Síða "Islamic State" samtakanna sem hefur íslenskt lén, virðist mér dæmi um þá þróun - hvernig baráttusamtök af margíslegu tagi nota netið til að dreifa skipulögðum áróðri

Þessi árátta baráttusamtaka af margvíslegu tagi, að nota vefinn "til að setja upp fréttasíður" er eiginlega gott dæmi um það. Hve það skipti miklu máli, að stjórna því - hvernig er sagt frá atburðum. Hvaða sýn á þá er gefin. Ekki síst, hvaða sýn á rás atburða - verður ríkjandi í huga fólks.

En ef þ.e. eitt sem nasistar kenndu okkur, og þeirra áróðursmálaráðherra, þá er það - - að stjórna því hvað fólk telur vera satt og rétt.

Líklega voru það þó "Lenínistar" í Rússlandi, í hinum nýstofnuðu "Sovétríkjunum" á 3. áratugnum, sem fundu upp þá aðferð - - að með skipulegum hætti, dæla úr "fréttum" sem voru í reynd "áróður."

Þó lönd hafi lengi gert þetta, einkum í tengslum við stríð, þá var það nýtt - - að halda á lofti áróðurs sýn, sem gegntók alla samfélagsþætti frá A-Ö. Einhvern veginn með þessum hætti virðist starfa "ISLAMIC STATE" þ.e. - - þeir séu með hugmynd að samfélagi, með þeim hætti megi líkja þeim við nasisma og kommúnisma.

 

Síða Islamic State - http://khilafah.is

Síða samtakanna er ekki einstök að því leiti að vera að "flytja fréttir skv. sýn samtakanna." Það eru fjöldi annarra aðila á netinu sem stunda mjög sambærilega "fréttamennsku."

Það er, fréttamennsku sem hafi þann tilgang að "halda á lofti eigin sýn þess aðila á rás atburða." Ég þarf ekki annað en að "vitna í Pútín sjálfan" um það hvað hann vill að rússneskir fjölmiðlar geri: 

Putin talks NSA, Syria, Iran, drones in RT interview

Putin - "When we designed this project back in 2005 we intended introducing another strong player on the world’s scene, a player that wouldn’t just provide an unbiased coverage of the events in Russia but also try, let me stress, I mean – try to break the Anglo-Saxon monopoly on the global information streams. And it seems to me that you’re succeeding in this job." - "Certainly the channel is funded by the government, so it cannot help but reflect the Russian government’s official position on the events in our country and in the rest of the world one way or another."

Akkúrat, Russia Today, sé með öðrum hætti - sambærileg fréttaveita við "fréttaveitu Islamic State" þ.e. tilgangurinn sé sá hinn sami, að "varpa upp sýn af því sem er satt og rétt, sem sé þeirra eigin." Og að afla stuðningsmanna út á við - við þá sýn. Hvort að sá aðili sem vill halda á lofti "eigin sýn" sé "Islamic State" eða "Pútín" skipti ekki megin máli.

  • Punkturinn er sá, að þetta sé nákvæmlega sama tegund af athæfi.
  • Að ástunda fréttamennsku, sem eigi meir skilt við skipulagðan áróður, en eiginlegar fréttir.

Ég vitna einfaldlega beint í orð Pútíns, að fréttastofan "Russia Today" geti ekki annað en endurspeglað sýn rússneskra stjórnvalda á rás atburða í Rússlandi, og innan alþjóðasamfélagsins.

Þarna sé hann með beinum hætti að viðurkenna, að RT sé vísvitandi áróðursmiðill. Þetta sést vel á fréttasýn RT-þ.s. sýn á rás atburða þ.s. Rússland er með einhverjum hætti í átökum við Vesturlönd, er öll á þann veg, að Rússland sé að berjast í bökkum í baráttu við ágang Vesturlanda. Aðgerðir Rússa séu þá ávalt varnaraðgerðir gegn þeirri ásókn.

  • Það er fullt af fólki, sem trúir þessari vörpun rússneskra miðla.
  • Það sem er síðan verra, er að verulegur fjöldi fólks er einnig farinn að trúa þeirri sýn sem "IS" varpar af rás atburða á eigin síðum.
  1. Tilgangurinn er, eins og ég sagði, í báðum tilvikum - - að halda sinni sýn á lofti.
  2. En ekki síður, að afla fylgismanna við sinn málstað.

Það er einmitt að gerast - - ég hef orðið var við mikinn fjölda vefara, sem eru greinilega orðnir "áhangendur" síðna, sem halda á lofti mjög neikvæðri sýn á Vesturlönd, og virðast eiga það allar sameiginlegt, að "Styðja Rússland" - - í átökum við Vesturlönd.

Mig hefur árum saman grunað, vegna þess hve þær síður "styðja ákveðið hagmunabaráttu rússneskra stjórnvalda" - "Takið eftir að ég tala ekki um hagsmunabaráttu Rússa heldur rússn. stjv." - - > Að þær síður, séu undir áhrifum a.m.k. frá "rússnesku leyniþjónustunni."

En þeirra málflutningur, gæti ekki verið ákveðnari fylgisspakur málstað rússn. stjv. - - en ef aðilar á þeirra vegum, væru að semja allt þ.s. þar er flutt. Þ.e. nákvæmlega þ.s. mig grunar.

 

Punkturinn sem ég er að halda á lofti er sá, að fyrst að rússnesk stjórnvöld geta aflað sér fylgismanna í gegnum netið, þá getur "ISIS/IS" það einnig

Ég sá frétt um daginn, þ.s. kom fram að japönsk stjv. væru að rannsaka stúdenta við japanskan háskóla, sem grunaðir væru um að ætla að fara til Sýrlands og berjast með "IS": Japönsk stjórnvöld rannsaka hóp af mönnum sem þau segja að hafi haft í huga að ferðast til Sýrlands og gang í lið með "Islamic State"

Það er einmitt þ.s. fólk þarf að hafa í huga, að þær síður sem "vísvitandi halda á lofti jákvæðri sýn á tiltekinn aðila" - "hafa þann tilgang að gera lesendur jákvæða gagnvart þeim aðila" - "og á endanum í von um að afla sér nýrra fylgismanna."

  • Fólk getur nefnilega stutt "málsstað" með mjög mörgum hætti. Sem dæmi, þá eru örugglega margir fleiri en þeir sem gera sé för til Sýrlands - - sem styðja "ISIS/IS" fjárhagslega.
  • Að auki, eru örugglega margir flr. en þeir sem gera sér för til Sýrlands, sem styðja málstað "ISIS/IS" á netinu, og taka þátt í umræðum.
  • Eða í samfélagsumræðu almennt í viðkomandi landi. 

Ég hef ekki orðið var við slíka - hérlendis. En það á örugglega annað við, í stærri löndum t.d. á meginlandi Evrópu.

Málið er að, þ.e. eðlileg þumalfingursregla - - að ef 1 gerist nægilega róttækur til að "berjast" þá séu sennilega a.m.k. aðrir 10 sem eru "stuðningsmenn" en ekki nægilega róttækir til að vilja berjast sjálfir.

Þ.e. líka mín ábending, að á móti þeim sem ferðast til Sýrlands - - er sennilega 10-faldur fjöldi, sem eru virkir stuðningsmenn, án þess að fara það djúpt - að þeir gerist stríðsmenn.

  • Það er því afar líklegt, að í þeim sömu löndum -þaðan sem einhver hefur farið til að berjast með IS/ISSI- sé líklega að finna, "áhugamanna hópa sem styðja ISIS/IS - með virkum hætti." 
  • Og enn frekar, að áður en einhver fer til að berjast með "ISIS/IS" hefur slíkur hópur örugglega verið til, í einhvern tíma - og aflað sér hóps fylgismanna, áhangenda.

Meginhlutverk slíkra hópa- er líklega að "skipuleggja fjármögnun ISIS/IS" þ.e. standa fyrir fjáröflun fyrir samtökin í því landi og auðvitað útdreifa áróðri samtakanna. Þetta sé fólk, sem muni vera löghlýðið og ef maður mundi leita á heimilum, mundi ekkert augljóslega ólöglegt finnast. Annað en kannski óbeinar vísbendingar um að þau séu meðlimir.

  • Síðan er einnig hætta á að út frá þeim hópum, myndist svokallaðar "sleaper cells."

Þ.e. hópar sem skipuleggi og undirbúi hryðjuverk - en séu ekki virkjaðir til slíkra. Nema gegn skipunum frá ráðamönnum innan "ISIS/IS."

------------------------------------

  1. Ísland þarf að vera á varðbergi gagnvart þeim möguleika - - að "IS/ISIS" afli sér fylgismanna á Íslandi.
  2. Og japanska dæmið, sýnir - - að það þarf alls ekki vera, að slíkir séu af múslímskum ættum eingöngu.
  3. Þvert á móti, gæti unglingar - og ungt fólk almennt, verið einmitt viðkvæmt fyrir áróðri þeirra samtaka.

Ungt fólk sérstaklega, því að þ.e. þegar við erum unglingar, sem við förum að hugsa í víðara samhengi og áður, við kynnumst gjarnan nýjum hugmyndum - - erum móttækileg. Mörg okkar hafa ekki hugsað mikið áður, um alvarlega hluti - rennum dálítið þekkingarlítið "inn í lífið" sem er akkúrat hvers vegna, við getum orðið "fórnarlömb hættulegs áróðurs."

Þegar haft er í huga, hve mikið af málstöðum er í boði, margir sem breiða boðskap sinn á netinu, og að flestir sem eiga unglinga, eru ekkert að fylgjast nákvæmlega með þeirra netvafri - - þá er þessi hætta mjög raunverulega fyrir hendi.

Þ.e. netið sem er orðið í dag - megin dreifingarstöð áróðurs. Bæði þess sem telst ekki alvarlegur - - og áróðurs frá samtökum eins og "ISIS/IS" sem eru virkilega stórhættuleg.

  • Vandinn er sá, að "áróðurssíður" setja alltaf upp gagnrýnislausa mynd af sínum málstað.  
  • Ég bendi fólki á að opna síðuna - khilafah.is - og sjá sjált, hvernig "ISIS/IS" segir frá.

Ég þarf varla að taka fram - - að skv. þeirri síðu, eru hersveitir "ISIS/IS" hetjur. Og takið eftir - - þær sveitir eru að "frelsa svæði Kúrda" sem þær sveitir eru að taka yfir, magnað eiginlega. En það geta ekki verið margir "Kúrdar eftir á þeim svæðum" þannig að "ISIS/IS" er að taka yfir að mestu tóm og yfirgefin svæði. Eins og í gamalli sögubók sagt er um Rómverja: "They created a desert and called it peace."

 

Niðurstaða

Íslendingar þurfa að vera á varðbergi gagnvart "ISIS/IS." En þó svo að rætt sé gjarnan um þá sem gera sér för til Sýrlands. Þá er sá hópur einungis - - það sem er sýnilegur stuðningur. Það má gera ráð fyrir að "ósýnilegur stuðningur" sé líklega margfalt meiri -t.d. að á móti hverjum einum sem fer til Sýrlands, séu a.m.k. 10 fylgismenn. En hlutfallið getur einnig verið - 100.

ISIS/IS - er að afla sér fylgismanna. Í gegnum eigin vefsíður.

Ég vara við þeirri hugsun - - að halda að þeir fylgismenn, geti einungis verið af ættum múslima.

Það geti verið "hver sem er" sem er ungur, ómotaður, óreyndur - hefur lítt pælt í málum áður. 

Þetta er þekkt atferli á netinu, en mjög margir hópar sem reka málstað af einu eða öðru tagi, starfa með sambærilegum hætti, og nota síður á eigin vegum, til þess að "afla stuðningsmanna eða fylgismanna."

Og margir þeir hópar - - leita einmitt á ungt fólk. Vegna þess að "ungt og ómótað fólk" er "móttækilegra."

Langsamlega flestir þeirra hópa, eru baráttuhópar fyrir málstað - - sem ekki er hættulegur. En aðferðirnar eru mjög svipaðar.

Þ.e. einmitt dæmigert, að reka "fréttasíðu" og þá nota "fréttaflutning" til að halda á lofti "sýn samtakanna" og því í reynd að "vera með fréttir í áróðursskyni."

Oft leika baráttusamtök þann leik, "að gera sína fylgismenn tortryggna gagnvart hefðbundnum fréttamiðlum" því að "baráttusamtökin vilja stýra hugsun sinna félagsmanna" og því er það að sá tortryggni gagnvart hefðbundnum fjölmiðlum "liður í því að stjórna sýn sinna félagsmanna."

Þetta er eiginlega orðin gríðarlega - algeng aðferð. 

Ég spyr fólk, hve oft hafið þið ekki rætt við einhvern á netinu - - "sem segir ekkert að marka venjulega fjölmiðla" og "sem lætur þig fá hlekk á síðu" eða "hlekki" sem sá segir "flytja sannar fréttir" meðan að venjulegir fjölmiðlar "flytja lygar." 

Maður getur eiginlega þá vitað strax - - að þar fer einhver, sem hefur gerst fylgismaður málstaðar "sem einmitt stundar slíkt atferli" að "sá tortryggni á aðra fréttamiðla" til þess að "geta stjórnað sýn sinna stuðningsmanna" með það markmið að "gera þá að virkum stuðningsmönnum síns málstaðar."

Það er einmitt þ.s. ég hef kynnst, aðilum sem bersýnilega eru "virkir stuðningsmenn." Og auðsýna þessi einkenni.

Í flestum tilvikum, eru slík samtök ekki hættuleg. Þau eru ekki að leitast við að fá til sín "hryðjuverkamenn." 

Þannig að einstaklingar sem styðja það atferli að dreifa áróðri þess málstaðar sem þeir styðja, eru almennt séð að öðru leiti - meinlausir. 

En aðferðirnar eru svipaðar, og samtök sem "dreifa hættulegum áróðri" beita. Stuðningsmenn hættulegra hreyfinga, beita mörgum af sömu aðferðunum, þegar þær afla sér fylgismanna. 

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 758
  • Frá upphafi: 846639

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 694
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband