Al-Qaeda virðist vera að stórgræða á átökunum í Yemen

En skv. fréttum náðu sveitir Al-Qaeda héraðshöfuðborg Hadramawt héraðs - - sjá kort. Um er að ræða Mukalla - 5. stærstu borg Yemen. Að auki tóku sveitir Al-Qaeda olíuhöfn við ströndina í Hadramawt héraði þ.e. Dhabah og Riyan flugvöll - - sjá kort. Skv. fréttum föstudags, hafa sveitir Al-Qaeda tekið yfir herstöð við Mukalla, herfangið hafi verið skriðdrekar - sprengjuvörpur og mikið magn skotfæra sem og smærri vopna.

War in Yemen Is Allowing Qaeda Group to Expand

Al-Qaida in Yemen takes massive weapons depot from army

Al Qaeda captures major airport, seaport and oil terminal in southern Yemen

Former president defiant as humanitarian toll mounts in Yemen war

http://www.ezilon.com/maps/images/asia/political-map-of-Yemen.gif

Það sem virðist vera að gerast, er að hryðjuverkasamtökin Al-Qaeda, eru að notfæra sér það valdatóm - sem virðist hafa myndast snögglega á þessu tiltekna svæði í Yemen.

Meðan að fylkingar -fyrrum forseta landsins- eða -forseta landsins- eftir því hver segir frá, og bandalags hreyfingar Húta ásamt hersveitum tengdum öðrum -fyrrum forseta landsins- >> Berjast á stórum svæðum í landinu.

Hersveitir Húta og sveitir hliðhollar Ali Abdullah Saleh -sem eru í bandalagi- hafa náð valdi yfir stórum svæðum í landinu, þar á meðal höfuðborginni, héruðunum næst henni, og að auki tekið að því er virðist að mestu - Aden borg við strönd Indlandshaf.

Og halda síðan áfram sókn sinni gegn sveitum hliðhollum - Abdu Rabbu Mansour Hadi, en hann sjálfur hefur flúið land alla leið til Ryadt í Saudi Arabíu, þar sem -útlagastjórn- hefur verið stofnuð, ásamt nýjum forsætisráðherra -einnig í útlegð.

  • Svokölluð -lögmæt- ríkisstjórn landins, er þá flúin land.

Þarna má að sjálfsögðu rífast um lögmæti.

En hersveitir þær sem ráða höfuðborginni - - hafa stofnað aðra ríkisstjórn. Hún og þær sveitir sem eru henni hliðhollar, ráða -höfuðborg- landsins, og nú hsfa nokkurn veginn alveg náð á sitt vald 2-stærstu borg þess, Aden. Og hafa að því er best verður séð - - Vesturhluta landsins að stórum hluta á sínu valdi.

  • Að ráða höfuðborginni, er vanalega talið töluvert táknrænt.

 

Átökin virðast hafa skapað valdatóm í Hadramawt héraði

Ég held það sé ný þróun - að Al-Qaeda ráði yfir landsvæðum. En eins og allir vita, ræður önnur hreyfing, ISIS, yfir stórum svæðum í Sýrlandi og Írak.

Flugher Saudi Araba og flóa Araba, virðist ekki ráðast gegn sveitum Al-Qaeda, heldur einbeita sér að bandalagi hersveita Húta og hersveita hliðhollar Sale.

Árásirnar virðast ekki megna - að hindra framrás hersveita hinnar nýju stjórnar, sem ræður í Sana.

  • Tilgangur Sauda, og flóa Araba, virðist vera að tryggja, að Yemen sé stjórnað af aðila, sem sé -handgenginn- Saudi Aröbum.

Saudi Arabía og bandalag þeirra meðal araba, hafa nefnt áráris sínar -Decisive Storm- sem minnir nokkuð á -Desert Storm- sem einhver ætti að muna hverju tengist.

Bandalag Arabaríkja -undir stjórn Saudi Araba- hefur greinilega tekið þann pól í hæðina, að sú nýja ríkisstjórn sem situr nú að völdum í Sana, sé þeim óvinveitt.

  • Og eru að gera sitt ítrasta - - til að veikja sveitir hliðhollar henni.
  1. Hættan er augljóst sú, að það skapist við þær aðgerðir, nýtt valdatóm í landinu.
  2. Við getum verið að sjá byrjunina á þeirri hættu sem þá getur myndast, að hryðjuverkaöfl nái á sitt vald - jafnvel stórum landsvæðum.

 

Niðurstaða

Mun skapast annað hryðjuverkaríki í heiminum, á landsvæði sem tilheyrir landinu Yemen? Það má nú íhuga þá spurningu. Í ljósi þess að átökin í Yemen, ásamt árásum bandalags arabaríkja undir stjórn Saudi Arabíu - -> Virðast vera að skapa nægilegt valdatóm á svæðum í Yemen, til þess að sá möguleiki virðist hafa skapast. Að hryðjuverkahreyfingin Al-Qaeda geti náð á sitt vald og hugsanlega stjórnað - - landsvæðum í Yemen.

Það afl sem þá gæti myndast innan Yemen, gæti orðið löndunum í kring - meira að segja Saudi Arabíu, skeinuhætt.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Snorri Hansson

Bandaríkjamenn auðvitað af hreinni mannelsku skanna landið með drónum og hjálpa Saudi Arabíu að finna áhrifamikil skotmörk.

Til þess að mannfall almennings verði ekki mikið en hefur sammt orðið alveg óvart gríðarlegt. En auðvitað fullkomlega löglegt.

Það dregur enginn í efa !

The ambassador dismissed Mr. Abadi’s claim that United States officials were worried about the goals and conduct of the air campaign, saying that no American official had complained to him about it.

The United States is flying Predator and Reaper reconnaissance drones over Yemen and transmitting the information to a 20-person American military coordination team divided among Saudi Arabia, Qatar and Bahrain, overseen by Maj. Gen. Carl E. Mundy III, the deputy commander of Marines in the Middle East, said a senior American military official who wanted to remain anonymous because he was discussing targeting procedures.

Under the arrangement, Saudi Arabia gives lists of potential targets to the American analysts for vetting. “We are not choosing their targets, but upon request, we’re providing intelligence to help Saudi Arabia with their precision, effectiveness and avoidance of collateral damage,” the official said.

Snorri Hansson, 18.4.2015 kl. 03:35

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Tja, en ef við erum að tala um tilvik þ.s. þú getur líklega reiknað með því, að Saudi Arabía hefði stundað loftárásir hvort sem er - er ekki endilega algerlega loku fyrir skotið, að nákvæmari upplýsingar um skotmörk séu að forða mannfalli meðal borgara sem annars yrði máski enn verra án þeirra upplýsinga ef árásirnar væru þá minna nákvæmar. Þetta er samt á ákaflega svarr gráu svæði.
Kv.

Einar Björn Bjarnason, 18.4.2015 kl. 09:04

3 Smámynd: Snorri Hansson

Svarr gráa svæði Obama stækkar sífellt. "Samstarfið" með Saudi Arabíu í Yemen er svo grátt að það er ekki talað um það í fréttum.

Snorri Hansson, 18.4.2015 kl. 14:24

4 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Gyðinga lobbíið og lobbí Sauda - hljóta að vera að vinna saman. Spurning hvort að Obama fékk eitthvað í staðinn, þegar hann sennilega samdi við þessi -lobbí- meðan hann er að leitast við að ljúka samningum við Íran á sama tíma. Írsael og Saudi Arabía - hafa ekki enn gefist upp á því að reyna að eyðileggja þá samninga. Það þarf að muna eftir því að Obama er sennilega með töluvert þrönga stöðu heima fyrir - - þegar hann virðist leitast við að keyra fram sína tilraun til þess að marka ný spor í utanríkisstefnu Bandaríkjanna. Samtímis og Repúblikanar ásamt lobbíunum tveimur gera sitt ítrasta til þess að skemma fyrir honum. - - Þátttaka Bandaríkjanna í árásum Saudi arabía, gæti hafa verið eftirgjöf, gegnt einhverju öðru t.d. linari andstöðu þeirra við samninga við Íran.

Ég hugsa að þeir samningar, ef þeir ná á enda punkt, séu töluvert virði.

Obama virðist vera á síðustu metrunum sem forseti, að reyna að binda enda á 2-slæm mál úr fortíð Bandaríkjanna:

    • Viðskiptabannið gagnvart Kúbu.

    • Viðskiptabannið gagnvart Íran.

    Þátttaka hans í árásunum, gæti verið liður í flóknum hrossakaupum við Repúblikana, og andstæðinga lobbí.

    Kv.

    Einar Björn Bjarnason, 19.4.2015 kl. 11:01

    Bæta við athugasemd

    Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

    Um bloggið

    Einar Björn Bjarnason

    Höfundur

    Einar Björn Bjarnason
    Einar Björn Bjarnason
    Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
    Mars 2024
    S M Þ M F F L
              1 2
    3 4 5 6 7 8 9
    10 11 12 13 14 15 16
    17 18 19 20 21 22 23
    24 25 26 27 28 29 30
    31            

    Eldri færslur

    2024

    2023

    2022

    2021

    2020

    2019

    2018

    2017

    2016

    2015

    2014

    2013

    2012

    2011

    2010

    2009

    2008

    Nýjustu myndir

    • Mynd Trump Fylgi
    • Kína mynd 2
    • Kína mynd 1

    Heimsóknir

    Flettingar

    • Í dag (29.3.): 1
    • Sl. sólarhring: 2
    • Sl. viku: 28
    • Frá upphafi: 845416

    Annað

    • Innlit í dag: 1
    • Innlit sl. viku: 27
    • Gestir í dag: 1
    • IP-tölur í dag: 1

    Uppfært á 3 mín. fresti.
    Skýringar

    Innskráning

    Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

    Hafðu samband