Úrskurður EFTA dómstóls um ólögmæti -0- verðbólgu viðmiðs í lánaskilmálum verðtryggðra lána gæti tafið losun hafta

Það fyrsta er auðvitað -til hamingju þeir aðilar er gengust fyrir því að fá úr því skorið hvort að þessir tilteknu skilmálar væru löglegir eða ólöglegir- þið virðist hafa unnið góðan sigur: Álit EFTA ekki endanleg niðurstaða. Á hinn bóginn, ef marka má fréttir, lét EFTA dómstóllin það í hendur íslenskra dómstóla að túlka það álit - þ.e. hver áhrif þess verða innan íslensks lagaumhverfis á útistandandi lán lánastofnana.

 

Það er alls ekki víst að Björn Þorri Vikt­ors­son lögmaður þess er höfðaði mál fyrir EFTA Dómstólnum - hafi rétt fyrir sér er hann túlkar líkleg áhrif úrskurðar EFTA

„Fullnaðarsig­ur ís­lenskra neyt­enda“

Verður að skila þessum kostnaði, segir Björn Þorri

Hann telur að dæma skuli skv. skilmála láns, þ.e. miða við -0- verðbólgu, og endurreikna lán sem hafa 0% vaxtaviðmið í skilmálum - eins og þau væru ekki verðtryggð.

"Ef menn eru að innheimta þann lánskostnað sem verðtryggingin er og þeir hafa ekki áskilið sér þann rétt í útreikningum þá verða menn einfaldlega að skila því og er með öllu óheimilt að innheimta þann kostnað af láninu."

Málið er, að ég man eftir Hæstaréttardómi frá sl. kjörtímabili, þ.s. deilt var um gengistryggð lán - er dæmd voru ólögleg.

En einn mikilvægur punktur í þeirri deilu - var hvaða verðbólguviðmið og um vexti ætti að nota, þegar lánin væru endurreiknuð.

Hæstiréttur ákvað að nota viðmið sem Seðlabanki Íslands gaf upp á þeim árum, í stað þess að miða við - vexti í skilmálum þeirra lána er voru dæmd ólögleg, er hefði leitt til enn hagstæðari útkomu þeirra einstaklinga er höfðuðu mál fyrir Hæstarétti.

  • Mig grunar, jafnvel þó að málin séu ekki nákvæmlega eins, að þau séu þó nægilega lík til þess að gefa vísbendingu um það - hvaða vaxtaviðmið Hæstiréttur mundi velja.
  • Mig grunar að Hæstiréttur muni taka mið af verðbólguviðmiðum og vöxtum Seðlabanka Íslands yfir viðmiðunartímabil lánasamninga - - eins og í dómi Hæstaréttar í tengslum við gengistryggð lán.

Niðurstaða Hæstaréttar verði - sennilega ekki með þeim hætti, sem Björn Þorri Vikt­ors­son lögmaður telur.

  1. Þannig niðurstaða mundi koma miklu mun betur út fyrir fjármálakerfið á Íslandi, sem og ríkið sem er eigandi tveggja stórra fjármálastofnana þ.e. Íbúðalánasjóðs og Landsbanka Ohf.
  2. En að sama skapi verr fyrir neytendur.

Á hinn bóginn liggur sú niðurstaða ekki fyrir enn.

Það má reikna fastlega með því að dómsmál tengdu þessu atriði, fari í forgangsmeðferð.

Það er ágætur möguleiki á að þetta geti orðið "nokkur dómsmál" - ef marka má orð Más Guðmundssonar: Ekki endilega stórt högg

  1. Á meðan er þetta viðbótar óvissa.
  2. Ofan í óvissu tengda kjarasamningum framundan!

Óvissa tengd umfangi fjárhagslegs áfalls fyrir ríkið - er slæm í samhengi við losun hafta.

Einnig sú óvissa sem tengist kjarasamningum framundan, um áhrif þeirra á verðbólgu á nk. tveim árum, sem og á framtíðar kostnað ríkisins - er getur hugsanlega haft umtalsverð neikvæð áhrif á stöðu þess.

Þegar þessar óvissur leggjast saman - - virðist mér blasa við, að losun hafta fer ekki fram meðan þær hanga yfir ríkinu.

En þær séu líklegar til þess að magna upp fjárútstreymi ef losun hafta fer fram meðan þær hanga yfir - og þannig auka kostnað við losun hafta um óþekktar stærðir.

 

Niðurstaða

Því miður -fyrr hagsmuni neytenda- held ég mun líklegra að framtíðar dómur Hæstaréttar um hvaða viðmið til endurreikninga lána, sem dæmd hafa verið að hafi ólöglegt vaxtaviðmið, verði með svipuðum hætti er Hæstiréttur dæmdi um svokölluð "gengistryggð lán" - sem mundi milda til mikilla muna áfallið af úrskurði EFTA fyrir íslenska fjármálakerfið og ríkið.

Á hinn bóginn er engin leið að vita það fyrirfram fyrir fullvíst - svo þarna er komin ný óvissa um framtíðar kostnaðaráfall ríkisins, sem bætist ofan á framtíðar óvissum um kostnaðaráfall ríkisins og um verðbólgu nk. ár - sem tengist óvissum um útkomu kjarasamninga nk. 10-12 mánuði.

Mig grunar að losun hafta fari ekki fram, fyrr en fyrir liggur - hver kostnaður fyrir ríkið og fjármálakerfið dómur EFTA mun hafa.

Og hvort að kjarasamningar nk. mánaða, muni leiða yfir landið verðbólguholskeflu og kostnaðaráfall fyrir ríkið í ofan-á-lag.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eggert Guðmundsson

Í áliti EFTA dómstólsins hefur komið fram að eitt ólöglegt atriði í samningi ógildi ekki önnur ákvæði samnings s,s, vexti. Skv. því er samningur gildur að öðru leiti en því sem er dæmt ólögegt. Dómúsvaldið má ekki skv. neytandalögum setja íþyngjandi ákvæði inn í samninginn sem er neytanda í óhag.

Hæstiréttur braut lög þegar hann setti seðlabankavexti í gengislánadómum sínum og þð þarf að leiðrétta þann misgjörning.

Eggert Guðmundsson, 24.11.2014 kl. 22:56

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Sjáum nú til, ef EFTA dómstóllinn dæmdi "0" vaxtaviðmiðið ólöglegt, vegna þess að það væri villandi, er þá ekki einnig ólöglegt skv. því - að nota það viðmið þó það væri neytandanum hagstæðara, sem þá væntanlega krefjist þess að annað "eðlilegt" viðmið væri þá sett inn þess í stað, t.d. þ.s. notað var skv. Hæstaréttardómi er viðkom gengistryggðum lánum - - > Sem væri þá það svar við því að "0" viðmæð stæðist ekki reglur EES, að setja þá inn viðmið sem teldist ekki ósanngjarnt almennt viðmið í staðinn.

Það að EFTA segir dóminn ekki ógilda almenn ákvæði samningsins, eigi þá við önnur ákvæði en "0" viðmiðið sem væri þá fallið úr gildi, og því þörf á að setja inn e-h annað viðmið þess í stað.

Þá væri deilan einungis um, hvaða viðmið annað.

Til þess að svara því, hvort þitt svar eða mitt, sé réttara er þá háð nákvæmri greiningu á texta álitins. En þ.e. gjarnan svo að álit er unnt að skilja með flr. en einum hætti.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 25.11.2014 kl. 00:19

3 Smámynd: Benedikt Helgason

Sæll Einar.  Það er rétt hjá Eggerti að það má ekkert koma í staðinn ef að verðtryggingarákvæðið verður dæmt verandi ósanngjarn samningskilmáli.  Það var ein meginn niðurstaða fyrra álitsins frá EFTA dómstólnum um verðtrygginguna.  Þetta voru mistök hjá Hæstarétti á sínum tíma í tengslum við gengistryggðu lánin og mér skilst að það séu mál á leiðinni í kerfinu til þess að fá Seðlabankavöxtunum hnekkt á gengistryggðu lánunum.

Þetta atriði held ég að sé alveg kristaltært en ég tel meiri vafa leika á því hvort að íslenskir dómsstólar treysta sér til að þurrka verðtrygginguna út úr lánasamningum á þeirri forsendu að um sé að ræða ósanngjarnan samningsskilmála. Þeir þurfa þó trúlega að fara í skógarferð ef þeir ætla að reyna að draga fjármálakerfið að landi með einhverjum hætti í þessum dómum.

Hvað höftin varðar þá er það auðvitað rétt hjá þér að þetta er lykilatriði. Það má ekki hleypa kröfuhöfum út fyrr en búið er að afgreiða þessi mál (nema að þeir afhendi allar íslensku eignirnar án endurgjalds) en mér reiknast reyndar svo til að það sé þjóðhagslega afar hagkvæmt að lántakendur fái sem mesta leiréttingu út úr þessum dómsmálum. Við það bráðnar hluti af snjóhengjunni en á móti kemur auðvitað að ÍBLS lendir í enn meira veseni.  Það gæti leitt til þess að menn tækju af skarið og settu hann í þrot og þar með skuldabréfaeigendur í klippingu. Við það tapa eigendur lífeyrissjóðanna engu fé, það færist bara frá sjóðunum og yfir í fasteignir sjóðseigendanna. 

Benedikt Helgason, 25.11.2014 kl. 15:50

4 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Benedikt, mér skilst ekki að álitið dæmi verðtryggingu sem slíka ólöglega, einungis "0" verðbólguviðmið í samningum þ.s. ekki var tekið fram viðmið um verðbólgu í einhverju samræmi við raunverulega verðbólgu þess tíma er lánið var tekið.

Það gæti þítt, að heimilt væri að setja inn verðbólguviðmið -í samræmi við verðbólgu þess tíma er lán var tekið- í stað "0" viðmiðsins sem skv. álitinu er ólöglegt. Sú gerð væri þá ekki endilega, ósanngjörn túlkun á álitinu - Hæstiréttur á auðvitað eftir að ákveða þetta.

Og við erum sammála því, að ekki gangi að losa höft fyrr en úrskurður innlendra dómstóla liggur fyrir í öllum þeim vafamálum sem kunna að myndast.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 25.11.2014 kl. 23:56

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 711
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 649
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband