Prúttið um Íran - vaxandi hætta á nýju köldu stríði, hefur sennilega styrkt verulega samningsstöðu Írans

Eins og hefur komið fram í fréttum, er verið að gera tilraun til að "berja saman" samkomulag við Íran - við helstu stórveldi heims. Í boði til Írans kvá vera losun viðskiptahamla - í skrefum, ekki í einum rykk. Á móti var upphaflega afstaðan að Íran mundi hætta að auðga úran, þ.e. stöðvum með skilvindum sem notaðar eru tið auðgunar væri lokað - tækjum eytt, kjarnorkuver sem er á lokametrum smíði sem kælt er með svokölluðu "þungu vatni" væri eyðilagt. Og Íranar afhentu allt auðgað úran.

  • Miðað við þær útlínur sem rætt er um skv. fréttum.
  • Virðist að Vesturveldi hafi bakkað töluvert frá upphaflegum samningsmarkmiðum!
  • Prúttið virðist snúast um - fjölda skilvinda. Það virðist hafa verið gefið eftir, að Íranar megi áfram ástunda auðgun úrans. En rifist um það, í hve miklum mæli.
  • Og Íranar vilja refsiaðgerðir af tafarlaust eftir að samkomulag er frágengið, en Vesturveldi bjóða að þær fari af í áföngum.

Diplomats eye interim Iran agreement as final deal talks stall

In Iran Talks, U.S. Seeks to Prevent a Covert Weapon

http://www.oilempire.us/oil-jpg/shia_map.jpg

Samningsmenn Írana, eru að sjálfsögðu að hugsa um hagsmuni Írans, ekki Vesturvelda - ekki heldur Rússlands eða Kína!

  • Staðsetning Írans, þó ekki væri um annað atriði að ræða, þá er Íran mikilvægt land fyrir það eitt, að hafa langa strandlengju við Persaflóa. En það þíðir, að Íran getur -tæknilega- boðið upp á flotastöðvar við strönd Persaflóa. Segjum ef Kína hefði áhuga.
  • Það að Íran er að auki, eitt af meginolíuútflutningslöndum heimsins, og Íran er samtímis við Persaflóa - krystallar að sjálfsögðu mikilvægi landsins.
  • Horfum að auki til þess, að Íran á strandlengju við Kaspíahaf, þ.s. er að finna olíu- og gasauðug lönd, einnig að þegar er farið að vinna olíu undan botni Kaspíahafs, þess fyrir utan að mikil leit að frekari lyndum fer þar fram. Kína hefur lagt leiðslur til Túrkmenistan - - sem Íran á landamæri að. Þá vex mikilvægi Írans enn frekar.
  • Tæknilega getur Kína lengt þær gas- og olíuleiðslur sem Kína hefur þegar lagt til Túrkmenistan, til þess að dæla íranskri olíu og gasi, beint til Kína. Það mundi auðvitað kosta slatta. Og líklega þyrfti að bæta við flr. leiðslum til að auka flutningsgetu.

Það er með öðrum orðum ljóst - að í kapphlaupinu um orku í heiminum, þá fer mikilvægi Írans vaxandi - - ekki minnkandi.

Íran frá því sjónarmiði, sé eitt af mikilvægustu löndum heims - - > Sem skýri af hverju, Vesturveldi eru að verja svo miklu púðri í að semja við Íran.

  1. Einhver gæti spurt, af hverju semur Íran ekki við Kína?
  2. Eða Rússland?

Verið alveg viss um, að Íranar hafa nefnt það -óformlega- í bakherbergjum milli formlegra funda.

Írönum er líklega slétt sama um - átök Vesturvelda við Kína, eða Rússland.
Þau séu að leita eftir, þeim hagstæðasta samningi sem þau geta náð fram.

 

Ekki liggur enn fyrir hvað Íranar munu fá!

En miðað við fréttir, fá þeir að auðga úran áfram. Sem verður að teljast umtalsverð eftirgjöf af hálfu Vesturvelda. En skilvindum verður verulega fækkað.

Rússland er 6-landið í viðræðunum.

  1. "The P5+1 want no more than 4,000-4,500 centrifuges in operation in Iran to enrich uranium."
  2. "Tehran wants more than 9,000."
  3. "The six powers want a phased reversal of sanctions."
  4. "The Islamic Republic wants key UN-level embargoes dropped immediately."
  • "Iran now wants to maintain about 9,500 first-generation centrifuges in operation, enriching uranium to 5 per cent. It will ship its existing stockpile of fuel to Russia to be turned into fuel rods along with future fuel it produces. Another option it is willing to explore is to reduce the feed level into the centrifuges, curbing their production. Arak, meanwhile, could be converted from its current heavy water configuration."
  • "...based on current assessments of Iran’s centrifuge efficiency, 6,000 would take about 12 months to produce enough fissile uranium for a bomb."

Það má lesa úr viðbrögðum samningamanna sem rætt er við - að það prúttið geti endað á 6.000 skilvindum - sem skv. ofangreindu mundi þíða að "tæknilega gæti Íran smíðað eina kjarnasprengju per ár."

Miðað við það, að samningamenn Vesturvelda hafa þegar hörfað frá upphaflegri stöðu í 4.000-4.500 skilvindur.

  1. Virðist markmiðið að útiloka íranska kjarnssprengju - hafa verið yfirgefið.
  2. Sem áður en viðræður hófust, átti að vera meginmarkmiðið - að hindra möguleikann á íranskri sprengju.

 

Spurning þá - - hvað gerðist?

Mig grunar að það sé vaxandi spenna Rússlands og Vesturvelda, einnig Kína og Vesturvelda. Sem geti hafa breytt afstöðu samningamanna Vesturvelda.

  1. En það blasir við, að Íran gæti verið afskaplega verðmætur bandamaður, andstæðinga Vesturvelda.
  2. Það þíðir auðvitað, að vaxandi spenna sé líklega, að styrkja samningsstöðu Írana.

Mig grunar að Írönum liggi ekki mikið á, því ef spenna fer vaxandi áfram - þá líklega batnar samninggstða Írana enn meir á morgun.

  • Af hverju hafa Íranar áhuga á að semja við Vesturveldi?
  • Augljóst væru Íranar ekki að þessu, ef þeirra áhugi væri ekki raunverulegur.

Vesturveldi hafa auðvitað aðgang að bestu tækninni, og um leið og Íran opnast fyrir vestræn þjónustufyrirtæki við olíuiðnað. Má reikna með því, að þau safnist þangað eins og mý að mykjuskán. Það verði miklu fjármagni varið til þess, að efla olíuvinnslu Írana - og endurnýja tæki og búnað. Sem enn í dag hefur í tilvikum ekki verið lagfærður eftir styrjöld Írans við Saddam Hussain á 9. áratugnum.

Þ.e. þ.s. Íranar vilja, auknar olíutekjur - síðan með fullum aðgangi að Vestrænum mörkuðum. Þá geta írönsk fyrirtæki farið að framleiða varning til sölu.

En í íran er framleiðsluiðnaður og laun eru umtalsvert lægri en á Vesturlöndum. Það er því langt í frá loku fyrir skotið - - að Íran gæti orðið að svokölluðu "tígur hagkerfi." Og það á merkilega skömmum tíma.

---------------------

Vesturveldi eiga að geta yfirboðið hvað sem Rússland eða Kína bjóða. Eftir allt saman, eru meðal-laun hærri á Vesturlöndum en bæði í Kína eða í Rússlandi.

Því eftir meira að slægjast.

http://www.ezilon.com/maps/images/asia/Pakistan-physical-map.gif

Íran gæti verið gríðarlega mikilvægt bandalagsríki Kína

Sjálfsagt hlakkar í andstæðingum Vesturvelda til þessa tilhugsun. Eins og ég benti á áðan. Þá gæti Íran boðið aðstöðu fyrir flotastöðvar. Ef Íran væri til í að skeita að sköpuðu um samskipti við Vesturveldi, og það sama mundi samtímis eiga við um Kína.

Síðan væri það hugsanlega hvort tveggja mögulegt, að dæla olíu og gasi frá Íran í gegnum leiðslur, eða sigla með það á stórum tanskipum til Kína.

  • Takið líka eftir því - - að Íran á landamæri að Pakistan.

Pakistan hefur nú nokkuð lengi verið, bandamaður Kína - þó þeir hafi einnig verið með bandalag við Bandaríkin, sem sýnir sennilega hvernig Pakistan leitast við að spila með stöðu sína. Þar á meðal, hefur Kína þróað með Pakistan hvort tveggja nýlega herflugvél, sem Pakistan hefur tekið í notkun og einnig núverandi megin skriðdreka hers Pakistan, útgáfa af Kína einnig notar.

  • Það mundi skapa ótrúlega sterka stöðu Kína við Indlandshaf - - ef Íran mundi bætast við sem bandalagsríki Kína.
  • Hafandi í huga, að það stefnir í að Pakistan muni verða mikilvægt bandalagsríki Kína.

Indland lengi séð Pakistan sem sinn megin fjanda. Það hve náið samstarf Kína og Pakistan hefur verið - um nokkurra ára skeið. Hefur að sjálfsögðu skapað pyrring af hálfu stjórnvalda Indlands, gagnvart Kína.

  1. Það að Kína hefur aðstoðað Pakistan við þróun og framleiðslu mikilvægra vopnakerfa.
  2. Er atriði sem ólíklegt er að Indland líti framhjá.

Hafandi í huga, að Kína er að auki með hratt vaxandi starfsemi í Myanmar - - hinum megin við Indland, og til viðbótar vaxandi umsvifum í löndunum fyrir Sunnan Kína.

  1. Ef Íran bætist við, þar í ofanálag, þá væri valdastaða Kína á Indlandshafssvæðinu, orðin til mikilla munda sterkari en valdastaða Indlands.
  2. Þannig að ef Indland vill vera meiriháttar veldi þar um slóðir.
  3. Þá grunar mig að i þeirri sviðsmynd, halli Indland sér að Vesturveldum.

Ef aftur á móti, Íran verður í bandalagi við Vesturveldi - - þá mundi staða Kína ekki verða hlutfallslega - alveg eins sterk.

Og verið gæti að Indlands mundi þá kjósa þann valkost, að standa utan bandalaga.

 

Niðurstaða

Ég held að rás atburða sl. ár þ.e. styrjöldin í Mið-Austurlöndum, nánar tiltekið í Sýrlandi og við "ISIS" - og átökin í Úkraínu; hafi áhrif á viðræður Vesturvelda og Írans, ásamt Rússlandi sem einnig tekur þátt í þeim viðræðum.

Íran stendur frammi fyrir augljósum valkostum, þ.e. samkomulag við Vesturveldi.

Eða, halda óvináttu áfram við Vesturveldi, en þess í stað - halla sér að líklegum framtíðar andstæðingum Vesturvelda.

Ég er auk þess handviss um það, að innan Írans - séu ákaflega skiptar skoðanir um það í hvora átt Íran á að halla sér. Það er auðvitað atriði í viðræðunum einnig, innanlands pólitík í Íran.

Mig grunar að rás atburða sé smám saman að - veikja samningsstöðu Vesturvelda. Sem skýri af hverju, Vesturveldi virðast hafa hopað töluvert frá upphaflegum kröfum í viðræðuferlinu við Íran.

Hafandi í huga að Íran er til í að verja þetta miklum tíma í þessar viðræður, þá líklega hefur Íran raunverulegan áhuga á samningum við Vesturveldi. En -kannski ekki- gegnt hvaða verði sem er.

Innan Írans eigi Vestuveldi sér líklega "óformlega bandamenn" þ.e. þá aðila, sem telja það betri framtíð - að Íran sé bandalagsríki Vesturvelda. Og þeir aðilar þurfa náttúrulega sýna fram á, að þeirra leið skili Írönum árangri - - sem auðvitað þrýstir á þá að ná sem hagstæðustum samningi.

Það virðist -ef marka má orð samningamanna- stefna í að Íranar fái að halda ca. 6.000 skilvindum, þannig getu til að auðga nægileg magn úrans, til þess að tæknilega væri unnt að smíða eina kjarnasprengju per ár.

Ef það verður niðurstaðan - - þá auðvitað mundi það þíða að:

  1. Gyðingaríkið verður brjálað.
  2. Og að Saudi Arabar verða brjálaðir.

En ef þ.e. eigi að síður útkoman, þá væri það til marks um það - að Vesturveldi mundu þá líta á Íran sem það stóran fisk til að draga í land, að það sé þess virði að þessi 2-lönd verði fúl. Það sé ósennilegt að það mundi leiða til þess, að þau mundu sjálf segja skilið við Vesturlönd.

Eins og ég sagði - - prúttið um Íran!

 

Kv.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 758
  • Frá upphafi: 846639

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 694
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband