Lítt þekktur fjárfestir ætlar að reisa 50 milljarða Dollara skipaskurð í gegnum hið bláfátæka Mið-Ameríkuland, Níkaragúa

Hér á Íslandi voru nokkrar efasemdir um "Huang Nubo" sem vildi reisa ferðamannaparadís á hálendi Íslands, á landi Grímsstaða á Fjöllum. Meðal annars vegna þess, að mjög erfitt var að komast að því, hvaða fjármagn lá að baki hans fyrirtæki. Að auki virtist hans fyrirtæki ekki hafa afrekað stóra hluti fram að þeim tíma.

En hvað segja menn þá um annan Kínverja, sem ætlar svo sannarlega að gera stóra hluti?

Environmentalists warn of Nicaragua canal disaster

Daniel Ortega (left) shake hands with Wang Jing, president of Chinese company HK

Nicaragua announces start of China-backed canal to rival Panama

Nicaragua launches construction of inter-oceanic canal

Nicaragua starts work on $50bn canal between two oceans

Protests as Nicaragua starts work on $50bn interoceanic canal

Nicaragua breaks ground on canal project

 

Það virðist gersamlega augljóst, að Wang Jing, sé einungis framhlið fyrir kínversk stjórnvöld

Map of Nicaragua and Panama

  1. Fyrirtæki Wangs Jing, virðist ekki hafa nokkra reynslu af risa verkfræði verkefnum.
  2. Fyrirtæki hans, er í - - "Telecoms" þ.e. fjarskiptum. Það virðist a.m.k. ekki það augljósasta að "símafyrirtæki" taki að sér að leggja - stærsta skipaskurð heimssögunnar.

"Wang, 42, heads more than 20 companies, including Xinwei Telecom Enterprise Group, which controls Chinese state telecoms firm Datang Telecom Technology & Industry Group." - "He set up Hong Kong-based HK Nicaragua Canal Development Investment Co Ltd (HKND Group) in November 2012 and won the licence to build the canal in June 2013 with no competition."

"Both ports and the canal will be designed to handle the modern mega-ships favoured by global shipping firms, which can carry up to 25,000 containers." - "A $5.25bn expansion of the Panama canal, scheduled for completion in early 2016, will enable it to handle ships carrying 12,000 containers." - "Three billion cubic metres (106bn cubic feet) of earth will have to be excavated for the canal, which will be between 230 and 520 metres wide (750-1,700 feet) and 30m deep, allowing it to handle ships of up to 400,000 tonnes."

Og Níkaragúa skurðurinn á ekki að vera nein smásmíði, þ.e. :

  1. 3-falt lengri en Panama skurðurinn, lengd 278 km.
  2. Á samtímis að vera, miklu mun víðari og að auki dýpri, þannig að risaskip sem geta flutt 25.000 gámaeiningar, geti farið um hann. Í dag komast einungis skip er flytja 5.000 gáma um Panamaskurðinn. Stækka á þó hann, svo geti flutt stærri skip.
  3. Hluti af framkvæmdinni, verður að reisa 2-risahafnir á sitt hvorum enda, fær um að meðhöndla þau risaskip sem eiga að geta nýtt sér nýja skipaskurðinn.
  4. Að auki stendur til að reka "tollfrýsvæði" á landi Nikarakúa, í grennd við skurðinn, þ.s. til stendur að reka framleiðslufyrirtæki og alþjóðaflugvöll - - "The project is to include two ports, an airport, a resort and an economic zone for electricity and other companies."
  5. Talið að 50.000 verkamenn muni þurfa til. Áætlað að verkefnið taki 5-ár.

Ég er eiginlega algerlega viss, að það séu í raun og veru, kínversk stjórnvöld sem séu að reisa þennan skurð - - hafandi í huga að þetta er sennilega mesta verkfræði verkefni heimssögunnar, fram að þessu.

Mér virðist afar - afar líklegt, að Daniel Ortega, leiðtogi Sandinista hreyfingarinnar og flokks, forseti hins bláfátæka Nikaragua - - sé "de facto" að semja landið yfir á kínversk yfirráð.

En það geti vart annað verið -hafandi í huga að einungis Haiti er fátækara en Níkaragúa- kostnaður við það að reisa skurðinn er upp á a.m.k. 4-þjóðarframleiðslur landsins.

Þegar reksturinn er formlega hafinn, verður þetta án nokkurs vafa - - meginþungamiðja efnahagslífs landsins.

  • Og Ortega hefur samið -um 100 ára langt einkaleyfi kínverska fyrirtækisins- á rekstri skurðarins, sem og tollfrýsvæðisins - sem reka á samhliða.-
  • Ég er ekki frá því, að er Panamaskurðurinn var reistur, hafi verið 99 ára samningur.

 

Kínverjar eignast þá eitt stykki Mið-Ameríkuland

Það þarf þó ekki -heilt yfir litið- að vera slæmur valkostur fyrir landsmenn. Þó svo það þíði, að eiginlegt sjálfstæði landsins sennilega verði ákaflega takmarkað - - þá er það sennilega ekki "verra fyrirkomulag hvað það varðar" en landið Panama hefur lengi búið við gagnvart Bandaríkjum N-Ameríku. Bandaríkin reyndar bjuggu það land til - skilst mér, en það landsvæði áður tilheyrði Kólumbíu, þegar þing þess lands reyndist erfitt í samningum - - studdu Kanar að sögn "local" herforingja til uppreisnar gegn Kólumbíu, og bandarískur her síðan gekk þar á land og síðan var formlega kynnt um stofnun lýðveldisins Panama og gerður samningur við það um skipaskurð, að bandarískt rekstrarfélag mundi eiga og reka hann í 99 ár.

  1. Höfum í huga hve óskaplega fátækt land, Níkaragúa er - höfum einnig í huga, að það þíðir að laun í landinu eru "virkilega lág."
  2. Hugmyndin að reka "tollfrýsvæði" samhliða er því "snjöll" en Kínverjar sjálfir hófu sína efnahagsuppbyggingu, á því að setja upp "sérstök iðnsvæði" innan Kína, sem síðan stækkuðu og smám saman - síðan má segja að þau hafi tekið yfir Kína.
  3. Mér virðist sannarlega vera tækifæri til þess, að setja upp verksmiðjur í Níkaragúa, til þess að "hagnýta lágu launin" sem -mjög líklega eru lægri en í Kína- til þess að framleiða ódýrar vörur, og koma þeim í skip - - með alla þessa skipatraffík í næstu nálægð.
  4. Þá verða það væntanlega "fyrst og fremst" kínverskir fjárfestar er eiga og reka þessar verksmiðjur. Og ég á von á því, að þeirra - - persónulegi gróði geti verið heilmikill.

En hvað er þá í þessu - - fyrir kínversk stjórnvöld?

  1. Höfum í huga mikilvægi Panamaskurðarins, fyrir Bandaríkin sem flotaveldis, en hann gerir þeim kleyft að færa flotaeiningar með hraði frá Atlantshafi yfir til Kyrrahafs. Panamaskurðurinn hefur því verið mjög mikilvægur kjarni fyrir flotaveldi Bandaríkjanna, ásamt að sjálfsögðu - - Súes skurðinum.
  2. Mér virðist blasa við, að áhugi kínverskra stjórnvalda, sé - - hernaðarlegs eðlis. Þó svo að ég reikni ekki endilega með því, að kínverskar flotastöðvar spretti upp í höfnunum tveim, sem reknar verða á sitt hvorum enda Níkaragúa skurðarins, endilega alveg strax - - eða endilega á allra næstu árum eftir að hann verður kláraður.

Níkaragúa skurðurinn geri þá það sama fyrir kínversk stjórnvöld, sem Panamaskurðurinn hefur gert fyrir bandarísk stjórnvöld - - þ.e. að gera Kína það mögulegt að færa flotastyrk með hraði milli Kyrrahafs og Atlantshafs.

Daniel Ortega hafi ákveðið, að gerast "de facto" bandalagsríki Kína, í því framtíðar kalda stríði sem líklega mun skella á - á næstu árum.

En ef Kína er virkilega alvara með það - að ætla að storka veldi Bandaríkjanna í heiminum, þá verður Kína að gerast flotaveldi á heimshöfunum, a.m.k. langleiðina til jafns við Bandaríkin. En það eru yfirráðin á hafinu, sem er meginkjarninn í veldi Bandaríkjanna.

  • Ég bendi á gamla færslu, þ.s. ég fjalla um framtíðar flotaveldi Kína, en í henni bendi ég á viðbótar atriði sem ég tel Kína þurfa að hrinda í verk, ef Kína ætlar sér að verða að risaveldi til jafns við Bandaríkin: Hvað ef hið raunverulega skotmark Kína er Tævan?

 

Niðurstaða

Mig grunar afskaplega sterklega að Wang Jing sé einungis framhlið fyrir kínversk stjórnvöld, þegar kemur að þeirri risaframkvæmd sem til stendur í Níkaragúa. Á hinn bóginn, þá hef ég alls engar efasemdir - að skurðurinn verði reistur. Wang Jing sé einungis hafður frammi, svo kínversk stjórnvöld geti -afneitað því- að koma nokkurs staðar nærri.

Að einhverju leiti, læddist svipaður grunur að manni, í tengslum við Huang Nubo. Á móti, þá blasti ekki endilega við mér - notagildi Grímsstaða landsins fyrir kínversk stjórnvöld, þ.e. langt frá sjó, samtímis hátt yfir sjó.

Afleiðing þess að skurðurinn verður reistur, tel ég verða þá að landið Níkaragúa verði líklega -de facto- kínversk hjálenda. Á móti þá sennilega verður útkoman af því alls ekki slæm fyrir landsmenn.

Þeir sennilega uppskeri verulega lyftistöng fyrir þeirra hagkerfi, sem og störf. Það sé langt í frá út í hött, að skurðurinn geti leitt til þess að landið verði að -miðstöð framleiðslu- sem hagnýtir sér lág laun í landinu.

Þannig byggist upp framleiðslu-iðnaður þar, sambærilegt við þá uppbyggingu er hófst fyrir nærri 30 árum í Kína. Þegar sá grunnur er kominn til - - þá verður síðar meir mögulegt að byggja frekar þar ofan á. Eins og gerst hefur í Kína.

Þetta land er enn þann dag fátækasta land Mið-Ameríku, fyrir utan Haiti. En í ákveðinni kaldhæðni, getur það verið að í þeirri fátækt liggi tækifæri, þegar skipaskurðurinn kemur til - - það hve launin séu lág, geri það mögulegt fyrir landið að verða miðja láglauna-iðnaðar.

Þú þarft alltaf að byrja einhvers staðar.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Það er spurning hvort þetta brölt í Kínverjum sé áhyggjuefni, eða hvort þarna sé stormur í vatnsglasi. Þessi framkvæmd er gríðarleg og engin spurning að ef hún verði að veruleika, muni Nikaragúa hagnast á henni, jafnvel þó það verði leppríki Kína. Hver áhrifin verða að öðru leyti á heimsbyggðina er ekki gott að segja. En fyrst þarf að sjá eitthvað meira gerast en handaband. Skurðurinn verður aldeilis ekki grafinn með því einu.

Gunnar Heiðarsson, 24.12.2014 kl. 06:00

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Ég sé þann möguleika að á þessu svæði verði sambærileg spenna og var í Kalda Stríðinu tengd Kúbu. En að sjálfsögðu er það ekkert öruggt. En mig grunar að Kína sé ekki bara að þessu í viðskiptalegum tilgangi, þó það komi ekki í ljós ef til vill á nk. 10 árum, kannski ekki fram fyrr en innan nk. 20.

Þessi skurður mundi auðvitað gagnast heimsverslun - og auðvitað landinu, Níkaragúa.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 24.12.2014 kl. 11:13

3 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Bæti því við, að það var athöfn í Managua - þess vegna voru fréttir í alþjóðafjölmiðlum um málið, þar sem verkefninu var formlega ýtt úr vör - tekin táknræn skóflustunga; síðan á að hefjast "undirbúningsverkefni" þegar á nýárinu, lagning vegar meðfram þeirri leið skurðurinn á að liggja.

Chinese businessman Wang Jing and Nicaraguan officials during launch of construction work of canal. 22/12/2014

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 24.12.2014 kl. 12:19

4 Smámynd: Eyjólfur Jónsson

HaHaHa þetta er "Nubó" í allri sinni dýrð. Enda eru ekki neinar aðstæður flutningslega sem kalla á svona risa framkvæmdir. Það versta er að þessi aðferð þeirra hefur heppnast í Afríku. Og gleðileg Jól.

Eyjólfur Jónsson, 24.12.2014 kl. 14:31

5 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Já, gleðileg jól smile

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 24.12.2014 kl. 17:17

6 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Hvaða landfræðilegar aðstæður gera það að verkum að þessi skurður verði samkeppnisfær við Panama skurðinn?

Hef enga þekkingu á þessu svæði, en mögulega skiptir hagkvæmnin að okkar skilningi ekki máli þar sem Kínverjar eiga í hlut.  

Hrólfur Þ Hraundal, 26.12.2014 kl. 12:22

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 3
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 36
  • Frá upphafi: 845414

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband