Skv. sameinuðu þjóðunum hafa verið framin mjög alvarleg brot á mannréttindum í Úkraínu

Ég hef áður fjallað um, september skýrslu mannréttindaskrifstofu SÞ - Report on the human rights situation in Ukraine 16 September 2014. En ég hef ekki áður fjallað um, nóvember skýrslu mannréttindaskrifstofu SÞ: Report on the human rights situation in Ukraine.

Ef marka má báðar skýrslur - hafa báðir stríðsaðilar framið mannréttindabrot.

En brot uppreisnarmanna, séu þó -því miður- alvarlegri.

Bls1 "In the territories under the control of the ‘ Donetsk people’s republic’ and ‘Luhansk people’s republic’ there continues to be a total breakdown in law and order, and a lack of any human rights protection for the population under their control . "

Bls2"In territories under the control of both ‘republics’ 8 , cases of serious human rights abuses by the armed groups continued to be reported, including torture, arbitrary and incommunicado detention, summary executions, forced labour, sexual violence, as well as the destruction and illegal seizure of property. These violations are of a systematic nature and may amount to crimes against humanity."

Í fyrri skýrslu sinni, þá vakti Mannréttindaskrifstofa SÞ einnig athygli á alvarlegum mannréttindabrogum í A-Úkraínu.

En þ.s. nýtt er fyrir mér, er ályktunin að - þessi brot séu bersýnilega "skipulögð" og síðan seinni ályktunin að þau brot séu sennilega "brot gegn mannkyni" - eins og má íslenska orðalagið, "crimes against humanity."

  • Ályktanir september skýrslunnar, eru stór ástæða þess - af hverju ég hef illan bifur á uppreisnarmönnum.
  • En ef marka má niðurstöðu starfsmanna SÞ, þá er viðhaldið í A-Úkraínu á svæðum undir stjórn uppreisnarmanna, ástandi - lögleysu, þ.s. viðhaldið sé ótta eða "terror."

En skv. þessu, þá bendir flest til þess, að uppreisnarmenn - - séu klárlega öfgamenn. Hugsanlega hafa þeir ekki verið það í upphafi, það má vera að öfgamenn hafi síðar náð valdi yfir uppreisninni.

  1. Það sem einnig er áhugavert við þetta, er að niðurstöður starfsmanna SÞ hvað þetta varðar.
  2. Koma einnig heim og saman við, tölur SÞ yfir það - hvert flóttamenn hafa verið að flýgja frá átökunum í A-Úkraínu.

En skv. niðurstöðu SÞ frá því í desember 2014, þá er fjöldi flóttamanna:

Half a million displaced in eastern Ukraine as winter looms, warns UN refugee agency

  1. "The fighting in eastern Ukraine this year has internally displaced over half a million people..." 
  2. "William Spindler said that the fighting has also forced over two hundred thousand Ukrainians to flee to Russia and other neighbouring countries."

Þetta hef ég nefnd áður - en það má sannarlega vera að meirihluti íbúa hafi upphaflega stutt uppreisnina.

Á hinn bóginn, má einnig vera - að meirihluta þeirra hafi snúist hugur.

Fyrst að tölur yfir flóttamenn - gefa það upp, að 500.000 hafi flúið inn á svæði sem lúta stjórn ríkisstjórnar Úkraínu.

Meðam að færri en 200.000 hafa flúið til Rússlands - - sem sagt, fjarri þeim fullyrðingum sem gjarnan sjást á netinu, að nærri milljón manns hafi flúið átökin til Rússlands.

  • Punkturinn er - - að hvert fólkið hefur flúið.
  • Rýmar við þá niðurstöðu SÞ, að uppreisnarmenn viðhaldi lögleysu og ástandi ótta.
  • Þá má það einfaldlega vera, að eftir allt saman - óttist íbúarnir uppreisnarmenn meir.

Sem þarf ekki að þíða - yfirlýsingu um stuðning við stjórnvöld. Heldur einfaldlega það, að þeir öfgamenn sem stjórna uppreisninni að því er virðist, hafi gengið fram af fólki.

Best að nefna, að stjórnvöld í Kíev - fá sannarlega yfir sig skammir!

Það hafa fundist grafir nærri Donetsk borg, og einnig nærri Sloviansk - - þær virðast innihalda í flestum tilvikum einstaklinga, er virðast hafa látist í átökum.

En það eru þó 4-einstaklingar þeirra lát er undir sérstakri rannsókn. Ekki sannað hver ber ábyrgð. En ásakanir eru uppi þess efnis, að stjórnarsinnar beri þá ábyrð.

Síðan séu mörg dæmi þess, að svokallaðar - sjálfboðaliðssveitir - sem ekki eru hluti af Úkraínuher, en hafa barist í stríðinu með honum, sem hluti af hersveitum stjórnarinnar. Að þær hafi handtekið fólk, barið það - jafnvel haldið fólki til þess að skipta á því, og fólki haldið af uppreisnarmönnum; allt án þess að mál þessa fólks væru undir nokkru opinberu ferli.

Lögleysa - með öðrum orðum. Það sé a.m.k. ekki enn sem komið er, nokkrar sannanir um morð af hálfu þeirra sveita - - né að fólki sé haldið í nauðungarvinnu.

  • Punkturinn er ekki sá, að mannréttindabrot hafi ekki verið framin af báðum aðilum.
  • Heldur sá, að tónninn virðist alvarlegri, þegar kemur að umfjöllun SÞ um brot uppreisnarmanna.

En skv. greiningu starfsmanna SÞ - virðast þau A)Alvarlegri, en einnig, B)Skipulagðari.

Enn frekar má nefna - - að báðir aðilar eru sakaðir um beitingu, "klasasprengja" þó þær ásakanir teljist ekki sannaðar.

Báðar fylkingar eru sakaðar um að hafa valdið manntjóni meðal almennra borgara.

"According to the SBU, as of 30 September, there were at least 21 new ad hoc places of detention set up since the conflict started in the areas controlled by the armed groups (in the cities of Donetsk and Luhansk, as well as Horlivka, Makiivka and Shakhtarsk). In addition, the ‘minister of internal affairs’ of the ‘Donetsk people’s republic’ 16, claims that it controls all penal colonies, pre - trial detention centres and temporary detention facilities which existed before the hostilities started in its territory. However, there are also places of detention managed by the ‘military police’ subordinated to the ‘ministry of defence’, and some managed by the ‘ministry of state security'. There are also numerous detention facilities, which are reportedly maintained by various armed groups operating under the auspices of either the ‘Donetsk people’s republic’ or the ‘Luhansk people’s republic’, as well as ad hoc detention facilities that are operated by armed groups not under the control of either of the aforementioned ‘republics’."

Mikið af ásökunum - - eru ekki sannaðar.

T.d. um aftökur af hálfu öryggissveita - - uppreisnarmanna.

Á hinn bóginn, hafa komið fram einstaklingar sem hafa sagt frá slíkum hlutum, og aðrir sem hafa tjáð sig um hvernig meðferð þeir hafa fengið, hvort sem þeir hafa verið í haldi uppreisnarmanna - eða sjálfboðaliðssveita úkraínsku stjórnarinnar.

  1. Það virðist ljóst - að báðar fylkingar hafa beitt handtökum án dóms og laga.
  2. Einnig pyntingum.
  • En einungis liggja fyrir skjalfestar ásakanir skv. vitnisburði, um skipulögð morð af hálfu uppreisnarmanna.
  • Og einnig, að fólki í haldi, sé haldið í nauðungarvinnu.

Það þíðir ekki að engin morð hafi verið framin af - stjórnarsinnum. Það liggja þó ekki fyrir nein dæmi um skjalfestan vitnisburð þess efnis.

 

Niðurstaða

Eins og ég hef svo oft sagt, þá beiti báðar fylkingar hörku. Það sé hið minnsta ljóst - - að uppreisnarmenn séu með engum hætti, síður öfgafullir heldur en þjóðernissinnaðir hópar sem tekið hafa þátt í stríðinu, undir merkjum ríkisstjórnar Úkraínu.

En ef marka má þó niðurstöðu starfsmanna SÞ, þá séu vísbendingar þess - að uppreisnarmenn hafi gengið skrefum lengra í brotum á mannréttindum.

Og starfsmenn vilja einnig meina, að þau brot séu það vel skipulögð og kerfisbundin, að það sé ástæða til að rannsaka hvort þau flokkist undir brot gegn mannkyni.

  • Þ.e. auðvitað áhugavert, að 2/3 þeirra sem SÞ hefur skráð sem flóttamenn frá A-Úkraínu.
  • Séu flúnir yfir á yfirráðasvæði stjórnarinnar - fremur en að leita Austur til Rússlands.

Það bendi a.m.k. ekki til þess, að í gangi sé einhver allsherjar óttabylgja í A-Úkraínu, gegn ríkisstjórn landsins eða stjórnarhernum.

Það að flr. hafi flúið inn á svæði stjórnarinnar, gæti verið viðbótar vísbending þess - - að eitthvað sé að marka þær alvarlegu ásakanir um "terror" sem starfsmenn SÞ hafa skjalfest í sínum gögnum.

Þær ásakanir séu hvísbending þess, að stjórnendur uppreisnarinnar séu raunverulega öfgamenn.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónatan Karlsson

Sæll Einar.

Það er nú oft fróðlegt og skemmtilegt að lesa ítarlegar pælingar þínar, en stundum ert þú full of gjarn á að trúa vestrænum fréttamiðlum í blindni.

Mig langar að leiðrétta þig örlítið, eða allavega hressa upp á minni þitt hvað þessa færslu varðar.

Þú snýrð þessu beinlínis á haus þegar þú kallar þann hluta þjóðarinnar sem verst í eystri héruðum landsins uppreisnarmenn, því svo ég vitni beinlínis máli mínu til stuðnings í Victoriu Nuland varautanríkisráðherra Bandaríkjanna, þá sagði hún opinberlega að USA hefði lagt fimm billjónir dollara til stuðnings uppreisnaröflunum sem náðu síðan völdum eftir uppreisn gegn þjóðkjörnum leiðtoga landsins,Victori Janokovitch í löglegum kosningum og það meira að segja m.a. undir smásjá íslenskra eftirlitsmanna á vegum ÖSE.

Ég er hálf undrandi á að þú skulir vera búinn að gleyma þessu, en frásagnir af stríðsglæpum hægrisinnaðra vígamanna (fasista?) og þeirra sem verjast þeim á svæðunum í nágreni Donesk (kommunista?) eru þó eflaust réttar.

Jónatan Karlsson, 29.12.2014 kl. 09:57

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

 

Nei, þ.e. ekki rétt - - þessir 5ma.USD var fé sem lagt var fram rétt eftir 2000 af bandar. stjv. til stuðnings lýðræðisöflum í Úkraínu.

Hvað hefur síðan verið gert við það fé - veit enginn.

En það eru alls engar vísbendingar þess að það fé tengist rás atburða í Úkraínu 2013 of 2014.

Það að slíkt sé fullyrt á sumum netmiðlum - segir eiginlega nákvæmlega ekki neitt um það atriði. 

"Ég er hálf undrandi á að þú skulir vera búinn að gleyma þessu, en frásagnir af stríðsglæpum hægrisinnaðra vígamanna (fasista?) og þeirra sem verjast þeim á svæðunum í nágreni Donesk (kommunista?) eru þó eflaust réttar."

Þú mátt ekki horfa á þetta svona einhliða.

Ásakanir um glæpi beinast að - báðum fylkingum.

Og það eru einungis skalfestar ásakanir gegn uppreisnarmönnum, að þeir beiti fólki nauðungarvinnu sem er í varðhaldi hjá þeim, og að auki einungis til staðar skjalfestar ásakannir skv. vitnisburði gegn þeim að þeir hafi drepið fólk án dóms og laga.

Það þíðir ekki að hinir "öfgamennirnir" hafi enga myrt - einungis að ekki er til neinn skjalfestur vitnisburður um slíkt, né hefur fundist neitt sem a.m.k. enn sannar neitt slíkt.

"Þú snýrð þessu beinlínis á haus þegar þú kallar þann hluta þjóðarinnar sem verst í eystri héruðum landsins uppreisnarmenn,"

Það er einfaldlega svo - að þegar fólk hefur vopnaða andstöðu gegn þeirra stjórnvöldum; þá skv. hefðbundinni skilgreiningu eru þeir í - uppreisn.

Þetta er þannig séð sambærilegt við atburði í Bandar. 1863 t.d., þegar hluti af landinu þar reis í uppreisn gegn stjórnvöldum í Washington.

Þó svo að þeir sem séu í uppreisn, telji sinn málstað réttlátan - - en yfirleitt er það svo að uppreisnarmenn sjálfir líta á að þeir séu þeim megin þ.s. réttlætið er. 

Þá er það hlutverk utanaðkomandi, að horfa á málið af óhlutdrægni.

 

 

 

    • Ég er langt í frá sannfærður um, réttmæti málsstaðar uppreisnarmanna, þvert á móti hallast ég að því - að það hafi verið óþarfi að ganga svo langt.

     

     

      • Þeir hafi haft mörg vægari úrræði, t.d. fjölmennar mótmælastöður í borgum í A-Úkraínu. 

       

       

        • Ég samþykki ekki þær fullyrðingar, að stj. hafi verið það hættulega róttæk, að uppreisn hafi verið nauðsynleg.

         

        Það að "uppreisnarmenn" völdu að hefja vopnaða uppreisn, sé því vísbending um "grunn róttækni" þeirra aðila, sem völdu svo róttækt úrræði - - eiginlega það róttækasta mögulega.

         

         

         

          • En það lísir "þinni grunnafstöðu" hvaða úrræði þú telur sanngjarnt og réttmæt að beita - - eftir allt saman.

           

           

            • Því róttækari úrræði, sem þú telur réttmæt, því róttækari ertu.

             

            "Victori Janokovitch í löglegum kosningum og það meira að segja m.a. undir smásjá íslenskra eftirlitsmanna á vegum ÖSE."

            Ég verð að benda þér á, að þ.e. í dag nýr þjóðkjörinn forseti, og að auki nýtt þjóðkjörið þing - - báðar kosningar voru undir eftirliti ÖSE þar með ísl. eftirlitsmanna.

             

             

             

              • Einungis svæði á valdi uppreisnarmanna tóku ekki þátt, þ.e. uppreisnarmenn meinuðu fólki á svæðum þ.s. þeir stjórna, þáttöku.

               

               

                • Hafðu í huga, að þau svæði - - eru einungis ca. 1/3 héraðanna Luhansk og Donetsk; eftir að stjórnarherinn náði á sitt vald bróðurparti þeirra héraða og heldur þeim svæðum enn.

                 

                 

                  • Sem þíðir, að sennilega gat meirihluti íbúa Luhansk og Donetks tekið þátt - - í þingkosningunum.

                   

                  Það þíðir, að a.m.k. hið nýkjörna þing - - getur ekki talist ólögmætt. Þ.s. að baki því, eru atkvæði "meginþorra landsmanna" + "sennilega meir en helmings íbúa A-Úkraínu að auki."

                  Staða forsetans er örlítið veikari, en samt hefur hann atkvæði rúmlega 50% landsmanna að baki sér. Hið vanalega viðmið er, að það telst lögmæt kosning - - sérstkalega þegar það var alveg ljóst að þau atkvæði er upp á vantaði, gátu ekki hafa breytt niðurstöðu þeirrar kosningar.

                  Mín ráðlegging til uppreisnarmanna, er að - hætta uppreisninni.

                  Hún hafi verið ástæðulaus, mitt mat.

                    • En ég get ekki komið auga á það, hvað við þá stefnu að halla sér að Vesturlöndum, hafi verið varasamt fyrir íbúa A-Úkraínu. Ég virkilega kem ekki auga á það atriði.

                    • En sem dæmi, þá hefur aðild að ESB ekki hindrað mikil viðskipti Þýskalands við Rússland. Það að hafa sambærilegan samning v. ESB þ.e. EES hefur ekki hindrað Ísland, við það að viðhafa viðskipti við ESB.

                    • Ég kem því ekki auga á hættuna, sem uppreisnarmenn töldu sig sjá. Ég heyrði margvíslegar harkalega spádóma um hrikalegar afleiðingar, sem sá samningur átti að hafa - - allt að mínum dómi misskilningur.

                    • Þvert á móti, tel ég að A-Úkraína, hefði verið sá landshluti - sem líklegastur hefði verið, til þess að græða á þeirri stefnumörkun - að halla landinu í Vestur.

                    • Þ.s. sá lansdhluti var efnahagslega séð, best þróaður. Mig grunar, að þetta hefði þróast svipað og á Ítalíu. Þ.s. N-Ítalía hefur haldið sínu forskoti á aðra landshluta á Ítalíu. Þátt fyrir efnahagsþróun Ítalíu.

                    • A-Úkraína, hefði getað nofært sér, sterk viðskiptasambönd við Rússland - áfram. Viðskiptasambönd við Evrópu, hefðu verið "hrein viðbót." 

                    A-Úkraína hefði getað verið, mjög öflugur milliliður - milli ESB og Rússlands, þegar kemur að viðskiptum milli V-Evrópu og Rússlands.

                     

                    Ég sé fyrir mér, að það  hefði getað gert A-héröð Úkraínu. Afar vel stæð.

                      • Þvert á fullyrðingar þeirra sem hófu uppreisn, hafi þeir verið að kasta frá sér miklu tækifæri.


                      Kv.

                      Einar Björn Bjarnason, 29.12.2014 kl. 15:42

                      3 Smámynd: Borgþór Jónsson

                      Þeð er nú engin ástæða til að pissa niður úr aaf hrifningu yfir kosningunum í Úkrainu.Fyrst er stæðsti stjórnmálaflokkurinn bannaður jafnframt því að forystumönnum flokksins er bannað að bjóða fram eða gegna opinberum embættum og kommúnistar líka ef ég man rétt.svo eru hópar nasista látnir óáreittir við að berja nær til ólífis frambjóðendur andstöðunnar.

                      Það hefði sennilega verið ráð fyrir Jóhönnu um árið að banna Sjálfstæðisflokkinn og láta berja Sigmund Davíð og kjósendur hans.Líklega hefði stjórn hennar haldið velli.

                      Þessar kosningar sína bara einræðistilburði núverandi stjórnmálaafla í Úkrainu og algert skipbrot ÖSE sem maktækrar stofnunar. 

                      Borgþór Jónsson, 29.12.2014 kl. 20:35

                      4 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

                      Það er afar ólíklegt að sá flokkur hefði fengið nándar nærri það fylgi sem sá flokkur fékk kosningunum á undan, hafandi í huga hve stór hluti landsmanna hafði snúist gegn forsetanum og ríkisstjórn hans.

                      Hvað það varðar, er það sambærilegt að sumu leiti við það hvað gerðist á Íslandi við hrunið, þegar - - þjóðin sannarlega snerist gegn "hrunstjórninni" og hóf fjölmennar mótmæla-aðgerðir gegn henni.

                      Þar til hún samþykkti að víkja - síðan var skipuð ný stjórn. Þó var "hrunstjórnin" sannarlega lögmætt kjörin.

                        • Ég held þó að ekki sé rétt hjá þér að flokkur fyrri forseta Úkraínu hafi verið bannaður - formlega eins og þú heldur fram.

                        En forsetinn var flúinn, stór fjöldi þingmanna einnig fór í felur og lét sig síðan hverfa, hefðu einnig verið handteknir. Sá flokkur bauð ekki fram.

                        "Þessar kosningar sína bara einræðistilburði núverandi stjórnmálaafla í Úkrainu og algert skipbrot ÖSE sem maktækrar stofnunar. "

                        Þessar kosningar voru ljósárum betri en sú kosning sem þú heldur fram að hafi verið marktæk, þ.e. kosningin á Krímskaga.

                        En þ.s. þú tekur íslenska líkingu, þá skulum taka slíka einnig. En ímyndum okkur, að hér væri kosið um "aðild að ESB" og "andstæðingum ESB aðildar" væri bannað að taka þátt í kosningunni, bannað að viðhafa málflutning fyrir þá kosningu, væri bannað að koma fram í fjölmiðlum, bannað að tjá skoðanir sínar gegn aðild opinberlega, mótmælastöður af þeirra hálfu væru einnig bannaðar - það lægju fyrir hótanir um að hver sá sem mótmælti yrði tafarlaust handtekinn.

                        Og þú mundir hafa það fyrirkomulag er til staðar var á kosningunni, sem Rússar héldu á Krím-skaga.

                          • Fyrst að þér finnst þessi kosning sem fór fram á Krím-skaga marktæk, getur þú ekki með "sanngyrni" kvartað undan þingkosningunum í Úkraínu.

                          Að sjálfsögðu var kosningin á Krím-skaga algerlega ómarktæk. Eins og hver sú atkvæðagreiðsla um aðild að ESB fyrir Ísland, er mundi fara fram með slíkun endemum væri einnig ómarktæk með öllu.

                          Það sé því ekki hægt að líta á þá kosningu, sem sanngjarna mælingu á afstöðu íbúa Krím-skaga, fremur en að sú úkoma er kæmi úr kosningu um aðild Íslands er mundi fara fram með sambærilegum aðferðum, væri marktæk mæling á afstöðu þjóðarinnar hér, þ.e. Íslendinga.

                            • Varðandi Úkraín, þá bauð sig fram flokkur í andstöðu við núverandi stjórn, sem fékk megin fylgi í A-Úkraínu. Sem bauð fram, gegn afstöðu núverandi stjórnvalda - - fékk um 10% fylgi ca. bout á landsvísu.

                            Og ÖSE einmitt fylgdist með því, að sá flokkur fengi að koma fram óáreittur, hans frambjóðendur að tjá sínar skoðanir án hindrana, að þeir fengu "fjölmiðla-aðgang" o.s.frv.

                              • Sá flokkur fékk atkvæði á þeim svæðum í A-Úkraínu, þ.s. hann "gat boðið fram" þ.e. þ.s. uppreisnarmenn hindruðu ekki framboð - - mest fylgi allra flokka.

                              En á öðrum svæðum fékk hann óverulegt fylgi.

                              Þó svo að fyrri stjórnarflokkur hefði boðið fram - - er afar ólíklegt að hann hefði fengið "nándar nærri það fylgi" er hann fékk kosningunum á undan.

                              Það hafi orðið straumhvörf í landinu, í kringum þá deilu er spratt upp, tengt því - - hvaða samning landið átti að undirrita. Við þau strumhvörf, hafi meginþorri almennings orðið afhuga stjórnarflokki fyrri forseta.

                                • Ég líta á þessar kosningar því sem marktækar.

                                • En að sjálfsögðu á kosningarnar á Krím-skaga sem ómarktækar.

                                  • Eins og ég lít á þetta, þá varði "þjóðin sjálfstæði landsins" og "er hún varðis ásælni Pútins" er beitti "efnahagslegum refsiaaðgerðum til þess að þvinga fyrri forseta til að samþykkja í staðinn inngöngu í Asíubandalagið" - - atriði sem fram komu í Vestrænum fjölmiðlum, áður en sú atburðarás kom fram, þ.e. hin fjölmennu mótmæli, sem að lokum endaði í flótta fyrri forseta. Og því að "þiing Úkraínu" skipaði bráðabirgða stjórn er stjórnaði landnu, þar til kosið var að nýju.

                                  Kv.

                                  Einar Björn Bjarnason, 30.12.2014 kl. 12:28

                                  Bæta við athugasemd

                                  Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

                                  Um bloggið

                                  Einar Björn Bjarnason

                                  Höfundur

                                  Einar Björn Bjarnason
                                  Einar Björn Bjarnason
                                  Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
                                  Mars 2024
                                  S M Þ M F F L
                                            1 2
                                  3 4 5 6 7 8 9
                                  10 11 12 13 14 15 16
                                  17 18 19 20 21 22 23
                                  24 25 26 27 28 29 30
                                  31            

                                  Eldri færslur

                                  2024

                                  2023

                                  2022

                                  2021

                                  2020

                                  2019

                                  2018

                                  2017

                                  2016

                                  2015

                                  2014

                                  2013

                                  2012

                                  2011

                                  2010

                                  2009

                                  2008

                                  Nýjustu myndir

                                  • Mynd Trump Fylgi
                                  • Kína mynd 2
                                  • Kína mynd 1

                                  Heimsóknir

                                  Flettingar

                                  • Í dag (29.3.): 0
                                  • Sl. sólarhring: 1
                                  • Sl. viku: 27
                                  • Frá upphafi: 0

                                  Annað

                                  • Innlit í dag: 0
                                  • Innlit sl. viku: 26
                                  • Gestir í dag: 0
                                  • IP-tölur í dag: 0

                                  Uppfært á 3 mín. fresti.
                                  Skýringar

                                  Innskráning

                                  Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

                                  Hafðu samband