Repúblikanar virðast ætla að treysta á gleymsku kjósenda

En eftirfarandi er haft eftir áhrifamanni innan Repúblikanaflokksins:

“Her record as secretary of state proved that Hillary Clinton’s policy agenda for America was and still is an unmitigated disaster." - “From the failed Russian reset, to a nearly nuclear armed Iran and our relations with Israel deteriorating to historic levels, Hillary Clinton’s tenure as secretary of state resulted in an America that is less safe and less trusted abroad. To top all of that off, she presided over numerous scandals, hid her emails, and has been less than forthright with the American people.”

Repúblikanar virðast vera að gera sitt besta að snúa -eigin tjóni- upp á Demókrata. Þeim hefur orðið merkilega vel áleiðis!

  1. Það er að sjálfsögðu rétt, að tilraun á fyrra kjörtímabili Obama að bæta samskiptin við Rússland - fór herfilega út um þúfur. Á hinn bóginn, sé ég ekki hvernig þ.e. unnt að kenna Obama um það, eða frú Clinton - að Pútín ákvað að gera tilraun til þess að -takmarka sjálfsforræði Úkraínu. Og að sú tilraun síðan leiddi til uppreisnar almennings í Úkraínu, sem felldi þá ríkisstjórn og þann forseta sem þá sat að völdum í því landi. Í þeirri rás atburða - - hafa síðan Repúblikanar viljað beita Rússland mun harðari úrræðum en Obama hefur fram að þesu beitt. Sem hefði auðvitað leitt til enn verri samskipta við Rússland.
  2. Síðan er það sú fullyrðing - - að það sé Obama og frú Clinton að kenna, að það geti farið svo að Íran verði kjarnorkuveldi. En ég fullyrði að sú stefna í málum Írans sem er í gangi. Sé sú minnst slæma í boði - - sú hugmynd Repúblikana að beita Íran enn harðari viðurlögum eða refsiaðgerðum. Hefði algerlega örugglega ekki virkað nema helst með þeim hætti - - að sannfæra Írani um að klára sprengjuna. Það sé í raun og veru núverandi stefna sem sé líklegri til að draga úr þeim líkum að af írönsku sprengjunni verði. Meðan að líklega hefði Repúblikunum tekist -ef þeir hefðu náð sínu fram- að tryggja að Íranar hefðu klárað verkið alla leið.
  3. Ekki má heldur gleyma þeirri fullyrðingu - - að dregið hafi úr trausti bandamanna Bandar. á Bandaríkjunum vegna stefnu frú Clintons sem utanríkisráðherra, og stefnu Obama sem forseta. En ég fullyrði þvert á móti - - að samskipti Bandaríkjanna og helstu bandamanna Bandaríkjanna. Hafa ekki verið betri - - tja síðan síðast er forseti Demókrata sat í Hvíta húsinu.

Sá klofningur Bandaríkjanna við marga af sínum helstu bandamönnum, sem varð til í tíð Bush forseta. Sé að mestu fyrir bý.

 

Það sem þeir geta bent á, er að traust milli Bandaríkjanna og arabaríkjanna hefur minnkað, sem og gagnvart Ísrael

Það er auðvitað vegna þess að:

  1. Frú Clinton og Obama, ákváðu að taka ekki með beinum hætti þátt í stríðinu í Sýrlandi.
  2. Það er ekki til staðar fjölmennur bandarískur landher í Mið-Austurlöndum.
  • Pælum aðeins í því, hvað hefði sennilega gerst - - ef farið hefði verið að ráðum Repúblikana um að senda fjölmennar bandarískar hersveitir til Sýrlands!
  • Þeir halda því fram, að ekki hafi verið nægilega stutt við hópa andstæðinga Assads, sem einkum hafa verið mis róttækir Súnní hópar - - hafi leitt til þess að ISIS hafi orðið það vandamál sem þau samtök eru í dag.

Það sem þarf að skilja, er að þetta stríð er löngu orðið að stríði Súnníta við Shíta, þ.e. trúarbragða stríð.

Frá og með 2013 var Hesbollah hreyfing líbanskra shíta farin að berjast í Sýrlandi, og það voru einnig hópar shíta frá Írak. Á móti þeim standa og hafa staðið, hreyfingar súnní íslam skæruliða sem studdir hafa verið af arabalöndunum.

Það blasir við að þátttaka Bandaríkjanna í trúarbragðastríði af slíku taki, hefði þítt bein átök milli hersveita Bandaríkjanna og Hesbollah, líklega að auki við róttæka shíta hópa sem voru að streyma frá Írak - - áður en ISIS gerði innrás inn í það land.

Hættan hefði verið mjög mikil á því, að hersveitir Bandar. hefðu flækst inn í átök í öllum löndunum þrem - - og ekki síst, að þeirra þátttaka hefði líklega magnað átökin mjög verulega.

Líkur hefðu verið miklar á stríði við Íran, þ.s. Íran hefði án nokkurs vafa stutt áfram þrátt fyrir stríðsþáttöku Bandaríkjanna - - hersveitir Hesbollah, róttæka shíta hópa frá Írak. Sem og væntanlega -skæruliða Assads- en hans her hefði líklega við innrás Bandaríkjanna leitað upp í fjöll og gerst skæruher, með aðstoð Hesbollah. Og fengið skjól Líbanons megin landamæra.

  • Og hvað með ISIS? Ég sé enga augljósa ástæðu af hverju ISIS hefði ekki risið upp í slíku samhengi sem öflugt afl. Enda hefði verið af nógu af taka, í öllum þeim hildarleik, að ástunda morð og sprengjutilræði. En sá hópur hefði þá líklega tekið að sér samskonar iðju og al-Qaeda gerði í Írak á sínum tíma, þegar Bandaríkin voru þar með her. Nema að leikvöllur ISIS hefði þá verið stærri.

Bandaríkin hefðu sennilega endað með, sjálfsmorðsárásir á vegum ISIS - - á sveitir Bandar. frá súnní hópum sem ISIS hefði náð til sín.

Samtímis því að bandar. hersveitir hefðu verið í mjög stórfelldum átökum við margvíslega skæruhópa shíta.

  • Þetta hefði orðið a.m.k. eins stórt stríð og stríðið í Víetnam, grunar mig.
  • Ég sé engan augljósan endi á þeim átökum, ef bein þátttaka Bandaríkjanna hefði á annað borð hafist.

Og ef þau hefðu leitt síðan yfir í bein átök við Íran - - hefði stríðið stækkað enn til viðbótar.

Mig grunar að Rússland hefði notað tækifærið - hefnt sín með því að dæla vopnum til Írans, og í gegnum Íran.

  1. Þvert ofan í að bölva stefnu Obama og frú Clinton - - > Hafi hún verið það minnst slæma í boði.
  2. Þeim hafi tekist að stýra Bandar. frá því að lenda enn einni stórstyrrjöldinni í Mið-Austurlöndum.
  3. Það er ekki stöðugur straumur af líkum bandar. hermanna heim til Bandaríkjanna frá Mið-Austurlöndum, eins og annars hefði verið.

 

Niðurstaða

Sannleikurinn er sá, að þegar Clinton var utanríkisráðherra, og í reynd í gegnum alla forsetatíð Obama. Hafa Bandaríkin verið að glíma við eftirköstin af því gríðarlega tjóni á orðspori Bandaríkjanna - - sem Bush forseti skóp með sinni stríðs stefnu í Írak.

Ekki síst með þeirri hugmyndafræði sem hann tók með sér inn í Hvíta húsið, þ.e. hugmyndafræði svokallaðra "Ný-Íhaldsmanna" sem virtist snúast um þá hugmynd að Bandaríkin væru hið ríkjandi stórveldi - - og ættu að hegða sér sem slík.

Sú stefna hafi valdið Bandaríkjunum gríðarlegum álitshnekki - - sem Bandaríkin séu enn að súpa seyðið af.

Þetta hafi dregið mjög úr getu utanríkisstefnu Bandaríkjanna, til að hafa þau áhrif sem Bandaríkin hafa verið vön að hafa.

Þetta -yfirskot- hafi raunverulega minnkað verulega áhrif Bandaríkjanna í heiminum. En þau áhrif hafi að miklu leiti byggst á því trausti sem Bandaríkin höfðu fyrir forsetatíð Bush - - traust sem hann eyðilagði að miklu leiti.

Það tekur alltaf langan tíma að endurreisa traust. Því uppbyggingarverki sé hvergi nær lokið.

  1. Fyrir Bandaríkin - - er það ekkert stór tjón, að samskipti við Írsael og arabaríkin versni. Á móti eru þau að fá batnandi samskipti við Íran.
  2. Að auki hafa þau sloppið við meiriháttar stríðsþátttöku í Mið-Austurlöndum. Og ekki síst það stórfellda viðbótar tjón á orðspori Bandríkjanna um heiminn vítt - - ef þau hefðu farið að ráðum Repúblikana að demba sér í beina þátttöku í trúarátökum súnníta og shíta.

Það er einmitt málið, að flest ráð Repúblikana í utanríkismálum sl. 6 ár eða svo, hefðu leitt til stórtjóns fyrir Bandaríkin - - ef farið hefði verið eftir þeim. Sem betur fer hefur ekki verið gert!

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Hvernig veist þú hvað hefði gerst ef það gerðist ekki, furðuleg niðurstaða.

Það er skrítið að samskipti USA og Írans séu að fara batnandi, þegar þúsundir Írana hrópuðu aftur og aftur "Death to America" og yfir klerkurinn tók undir. Gerðis á meðan USA og Íranar sáttu við samningaborð um kjarnorkuvopn.

Ég hef aldrei lesið aðra eins vitleysu, þessi demókrata gæla hjá þér er ekki þér til mikillar virðingar, oftast ertu með mjög vel hugsaða pistla, en þetta er alveg út í hött og ekki er ég repúblikani.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 14.4.2015 kl. 21:53

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 758
  • Frá upphafi: 846639

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 694
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband