Það virðist vinsæl kenning að færri unnar stundir á viku stuðli að aukningu framleiðni

Ég hef í sjálfu sér - ekki hugmynd hvort nokkuð sé að marka þá kenningu, eða ekki. En ég ræddi við nokkra í dag, þá hugmynd "Pírata" að fækka vinnustundum á viku í 35: Frumvarp til laga um breytingu á lögum um 40 stunda vinnuviku, nr. 88/1971, með síðari breytingum.

"Framleiðni á Íslandi er undir meðaltali OECD-landa. Frakkland, sem hefur verið með 35 stunda vinnuviku síðan árið 2000, er með talsvert hærri framleiðni en Ísland og er mun ofar í mælingunni um jafnvægi milli vinnu og frítíma. Danmörk, Spánn, Belgía, Holland og Noregur eru efst á þessum lista, þar er vinnutíminn styttri en á Íslandi en framleiðnin meiri. Í öllum þessum löndum eru greidd hærri laun nema á Spáni. Ekki er því hægt að útskýra meiri framleiðni né hærri laun með löngum vinnudegi. Þvert á móti er margt sem bendir til þess að styttri vinnudagur leiði til meiri framleiðni og meiri lífsgæða."

Það er sem sagt uppi kenning: um samhengi milli vinnustunda og framleiðni.

 

Ég held að margir vanmeti "smæðar áhrif Íslands" annars vegar og hins vegar "samsetningu atvinnugreina" sem hugsanlega "hluta skýringu" á tiltölulega lágri framleiðni

  1. Öll þessi lönd eru miklu fjölmennari en Ísland, punkturinn í því er sá - að hér eru vinnustaðir almennt séð smáir; og mig grunar - - að vinnustaðir sem hafa 5.000 starfsmenn t.d. að á slíkum sé frekar grundvöllur fyrir notkun "vinnusparandi tækjabúnaðar" en á vinnustöðum er hafa 50 - 150 starfsmenn.
  2. Síðan er það spurning um samsetningu starfsemi, þarna er t.d. vitnað til landa eins og "Belgíu" - "Danmerkur" og "Frakklands." Allt lönd með þróaða framleiðsluatvinnuvegi. Punkturinn er sá, að mig grunar einnig, að þegar verið er að framleiða "tæki" úr "stöðluðum einingum" - þá auðveldi það til muna það að koma við "vinnusparandi tækni" sem sé því "framleiðniaukandi."
  3. Á Íslandi er grundvöllurinn - - ferðamennska, sem í eðli sínu er ákaflega mannaflafrek, erfitt er að sjá með hvaða hætti væri unnt að beita vinnusparandi stöðlun, eða ef auka ætti vinnuframlag hvers og eins starfsmanns, gæti það bitnað að þjónustunni sjálfri og ánægju viðskiptavina. Síðan er það fiskur - fiskar eru náttúrulega ekki í eðli sínu "staðlaðir" - þú færð þá í margvíslegum stærðum, tegundum og einnig gjarnan margvíslegan annan meðafla. Síðan þarf vinnslan að glíma við þ.s. "veiðist" og ná verðmætum úr því. Þó að margvíslegar tilraunir hafi verið gerðar til tækjavæðingar hennar, virðist mér sennilegt að eðli aflans hafi hamlandi áhrif á það hve mikilli "framleiðni" sé unnt að ná fram.

Það sem ég hef bent á, er að Íslandi vanti framleiðslustörf einmitt af því tagi - - sem gætu verið í starfsemi þ.s. auðvelt væri að ná fram góðri framleiðni, því líklega - - háum launum.

Auk þessa, hef ég bent á það, að hér sé nóg af áli sem flutt sé út sem "hrávara" og því ekki nýtt til neins á Íslandi.

Mér virðist blasa við, að "tæknilega" sé fyrir hendi tækifæri, að líta á þetta "framleidda ál" sem - - vannýtta eða í reynd ónýtta auðlind.

Og að Íslendingar, þurfi að horfa akkúrat til nýtingar þeirrar auðlindar, til þess að skapa hér á Íslandi þau verðmætu framleiðslustörf er akkúrat gætu skaffað þau háu laun - - sem svo marga hér á landi langar til að auðnast.

  • Jafnvel þó um væri að ræða einungis framleiðslu álfelga - styrktarbita - íhluta í önnur tæki - jafnvel leikföng --- hvað sem er, sem væri tiltölulega einfalt að framleiða.
  • Þá væri það strax framför - - aukning á verðmæti þess áls sem væri nýtt til þeirrar framleiðslu.

Auðvitað felast há launuðu störfin, í framleiðslu - - á hærra þrepi í "tæknistiganum" en framleiðsla slíkra tiltölulega einfaldra hluta.

En einhvers staðar þarf að byrja! Það þarf að læra að ganga áður en maður getur lært að hlaupa.

Mig grunar með öðrum orðum, að samsetning atvinnuvega hér, sé að verulegu leiti skýring þess, að framleiðni sé tiltölulega lítil á Íslandi.

Ég efa því, að þó svo að "lögboðin væri stytting vinnuviku" að þá mundi það í reynd leiða til þess að meðal Íslendingurinn mundi í reynd "vinna skemur per viku að meðaltali." Vegna þess að sú starfsemi sem mikið til fer fram hér virðist ekki megna að bjóða það há laun, að fólkl mundi telja sig hafa efni á að fækka við sig unnum stundum.

Okkur vanti "há virðisauka framleiðslu" sem geti skilað hárri framleiðni og dýrum störfum. Störf sem einmitt þau lönd sem vitnað var í að ofan - - hafa.

Ísland hafi einungis gengið í gegnum "iðnvæðingu" í einni grein - - sjávarútvegi.

Það skorti að landið iðnvæðist einnig í - - áliðnaði, þá meina ég ekki í formi nýrra álvera.

  • Ég held að þetta sé "stórt algerlega ónýtt tækifæri."

 

Hvernig munu vinnuveitendur bregðast við því, ef lögboðið væri að unnið skuli ein klst. skemur í dagvinnu?

Mér dettur í hug, að "tekin verði af" - - "kaffi" og "matarpásur." Þannig að morgunverðurinn verði sannarlega "mikilvægasta máltíð dagsins" því að fólk verði orðið "hungrað" þegar dregur að lokum vinnu annað hvort kl. 3 eða 4.

Annar möguleiki er að "áhrifin séu nær engin" þ.e. að fólk fari einfaldlega klst. fyrr yfir á yfirvinnutaxta.

Með öðrum orðum, að fólk vinni jafn lengi - og áður. Vinnufyrirkomulag verði það sama áfram, og ekki verði hreyft við "kaffi" og "matarpásum."

--------------------------

Kannski er það síðara - sennilegra. 

 

Niðurstaða

Mig grunar að áhrif lögboðinnar breytingar úr 40 stunda vinnuviku í 35 stundir á mælda framleiðni, verði mjög sennilega akkúrat engin. En sennilegast þá muni fólk áfram vinna sama klst. fjölda og áður, fólk þurfi á þeim launatekjum að halda - - sem fullri vinnu fylgi. 

Varðandi af hverju framleiðni er lág á Íslandi - - þá grunar mig að ástæðan sé ekki sú að fyrirtækjum sé illa stjórnað eða íslenskir stjórnendur séu vanhæfari en stjórnendur annars staðar. Heldur stafi tiltölulega lág framleiðni hérlendis - - af annars vegar "smæð landsins" sem leiði til þess að ísl. vinnustaðir séi smáir miðað við vinnustaði í öðrum löndum - og - hins vegar af samsetningu atvinnuvega hérlendis sem séu atvinnuvegir er séu í eðli sínu mannaflsfrekir og síður til þess fallnir en megin atvinnuvegir stórra Evrópulanda að verði við komið vinnusparandi tækni sem auki framleiðni.

  • Að auka framleiðni hér, snúist því ekki síst um - að breyta samsetningu atvinnuvega.
  • Að hækka laun til langframa, snúist um það sama.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Jú það hafa reyndar verið gerðar rannsóknir á því þó ég geti ekki í svipinn bent þér á einhverjar. En ég held það sé rétt hjá þér að fækkun niður í 35 stundir á viku skili engu. Með þetta eins og annað er ákveðið jafnvægi sem gildir. Þegar unnið er of mikið falla afk0stin niður en þegar unnuð er of stuttan vinnudag gerist raunverulega það sama. Það hefði verið betra hjá þingm0nnunum að styðjast við raunverulegar vinnurannsóknir en byggja á einhverju sem aðrar þjóðir hafa verið að gera.

Jósef Smári Ásmundsson, 18.10.2014 kl. 06:41

2 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Það er auðvitað ekki hægt að alhæfa neitt, Einar og svo er spurning við hvað framleiðni er miðuð. Þá eru fyrirtæki auðvitað mjög mismunandi, sum gætu aupveldlega stytt vinnutíma án framleiðslutaps, meðan önnur eiga erfiðara með það.

Hitt er ljóst að þar sem vinnutími hefur styttur hefur framleiðsla ekki minnkað, jafnvel aukist á sumum sviðum.

Það er því ljóst að ef framleiðni er reiknuð út frá unninni klukkustund bak við framleidda einingu, má búst við framleiðniaukningu. Það segir þó ekki að ef reiknað er út kostnaður við framleidda einingu, komi sama niðurstaða.

Þeir sem berjast fyrir styttri vinnutíma benda auðvitað á sömu aðferðir og þekktar eru í slíkri framkvæmd, þar sem laun hafa haldið sér. Raun hækkun launa á unna klukkustund hefur þar hækkað sem nemur styttingu vinnutímans.

Það er nú þegar þekkt af hverju framleiðniaukning verður við styttingu vinnutímans, þ.e. framleiðniaukning miðað við unnar klukkustundir á framleidda einingu.

Hellstu ástæður eru ferskleiki við vinnu, að þegar á vinnutíma líður minnki afköst, lengri vinnutími leiðir til aukinna mistaka, aukinnar fjarveru vegna veikinda og svo mætti lengi telja.

Það sem kannski kom mest á óvart var að stytting vinnutíma í færibandaverksmiðjum, eins og í bílaframleiðslu, jók framleiðni. Þar kom aukningin til fyrst og fremst í færri mistökun starfsmanna.

Varðandi stóriðjuna hér á landi þá munu þessi lög engu breyta, verði þau að veruleika. Allir stóriðjukjarasamningar eru með 35 stunda vinnuviku. Hins vegar hafa nýjustu álfyrirtækin valið að láta flesta af sínum starfsmönnum sem vinna vaktavinnu, skila 42 stunda vinnuviku og greiða þeim mismuninn, 7 klukkustundir á viku, á næturvinnutaxta. Mér er með öllu hulið hvers vegna þau gera þetta, en svona er það samt. Eldri stóriðjufyrirtækin halda sig hins vegar við 35 stunda vinnuvikuna.

Varðandi hugsanir þínar um aukna framleiðni með aukinni úrvinnslu þeirra hrávara sem hér eru framleiddar, þá er það deginum sannara. Því nær sem vara nær því að kallast full unnin, því meiri verðmæti.

Sjálfur hef ég unnið vatkavinnu nánast alla mína starfsævi, eða í tæp 40 ár. Á þessum tíma hef ég unnið eftir mörgum vaktkerfum og mismunadi vinnutíma og þekki þetta nokkuð vel. Það er kannski hellst í vaktavinnu, þar sem fólk vinnu jafnt að nóttu sem degi, jafnt virkan dag sem helgann, sem vinnutími býtur á fólki.

Nú er það svo að þar sem framleiðsla er allann sólahringinn, alla daga ársins, er í raun einungis um tvennskonar vaktir aðræða, átta tíma vaktir og tólf tíma vaktir. Þar sem unnar eru áttatíma vaktir þarf fimm vakthópa til að manna allann sólahringinn, allt árið, en þar sem unnar eru tólf tíma vaktir er hægt að manna með fjórum vakthópum.

Þeir sem eru á 12 t. kerfi vinna þá 42 klst. á viku, fá 2 klst á næturvinnutaxta, en þeir sem vinna 8 t. vaktir skila 33,6 klst. á viku. Hjá stóriðjunni er það sem uppá 35 stunda vikuna vantar er nýtt til allskyns funda- og námskeiða.

Eins og áður segir hef ég unnið vaktavinnu alla mína starfsævi og þekki því vel muninn á 12 t. vöktum og 8 t. vöktum. Ég fullyrði að 12 t. vaktir skila minni framlegð en 8 t. vaktir.

Hér fyrir ofan undrast ég á því að nýrri stóriðjufyrirtækin hér á landi hafi valið 12 t. vaktkerfi, þrátt fyrir að í kjarasamningi sé kveðið á um 35 stunda vinnuviku. Það sparar vissulega einn vakthóp, en með fullri vissu má halda því fram að hægt er að mynda fimmta vakthópinn úr hinum fjórum, án fjölgunnar á mannskap, einungis breyta vinnuskipulagi.  

Þannig gætu þessi fyrirtæki sparað sér miklar greiðslur fyrir unna næturvinnu, 7 klukkustundir á hvern starfsmann á viku. Þau gætu sparað mikinn kostnað við fræðslu og fundahald, myndu nýta til þess það sem uppá vantar vinnuskil frá 33,6 klst. á viku í 35 klst.

Þannig má búast við að veikindadögum muni fækka verulega og að ferskleiki starfsmanna muni verða meiri. Það gæti jafnvel leitt af sér getu til að fækkunnar starfsmanna.

Að framansögu er ekki annað en hægt að undrast þá ákvörðun nýrri stóriðjuveranna að velja þann kost að hafa 12 tíma vaktir.

Skuggalegra er þó að þetta segir einnig aðra sögu, söguna um að engu skiptir hver vinnutíminn er tilgreindur í kjarasamningum, fyrirtækin velja það sem þeim sýnist, jafnvel þó kostnaður þeirra verði mun meiri.

Því er kannski þörf á lagabreytingu. 

Gunnar Heiðarsson, 18.10.2014 kl. 09:14

3 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Gunnar, ég er alveg sammála því að 12 tíma vaktir eru erfiðar. Sennilega rétt að svo langar vaktir komi niður á framleiðni. Það má kannski skoða það "hreinlega" að afnema 12 tíma vaktir með lagasetningu. Aftur móti held ég að þú munir ekki finna neinn verulegan mun á að vinna 8 tíma eða 9. T.d. ef inni í 9 tímum er innifalinn matartími í hádegi upp á 20 mínútur eða hálftíma. Þá er hann brotinn upp, þú færð smá hvíld. Mér virðist það a.m.k. hugsanlegt að ef vinnudagur væri styttur um klst. þá mundu vinnuveitendur minnka slíkar pásur - sem hefð er fyrir víða. T.d. hef ég veitt því athygli að starfsmaður í Hagkaup virðist ekki hafa "matartíma" heldur skiptast þau á að hleypa einum og einum svo sá eða sú geti fengið sér eitthvað - eins fljótt og sá/sú getur.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 18.10.2014 kl. 10:55

4 identicon

Sæll Einar, stundum hefur heyrst sú röksemd fyrir lágri framleiðni pr. klukkustund á Íslandi að það sé tiltölulega stórt hlutfall vinnandi manna sem starfi hjá hinu opinbera og opinbers störf hafi einstaklega lága framleiðni.

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 18.10.2014 kl. 13:27

5 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Frakkland er líka með mjög mikið af opinberum starfsm.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 18.10.2014 kl. 16:05

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 18
  • Sl. sólarhring: 81
  • Sl. viku: 101
  • Frá upphafi: 846739

Annað

  • Innlit í dag: 16
  • Innlit sl. viku: 98
  • Gestir í dag: 16
  • IP-tölur í dag: 16

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband