Alexis Tsipras fer í opinbera heimsókn til Rússlands þann 8. apríl nk.

Það áhygaverða er að 9. apríl á gríska ríkið að greiða af láni AGS frá 1-björgunarprógrammi Grikklands, sem stóð yfir frá 2010 til 2012. En greiðslur eru hafnar af AGS hluta lána frá fyrsta björgunarprógrammi Grikklands.

Þetta kemur fram í frétt NYTimes: Greece Looks to Russia as Deal With Europe Stumbles.

Það veit enginn hvað Tsipras ætlar að ræða við Pútín!

Þetta er heimsókn sem þegar var fyrirhuguð - en skv. fréttinni var henni flýtt fyrir 2-vikum. Að auki þá endaði mánudagsfundur grískra stjórnvalda við fulltrúa aðildarríkja evrusvæðis með þeim hætti - að tillögur grísku ríkisstjórnarinnar voru kafskotnar eina ferðina enn.

Þannig að staða Grikklands er enn sú sama og hún var fyrir helgi - þ.e. ekkert samkomulag. Og á sama tíma virðist ríkisstjóður Grikklands stefna i þrot þann 9/4 nk.

"Mr. Tsipras’s visit to Moscow is being billed by Athens as a routine meeting to strengthen the relationship between the countries, which have longstanding political and religious ties."

Þetta getur bent til þess, að Pútín hafi ekki lofað Tsipras neinu sérstöku - mig grunar sjálfan að Rússar séu líklegir til að bíða eftir því að Grikkland er orðið greiðsluþrota. Áður en það komi einhvers konar líflína - kannski.

En hver veit - á sama tíma, fær Tsipras að hitta Pútín rétt áður en gríska ríkið stefnir í að lenda í raunverulegum greiðsluvandræðum - - en ekki er talið ólíklegt að AGS sé til í að bíða einhverja daga umfram gjald-daginn, ef AGS telur peninga væntanlega í mjög náinni framtíð.

  1. Eins og sést á kortinu af Balkan-svæðinu, þá er Búlgaría á N-landamærum Grikklands, annað fátækt land sem er talið vinveitt Rússlandi, og þar er einnig svokölluð "Rétttrúnaðarkirkja ráðandi" eins og í Rússlandi. Tengingin í gegnum trúna er sterk.
  2. Svo er Serbía nokkru fyrir Norðan. Annað land talið vinveitt Rússlandi - einnig tenging í gegnum trúna.
  3. Tæknilega virðist mér mögulegt fyrir Rússland, ef Rússland hefur fjárhagslega burði til þess, að mynda nýtt rússn. áhrifasvæði á Balkan-skaga. En þ.e. auðvitað stóra -ef spurningin- hvort Rússland raunverulega hefði burði til þess.
  • En í gegnum Búlgaríu og Grikkland, væri þá Rússland komið með örugga tengingu við Miðjarðarhaf. Og mætti reikna með því að þeir mundu vilja flotahafnir í Grikklandi.
  • Sem þannig séð - gæti talist "erlend fjárfesting."

 

Niðurstaða

Ekki fullyrði ég nokkurt um það - hversu líklegt það er að Grikkland hafi það sem raunhæfan möguleika að halla sér að Rússlandi í staðinn. En mér virðist a.m.k. augljóst að sú sýn sem ég teikna upp - höfðar örugglega til Pútíns. Hvort hann hafi raunverulega burði til þess að hrinda henni í framkvæmd - er svo annað mál.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.4.): 17
  • Sl. sólarhring: 282
  • Sl. viku: 836
  • Frá upphafi: 846592

Annað

  • Innlit í dag: 13
  • Innlit sl. viku: 773
  • Gestir í dag: 13
  • IP-tölur í dag: 13

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband