Nokkrar vikur í ríkisþrot Úkraínu skv. aðvörun AGS

Þetta kom fram á vef Financial Times, en þessi niðurstaða ætti alls ekki að koma á óvart. En prógramm AGS var hafið áður en alvarleg stríðsátök brutust út í A-Úkraínu. Áætlanir AGS gerðu þá ekki ráð fyrir þeirri stórfelldu efnahagslegu truflun - - sem uppreisn innan tveggja héraða í A-Úkraínu hefur valdið.

  • Það er enginn vafi á að uppreisnin og síðan stríðið er ástæða þess, að upphafleg viðmið prógrammsins ganga ekki upp.
  • Það stafar auðvitað af því, að héröðin Luhansk og Donetsk, eru megin iðnsvæði Úkraínu - iðnaðurinn í "Donbas" lægðinni þ.s. er að finna mikil kolalög enn í dag, grundvöllur þess iðnaðar - - kemur fram í frétt FT að skaffaði landinu 16% þjóðartekna.

Samdrátturinn í hagkerfinu sem áætlaður er þetta ár 7% sé að flestum líkindum, þeirri truflun er uppreisnin og stríðið orsakaði meginhluta að kenna.

  1. Sjálfsagt mun einhver halda því fram, að Úkrínumenn geti sjálfum sér um kennt.
  2. En þá líta þeir hjá því atriði, að uppreisnin frá upphafi miðaði út frá því, að ná fullri stjórn á héruðunum tveim, síðan að skilja þau frá Úkraínu.

Ef stjórnarher Úkraínu hefði ekki gert neina tilraun til að bæla uppreisnina niður.

Hefði brotthvarf þeirra héraða, aðskilnaður þeirra við frá Úkraínu - einnig skapað sömu efnahags útkomu.

Hið minnsta ræður Úkraínuher yfir meir en 50% þeirra héraða, sem er meira en stjórnin hefði ráðið yfir - - ef hún hefði enga tilraun gert til að hindra það að uppreisnarmenn tækju héröðin 2-út úr Úkraínu.

--------------------------

Varðandi mannfall, bendi ég fólki á að 4.000 telur alla, einnig fallna hermenn. Úkraínuher hefur misst a.m.k. 1.000 og ég trúi því ekki að uppreisnarmenn hafi misst færri. Þá eru 2.000 eftir, þá bæti ég því við - að ég er þess fullviss að skothríð beggja herja eigi sök á falli almennra borgara, þannig að sá fjöldi sem fallið hafi af óbreittum borgurum skiptist í óþekktu hlutfalli milli ábyrgðar stjórnarhersins og uppreisnarhersins.

Bendi fólki á að þegar Ísraelar réðust inn í gasa, féllu kringum 2.000 Palestínumenn. Flestir almennir borgarar - - en þ.e. hið vanalega hlutfall að flestir fallnir séu almennir borgarar þegar stríðsátök verða í þéttbýli.

Tölurnar frá Úkraínu - sýna því fram á að stjórnarherinn, hafi farið mjög varlega að við beitingu vopna - - því að hlutfall fallinna almennra borgara er óvenju lítið í þessum stríðsátökum a.m.k. fram að þessu.

Þá miða ég við önnur stríð.

--------------------------

Varðandi flótta frá A-Úkraínu, þá blasir við sú merkilega staðreynd ef marka má SÞ, að rúmlega 500.000 Úkraínumenn frá A-Úkraínu séu flóttamenn innan eigin lands, þ.e. þeir flúðu á náðir stjórnarhersins. Þetta passar ekki beint við fullyrðingar er hafa streymt um vefinn.

Á sama tíma hafa nærri 200.000 flúið frá A-Úkraínu til Rússlands, ef nýjustu tölur SÞ er að marka - - sem sagt ekki mörg hundruð þúsund. Eins og oft er fullyrt á netinu.

Sjá hlekk: Half a million displaced in eastern Ukraine as winter looms, warns UN refugee agency.

--------------------------

IMF warns Ukraine bailout at risk of collapse

  1. "The International Monetary Fund has identified a $15bn shortfall in its bailout for war-torn Ukraine and warned western governments the gap will need to be filled within weeks to avoid financial collapse."
  2. "The additional cash needed would come on top of the $17bn IMF rescue announced in April and due to last until 2016."
  3. "Since the bailout programme began in April, Ukraine has received $8.2bn in funding from the IMF and other international creditors. "
  4. "The scale of the problem became clearer last week after Ukraine’s central bank revealed its foreign currency reserves had dropped from $16.3bn in May to just $9bn in November."
  5. "The data also showed the value of its gold reserves had dropped by nearly half over the same period. A person with direct knowledge of the central bank’s policy said part of the drop had been due to large-scale gold sales."

Eins og kemur fram hefur Úkraína verið að selja gullforða sinn - til að afla fjár. En samt hefur gjaldeyrisforði minnkað um nær helming á 7 mánuðum.

Ekki kemur fram í þessari grein, af hverju gjaldþrot blasir við innan nokkurra vikna.

Ég verð að gera ráð fyrir því, að eitthvert stórt lán sé að falla á gjalddaga - þannig að forðinn sem eftir er - sé ekki nægur fyrir því.

Áhugavert er að AGS - má ekki afhenda Úkraínu meira fé, meðan að ekki er tryggt að Úkraína geti staðið við sínar skuldbindingar nk. 12 mánuði.

Þannig að AGS hefur sent boltann yfir til Vesturvelda - - sem hafa þá þann valkost, að fjármagna Úkraínu eða láta ríkissjóð Úkraínu verða greiðsluþrota.

Ég reikna fastlega með því, að ríkisstjórn Úkraínu fái nægilegt fé áður en gjaldþrots atburðurinn verður - - þetta verði drama um margt líkt því þegar Grikkland 2010-2012 var endurtekið á brún þrots.

En það virðist vera, að ESB sé að beita ríkisstjórn Úkraínu, ekki ólíkt því hvernig ríkisstjórnir Grikklands voru beittar þrýstingi, til að hrinda í verk - efnahags umbótum sem gerðar eru kröfur um.

Og auðvitað verulegur útgjaldaniðurskurður.

Hafandi í huga að -grísku drömun- enduðu alltaf á því að Grikkland fékk meira fé, þá reikna ég með sömu útkomu með Úkraínu.

  1. Augljóst mun eins og þurfti að gera fyrir Grikkland, þurfa að skera verulega niður skuldir Úkraínu.
  2. Ég sé samt enga ástæðu þess að ætla að draumar Úkraínu um ESB aðild séu óraunhæfir - - en ég bendi á að eftir hrun kommúnismans í A-Evrópu veturinn 1989, þá tekur það Rúmeníu 16 ár að verða meðlimur að ESB. En dramatísk óstjórn Nicolae CeauÈ™escu skildi landið eftir sem flakandi sár, ég sé ekki að Úkraína líti neitt verr út en Rúmenía leit út við upphaf árs 1990 eftir skammvinnt innanlandstríð hafði bundið endi á stjórn CeauÈ™escu.

Aðild Úkraínu þarf því ekki að taka neitt lengri tíma - a.m.k. ekki það. Margt getur gerst á 16 árum, stjórnvöld í Úkraínu virðast áhugasöm um það að byrja að feta þau mörgu skref sem þarf að stíga áður en landið getur átt raunhæfa möguleika á aðild.

En ég held að fyrir ESB - sé langtíma gróði af aðild Úkraínu.

Sá felist fyrst og fremst í þeirri staðreynd - að í Úkraínu er besta landbúnaðarland í allri Evrópu, landið stundum nefnt "brauðkarfa Evrópu."

Ég er þess fullviss, að þetta á eftir í framtíðinni að skipta Vesturlönd máli, að hafa þá brauðkörfu innan sinna raða.

Í ljósi þess að laun eru ákaflega lág - og í ljósi þess að þarna er besta landbúnaðarland Evrópu - - á Úkraína að geta í framtíðinni framleitt matvæli fyrir Vesturlönd á lægra verði en nokkurt annað aðildarland Vesturlanda mundi geta dreimt um.

Ég held það sé mikill misskilningur sumra, að Vesturlönd séu að sækjast eftir nokkru öðru en þessu - - Vesturlönd ráði yfir miklu betri iðnaði en Úkraína, og það veit enginn hvort að olía sé vinnanleg með "fracking" aðferðinni innan Úkraínu "eins og sumir halda fram."

Aftur á móti, er enginn vafi á -hefur verið þekkt um aldir- að gæði moldarinnar í Úkraínu eru einstök, hin fræga svarta mold. Það sé hin eiginlega auðlind landsins.

 

Niðurstaða

Ég er alveg sæmilega bjartsýnn um það að til lengri tíma litið rétti Úkraína við sér, og nálgist lönd eins og Pólland - sem í dag er nærri 3-falt ríkara per haus en Úkraína. En 1990 stóðu þær þjóðir jafnfætis. En næstu ár verða mjög erfið fyrir Úkraínu, á því er enginn vafi.

Og það er - besta spá. Verri spá væri hreinlegar hörmungar, ef stríðið blossar upp að nýju.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Úkraína skuldar rússum krónískt fyrir gas.  Ekki veit ég af hverju það er, maður skildi nú ætla að fólk myndi reyna að hafa efni á slíku.  Þeir ættu að hafa það, verandi með þessi iðanðarhéruð.

Grunar mig helst að landið hafi verið rekið af bjánum síðan það skildi sig frá sovétinu.

Þessi gas-skuld hefur svo undið svona líka upp á sig.

Og nú eru rússar að taka iðnaðarhéruðin - sem ætti að reynast þeim auðvelt að halda, vegna þess hvers eðlis núverandi íbúar eru.

Það er mjög mikilvægur hluti af hernaði: að geta haldið landinu sem maður leggur undir sig.  Það er einmitt hluti af ví sem ég held að rússar muni ekki þenja rússland mikið út.  Þeir eiga að sjá það í hendi sér að þeir geta ekki haldið nema X miklu landi.  Þeir eiga að geta reiknað út hve mikið það er.  Góðvinur þeirra Hitler gaf þeim forsendur.  Og á undan honum var Lenín búinn að kenna Stalín nokkurnvegin hvernig það virkaði allt saman.

Ásgrímur Hartmannsson, 10.12.2014 kl. 08:56

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Glæpamenn ekki bara bjánar, lestu grein sem Smári McCarty skrifaði um reynslu sína frá heimsókn til Úkraínu rétt eftir að byltingin hafði gengið um garð: Mögnuð frásögn Smára sem heimsótti forsetahöll Yanukovich: „This place is crazy“

"Og nú eru rússar að taka iðnaðarhéruðin - sem ætti að reynast þeim auðvelt að halda, vegna þess hvers eðlis núverandi íbúar eru."

Tókstu eftir að 500.000 hafa flúið A-Úkraínu inn á svæði undir stjórn stjórnarhersins, meðan að 200.000 hafa flúið til Rússlands?

Það bendir ekki beint til þess að uppreisnin njóti stuðnings meirihluta íbúa. Ef marka má tölur SÞ.

" Þeir eiga að sjá það í hendi sér að þeir geta ekki haldið nema X miklu landi."

Þetta er þ.s. Rússar hafa gert í margar aldir, þ.e. stækka Rússland með því að færa landamærin út - þess vegna er það svo stórt eftir allt saman.

Innan Rússlands eru margar þjóðir sem áður voru sjálfstæðar t.d. þjóðirnar á Kákasus svæðinu en þar var kraðak smáríkja enda margar litlar þjóðir, Rússar tóku það svæði milli 1850-1870. Í átökum sem kostuðu mörg mannslíf.

Það má ekki gleyma því hversu grimmilega Pútín barði niður uppreisn Téténa, átök þ.s. e-h um 10% Téténa tíndu lífinu en voru þeir um milljón fyrir átökin, og e-h um 20% þeirra voru um tíma flóttamenn í nágrannahéröðum. Skilst mér að Téténía hafi litið út eins og eins stór rústahrúga er átökum lauk - - síðan lagði Pútín til stórfé í uppbyggingu Grosný höfðuborg héraðsins verið endurreist síðan þá, líklega helstu bærir.

Þ.e. ekki síst þetta sem veldur því að Evrópa hefur lengi óttast Rússa - að þeir hafa tilhneygingu til að sleppa ekki því sem þeir hafa einu sinni náð.

Það var bara að þeir töpuðu átökum við þýska keisarann 1914-1917, að Pólland og Eystrasalt lönd fengu sjálfstæði. En þegar Þýskaland síðan gafst uppp fyrir Vesturveldum - þá leyfðu þau löndum sem vildu er voru undirlögð þýskum herjum að verða sjálfstæð.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 10.12.2014 kl. 11:54

3 Smámynd: Kristinn Geir Briem

efur ukraina nokrusini verið til í raun samtíníngur úr mörgum þjóðum.     nú vitum við ekki hvernig skattékjur skili sér til stjórnarinna úr austurhéruðunum eða hvort þær krónur fari inná bánkareiknínga í rússlandi atta mig ekki á evrópusambandinu að lána gjalrþrotalandi peníng sem þau munu aldrei borga til baka einsog staðann er í dag tékjustofnar ríkisins munu mínka til mikilla muna eingin iðnaðaruppyggíng virðist vera í sjónmáli til að borga þær skuldir til baka því ættui þettað ekki að vera lán heldur styrkur eflaust munu evrópubandalagið géta hjálpað ukrainu til að semja við rússa um gasskuldina og borga rússum án milliliðar ukrainu

Kristinn Geir Briem, 10.12.2014 kl. 13:31

4 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Þýskaland varð þjóðríki á seinni hl. 19. aldar, fram að þeim tíma hafði það landsvæði ekki verið þjóð í nokkrum skilningi.

Þú ert eiginlega kominn með þjóð þegar þjóðarvitund er orðin til. Þá skipti forsagan á undan ekki svo miklu.

Má segja að það snúist um þá trú fólksins að það sé þjóð.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 10.12.2014 kl. 18:29

5 Smámynd: Kristinn Geir Briem

no,4. það er rétt. þó er sá munur á að þýsku ríkin voru einskonar sambandsríki sem voru skattland spánarkonúngs sem þurfti þó að fá samþykki furstana til að vera verða konúngur yfir fustunum. þanig að leingi vel unu furstarnir saman þó þeir væru ekki ein heild.og átu ekki volduga nágranasá er munur á ukrainu þar sem eru margar ólíkar þjóðir sem gerir verkið erviðara russar eiga við sama vabda að etja lausnin er ekki flókin þeir sendu herin á vetfáng það géta ukrainumen ekki meðan russar stiðja uppreisnarmen     

Kristinn Geir Briem, 11.12.2014 kl. 10:09

6 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Það samband þróaðist í gegnum aldirnar, fyrstu aldirnar hafði keisarinn umtalsverð völd - - en þ.s. fyrirkomulagið var það að hann var kjörinn af samkundu aðalsfursta; þá smá fjöruðu völdin út - það hafði líka áhrif að keisaraættir dóu út, nýjar komu til, þær voru margar þau 1000 ár sem "Heilaga Rómverska Keisaradæmið" -sem óskapnaðurinn var kallaður- var til.

Seinni 500 árin eða svo, má segja að keisaratitillinn hafi fyrst og fremst haft táknræna merkingu - - margir samt vildu verða keisarar.

Það má segja að mörg stærstu átök Evrópusögunnar seinni aldirnar, hafi snúist um endurteknar tilraunir til þess - - að gera keisaraembættið aftur að valdaembætti.

Sbr. 30 ára stríðið. Austurrísku keisararnir gerðu þá fræga tilraun, er Austurríki var um tíma einnig með konungstign á Spáni - - nánast öll restin af Evrópu sameinaðist gegn þeirri tilraun.

Landsvæði núverandi Þýskalands var þá lagt nærri alfarið í auðn.

Skiptust þýsku ríkin sjálf í fylkingar í stríðinu.

    • Á þessum tíma var bersýnilega enginn vottur af samþýskri þjóðarvitund.

    Kv.

    Einar Björn Bjarnason, 12.12.2014 kl. 00:06

    7 Smámynd: Kristinn Geir Briem

    no.6. athiglisvert að mestu rétt. nú er nokkuð síðan ég las þettað en mig minnir að austuríkis kóngur hafi verið undirkóngur spánarkóngi. er það ekki skondið þessi blessaða hagfræði mikkill influtníngur spánverja  á silfri olli verðhruni á silfri svo gjaldmiðilskreppa er ekki ný á nálinni . það virðist vera að það er sama hve oft gjalgmiðlakreppur koma við firðumst aldrei læra 

    Kristinn Geir Briem, 12.12.2014 kl. 18:10

    Bæta við athugasemd

    Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

    Um bloggið

    Einar Björn Bjarnason

    Höfundur

    Einar Björn Bjarnason
    Einar Björn Bjarnason
    Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
    Apríl 2024
    S M Þ M F F L
      1 2 3 4 5 6
    7 8 9 10 11 12 13
    14 15 16 17 18 19 20
    21 22 23 24 25 26 27
    28 29 30        

    Eldri færslur

    2024

    2023

    2022

    2021

    2020

    2019

    2018

    2017

    2016

    2015

    2014

    2013

    2012

    2011

    2010

    2009

    2008

    Nýjustu myndir

    • Mynd Trump Fylgi
    • Kína mynd 2
    • Kína mynd 1

    Heimsóknir

    Flettingar

    • Í dag (23.4.): 2
    • Sl. sólarhring: 2
    • Sl. viku: 33
    • Frá upphafi: 846657

    Annað

    • Innlit í dag: 2
    • Innlit sl. viku: 33
    • Gestir í dag: 2
    • IP-tölur í dag: 2

    Uppfært á 3 mín. fresti.
    Skýringar

    Innskráning

    Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

    Hafðu samband