Það virðist mjög sennilegt að Grikkland geti ekki greitt af láni AGS í júní

Að sumu leiti minnir sagan um Grikkland - - á klassíska ævintýrið "Úlfur úlfur" þegar drengur sem var í smalamennsku leiddist, og gabbaði fólkið í grennt með því að æpa "úlfur, úlfur" þegar enginn var úlfurinn - en síðan er úlfurinn kom, hlustaði enginn á óp hans og hann var étinn.

  • Svo oft hefur Grikkland staðið fyrir þroti, en tekist annað af tvennu með samkomulagi, eða með þvi að -redda fé- að forða þroti í það skiptið
  • Að flestir reikna með því, að sagan endurtaki sig.

En mig grunar, að nú gildi það sama og í sögunni "Úlfur, úlfur" að nú komi gjaldþrotið.

En í maí, reddaði Grikkland sér fyrir horn, greiddi af láni AGS --> Með því að taka út á rétt þann sem öll meðlimaríki eiga til að draga sér fé af reikningi AGS, nokkurs konar yfirdráttarheimild.

  1. En við þetta fullnýtti Grikkland þá heimild.
  2. Getur því ekki gert þetta aftur.

Það að Grikkland beitti þessari aðferð - -> Virðist mér sterk vísbending þess, að gríska rikið hafi í reynd ekki átt fyrir greiðslunni.

Því grunar mig, að nú sé raunverulega stundin að nálgast

Það má koma með aðra líkingu - - þ.e. "game of chicken" tveir bílar að nálgast brún eins og í Steve McQuin myndinni "Rebel without a Cause"

Game of Chicken atriðið úr myndinni "Rebel without a cause."

  • Það má líta á atriðið sem skemmtilega -dæmisögu.
  • Þ.s. maðurinn fer óvart fram af.
  1. Það má vera að svipað gildi í Evrópu -að báðir reikni með því, að hinn gefi eftir.
  2. En að hvort sem þ.e. stolt eða e-h annað, verði til þess -að hvorugur það geri.

Þannig að gjaldþrots atburðurinn verði ekki vísvitandi í þeim skilningi, að það hafi verið stefna aðilanna eða grísku stjórnarinnar að verða gjaldþrota.

En stolt beggja aðila þ.e. aðildarþjóðanna, í bland við þrjósku - - leiði aðilana fram af.

Í vissum skilningi, eins og að félagi Steve McQuinn fór fram af, án þess að ætla sér.

Interior minister warns Greece will default on June IMF repayment

 

Málið er, að Nikos Voutsis Innanríkisráðherra gefur sömu aðvörunina og hann gaf í sl. mánuði

Þ.s. ég er að benda á -er þetta sálfræðilega atriði. Að hann hafi gefið svipaða aðvörun fyrir mánuði - - þá varð ekki þrot.

Að auki, að Grikkland hafi nú margsinnis síðan 2010 staðið frammi fyrir þessum möguleika.

Hætta sé m.ö.o. að - - hættan sé vanmetin. Menn reikni með því, að - - sagan endurtaki sig.

En þetta sinn, sé sennilega komið að því.

 

 

Niðurstaða

Ég virkilega held að Grikkland verði ófært um að greiða af láni AGS í júní nk. Rétt samt að nefna, að AGS er frekar -þolinmóður eigandi skulda- og hefur þ.s. venju í slíkum tilvikum, að bíða í nokkurn tíma með það að lísa lán formlega í vanskilum.

Mig rámar í að það séu 3-mánuðir sem AGS bíður skv. venju.

Á hinn bóginn, þá mun Grikkland þurfa að greiða af láni í eigu Seðlabanka Evrópu í júlí og ágúst - - > Ef það liggur fyrir að Grikkland sé orðið seint með greiðslu til AGS.

Er þess vart að ætla, að Grikkland muni greiða þá greiðslu sem er framundan í júlí. M.a. er sú greiðsla mun hærri upphæð - því síður líklegt að Grikkland eigi fyrir henni.

Í síðasta lagi lísi matsfyrirtæki Grikkland "default" þegar vanskil verða ljós á skuld Grikklands við Seðlabanka Evrópu í júlí - á sama tíma og AGS sennilega er ekkert að flúta sér að lísa sitt lán formlega í vanskilum.

  1. Það getur því verið -að AGS með þessum hætti, gefi Grikkjum og aðildarríkjum frest fram í júlí.
  2. En markaðurinn mun sennilega telja Grikkland greiðsluþrota, um leið og Grikkland er orðið seint með júní greiðsluna til AGS.

Það hefur gerst áður þó ekki í tilviki Grikklands að ríki hafi greitt seint en innan þess biðtíma sem AGS veitir - og það hafi ekki orðið nein vandræði.

Svo tæknilega gætu aðildarríkin og Grikkland því í allra allra síðasta lagi, náð samkomulagi innan marka júní - - til að forða greiðslufalli á skuld við Seðlabanka Evrópu í júlí. Auðvitað verður þá sem hluti af því samkomulagi, að redda greiðslunum á skuldina við AGS.

  • En það verður óhjákvæmilega komin mikil -taugaspenna- um leið og Grikkland er orðið seint með greiðslu til AGS -þegar ljós kemur að Grikklandi hefur ekki tekist að öngla saman fyrir júní greiðslunni. En AGS nýtir sér sennilega þá venju að bíða með það að lísa lánið í vanskilum.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 845418

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 29
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband