Af hverju er afskaplega ólíklegt að Kína geri tilraun til þess að leggja dollarakerfið í rúst!

Nýlega fjallaði ég um dollarasvæðið í: Mér finnst alltaf jafn sérkennileg hin hægri sinnaða umræða innan Bandaríkjanna - sem heldur því fram að Bandaríkin séu stödd í nær óleysanlegum skuldavanda.

Þar benti ég á að ríkisþrot Bandaríkjanna er eiginlega algerlega ómögulegt.

Með öðrum orðum, eins og dollarakerfið virkar, sé það öldungis útilokað.

Ég fékk athugasemd þ.s. sett var upp ímynduð sviðsmynd þess eðlis, að Kína í samstarfi við Rússland, mundi skipuleggja aðför að Dollarakerfinu.

Leitast við að ýta honum til hliðar, og virðisfella stórfellt.

Af einhverjum óskilanlegum ástæðum, virðast fylgismenn þessarar hugmyndar, ímynda sér - - að ef Kína í bandalagi við "ónefndar þjóðir" mundi stórfellt virðisfella Dollarinn, að þá mundi það leiða til harkalegrar hnignunar Bandaríkjanna, og endaloka þeirra risaveldis stöðu í dag!

Það virðist mér einmitt samnefnari slíkra hugmynda - - draumurinn um endalok veldis Bandaríkjanna!

 

I. Því fer afskaplega fjarri, að það mundi þjóna hagsmunum Kína, að gengi Dollars mundi lækka, og það mikið

Þ.s. menn þurfa að átta sig á, er að Bandaríkin eru ekki ein í því að halda uppi því alþjóða viðskiptakerfi sem þau ásamt tilteknum lykil-löndum í Evrópu, ásamt Japan - Ástralíu - Canada o.flr. löndum, í sameiningu reistu á stall!

Viðskiptakerfið er í reynd hluti af, bandalagakerfi Bandaríkjanna. Og aðildarlönd þess, græða af mörgu leiti á því - þó svo það sé rétt að gróði Bandaríkjanna sé meiri, þegar tekið er tillit til þess, að þau eiga kjarna viðskiptagjaldmiðil þess kerfis, Dollarann.

Þá er gróði hinna landanna - til staðar. Og sá gróði er raunverulegur.

Sá hagnaður, gerir þau lönd að stuðningsaðilum þess kerfis, ásamt Bandaríkjunum.

  1. Bandaríkjamenn hafa verið mjög snjallir í því, að fá lönd til þess að starfa innan þessa viðskiptakerfis.
  2. Og þar með, gera þau háð því með margvíslegum hætti, og í gegnum það - að leiða fram það ástand, að þau sjái einnig hag í því að -styðja við kerfið.
  3. Það er ekki síst fyrir tilverknað þess, að þátttökuþjóðir "einnig græða á þátttöku í því" og um það eru fjölmörg dæmi, sbr. Japan, S-Kórea, Malasía - svo nokkur séu nefnd.

Kína er einmitt - - "case in point."

  • Takið eftir því, hvernig Bandaríkin hafa hleyft Kína inn í viðskiptakerfið, heimilað aðild Kína að "Heims-viðskiptastofnuninni" og gert Kína háð Bandaríkja-markaði.
  • Það eru nefnilega margir sem misskilja sambandið, en það að Kína framleiðir mikið af ódýrum varningi, sem Bandaríkin kaupa fyrir - Dollara. Þíðir að Kína er háð Bandaríkjunum - ekki öfugt.
  1. Gríðarlega mikið af framleiðslustörfum innan Kína, eru háð Bandaríkjamarkaði.
  2. Og þau framleiðslustörf eru háð -sterkum kaupmætti Bandaríkjamanna.

Það þíðir - - að Kína hefur mjög mikla hagsmuni af því, að Dollarinn haldi styrk sínum.

Í þeirri ímynduðu sviðsmynd, að kínv. stjv. í einhverju brjálæðis kasti mundu taka sig til að gera tilraun til þess að lækka dollarinn í virði - - og ímyndum okkur að það mundi takast.

Þá blasir við, að ef Dollarinn lækkar og það mikið, að þá verður hrun í eftirspurn innan Bandaríkjanna.

Það mundi leiða til, gríðarlegs atvinnuleysis innan Kína, á þeim svæðum þ.s. megin útflutnings fyrirtækin er að finna.

Að sjálfsögðu yrði við það - mjög verulegur efnahagssamdráttur í Kína.

Ég bendi fólki á, að eitt af því sem valdaflokkurinn í Kína óttast, er einmitt - kreppa og fjölda atvinnuleysi. Valdaflokkurinn í Kína, hefur varið gríðarlegum upphæðum af eigin gjaldmiðli í svokallaðan "stimulus" einmitt til þess að forða því að fjölda atvinnuleysi mundi skapast, þegar -heims kreppa skall á 2008.

Valdaflokkurinn óttast nefnilega, að fjölda atvinnuleysi geti leytt til uppþota, en sá flokkur þekkir vel sögu Kína, sem markast af afskaplega fjölmennum uppreisnum er verða þar við og við, þau skipti sem Kína hefur lent í alvarlegri kreppu.

Svo þarf að nefna, að útflutnings-iðnaðurinn, mun beita áhrifum sínum innan valdaflokksins, og sá iðnaður er sennilega líklegur að beita sér gegn - sérhverri tilraun sem getur grafið undan "kaupgleði" Bandaríkjamanna á kínverskum vörum.

 

II. Því fari afskapleg fjarri, að hugsanleg stór gengislækkun dollars væri ógn við stórveldis stöðu Bandaríkjanna, þaðan af síður að slík lækkun gæti leitt Bandaríkin í þrot

  1. Menn þurfa auðvitað að muna eftir því, að skuldir bandaríska alríkisins eru í Dollar. Það þíðir að sjálfsögðu að þær virðislækka einnig - ef Dollarinn mundi virðislækka. Ég sé því ekki með hvaða hætti hugsanleg lækkun Dollars mundi augljóst leiða til óleysanlegra skuldavandræða bandaríska alríkisins.
  2. Verða þá Bandaríkin í vandræðum með að fjármagna flotann og herinn? Af hverju? Hermenn og sjóliðar, fá greitt laun í Dollurum. Ef Dollarinn lækkar, þá lækkar sá launakostnaður samtímis.
  3. Svo smíða Bandaríkin sín herskip sjálf, og flest sín hergögn önnur. Það þíðir, að sá tækjabúnaður er þar með einnig innan Dollarakerfisins. Gengislækkun Dollars, mundi þá tryggja að sá kostnaður mundi einnig lækka - samhliða. En laun starfsmanna þeirra fyrirtækja eru þá einnig í Dollurum, sá launakostnaður fylgist þá að niður.

Allt innflutt eðlilega hækkar - - en tölvubúnaður sá sem notaður er af herbúnaði, er yfirleitt sérhæfður. Og smíðaður innan Bandaríkjanna.

Ég bendi fólki að auki á, að "heims kreppan" á sínum tíma, kom ekki í veg fyrir að Bandaríkin viðhéldu sínum flotastyrk. Og sú kreppa stóð allt fram að þeim tíma er þátttaka þeirra í Seinna Stríði hófst, og þá kom ekkert í veg fyrir - að Bandaríkin vígvæddust fyrir stríð.

Ég held að menn þurfi ekki að hafa nokkrar hinar minnstu áhyggjur af því. Að ímynduð stórfelld gengislækkun Dollars mundi leiða til svakalegrar hnignunar herveldis Bandar.

  1. Margir virðast hafa gleymt því, að allt fram á 7. áratuginn, voru Bandaríkin mjög mikil útflutningsþjóð. Bandarískar vörur voru hvarvetna á heimilum.
  2. Síðan breyttist það, þegar bandaríkin fóru í vaxandi mæli að flytja inn ódýrari tæknivarning fyrst frá Evrópu, síðan frá Japan - svo frá S-Kóreu, o.s.frv.
  3. Ég tel þetta hafa verið vísvitandi stefnu Bandaríkjanna, það að heimila "bandalagsþjóðum sínum að græða á viðskiptum við eigið land." Það batt þær þjóðir og Bandaríkin nánar saman. Ekki síst - vegna hagsmunatengslanna sem skópust.
  4. Og Bandaríkin hafa haldið þessu áfram - að gera þjóð eftir þjóð, háða Bandaríkjamarkaði.
  • Ef dollarinn lækkar stórt, þá verða einnig þau áhrif, að bandarísk útflutningsfyrirtæki verða þá - ákaflega samkeppnisfær.
  • Hið minnsta við þjóðir - þeirra gjaldmiðlar mundu ekki "fylgja Dollarinum niður."

En þ.e. t.d. erfitt að sjá fyrir sér annað en t.d. evran mundi fylgja nokkuð vel dollaralækkun, þ.s. Evrópa yrði líklega einnig í kreppu í slíkri ímyndaðri sviðsmynd.

En í slíkri ímyndaðri sviðsmynd, mundi líklega gjaldmiðill Kína - hækka hratt gagnvart Dollar og Evru, þar af leiðandi. Og það einnig hafa áhrif á samkeppnis umhverfi innan þeirra landa, sem hefðu í þeirri ímynduðu sviðsmynd, ákveðið að nota gjaldmiðil Kína í viðskiptum sín á milli.

 

III. Stór Dollaralækkun -ef hún væri framkvæmanleg- væri sennilega heimskreppuvaldur

Að sjálfsögðu þiddi það - stóran efnahags samdrátt í Bandaríkunum einnig, ef neysla mundi minnka stórfellt. Höggið mundi ekki bara lenda á Kína. Valda kreppu þar. Heldur einnig kreppu í Evrópu sbr. ábendinguna að ofan, og auðvitað einnig í Asíu, og örugglega í S-Ameríku og Afríku.

Samdráttur í neyslu yrði einnig í Evrópu - það högg mundi einnig lenda á Kína. Við erum í reynd að tala um þá brjálæðis aðgerð - - > Að vísvitandi búa til heims kreppu á skala við þá sem var á 4. áratugnum.

  • Það má alveg fastlega reikna með því, að við þetta mundu samskipti svokallaðra Vesturlanda við Kína, snarversna. Og hverja þá þjóð sem mundi taka þátt í slíku - plotti.
  • Þær þjóðir sem mundu skipuleggja slíkt plott, yrðu sennilega að búa til -lokað viðskiptakerfi sín á milli.
  • Annars yrðu þeirra fyrirtæki undir miklu -samkeppnisálagi.
  • Ef viðskipti yrðu áfram -opin.
  • Þ.s. ef þau notuðust í sameiningu við gjaldmiðil Kína, er mundi í slíkri sviðsmynd snarhækka gagnvart megin gjaldmiðli Evrópu og Dollar. Þá mundi eðlilega skapast mjög hagstæð samekppnisskilyrði fyrir evr. og bandar. fyrirtæki á þeirra markaði - - > Þá yrðu það fyrirtæki í þeim löndum er notuðust v. gjaldmiðil Kína. Er yrðu með háan kostnað, og þróun sl. 30 ára mundi snúast við, þ.e. sú þróun að störf færist til Asíu. Þess í stað færðust þau til Bandar. og Evrópu. Og Evrópa og Bandar. mundu þá safna auð í gjaldmiðli Kína. Allt kerfið mundi þá virka - - í öfuga átt.
  • Nema, ef löndin sem mundu taka þátt í plottinu með Kína, mundu setja upp "lokað viðskiptakerfi sín á milli."

Ef það væri lokað viðskiptakerfi!

Þá værum við að tala einnig um sviðsmyndina - - Kalda Stríð 2.

En síðast var það að til voru lönd sem voru með sinn eigin lokaða viðskiptaklúbb, sem var í andstöðu við svokölluð Vesturveldi, þá var það í Kalda-stríðinu.

Á hinn bóginn, ef þau velja -opið viðskiptakerfi áfram- þá eins og ég sagði "snýst allt við" en menn verða að muna, að Kína hefur vísvitandi haldið gengi síns gjaldmiðils lágu, þ.e. auðvitað til þess að skapa útflutningi aukið samkeppnisforskot - ekki bara lág laun.

Þ.e. rökrétt, að ef Kína mundi skapa það ástand að þeirra gjaldmiðill væri í staðinn "hár" miðað við Dollar og Evru - - þá mundi það ástand bitna á samkeppnishæfni fyrirtækja þar, sem og auðvitað fyrirtækja í hverju því landi, sem mundi starfa með þann gjaldmiðil í viðskiptatengslum við Kína.

  • Svo þá gætu Bandar. og Evr. leikið sama leikinn og Kína undanfarin ár, að framleiða varning á hagstæðu verði - - viðhafa hagstæðu viðskiptasambandi við Kína, og þau lönd sem mundu nota gjaldmiðil Kína - - > Í þeirri sviðsmynd, að Kína mundi framkvæma þá aðgerð -segjum að hún heppnist- að lækka til muna Dollar, og ég tel næsta öruggt að Evran mundi í slíku samhengi fylgjast að Dollarnum.

Kína hefur ekkert elfst með neinum göldrum - - þetta hefur verið, lág laun, og, lágt gengi.

Svo ef það verða "lág laun í Evr. og Bandar." og "lággengi" þá auðvitað rökrétt séð, mundu það verða evr. og bandar. framleiðslufyrirtæki er mundu "sækja á" þau kínv. og einnig fyrirtæki í þeim löndum, er mundu nota kínv. gjaldmiðilinn í slíkri sviðsmynd.

 

IV. Aftur á móti er ég algerlega viss um, að Kína hafi ekki nokkurn hinn minnsta áhuga á því að stefna að endalokum Dollarakerfisins!

Menn mega ekki láta það glepja sig, að Kína sé að efla veldi sitt. Sé að reisa sér margvíslegar fjölþjóða stofnanir, ætlað að - auka áhrif Kína. Og að þær séu að mörgu leiti í samkeppni við aðrar sambærilegar slíkar.

  1. Ég tel að Kína hafi fyrst og fremst áhuga á, að auka áhrif sín, innan núverandi kerfis.
  2. Kína græði alltof, alltof mikið á því að viðhalda því, til þess að það sé í nokkru raunhæft, að Kína vilji leggja núverandi alþjóða kerfi í Rúst.
  3. Sama gildi um "háa Dollarinn" að Kína græðir alltof, alltof mikið á því að Dollarinn sé lár - - til þess að vilja lækka hann.
  4. Með því, að byggja upp margvíslega stofnanir sem styðja við áhrif Kína, þá vex vigt Kína - innan núverandi alþjóða kerfis.
  • Kína sé mun frekar, að byggja upp þrýsting - um að fá Vesturlönd til að fallast á að breyta atkvæðahlutföllum innan ríkjandi stofnana.
  • En með því að gera þann möguleika trúverðugan, að Kína sé fært um að ógna þeim stofnunum, þá um leið - vex þungi þess þrýstings Kína, að Vesturlönd gefi að einhverju verulegu leiti upp völdin innan þeirra.
  • Kína á einnig eftir, að efla frekar neyslu innan Kína - svo að hlutfall neysluhagkerfisins í Kína vaxi í hlutfalli við útflutningshagkerfið. Og þar með, einnig að Kína geti eins og Bandaríkin hafa gert, í vaxandi mæli - gert lönd háð innanlandsmarkaði Kína. Og þar með, eins og Bandaríkin, byggt upp sitt "soft power."

Eftir því sem kínverska hagkerfið færist upp þróunarstigann, neysluhluti hagkerfis þeirra vex - þá mun sífellt fjölga þeim þjóðum sem eiga mest viðskipti sín við Kína.

Þetta tel ég miklu mun líklegra - - en snögga byltingu.

Það er, hæga þróun!

Ég held þetta sé réttari lýsing á stefnu yfirvalda í Kína. Heldur en þær hugmyndir, að Kína sé líklegt að standa fyrir - byltingu innan heimskerfisins.

