mundu nk. sunnudag gefa allt eftir, sem þau hétu eigin löndum fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna sl. sunnudag.

Eins og ég sagði, virðist mér samkomulagslíkur afar litlar.

 

Niðurstaða

Þó svo að blásið hafi verið til nýs leiðtogafundar nk. sunnudag, þ.s. tæknilega væri mögulegt að ná fram stóru samkomulagi aðildarlanda evru og gríska ríkisins. Virðist mér það afar ósennilegt að sá fundir skili samkomulagi. Og að fundurinn valdi sennilega því einu - - að fresta því um einhverja daga, að Grikkland yfirgefi evruna.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hörður Þórðarson

Þetta er allt mjög skrítið. Grikkur sögðu nei við aðhaldi "austerity" en nú virðast þeir til í að semja um ennþá meira aðhald en það sem þeir sögðu nei við. Þeir virðast vera eitthvað ruglaðir.

Mér er það minnstætt þegar ég var vitni að því að barn fékk mikið reyiðiskast vegna þess að því var boðinn konfekt moli. Reyðin stafaði af því að barnið taldi, ranglega að milu betri moli væri í boði. Þegar tilboðið um upprunalega molann var dregið tilbaka og enginn betri moli var í boði magnaðist reyði barnsins enn frekar og heyra mátti öskrin milli húsa. Að lokum þáði barnið upprunalega molann með þökkum...

Hvað grikki varðar, þá er kominn tími til að þeir sjái að það er eingin framtíð í evrunni.

Hörður Þórðarson, 9.7.2015 kl. 19:20

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 714
  • Frá upphafi: 846644

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 652
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband