Neikvæð ávöxtun á 5-ára ríkisbréf Þýskalands

Mér skilst að Þýskaland sé nú 3-aðildarland evru að selja 5-ára ríkisbréf á neikvæðri ávöxtun, en skv. fréttum keyptu fjárfestar útboð þýska ríkissjóðsins á skuldabréfum á -0,08%. Umfjöllun erlendra fjölmiðla, segir að nú séu ríkisbréf á neikvæðum vöxtum - - sá flokkur skulda-bréfa þeirra sala er í hvað hröðustum vexti.

Áður hafa Finnland - og - Frakkland selt 5-ára bréf á neikvæðri ávöxtun,

  1. Greinendur benda á að nú sé Seðlabanki Evrópu, með -0,2% vexti á innlánsreikningum sínum. Það reki banka til þess að gera eitthvað annað við það fé, en að varðveita það tímabundið á þeim reikningum. Mér skilst, að vonast hafi verið til þess, að þetta mundi reka bankana til að - > Auka útlán. En það má vera, að þeir séu sá aðili, sem séu nú að keyra upp eftirspurn eftir ríkisbréfum á neikvæðri ávöxtun. En sbr. kaupin á þýsku bréfunum, sé -0,08 skárra en -0,2. En það segir auðvitað mjög áhugaverða sögu um stöðu mála í Evrópu - - ef bankar í stað þess að veita aukin lán, eru að velja að bjóða ríkisbréf niður í neikvæða ávöxtun.
  2. Önnur skýring er sú, að það sé stór hreyfing fjárfesta yfir í ríkisbréf traustustu aðildarlanda evru - þessa dagana. Vegna fyrirhugaðrar prentunar Seðlabanka Evrópu - er mun hefjast á næstunni. Þessi lækkun sé því -speculative- og fjárfestar reikni með því, að þegar prentunaraðgerð "ECB" er hafin, geti þeir losað sig við bréfin á hagstæðara verði - - > Og grætt á viðskiptunum þrátt fyrir allt.

Ekki ætla ég að kveða upp úr um það - hvort er líklegri skýring.

Eða hvort að - hvort tveggja geti verið í gangi.

  • En ég velti t.d. fyrir mér, hvort að fjárfestar mundu ekki fyrst og fremst kaupa skammtímabréf, þ.e. 6-mánaða og 12-mánaða, ef þeir væru að veðja á -snöggan gróða.
  • Þau eru víst einnig á neikvæðri ávöxtun.
  • Hvert væri "rationale" þess sem kaupir 5-ára bréf á neikvæðri ávöxtun?

 

Niðurstaða

Það er óneitanlega mjög sérstak ástand í gangi á ríkisbréfa markaði innan Evrópu, þegar nærri helmingur aðildarlanda evru nú er að selja bréf á neikvæðum vöxtum - þ.e. að kaupendur borga með þeim, greiða seljendum fyrir heiðurinn af því að eiga þau.

Þ.e. óneitanlega sérstakt, ef útgáfa skuldabréfa er farin að vera -tekjulind.-

Það má líka nefna til viðbótar því sem ég tek fram að ofan, að hugsanleg skýring til viðbótar -geti legið í veðmáli fjárfesta um tímabil verðhjöðnunar í Evrópu framundan.

Þá gæti þetta verið - flótti yfir í tiltölulegt öryggi ríkisbréfa eignar. Sem þá ef til vill skýri, af hverju bankar kjósa frekar ríkisbréfa eign á neikvæðri ávöxtun en að veita frekari útlán. Og að fjárfestar - telji ríkisbréf á neikvæðri ávöxtun, betri kost en t.d. að kaupa hlutabréf evr. fyrirtækja.

  • Lesendur mega alveg tjá sig um það - hvað þeir telja líklegustu skýringuna!

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.4.): 47
  • Sl. sólarhring: 60
  • Sl. viku: 866
  • Frá upphafi: 846622

Annað

  • Innlit í dag: 40
  • Innlit sl. viku: 800
  • Gestir í dag: 39
  • IP-tölur í dag: 38

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband