Ég er ekkert viss að ESB aðildarferlið sé ónýtt! Ráðherra getur sent nýja fyrirspurn til stofnana ESB svo málið skýrist

Menn hafa horft á tiltekna upplýsingasíðu ESB, þar er Ísland ekki lengur á lista: European Neighborhood Policy and Enlargment Negotiations.

Svo er til staðar önnur síða sem heitir: Countries - þar er að finna lista "On the road to EU membership" og þar undir er Ísland enn að finna. Ef klikkað er á virkan hlekk Íslands opnast síða Iceland.

Þar kemur fram að: "01-05-2013 Iceland puts accession negotiations on hold." Það má einfaldlega vera - - að þá hafi sú síða síðast verið uppfærð. Og það sama getur gilt um hina upplýsingasíðuna - - að þ.s. þar stendur sé einfaldlega enn óuppfært.

M.ö.o. að það sem stendur á síðunni - "European Neighborhood Policy and Enlargment Negotiations." Sé það sem gildir - - en þá má einnig spyrja sig akkúrat hvað merkir það?

 

Ég held að rétt sé að senda nýja fyrirspurn!

En ég er ekkert viss að jafnvel þó það sé rétt - að Ísland hafi verið tekið af heimasíðu ESB yfir ríki í -umsóknarferli. Að það þíði svo öruggt sé að ekki sé unnt að hefja umsóknarferlið á þeim stað þar sem það var sett í frysti.

  1. Hafið í huga - að þetta fer algerlega eftir vilja stofnana ESB.
  2. Ef gögnin frá aðildarferlinu eru enn varðveitt - þá sé ég ekkert tæknilega ómögulegt við það, að ef -viðræðusinnuð ríkisstjórn kemst til valda- að þá óski hún eftir því að Ísland verði aftur fært inn á lista yfir ríki í aðildarviðræðum.
  3. Og síðan verði viðræðum - fram haldið eins og ekkert hafi í skorist annað en að viðræður hafi tafist.

Bendi á svar það sem utanríkisráðherra fékk:

Letter to be sent to Mr Gunnar B. Sveinsson, Minister for Foreign Affairs of Iceland

"In the light of your letter we will consider certain further practical adjustments to the EU Council working procedures."

Sem þíðir akkúrat hvað?

Þeir eru góðir í því -þarna úti- að senda svör sem unnt er að túlka með margvíslegum hætti.

  • Sem gæti einfaldlega þítt, að taka nafn Íslands út af heimsíðunni.
  • "Working procedures" - - hljómar eins og tæknilegar breytingar á vinnuaðferðum - -> Frekar en að um sé að ræða "policy decision" eða "policy change" þ.e. breytingu er felur í sér nýja stefnumörkun.
  1. Þá er ég að meina - - að ef ESB breytir formlegri stöðu Íslands -> Þá væri það stefnumarkandi ákvörðun.
  2. Að taka Ísland af listanum á heimasíðunni - gæti verið eingöngu "breyting á vinnuaðferð" ef hún felur ekki í sér stefnumarkandi ákvörðun. Þ.e. að stefnumarkandi ákvörðun um að aflísa umsóknarferli við Ísland hafi ekki endilega verið tekin.
  • Þannig að það getur vel verið að - - staða íslands sem umsóknarríkis sé enn óbreytt.

Aftur á móti getur utanríkisráðherra skýrt málið með því að senda stofnunum ESB nýja fyrirspurn: Hún getur verið eitthvað á þá leið!

  • Is it still possible to resume the accession process of Iceland which formally began on 16th. July 2009 according to the application of Iceland to join the EU, resuming negotiations on membership from the point these negotiations were at on in May 2013 when Iceland put the negotiations on hold?

Mér virðist þessi staða ekki vera -krystal tær.

 

Niðurstaða

Það getur vel verið að utanríkisráðherra hafi tekist með bréfaskriftum sínum, að fá stofnanir ESB til að - - aflísa umsóknarferli Íslands af sinni hálfu.

Á hinn bóginn er ég persónulega ekki viss að sú breyting, að Ísland sé ekki lengur á lista yfir aðildarríki á tiltekinni heimasíðu - - raunverulega þíði að ekki sé unnt að hefja aftur viðræður á sama punkti og þær voru stöðvaðar í maí 2013.

Eftir allt saman þá er í svar bréfi til utanríkisráðherra - talað um "procedural adjustment" ekki "policy change." Ath. - það verður að taka nákvæmlega eftir því hvað er sagt.

Ég er að segja - að það geti alveg svo verið að staðan sé í reynd óbreytt!

Ný fyrirspurn af hálfu ráðherra - getur þó leitt það fram hver staða mála raunverulega er.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ráðherrann og ríkisstjórnin eru með þessi mál í afleitu fari -- allt vegna gunguskapar gagnvart því að afgreiða málið í Alþingi (hitt þurfti reyndar líka, að ríkisstjórn taki umsóknina til baka, þótt ólögleg hafi verið; Alþingi gaf bara heimild til umsóknar, og Jóhönnustjórn notaði þá heimild til að sækja um, en braut reyndar í ferlinu 16.-19 gr. stjórnarskrárinnar með því að sniðganga forsetann).

Alþingismeirihluti á að hafa bein í nefinu til að afgreiða sín stefnumál í þinginu, svo fremi þau brjóti ekki á stjórnarskránni (eins og Icesave-málið) eða

     (eins og ESB-málið) eða á náttúruréttinum eða Guðs lögum (eins og fósturdeyðingarnar, vændislögin og hjónavígsla samkynhneigðra).

    Jón Valur Jensson, 31.5.2015 kl. 14:00

    2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

    Þeir eiga tvímælalaust að taka málið fyrir Alþingi - þá hefur ESB engan valkost annan en að klára málið svo öruggt sé.

    Kv.

    Einar Björn Bjarnason, 31.5.2015 kl. 17:16

    3 Smámynd: Valdimar Samúelsson

    Eigum við ekki að láta sem þetta sé OK og ekki ýfa upp illa anda. Gefum ráðherra og hanns fólki viku og ef það er ekki leiðrétt þá gerum við einhvað í málinu. Ráðherra er búinn að standa sig vel miðað við aðstæður. 

    Valdimar Samúelsson, 31.5.2015 kl. 18:01

    4 Smámynd: Jón Valur Jensson

    Þvílíkur dúllari.

    Jón Valur Jensson, 31.5.2015 kl. 20:41

    5 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

    Ég get ómögulega tekið undir það með þér Valdimar að utanríkisráðherra hafi staðið sig vel í þessu máli.  

    Hrólfur Þ Hraundal, 31.5.2015 kl. 20:54

    6 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

    Ég skil ykkar afstöðu Jón Valur og Hrólfur,þ.e.að utanríkisráðherra drifi ekki í að ómerkja umsókn Össurar. Valdimar segir ,,miðað við aðstæður,ég er honum sammála,því að athuguðu máli er stjórnarandstaðan "geislavirk" hafandi verið svo nálægt að koma sínum málum í höfn.-- Það er svo komið á daginn að innan ESB er ekki eining og eykst ef eitthvað er. Treystum frekar á samheldnina,við stefnum að sama marki. Áfram fullvalda Ísland.

    Helga Kristjánsdóttir, 1.6.2015 kl. 04:18

    Bæta við athugasemd

    Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

    Um bloggið

    Einar Björn Bjarnason

    Höfundur

    Einar Björn Bjarnason
    Einar Björn Bjarnason
    Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
    Mars 2024
    S M Þ M F F L
              1 2
    3 4 5 6 7 8 9
    10 11 12 13 14 15 16
    17 18 19 20 21 22 23
    24 25 26 27 28 29 30
    31            

    Eldri færslur

    2024

    2023

    2022

    2021

    2020

    2019

    2018

    2017

    2016

    2015

    2014

    2013

    2012

    2011

    2010

    2009

    2008

    Nýjustu myndir

    • Mynd Trump Fylgi
    • Kína mynd 2
    • Kína mynd 1

    Heimsóknir

    Flettingar

    • Í dag (28.3.): 3
    • Sl. sólarhring: 3
    • Sl. viku: 36
    • Frá upphafi: 845414

    Annað

    • Innlit í dag: 3
    • Innlit sl. viku: 33
    • Gestir í dag: 3
    • IP-tölur í dag: 3

    Uppfært á 3 mín. fresti.
    Skýringar

    Innskráning

    Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

    Hafðu samband