Mér virðist fljótt á litið hugmynd Sigmundar Davíðs um "stöðugleikaskatt" hnjóta hugsanlega um jafnræðisreglu EES

Ræðuna í heild má finna á þessum hlekk: Ræða Sigmundar Davíðs. Ræðan í megindráttum  dæmigerð pólitísk ræða sem túlkar þætti með besta mögulega hætti ríkisstjórninni í hag, viss spegill á ræður pólitískra andstæðinga ríkisstjórnarinnar sem gjarnan túlka allt á hinn veginn - Framsóknarflokknum og ríkisstjórninni til foráttu - lítið dæmi t.d. eftirfarandi:

"Frá því að ríkisstjórnin tók við  hefur störfum fjölgað um meira en 10.000. Það eru fleiri störf en nemur öllum störfum á Akureyri, svo dæmi sé tekið."

Formenn stjórnmálaflokka í ríkisstjórn - þakka sér og ríkisstjórninni sem þeir sitja í, ávalt þau störf sem skapast - eða það sem vel gengur, hvort sem sá árangur var í raun og veru þeim að þakka.

En þetta er ekki það sem ég hnaut um!

Það sem ég hnaut um - var villandi framsetning SDG á þeim upphæðum sem eru í spilum þegar kemur að losun hafta.

"Kröfurnar sem um ræðir eru svo háar að það er erfitt að gera sér það í hugarlund. Matið  sveiflast, m.a. eftir gengi gjaldmiðla en það nemur yfir 20 milljörðum Bandaríkjadala eða sem nemur yfir 2.500 milljörðum króna."

SDG lætur vera að geta þess, að ca. 2.000ma.kr. af þessu fé - eru eignir í eigu þrotabúa bankanna sem staðsettar eru á erlendri grundu.

Og þar af leiðandi eru alls engin ógn við íslenska þjóðarbúið.

Fyrir bragðið varð sú umræða um fjárhæðir í spilum - stórfenglega villandi!

Eftirfarandi er alveg örugglega rétt:

"Við vitum að fulltrúar kröfuhafanna hafa tekið saman persónulegar upplýsingar um  stjórnmálamenn, blaðamenn og aðra sem hafa tjáð sig um þessi mál eða teljast líklegir til að  geta haft áhrif á gang mála."

Þegar mikið fé er í spilum þá er rökrétt að afla sér upplýsinga um þá sem þú ert í einhverjum skilningi að glíma við. Stórfyrirtæki erlendis sem eiga í viðskiptum eða samkeppni sín á milli, greina örugglega - stjórnendur hinna fyrirtækjanna.

Ég veit ekki hvort þetta er farið að þekkjast hér!

"Reglulega eru skrifaðar leyniskýrslur hérlendis fyrir kröfuhafana þar sem veittar eru  upplýsingar um gang mála á Íslandi, í stjórnmálun um, opinberri umræðu, fjármálakerfinu  osfrv."

Það er afar rökrétt að ætla að kröfuhafar séu með starfsmenn á launum hér, við það verk að greina umræðuna hér í pólitík og í fjölmiðlum. Finnst eiginlega óþarfi að gera það sérstaklega tortryggilegt - þessir aðilar hafa hagsmuna að gæta, og þeir eru að gæta þeirra hagsmuna.

 

Fyrsta lagi er það tilkynning forsætisráðherra að það standi til að setja lög um losun hafta á næsta þingi

Fyrst að SDG segir 2.500ma.kr. Og ég veit að erlendar eignir þrotabúanna nema ca. 2.000ma.kr. Þá erum við sennilega að ræða töluna - - > 500ma.kr.

SDG:

  1. "Það ber líka að hafa það hugfast, að hluti af skráðum hagnaði sjóðanna er ekki  raunverulegur þar sem hann hefur orðið til í höftum."
  2. "Eignirnar hafa verið verndaðar, viðhaldið og auknar í skjóli hafta. En aðeins með afléttingu haftanna er hægt að innleysa hagnaðinn."

Það er alveg óhjákvæmilegt að kröfuhafar innleysi einhvern hagnað við losun hafta!

Það er rétt hjá SDG að uppi voru hugmyndir þess efnis, að Ísland mundi fá -aðstoð Seðlabanka Evrópu við losun hafta- og þ.e. augljóslega rétt hjá SDG að "ECB" gefur ekki peninga, þannig að við erum að tala um að "ECB" láni Íslandi fyrir losun hafta; þá hugmynd má t.d. sjá útfærða í Skýrslu Alþjóðamálastofnunar HÍ - sjá: Aðildar- viðræður Íslands við ESB.

"Slíkt hefði verið efnahagslegt glapræði enda  gefur evrópski seðlabankinn ekki  aðildarlöndunum ókeypis peninga."

  1. Það fer eftir lánsupphæð.
  2. Og vöxtum.

En þ.e. tæknilega unnt að semja við kröfuhafa -að ísl. ríkið greiði þá út- gegnt því að kröfuhafar t.d. afskrifi 60% af fjárhæð eða jafnvel 70%.

En losun hafta mun ávalt snúast um að - lækka með einhverjum hætti þær upphæðir sem líklega verða færðar af landi brott!

Stöðugleikaskattur: "Sérstakur stöðugleikaskattur mun þá skila hundruðum milljarða króna og mun  ásamt öðrum  aðgerðum gera stjórnvöldum kleift að losa um höft án þess að efnahagslegum stöðugleika  verði ógnað."

Ég óttast að þessi hugmynd sé glapræði.

  1. Vandinn er sá - að þeir 500ma.kr. í eigu kröfuhafa sem þeir vilja losa út.
  2. Eru ekki einu stóru upphæðirnar sem aðilar vilja flytja úr landi við losun hafta.

Sjá athugun AGS á losun hafta: Selected Issues.

Skýrsla AGS frá 2013 gerir ráð fyrir því - að annað eins fé vilji -lífeyrissjóðir landsmanna- flytja úr landi.

Þessi skannmynd sýnir tilraun AGS til að áætla heildarkostnað við losun hafta:

http://einarbb.blog.is/users/72/einarbb/img/losun_hafta_0005.jpg

Ég tók eftir því að - - Sigmundur Davíð, talaði einungis um vandann við losun hafta. Út frá því fé sem erlendir fjárfestingasjóðir hafa eignast af kröfum - fjármagn sem þeir aðilar vilja losa héðan.

  • Það er alveg ljóst að lífeyris-sjóðirnir vilja einnig losa mörg hundruð milljarða af fé héðan af landi, um leið og losað er um höft.
  • Þetta er það sem ég á við, þegar ég bendi á að hugmyndin um -stöðugleikaskatt- geti hnotið um jafnræðisreglu ESB, sem er í gildi á Íslandi í gegnum EES samninginn.
  1. Ef tekið er mið af áætlun AGS að fé lífeyris-sjóðanna sé ca. helmingur á móti því fé sem erlendir aðilar vilja losa héðan, þ.e. 500ma.kr. af fé í eigu erlendra aðila.
  2. Þá væri heildarskaflinn vart undir 1.000ma.kr.

Skv. því er áætlun AGS eiginlega - - í lægri kanntinum.

En Alþjóðamálastofnun HÍ mat heildardæmið um 100% af þjóðarframleiðslu, sem getur verið ívið of hátt mat!

 

Ég fæ ekki betur séð, en að -jafnt verði að ganga yfir fé í eigu innlendra aðila, og á að ganga yfir fé í eigu erlendra-

Það sé með öðrum orðum, ekki mögulegt að láta -útgönguskatt- bitna eingöngu á fé í eigu kröfuhafa -þó svo að rök sé hægt að færa fyrir því að þeir hafi eignast þær á verulegu undirverði. Þá eru kröfurnar sem slíkar ekkert niðurfærðar eða hluta afskrifaðar.

Lagaformlega séð hefur fé í eigu erlendu aðilanna - ekkert lakari stöðu heldur en fé í eigu innlendra aðila.

Þ.e. einmitt lykilatriðið um jafnræðisregluna -að sama regla gildi. Enda var hún sett einmitt til þess að koma í veg fyrir -mismunun af slíku tagi.

  1. Það virðist mér afar líklegt, að gerð verði tilraun til þess að losa fé kröfuhafa af landi brott, án þess að hleypa fé lífeyrissjóðanna úr landi. Þá fari lífeyrissjóðirnir í mál fyrir EFTA dómstólnum, kæri þá mismunun. Það væri mjög sennilega algerlega óvinnandi mál fyrir stjórnvöld fyrir EFTA.
  2. Að sama skapi, ef á að beita útgönguskatt á fé í eigu kröfuhafa -en ekki á fé í eigu lífeyrissjóðanna. Þá muni kröfuhafar kæra ísl. ríkið fyrir EFTA, þ.e. kæra þá mismunun. Aftur væri um algerlega óvinnandi dómsmál að ræða. Enda lög um bann við mismunun algerlega skýr.

Sannarlega getur EFTA dómstóllinn ekki dæmt skaðabætur á ísl. ríkið.

En þ.s. reglurnar hafa verið leiddar í ísl. lög, þá yrðu ísl. dómstólar að dæma skaðabætur á ríkið.

Og þær gætu orðið mörg hundruð milljarðar - ef t.d. kröfuhafa kærðu mismunun, og lífeyrissjóðirnir fengu að flytja fé úr landi -án afskriftar. Þá gæti komið fram niðurstaða jafngild þeirri útkomu sem SDG fár háðsorðum um, að kröfuhafar væru leystir út með skuldsetningu ríkisins.

 

Svo vara ég við þeirri hugmynd, að líta á það fé sem útgönguskattur tekur af, sem fundið fé fyrir ríkið

En hugmyndin um útgönguskatt - gengur út á að lágmarka lækkun gengis krónunnar, við losun hafta. Þetta sé því raunverulega leið til að afskrifa hluta af því fé. Þannig á einmitt að líta það fé, sem afskrifað fé. Ef ríkið mundi fara að nota það til nokkurs hlutar, mundi það ganga gegn því markmiði - að verja gengi krónunnar.

Ég er að segja að ríkið geti ekki notað þetta fé til nokkurs hlutar. Þetta sé ekki eins og venjuleg skattheimta! Þetta sé í reynd sambærileg aðgerð við það, þegar stjórnvöld á Kýpur settu skatt á -ótryggðar innistæður- tveggja kýpv. banka sem bjargað var af kýpv. ríkinu.

Sú aðgerð var í reynd afskrift! Þó notað væri orðalagið, skattur.

En ríkið sjálft hefur engar gjaldeyristekjur - allar ísl. krónur eru í reynd á grunni okkar gjaldeyristekna. Ef ísl. ríkið mundi nota -afskriðar krónur- mundu þær fara í umferð, og líklega framkallast þau neikvæðu áhrif á gengið - sem til stendur að forða með útgönguskattinum eða stöðugleikaskattinum.

  • Það hafi því verið villandi af SDG að segja - "Sérstakur stöðugleikaskattur mun þá skila hundruðum milljarða króna..." en það orðalag má skilja þannig að þarna sé ríkið að græða. Þegar ríkið verður að álíta þetta fé afskrifað.

 

Niðurstaða

Það sem gerir vandann við losun hafta svo stóran, er að sjálfsögðu sjálft umfang upphæðanna. En sennilega erum við að tala um upphæðir kringum 1.000 ma.kr. ef fé innlendra aðila sem vill af landi brott - er tekið með.

Vegna aðildarinnar að EES, er Ísland bundið reglum ESB um svokallaðan "Innra markað" þar á meðal svokallaðri "jafnræðisreglu." Sem bannar alla mismunun milli "innlendra aðila" og aðila starfandi á EES svæðinu þ.e. aðildarríki ESB, Noreg og Lightenstein.

Það bindi Ísland af því, að fara nákvæmlega eins með það fé -í eigu erlendra aðila sem vill af landi brott- og -fé í eigu innlendra aðila sem vill af landi brott.- Annað væri brot á jafnræðisreglunni. Og ísl. ríkið mundi án nokkurs vafa tapa slíku dómsmáli. Erlendir aðilar mundu þá geta leitað til ísl. dómstóla um að fá dæmdar skaðabætur á ísl. ríkið.

  1. Það sé því engin undankoma frá því, að útgönguskattur eða jafnvægisskattur, gildi jafnt fyrir fé innlendra aðila sem erlendra aðila.
  2. Skipti þá engu máli að einhverjir þeirra erlendu aðila, hafa keypt þær eignir á lágu verði. En þær kröfur sem þar liggi að baki séu alfarið óafskrifaðar. Lágt söluverð skapi engan augljósan lagalegan rétt til þess að fara með þær eignir með öðrum hætti.

Tæknilega getur auðvitað ríkisstjórnin - sagt upp EEE samningnum með 1-árs fyrirvara. Og síðan numið úr gildi úr ísl. lögum t.d. jafnræðisregluna. Á hinn bóginn, má vera að ísl. dómstólar mundu líta svo á að -afturvirkni- í framkvæmd laga væri brot á stjórnarskránni, að fara yrði eftir þeim reglum sem voru í gildi þegar höftin voru sett.

Þannig að virkilega sé engin hjáleið til staðar!

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbeinn Pálsson

Það er ekki gjaldeyrir til fyrir Lífeyrissjóði! Ef þeir ætla að millifæra þarf Seðlabankinn að taka erlend gjaleyrislán og skuldsetja þjóðina meiga og meiga um hver komandi mánaðarmót!

Hvaða launþegi vill það ofaná Lífeyrissjóðsskattinn sem dregin er af launþegi um hver mánaðarmót! Lífeyrissjóðurinn bætist ekki lengur ofaná ellilífeyrinn óskertur eina og lagt var upp með!

Kolbeinn Pálsson, 11.4.2015 kl. 21:51

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Þ.e. rétt að sjóðirnir eru of dýrir fyrir Ísland, en vandinn er sá að þeir eru það einnig - inni í lokuðu kerfi. Þetta er eiginlega orðið að kynslóðavanda, launþegar vs. þeir sem þegar eru á elli-launum.

Þeir sem eru á elli-launum þegar eru með þá hagsmuni að tryggja þá peninga sem þegar eru til staðar í kerfinu, það er og verður -grunar mig- öflugur þrýstingur frá þeim sem eru á efri árum, hugsanlega launþegum nærri elli-lífeyrisaldi, að peningarnir fái að fara úr landi -óskertir-  eða -lítt skertir.-

Sem auðvitað þíðir að það þarf einnig að ganga yfir vegna jafnræðisreglunnar fyrir kröfuhafa.

Ég hugsa það séu ekki síður sjóðirnir fremur en kröfuhafar sem halda þessu föstu, en ef féð er fært niður þarf einnig að færa niður fé sjóðanna.

Allt frosið í rimmu milli kynslóðanna, en það mundi setja alltof erfiðar kvaðir á launþega landsins að skuldsetja landið það mikið að sjálfsögðu!

Vandi þegar menn hugsa ekki út fyrir rassinn á sjálfum sér.


Kv.

Einar Björn Bjarnason, 11.4.2015 kl. 22:57

3 Smámynd: Kristinn Geir Briem

ágæt grein. vonandi er einar ekki að hvetja ríkið til að taka á sig skuldir til að hlepa kröfuhöfum og öðrum úr landi. er alveg á móti því að rikið leisi kröfuhafa úr snöruni gét jafnvel séð fyrir mér að ríkið skattlekki allan hagnað kröfuhafa og aðra sem taka arð útúr fyrirtækjum um 80-100%. meðan þetað ástand varir ef menn seigjast ætla að nota kilfur þá þíðir ekkert að slá létt á bossan það þar helst að sjást mar  

Kristinn Geir Briem, 12.4.2015 kl. 09:53

4 Smámynd: Samstaða þjóðar

Sú hugmynd, að »eignir í eigu þrotabúa bankanna sem staðsettar eru á erlendri grundu« sé engin ógn við Íslendska þjóðarbúið er röng og hættuleg.

 

Þetta eru Íslendsk verðmæti sem búið er að breyta eða skrá í erlendum gjaldeyri. Eftir standa skuldir innlendra aðila, bæði ríkis og almennings.

 

Viðfangsefnið er að breyta öllum skuldum bankanna sem skráðar eru í erlendum gjaldmiðlum yfir í krónur. Það er fyrst þegar þetta hefur verið gert, að hægt er að meta vandamálið og grípa til viðeigandi aðgerða.

 

Ég hef ekki legið á þeirra skoðun, að taka eigi allar eignir þrotabúanna upp í tjónabætur þjóðarbúsins. Allt tal um að erlendir kröfuhafar eigi jafnan rétt á við Íslendinga stendst ekki ákvæði Stjórnarskrárinnar.

 

Árni Páll Árnason, einn heldsti verkamaður hrægammanna, hélt því snemma fram að eignir bankanna á erlendri grundu skiptu ekki máli fyrir efnahag Íslands. Hann hefur einnig haldið fram, að eignir útlendinga nytu sömu verndar Stjórnarskrárinnar og eignir Íslendinga og væru því ósnertanlegar. Hvort tveggja er rangt.

 

Það er regla um allan heim, að sýna föllnum bönkum fulla hörku og taka allar eignir þeirra upp í skuldir. Þetta var til dæmis gert með Kaupthing Singer & Friedlander í Bretlandi. Hollendska hrægamma-sjóðnum ING (Internationale Nederlanden Groep) var gefinn bankinn.

 

Ríkisstjórn Íslands lagði Kaupþingi til hálfur milljarður króna til að reka vonlaus málaferli gegn Bretlandi. Skömmu síðar neitaði ríkisstjórnin að veita »Samstöðu þjóðar« stuðning við að heimta rétt Íslands fyrir ESB dómstólnum. Í ljós kom að Ísland hefur alla möguleika, að sækja Bretland og Holland til saka vegna ólöglegra aðgerða (meðal annars beitingar hryðjuverkalaga) gegn Íslandi.

 

Loftur Altice Þorsteinsson.

Samstaða þjóðar, 12.4.2015 kl. 13:06

5 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Kristinn Geir Briem :Allar leiðir til lausnar verða ákaflega kostnaðarsamar fyrir þjóðarbúið. Þ.s. ég benti á er að sú leið að skuldsetja ríkið - þarf ekki að vera endilega verri en aðrar, ef skynsamlega útfært. Lykilatriðið er auðvitað -hvaða leið sem er farin- að niðurfæra það fé sem heimilað er að fari úr landi þ.e. verðmæti þess sé niðurfært.

----------

Sú hugmynd Lofts að unnt sé að hirða allar erlendar eignir þrotabúanna - - er auðvitað gargandi brjáluð. Ekki möguleiki að ísl. ríkið geti framkv. gerning af því tagi. Enda megnið af þeim eignum staðsettar á erlendri grundu. Ef ísl. ríkið mundi ætla fara með þær eignir skv. aðferð sem ekki væri -alþjóðlega viðurkennd- eða nánar tiltekið -ekki í samræmi við regluverk Innra Markaðar ESB í þeim löndum þær eignir er að finna- mundu kröfuhafar mjög sennilega fá framgengt lögbanni á slíkar aðgerðir í þeim löndum. Líklega mundi það þá fara þannig að löndin þ.s. þær eignir er að finna -mundu grípa inn í það ferli- og heimila sölu þeirra eigna í samræmi við þær leikreglur sem gilda skv. reglum Innra Markaðarins.

Það hefði með öðrum orðum þá afleiðingu - að valdið yfir ferlinu væri tekið af ísl. ríkinu. Ísl. ríkið mundi aldrei geta framfylgt hugmynd Lofts.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 13.4.2015 kl. 00:30

6 Smámynd: Kristinn Geir Briem

no.5. einar:það gétur verið rétt að skuldsétja ríkið á skynsaman hátt. vandamálið er að það eru alskonar göt á skynsömum leiðum .kröfuhafar hafa þann manskap og þekkíngu til að finna þau göt. því vil ég ekki freista kröfuhafa um of eð því að skuldsétja ríkið. það hljóta að vera aðrar skynsamar leiðir sem skuldsetur ríkið ekkert. argentína samdi við megnið af sínum kröfuhöfum en það leisti ekki vanda argentínu. en hef ég ekki séð góð rök með því að skuldsetja ríkisjóð til að fé fari úr landi 

Kristinn Geir Briem, 13.4.2015 kl. 10:20

7 Smámynd: Samstaða þjóðar

Mótbárur Einars eru haldlausar og tilvísanir til alþjóðlegra skuldbindinga og regluverks ESB eru beinlínis hlægilegar. Reynsla okkar af Icesave-deilunni og þeim málaferlum sem staðið hafa frá Hruni, sanna þetta. Hér er ég að vísa til dóma Hæstaréttar og EFTA dómstólsins.

 

Dæmi um vald stjórnvalda til að ráðskast með fallna banka eru mý-mörg. Nefna má Northern Rock og The Royal Bank of Scotland, sem stjórnvöld í Bretlandi hirtu. Áður hef ég nefnt Kaupthing Singer & Friedlander.

 

Northern Rock var þjóðnýttur 22. febúar 2008, sem merkir að eignarhald var tekið af hluthöfum, án nokkurra bóta. Engu skipti þótt margir hluthafanna hafi geymt æfi-sparnað sinn í formi hlutabréfa. Sama skeði auðvitað hérlendis með bankana þrjá. Engin sanngirni felst í því að sparnaður fólks í formi hlutabréfa í bönkum, sem sagðir eru njóta verndar ríkisins, sé meðhöndlaður á annan hátt en innistæður eða skuldabréf hrægamma. Samt er eru eigur fólks þjóðnýttar, yfirleitt án nokkurra bóta.

 

Staðreynd er, að megnið af innlendri starfsemi föllnu bankanna þriggja var þjóðnýtt. Ríkisbankarnir þrír voru ósnertanlegir og einungis gjafmildi ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur varð þess valdandi, að þeir lentu í höndum hrægammanna. Í sjálfu sér voru engin rök fyrir því, að þjóðnýta ekki einnig erlenda starfsemi og ég legg til að það verði gert. Hvað er boðaður stöðugleikaskattur annað en þjóðnýting ? Raunar eru öll form af eignarsköttum þjóðnýting.

 

Fyrsta skref til að taka eignir þrotabúanna eignarnámi, er að skipa stjórnum þeirra að taka heim allar erlendar eignir. Northern Rock og The Royal Bank of Scotland áttu erlendar eignir sem færðar voru til eins og stjórnvöldum í Bretlandi þóknaðist. Skuldir eru oftast fyrir hendi til móts við eignir og í sumum tilvikum þarf að gera þær upp. Mismunandi aðferðum þarf augljóslega að beita, miðað við aðstæður. Einar virðist ekki átta sig á, að þrotabúin eru í Íslendskri lögsögu !

 

Þegar búið er að breyta öllum eignum þrotabúanna í krónur og færa þær heim, er bara handavinna að þjóðnýta þær. Þetta er hægt að gera á margvíslegan hátt, til dæmis með stofnun myntráðs og upptöku reglubundinnar peningastefnu. Krónan er sýndarpeningur (fiat money) og engin á kröfu á ríkið um skipti á krónum fyrir gjaldeyri. Fjármálaráðherra talar samt heimskulegu um að ríkið gefi út gengistryggt skuldabréf fyrir krónur sem ákveðnir hrægammar eiga – hvílíkt glapræði !

 

Loftur Altice Þorsteinsson.

Samstaða þjóðar, 17.4.2015 kl. 12:01

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 715
  • Frá upphafi: 846645

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 653
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband