Ég hafna því að sjálfsögðu að Vesturlönd og NATO, hafi í gegnum árin verið að gera tilraun til að þrengja að Rússlandi

Það er að sjálfsögðu ekkert nýtt við það, að stjórnvöld í Kreml - ásaki Vesturlönd og NATO fyrir þær sakir. Og nefni það til sönnunar - hve mörg fyrrum A-tjalds ríki hafi gengið í NATO og kosið náið efnahagssamstarf við önnur Vesturlönd.

Það sem hefur vakið athygli allra síðustu ár, er fjölgun stuðningsmanna sjónarmiða rússneskra stjórnvalda á netinu - sem að því er ég best fæ séð, taka upp línu rússneskra stjórnvalda óbjagaða.

Mikið af þessu fólki hefur sjálft íverustað meðal samfélaga Vesturlanda. En velur samt sem áður, að setja sig upp á móti þeim meginsjónarmiðum sem utanríkissstefna Vesturlanda byggist á.

  1. Sjálfsákvörðunarréttur þjóðríkja, er auðvitað atriði, no. 1.
  2. Síðan að landamæri þjóðríkja séu almennt séð, heilög.

 

Kort - NATO

http://upload.wikimedia.org/wikipedia/commons/6/65/Map_of_NATO_countries.png

Fjölgun meðlimaríkja Vesturlanda, hefur byggst á fyrsta prinsippinu

Ég tel algerlega órökrétt af Íslendingi, að afneita "sjálfsákvörðunarrétti" þjóðríkja - - þ.e. að þau hafi rétt til þess að ákveða sjálf, hverju þau vilja tilheyra og auðvitað akkúrat á hinn kanntinn - hverju ekki, að sjálfsögðu ekki síst skuli það vera háð þeirra vilja - ekki vilja utanaðkomandi ríkis - með hvaða þjóðum viðkomandi land velur að starfa.

Þegar kemur að Rússlandi, þá einmitt hafna stjórnvöld í Kreml "sjálfsákvörðunarrétti þjóðríkja" þ.e. þau vilja meina - að taka beri tillit til "hagmuna Rússlands" - þ.e. skv. skilgreiningu Kremlverja á þeim hagsmunum.

Þetta sést ekki síst á því - - þegar Pútín segir að "endalok Sovétríkjanna hafi verið eitt af mestu hamförum heimssögunnar og gríðarlegur harmleikur fyrir Rússland."

En þá er hann að segja - - að það að A-tjalds löndin "fengu frelsi" auk þess, að lönd sem áður tilheyrðu Sovétríkjunum öðluðust sjálfstæði; hafi verið hræðilegur atburður.

  • Mér finnst því afar merkilegt, þegar Íslendingar styðja slík sjónarmið.

Það sést einnig á hegðan Rússlands gagnvart löndum er áður tilheyrðu Sovétríkjunum, að Rússland á mjög erfitt með að "umbera þeirra sjálfstæði" - - sbr. hótanir og refsiaðgerðir sem Rússland hefur beitt Moldavíu í liðlega heilt ár, þ.e. viðskiptabann á moldavísk vín er áður voru verðmæt viðskiptavara fyrir Moldavíu á Rússlandsmarkað.

Þetta sést einnig á hegðan Rússlands gagnvart Úkraínu, þegar landið stefndi í að ganga í samstarf við hóp ríkja er tilheyra Vesturlöndum, þá beittu Kremlverjar landið efnahagsþvingunum af sambærilegu tagi, síðan stigvaxandi hótunum - uns forseti landsins gaf eftir og samþykkti að gangast inn á framtíðaráætlun Pútíns fyrir Úkraínu, að ganga inn í efnahagssamstarf undir stjórn Rússlands - er hefði bundið endi á efnahagslegt sjálfstæði Úkraínu.

  • En þá ákváðu ibúar landsins, að verja sjálfstæði þess - - steyptu ríkisstjórn þess í byltingu, hundruð þúsunda mótmæltu þar til stjórnin hrundi.
  • Pútín hefur síðan beitt Úkraínu harkalegum refsingum, fyrir að "dirfast að vilja vera sjálfstæð þjóð" þ.e. "rán Rússlands á Krímskaga" og ekki síst "að vopna hlua af íbúum landins til uppreisnar gegn meirihlutanum."

Það hefur verið undir Pútín - samfellt þema, að Rússland beitir sér gegn sjálfsákvörðunarrétti þeirra þjóðríkja er fengu sjálfstæði við hrun Sovétríkjanna - þegar þær ákvarðanir eru metnar standa gegn hagsmunum Rússlands.

Rússland telur sig sem sagt - eiga að hafa rétt til þess, að ráða verulega yfir þeim þjóðum, sem þær þjóðir eðlilega hafa ekki verið sáttar við.

Það er ekki síst þetta hegðunarferli Rússlands, undir Pútín - sem virðist ágerast frekar en hitt. Sem hrekur þjóð eftir þjóð, á náðir Vesturlanda - í það skjól sem Vesturlönd veita.

Í NATO er ekki ein einasta þjóð - sem ekki gekk í þau samtök, sjálfviljug.

 

Seinna prinsippið, að landamæri þjóðríkja séu heilög - hafa Vesturlönd stutt ávalt, en þó ekki algerlega án undantekninga

Fyrst þarf að nefna það, að Rússland sjálft - - hefur ávalt talið sig hafa rétt, til þess að brjóta á bak aftur uppreisnir innan landamæra Rússlands.

Stríðið í Téténíu, er auðvitað sá atburður sem mesta athygli hefur vakið, en þegar Pútín barði uppreisn Téténa niður skömmu eftir að hann komst til valda sem forsætisráðherra. Þá var það gert með "óskaplegri grimmd" og "offorsi." Talið að a.m.k. 50.000 hafi farist í Grosný höfuðborg Téténíu, sem barist var um mánuðum saman, og algerlega lögð í rúst. Rússar beittu stórskotaliði, og loftárásum þangað til að nánast var ekki til óskemmt hús í borginni. Áður en rússneski herinn hélt inn í borgina.

Það veit enginn nákvæmlega hve margir féllu - - tölur upp á ca. 10% af þjóðinni, hef ég heyrt þ.e. 100.000 eða jafnvel þar yfir.

Þannig, að þegar Rússland ásakar Vesturlönd - fyrir að vera ekki sjálfum sér samkvæm, þá er Rússland að sjálfsögðu -ekki síst Pútín sjálfur- með grjóthríð úr glerhúsi.

  • Þ.e. rétt að muna eftir þessu, þegar menn eru að látast mjög reiðir yfir mannfalli upp á 4.000 manns í A-Úkraínu.

Sú tala telur alla fallna, þ.e. hermenn stjórnarhers Úkraínu, hermenn uppreisnarmanna, sem og fallna almenna borgara. Þ.s. stjórnarherinn hefur tapað ca. 1.000 og ég stórfellt efa að uppreisnarmenn hafi misst færri. Þá þíðir það að fallnir almennir borgarar eru vart flr. en 2.000. Síðan er líklegt, að skothríð beggja herja beri ábyrgð á því mannfalli.

  • Eins og sést á þessu, er herför stjórnarhers Úkraínu, mjög mikið minna mannskæð heldur en herför Pútíns sjálfs var - gegn uppreisnarhéraði innan Rússlands.
  1. Að auki er rétt að árétta, að skv. SÞ eru 500.000 flóttamenn -innan Úkraínu á landsvæði stjórnarhersins- meðan að um 200.000 hafa flúið til Rússlands.
  2. Það er því röng sú saga sem oft er sögð, að milljón flóttamenn hafi flúið frá Úkraínu til Rússlands -- a.m.k. er það langt frá þeim tölum sem Flóttamannastofnun SÞ gefur út.

------------------------

Þegar Vesturlönd studdu sjálfstæði - Bosníu, Króatíu, Slóveníu, síðan að lokum, Kosovo. Þá snerist það um það atriði - - að binda enda á mjög mannskætt stríð.

Sem hafði kostað meir en 100.000 allt í allt lífið. En Júgóslavía - leystist upp í orðsins fyllstu merkingu.

Því "Pandóruboxi" varð ekki lokað aftur - það var algerlega ljóst. Þegar Slóveníu fyrst tókst að verja sitt landsvæði -gegn stjórnarher Júgóslavíu- síðan Króatíu. Í samhengi Bosníu - - var það "þjóðarmorð á Bosníu-Múslimum" sem varð til þess, að Vesturlönd tóku þá afstöðu að einnig styðja sjálfstæði þess lands.

Þegar kom að Kosovo - - var það óttinn við "annað þjóðarmorð" sem var að baki afstöðu Vesturvelda. En þegar menn tala um serbneska íbúa þess landsvæðis. Þá voru þeir færri en 10% íbúa, þá hefur þurft að halda undir vernd hermanna á vegum SÞ.

  • Þegar menn gera tilraun til þess, að líkja atburðarásinni í A-Úkraínu við rás atburða í Kosovo t.d., þá er ekkert sambærilegt þjóðarmorð sem unnt er að styðjast við "sem réttlætingu."
  • Og ég endurtek, að Pútín sjálfur, barði niður með miklu blóðbaði, uppreisn héraðs innan Rússlands sjálfs - héraðs sem byggt er fólki sem ekki eru Rússar.

Einu undantekningarnar, þegar Vesturveldi hafa gefið afslátt á prinsippinu að landamæri eru heilög - var þegar:

  1. Ljóst var að Króatía og Slóvenía voru orðin "de facto" sjálfstæð er þau gátu varist sókn stjórnarhers Júgóslavíu, án utanaðkomandi aðstoðar.
  2. Síðan, var það þjóðarmorðið í Bosníu. Sem myndaði stuðning við sjálfstæði Bosníu. Til þess að minnka líkur á endurtekningu slíks blóðbaðs.
  3. Stuðningur v. sjálfstæði Kosovo, var vegna óttans um sambærilega voðaatburði.

Það er ekki neitt á sama tíma, sem bendir til þess að nokkur slík hætta sé til staðar - varðandi stjórnarher Úkraínu.

Enda sést það á mannfallinu, sem er brotabrot af mannfalli því sem stjórnarher Rússlands undir Pútín orsakaði í Téténíu, að stjórnarher Úkraínu er ekki að beita vopnum með þeim hætti - sem má líkja við stríðsglæpi. Hvað þá að sanngjarnt sé að tala um þjóðarmorðs tilraun.

  1. Ég sá aldrei neina raunverulega málefnalega ástæðu fyrir uppreisn. Og sé ekki enn.
  2. Enda get ég ekki með nokkrum hætti komið auga á það, að stefna stjv. í Úkraínu að ganga í lið með Vesturveldum - sé neikvæð fyrir íbúa A-héraða Úkraínu.
  3. Enda kem ég ekki auga á nokkra ástæðu þess, að fríverslun við ESB ætti að hindra viðskipti við Rússland, af hálfu íbúa þar. Enda hefur fríverslun Íslands v. ESB ekki verið nein hindrun okkar Rússlandsviðskiptum. Né hefur aðild að ESB hindrað t.d. Þýskaland að eiga mikil viðskipti við Rússland.
  4. Viðskipti íbúanna við Rússland - hafi aldrei verið í hættu. Né hafi störf þeirra verið það. Þaðan af síður, áhætta fyrir þeirra efnahag. Frekar en hitt, að þeir væru í bestu stöðu íbúa Úkraínu að græða á fríverslun við ESB. Enda efnahagslega séð, þróðustu héröðin innan Úkraínu.

Uppreisnin hafi verið án nokkurrar skynsamlegrar ástæðu.

Íbúum hefði að sjálfsögðu - - ekki staðið nein hætta af stjórnvöldum í Kíev. Þær sögur sem fóru af fasisma og fasistahættu, hafi verið það fyrst og fremst - söguburður.

Þ.e. ekkert í hegðan stjórnarhersins á svæðum þeim sem hann ræður yfir, sem bendi til hegðunar sem mundi teljast - glæpsamleg.

Það hafa orðið atvik, þó í tengslum við átökin sjálf, þegar stjórnarherinn hefur tekið svæði er áður lutu yfirráðum uppreisnarmanna - sem hafa vakið spurningar. Á móti hafa engar sannanir fundist um það, að fólk hafi verið látið hverfa og ekki komið fram.

Amnesti International hefur vakið athygli á tilvikum, að fólki hafi verið haldið tímabundið, það barið - - en síðan sleppt. Að einhverjum grunuðum um að vinna með uppreisnarmönnum, hafi verið haldið í lengri tíma - áður en þeim var sleppt. Það án þess að með mál þeirra væri farið með formlegum hætti.

  • Á hinn bóginn, eru sambærileg brot uppreisnarmanna - miklu mun alvarlegri þ.e. ekki bara handtökur heldur líka aftökur án dóms og laga, síðan "vinnuþrælkun."
  • Og ég bendi á það, að skv. SÞ hafa 500.000 A-Úkraínumenn flúið inn á svæði undir stjórn stjórnarhersins - - það segir allt aðra sögu en haldið er fram, en það segir þá sögu að fólk óttist uppreisnarmenn fremur en stjórnarherinn: Half a million displaced in eastern Ukraine as winter looms, warns UN refugee agency.
  • Sem er rökrétt, ef haft er í huga, að þeir virðast sekir um til muna alvarlegri brot á mannréttindum.

Þetta auðvitað er í engu samræmi við þann - söguburð sem gengur ljósum logum á netinu.

En þ.e. einmitt málið, að það er - söguburður - ekki sannleikur.

Þó svo að Rússland hafi verið að gera tilraun til þess, að búa til samhengi sem réttlæti stuðning við vopnaða uppreisn í A-Úkraínu, þar á meðal með hermönnum eigin hers, og vopnasendingum - þá stenst það ekki skoðun, að það mál sé sambærilegt við Kosovo málið eða stuðning Vesturvelda við sjálfstæði Bosníu.

Enda séu ásakanir þess efnis, að sambærileg hætta stafi fyrir íbúa A-Úkraínu af stjv. í Kíev, og kom í ljós í Bosníu þegar skipulögð fjöldamorð sannarlega fóru fram - - > Augljóslega ósannar.

 

Niðurstaða

Ég lít þannig á málið, að Rússland hafi yfir engum hlut að kvarta gagnvart Vesturlöndum, áður en átökin í A-Úkraínu hófust. Aðgerðir Vesturvelda, þ.e. refsiaðgerðirnar séu alls ekki harðari en tilefni sé til - þ.e. þegar aðgerðir stjórnvalda í Kreml eru hafðar í huga. Það er, hvernig þau gerðu tilraun til þess að binda endi á efnahagslegt sjálfstæði Úkraínu. Hvernig Kreml síðan, er úkraínska þjóðin varði sitt sjálfstæði gegn þeirri ásókn, refsaði úkraínsku þjóðinni með ákaflega - freklegum hætti.

Er Rússland gerði innrás á restina af Krímskaga, frá herstöðinni í Sevastopol með rússneskum hermönnum, er voru í einkennisklæðum með allar merkingar afmáðar. Síðan lét framkvæma kosningu - sem var "ófrjáls" þ.e. ekki var heimiluð frjáls kosningabarátta þ.s. öll sjónarmið hefðu rétt til að koma sér á framfæri - - segjum t.d. að "hér væri kosið um aðild að ESB og einungis "Já" baráttan fengi að tjá sig í fjölmiðlum, að koma fram í sjónvarpi og útvarpi, eða birta kosningaáróður. "Nei" - baráttunni væri með öllu bannað að koma fram, koma sjónarmiðum sínum á framfæri, fengi ekki að koma fram í fjölmiðlum." Að sjálfsögðu væri slík kosning ekki marktæk, ef hún færi fram með þeim hætti hérlendis. Og það akkúrat sama gildir um kosninguna sem fór fram á Krímskaga. Að hún er algerlega ómarktæk. Ekki unnt að líta á hana sem rétmæta mælingu á vilja íbúa.

Og ekki síst, þegar Rússland virðist hafa fengið öfgasinnaða þjóðernissinna í A-Úkraínu til uppreisnar, þegar engin sjáanleg málefnaleg ástæða hafi verið fyrir uppreisn. Fullyrðingar um meintar öfgar stjv. í Kíev - virðast söguburður að langsalega stærstum hluta.

Enda sést það á tölum um það -hvert flóttamenn hafa flúið- hvorn herinn íbúar A-Úkraínu óttast meir.

Afar einfalt - - söguburðurinn gegn stjórnvöldum í Kíev, hefur verið nær algerlega hreinar lygar.

Til samanburðar, er enginn vafi á um það, að það fóru raunverulega fram fjöldamorð í Bosníu. Þetta sína dómar Stríðsglæpadómstóls SÞ rækilega fram á.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Getur verið að þú sért að rugla saman fyrra Téténí-stríðinu, þar sem Boris Jeltsín & co flöttu út Grozný, og seinna Téténska striðinu, sem var aðeins minna blóðugt?

Það er smá munur.

Ástæðan fyrir að Jelstín & co lögðu borgina í rúst var að allir brogararnir virtust vera vopnaðir og til í að berjast.  Svo þeir náðu bara í artilleríið og skutu hana kerfisbundið niður, hús fyrir hús, í staðinn fyrir að berjast inni í borginni og missa helling af mannskap.

Þeir eru kannski grimmir, en þeir eru ekki hálfvitar.

Ásgrímur Hartmannsson, 20.12.2014 kl. 03:14

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Nei, ég er ekki að rugsla þeim stríðum saman. Það er rétt að í fyrra striðinu var einnig barist um Grosný, og einnig skotið á hana - en mér virðist þú gleyna því að þá héldu Téténar borginni, og rússn. herinn þurfti að hörfa frá fyrir rest. Síðan samti Jeltsín frið við Téténa - þ.s. hann viðurkenndi þeirra sjálfstæði. Það var síðan friður um nokkra hríð.

Að sjálfsögðu varð miklu meira tjón í seinna skiptið, mannfall Téténa mun meira - það var að sjálfsögðu minna í fyrra skiptið er þeim tókst að verjast rússn. hernum. En í seinna skiptið, er rússn. herinn tók borgina eftir að hafa mánuðum saman haldið henni í herkví, skotið á hana.

Síðan hélt rússn. herinn áfram hvert þ.s. enn var vörnum haldið uppi, og skaut allt í spað. Enda nánast ekki steinn yfir steini í fj. borgar og bægja í Téténíu - að lokum seinna stríðinu.

En þú ættir að geta áttað þig á því sjálfur að það hafi verið - mun meira mannfall í seinna skiptið. Enda var sú innrás hers Rússa undir stjórn Pútín - mun stærri en sú fyrri. Og sú batt endi á uppreisnina - náði landinu.

    • mannfallið var eingöngu minna hjá rússn. hernum í seinna skiptið.

    " Svo þeir náðu bara í artilleríið og skutu hana kerfisbundið niður, hús fyrir hús, í staðinn fyrir að berjast inni í borginni og missa helling af mannskap."

    Þarna ertu að lísa aðferð rússn. hersins í síðara skiptið.

    Það að nær allir téténar voru vopnaðir - ætti að sína þér fram á að uppreisn þeirra gegn Rússum, naut almenns stuðnings téténa.

    Fyrir utan manntjónið kringum 100.000 flúðu xa. 300.000 til nágrannahéraða. Enda var fyrir rest nánast barist um hvert einasta þorp.

    Það geta ekki hafa verið margir téténar lifandi að átökum loknum, sem voru karlmenn á besta aldri til að berjast - - eins og í Þýskalandi að afloknu Seinna Stríðu er nánast vantaði heila kynslóð karlmanna.

    Ég held að tjón téténa hafi verið hlutfallslega sambærilegt.

    Kv.

    Einar Björn Bjarnason, 20.12.2014 kl. 12:30

    3 Smámynd: Jón Valur Jensson

    Þú virðist alveg gleyma Georgíu, Einar minn Björn, útþenslustefnu Pútíns þar.

    En um hitt er ég þér ósammála, að ESB, Bandaríkin og NATO hafi ekki verið að sækja á Rússland. Halda mætti, að vestrænar valdablokkir líti nú á Rússland og áhrifasvæði þess sem "sjúka manninn í Evrópu", eins og gert var með Tyrkjaveldi fyrir rúmri öld og lengur.

    Hér  er ekki úr vegi að vitna hér í fróðleg atriði í leiðara Morgunblaðsins 1. sept. sl. (orð sem halda sínu gildi; http://www.mbl.is/greinasafn/grein/1522066/): 

     

    "Ráðamenn ESB reyndu ekki að halda aftur af ESB-sinnuðum Úkraínumönnum og fá þá til að flýta sér hægt, svo undirbúa mætti jarðveginn betur. Þvert á móti þá ýttu þeir undir ágreining á milli forseta landsins og þingsins um þau mál og hvöttu til að skref væru stigin, þótt grundvöllur þeirra væri veikur.

     

    Og nú horfir heimurinn upp á það, að Úkraína er skilin eftir á berangri og þegar hafa á þriðja þúsund manns fallið í innbyrðis átökum íbúa landsins.

     

    Ný stjórn í Úkraínu sendi herlið til að brjóta „aðskilnaðarsinna, hlynnta sambandi við Rússa“ á bak aftur. Það lá algjörlega fyrir að forseti Rússlands myndi aldrei leyfa stjórninni í Kiev að ljúka slíku verki. Hann hefur gripið til aðgerða og segist vera að koma í veg fyrir að lífið sé murkað úr saklausum borgurum, sem sé refsað fyrir það eitt að hafa í atkvæðagreiðslu lýst vilja til að eiga náið samband við Rússland.

     

    Hver og einn getur haft sína skoðun á þeirri skýringu Pútíns. En hitt er mikilvægara að almenningsálitið í Rússlandi er þannig nú, hvað sem síðar verður, að Pútín myndi missa allan sinn trúverðugleika heima fyrir og þá stöðu sem hann hefur, tækist Úkraínustjórn að yfirbuga aðskilnaðarsinna og niðurlægja Pútín.

     

    Pútín tekur því frekar þá áhættu, að Obama forseti muni við þessar aðstæður gera 15 mínútna hlé við 5. holu á golfvellinum og segja við fréttamenn að ekki sé hægt að útiloka að efnahagsþvinganir verði enn hertar, vegna óheppilegrar framgöngu Rússa." (Tilvitnun lýkur.)

     

    Já, hún er ekki betri músin sem læðist en hin sem stökkur, Einar minn Björn!

     

    En nú eru yfirvöld í Bandaríkjunum jafnvel búin að samþykkja hernaðaraðstoð til Úkraínustjórnar (þessarar sem hrifsaði til sín völdin með jafnvel enn ólögmætari hætti en VG gerði það hér á landi með "búsáhaldabyltingunni" 2009). Og slík hergagnaaðstoð til stjórnvalda þar eystra en vitaskuld bein íhlutun í málefni þessa heimshluta –– og ekkert sem t.d. réttlætzt getur af Norður-Atlantshafssáttmálanum. Þetta er því bein ögrun við Rússa og þá Úkraínumenn, sem þeim vilja fylgja.

    Jón Valur Jensson, 20.12.2014 kl. 14:25

    4 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

    Þú ert að rugla fyrra & seinna stríði saman.  Það fórust 50-100.000 fleiri í fyrra stríðinu.  Skiljanlega.  Vissulega sprengdu þeir borgina vel í seinna skiftið líka, en það var vegna þess að þeir voru búnir að læra af fyrri afskiftum.

    Rússar virðast nefnilega hafa þann eiginleika að geta lært af mistökum annarra.

    Hér er smá pistill um málið:

    http://exiledonline.com/war-nerd-whats-a-chechen/

    Þetta er áhugaverð lesning, frá öðru sjónarhorni en venjulega.

    Ásgrímur Hartmannsson, 20.12.2014 kl. 15:20

    5 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

    Ásgrímur, það fyrsta veit enginn hve margir létu lifið meðal Téténa - tölur á bilinu 80-100.000 fallnir almennir borgara eru yfirleitt áætlun á heildar manntjóni fyrir bæði stríðin.

      • En þ.e. öruggt að manntjón Rússa var meira í fyrra stríðinu, enda herstjórn þeirra öll í molum.

        • Manntjón Téténa var mjög mikið í báðum tilvikum. -

        • Þ.e. órökrétt að ætla að það hafi verið "minna í seinna stríðinu sem þeir töpuðu" en í "fyrra stríðinu sem þeir unnu."

        Í báðum styrjöldum, var orusta um Grosný - í báðum tilvikum beittu Rússar stórskotaliði og loftárásum.

        Í þeirri fyrri, var hart barist um borgina einnig - en þá unnu Téténar þá orustu.

        En í þeirri seinni, þá heppnaðist altaga Rússa, og síðan var barist hús úr húsi herbergi úr herbergi o.s.frv. - - þ.e. órökrétt að halda því fram að þá hafi manntjón Téténa verið minna, er þeir urðu undir.

        Það blasir við að það hlýtur að hafa verið meira í seinna skiptið.

        Kv.

        Einar Björn Bjarnason, 20.12.2014 kl. 21:37

        6 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

        Jón, ég hef ekkert gleymt Georgíu - hvernig Rússar leiddu fyrrum forseta þess í gildru, en þ.e. enginn leið að rússn. herinn hafi verið þetta snöggur á vettvang, nema þeir hafi vitað af málinu fyrirfram - verið tilbúnir með liðsstyrk nærri vettvangi.

        Þarna var Pútín snjall, náði sér niðri á bandamanni Bandar. þegar Bush var búinn að skipa líði sínu til innrásar í Írak - og gat ekki sent það þess vegna til að bjarga bandamanni sínum í Georgíu. Enda ekki hægt að nota sama liðið á tveim stöðum samtímis.

        Kv.

        Einar Björn Bjarnason, 20.12.2014 kl. 22:48

        Bæta við athugasemd

        Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

        Um bloggið

        Einar Björn Bjarnason

        Höfundur

        Einar Björn Bjarnason
        Einar Björn Bjarnason
        Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
        Apríl 2024
        S M Þ M F F L
          1 2 3 4 5 6
        7 8 9 10 11 12 13
        14 15 16 17 18 19 20
        21 22 23 24 25 26 27
        28 29 30        

        Eldri færslur

        2024

        2023

        2022

        2021

        2020

        2019

        2018

        2017

        2016

        2015

        2014

        2013

        2012

        2011

        2010

        2009

        2008

        Nýjustu myndir

        • Mynd Trump Fylgi
        • Kína mynd 2
        • Kína mynd 1

        Heimsóknir

        Flettingar

        • Í dag (24.4.): 1
        • Sl. sólarhring: 3
        • Sl. viku: 27
        • Frá upphafi: 846659

        Annað

        • Innlit í dag: 1
        • Innlit sl. viku: 27
        • Gestir í dag: 1
        • IP-tölur í dag: 1

        Uppfært á 3 mín. fresti.
        Skýringar

        Innskráning

        Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

        Hafðu samband