Stefna þeirra sé - - varfærin. Þeir sem ráða þar - - séu afar ólíklegir til þess, að taka stórfellda áhættu af því tagi, sem þeir sem eru með vangaveltur um að Kína steypi viðskiptakerfi Bandaríkjanna og Vesturlanda innan fárra ára - ímynda sér.

 

Niðurstaða

Ég tel að því fari afskaplega fjarri að þeir aðilar sem stjórna Kína séu byltingarsinnar. Flestir þar við völd nú, virðast mjög tengdir inn í viðskiptalíf Kína. Og það síðasta sem viðskiptalíf Kína vill - - er einhver ævintýrastefna er mundi skapa heimskreppu.

Þátttaka Kína í núverandi heims viðskiptakerfi, hefur skapað mörgum innan viðskiptalífs Kína gríðarlegan auð. Og verulegur hluti af þeim auð, hefur síðan seytlað upp til valdaelítunnar í kringum valdaflokk Kína.

Og gert valdaflokkinn, þar með -"hooked on Dollar wealth."

Mun líklegra er, en að Kína leitist við að lækka Dollarinn, er að Kína leitist við - að hækka hann. En sterkur Dollar þíðir, enn meiri Dollara-auð til útflutningsfyrirtækjanna í Kína, og þar með enn meira Dollara-auð inn í valdakerfið í flokknum.

Það hafi verið snilldar bragð af Bandaríkjunum, og Vesturveldum - að fá Kína sem fulla meðlimi að "Heims Viðskiptastofnuninni" og þar með viðskiptakerfi því sem Vesturveldi hafa búið til.

  1. Ég get í raun og veru, ekki ímyndað mér þá sviðsmynd skapast, að Kína skipti um skoðun hvað þetta varðar.
  2. Nema að einhver önnur stór krísa, skapi algert rof í samskiptum Vesturvelda við Kína.

Það sé algerlega öruggt, að engar líkur séu á þannig rofi, vegna deilu Rússlands við Vesturveldi.

Kína hafi engan áhuga á að fórna sínum viðskiðtagróða fyrir hagsmuni Rússlands.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Borgþór Jónsson

Einar ,það er ekki spurning um hvað kínverjar ætla að gera ,heldur hvað eru þeir að gera.

Þeir eru að draga saman skuldabréfa eign sína í Bandaríkjunum.Hvað verður um þau veit ég ekki ,sennilega kaupa einhverjir aðrir þau eða kannski bandaríkjmenn innleysi þau.

Þeir eru að gera gjaldmiðlasamninga út um allar tryssur sem minnkar eftirspurn eftir dollurum.Sama gildir um margar aðrar þjóðir.

Þegar utanlandsmarkaðurinn er orðinn mettur af dollurum geta bandaríkjmenn ekki lengur borgað skuldir sínar með því að prenta dollara.Dollaraeign þessara ríkja mun þá í framtíðinni markast af því sem þau þurfa til að kaupa vörur af bandaríkjamönnum+þeim ríkujum sem halda sig við dollara.

Bandaríkjin eru rosalega viðkvæm fyrir þessu af því að um 70% af þeim dollurum sem til eru ,eru í umferð utan þeirra. Á þenslutímum er þetta með eindæmum gott,vegna þess að þeir geta bara prentað peninga fyrir nauðþurftum ,en á samdráttartímum snýst dæmið við og getur orðið óbærilegt í versta tilfelli.

Ef Putin mundi rölta niður í Federal Reserve með gjaldeyrisvarasjóðinn og vildi fá skift í Einhvern annan gjaldmiðil er ekki til gjaldeyrir fyrir nema helmingnum af því,jafnvel þó þeir mættu nota blöndu af hvaða gjaldmiðlum sem er. Mjög líklega gætu þeir keyft nægilega mikinn gjaldeyri til að bjarga þessu,en ef ekki þyrftu þeir að setja gjaldeyrishöft.                Vegna viðvarandi halla á vöruskiftajöfnuði væri síðan erfitt að koma sér upp nýjum sjóði.

Annað sem gerir þá viðkvæma er viðskiftahallinn sem er töluvert mikill eða um 20% af útflutningstekjum í 2014.

Þriðja atriðið er að IMF er að missa einokun sína, en hann hefur verið vesturlöndum betri en enginn í að beina viðskiftum til vesturlanda og skapa jarðveg fyrir ,sérstaklega bandarísk fyrirtæki til að sölsa undir sig auðlindir annarra þjóða. 

Ef allt væri eðlilegt þyrftu þeir aldrei að hafa áhyggjur af þessu,en það er vaxandi óánægja með dollarann kannski fyrst og fremst af því að hann hefur í vaxandi mæli verið notaður til að kúga aðrar þjóðir, eins og þú reyndar lýsir ágætlega í niðurstöðunni hjá þér.Fæstum þjóðum líkar að láta kúga sig og þeir sem horfa á, sjá að röðin gæti auðveldlega komið að þeim einn daginn.Margir bandaríkjamenn hafa varað við að nota dollarann sem vopn í svo ríkum mæli,einmitt af ótta við að þetta muni gerast.                                                      Nokkrir þjóðhöfðingjar hafa gert tilraun til að fikta í þessu kerfi ,og þeir eiga það allir sameiginlegt að vera dauðir.Þeir lifðu tiltölulega stutt eftir að þeir gerðu uppskátt um þessar fyrirætlanir sínar. Undantekningin er Assad Sýrlandsforseti,en hann er í raun tæknilega séð dauður það hefur bara dregist að lóga honum af óviðráðanlegum ástæðum.

Nú er elítan að reyna að bjarga sér með seðlaprentun (Quantitative easing) ,fyrst í Bandaríkjunum og svo væntanlega í EU. Þetta er sennilega eitthvert stórfelldasta arðrán allra tíma þar sem elítan fær trilljónir dollara á 0% vöxtum og notar þá til að pumpa upp hlutabréfaverð.Þessi béf eru síðan seld lífeyrissjóðum og minni fjárfestum meðan elítan festir fé í fasteignum af ýmsu tagi.Það er nánast borðleggjandi að þessi bréf eiga eftir að hrynja um að minnsta kosti 50% ,sennilega innan tveggja ára. Þetta er í rauninni risa stórt Al Thani mál þar sem Federal Reserve gegnir hlutverki Al Thani.

Svona getur aðeins gerst við aðstæður þar sem elítan á seðlabankann, fjölmiðlana,þingmennina og forsetann.

Allir sem eru með opin augun vita að það er nánast ógjörningur að komast á þing í þessu ágæta ríki án velþóknunar stórfyrirtækja og alls ekki hægt að verða forseti.Fjölmiðlarnir sjá um það, sem eru óvart í eigu þeirra sem eiga peningana og seðlabankann. Í gamla daga var til nafn yfir þetta fyrirkomulag sem þótti ekki fínt.

Þessu fylgja svo hefðbundnar pyntingar og persónunjósnir sem taka öllu fram sem við höfum séð áður og kúganir samfara því.

Teningunum er þegar kastað og ég held að það séu nánast allir sammála um það. Þungamiðja heimsins er að færast austur til Asíu.

Það sem okkur vesturlandabúa vantar eru stjórnmálamenn sem stjórna þessari þróun eins og hægt er og ná sem bestum úrslitum fyrir okkur ,en ekki fólk sem reynir að halda dauðahaldi í illa fengin auðæfi sín og drepa alla sem ógna þeim með einhverjum hætti.

Þessari þróun verður ekki snúið við og ég held að það eigi eftir að koma illilega í bakið á okkur að hafa sýnt þessum þjóðum svona mikla óvinsemd.

Einhver ágætur bandaríkjamaður sagði fyrir löngu, gott ef það var ekki einn af gömlu forsetunum þeirra, sem var í eigu fólksins.

Komdu vel fram við fólk sem þú mætir á leiðinni upp,þú mætir því aftur á leiðinni niður. 

Borgþór Jónsson, 26.2.2015 kl. 04:00

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 47
  • Sl. sólarhring: 110
  • Sl. viku: 130
  • Frá upphafi: 846768

Annað

  • Innlit í dag: 44
  • Innlit sl. viku: 126
  • Gestir í dag: 44
  • IP-tölur í dag: 44

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband