Er það fáránlegt að styrkja starfsmenn Fiskistofu til þess að flytja með stofnuninni til Akureyrar?

Ég ætla ekki í þessari færslu að taka afstöðu til þess - hvort það er yfir höfuð snjallt að flytja Fiskistofu til Akureyrar. Ég ætla að tjá mig um ummæli Vigdísar Hauksdóttur, þar sem hún gagnrýnir ákvörðun Sigurðar Inga, að bjóða starfsmönnum Fiskistofu 3 milljónir króna í styrk auk þess af kostnaður við flutning verður greiddur.

Ef þeir kjósa að flytja með stofnuninni Norður: Má ekki skapa „galin fordæmi“

http://www.ruv.is/files/imagecache/frmynd-stor-624x351/myndir/vigdis_4.jpg

Er það galið fordæmi?

Nú ætla ég að bera blak af Sigurði Inga - að sjálfsögðu er það fordæmisgefandi, ef Sjávarútvegsráðherra, lætur styrkja starfsmenn Fiskistofu til flutnings - um 3 milljónir króna, auk þess að beinn flutningskostnaður verður greiddur.

En til að svara því hvort það er "galið fordæmi" er rétt að rifja upp - - hver reynslan hefur hingað til verið af flutningi starfsemi á vegum hins opinbera út á land.

En rannsóknir hafa sýnt fram á, að yfirleitt flytja afskaplega fáir starfsmenn með stofnun - til annars sveitafélags, jafnvel þó flutningurinn sé ekki til héraðs sem getur talist sérstaklega afskekkt.

  1. Það sem þarf að hafa í huga, er það verðmæti sem fólgið er í þekkingu og reynslu starfsmanna.
  2. Hvaða áhrif það hefur á gæði þeirrar þjónustu eða ráðgjafar sem viðkomandi stofnun veitir, að það þurfi að ráða t.d. 95-98% starfsmanna að nýju, þannig að þeir til að byrja með jafnvel alfarið snauðir af reynslu. 

Í "fullkomnum heimi" mundu "kannski" starfsmenn flytja allir sem einn - og starfsemin ekki neitt líða fyrir flutning í annað sveitafélag.

En útkoman hefur fram að þessu verið í þá átt, að það þurfi nánast að - hefja/byggja starfsemina upp á nýjum stað - - á "0" punkti.

  • Ég held að "sanngjörn túlkun" sé sú - - að Sigurður Ingi, sé að leitast við að komast framhjá þessum grunn galla, er verið hefur við fyrri flutninga á stofnunum út á land. 
  • Ef reynslan verður sú, að 3 millj.kr. auk greidds flutningskostnaðar, dugar til þess að "sannfæra meginþorra starfsm." að flytja með stofnuninni - - þá kannski þíðir það.
  • Að þar með séu þeir ágallar er hingað til hafa verið á slíkri aðgerð - að mestu sniðnir af.
  • Sem mundi þíða, að minni andstaða yrði í framtíðinni við slíkar tilfærslur á stofnunum og þar með "opinberum störfum" út á land.

Nú þurfa menn að svara því - hver fyrir sig. Hvort viðkomandi er fylgjandi því, að dreifa frekar en nú er, opinberum störfum um landið. Það er bæði hægt að færa rök með og á móti.

 

Er þetta brot á "jafnræðisreglu"?

Ég verð að segja - að mér finnst það afar hæpið að svo sé. En jafnræðisregla er brotin, ef aðgerð gengur lengra en góðu hófi gegnir, ef það er t.d. til "vægara úrræði" sem nær líklega svipuðum árangri.

  1. Ef við íhugum vandamál við fyrri flutninga á stofnunum út á land - þá er reynslan sú. Að starfsmenn almennt flytja ekki.
  2. Sem þíðir að þekking þeirra og reynsla er þar með glötuð viðkomandi stofnun. Sem þarf þá að ráða nýja og ferska starfsmenn, síðan tekur þá nýju starfsmenn - tíma að afla sér þekkingar og reynslu. Það sé á meðan - líklegt að gæði þeirra vinnu séu um einhverja hríð. Síðri en þeirra starfsmanna, sem ekki fluttu - sem höfðu þekkingu og reynslu. Þannig að gæði þeirrar vinnu - þjónustu - ráðgjafar, sem viðkomandi stofnun veiti. Séu þá um tíma - síðri.
  3. Þeim ágalla - hlýtur að fylgja kostnaður. Sem ég veit ekki til að hafi verið greindur.

Ef þetta úrræði, að styrkja starfsmenn um 3 milljónir króna, dugar til þess að komast framhjá þessu vandamáli, að starfsmenn flytja ekki með stofnun. Þannig að flutningur leiði ekki til tapaðra gæða í veittri vinnu - ráðgjöf eða þjónustu.

Þá a.m.k. blasir ekki við neitt "augljóslega vægara úrræði" sem mundi duga.

Né mundi ég telja það sanngjarna túlkun, að líta svo á að viðkomandi úrræði, sé bersýnilega umfram meðalhóf.

  • Að óreyndu, áður en úrræðið hefur gengið í gegnum sína prófraun, sé í reynd ekkert hægt að fullyrða af eða á.

 
Niðurstaða

Fljótt á litið þá að sjálfsögðu eykur það kostnað við flutning á Fiskistofu. Að greiða starfsmönnum "3 milljónir króna + kostnað við flutning" fyrir að flytja Norður með stofnuninni. Ég vil ekki meina að sú aðgerð sé augljóslega "ómálefnaleg" - enda býr í starfsmönnum með langa reynslu, reynsla og þekking sem hefur verðmæti.

Ég veit ekki til þess enn a.m.k. að kastað hafi verið mati á það - hver hugsanlegur kostnaður samfélags hefur verið í gegnum tíðina, af fyrri tilflutningum á starfsemi stofnana. Þegar haft er í huga, að það hefur komið tími - þegar gæði veittrar þjónustu - ráðgjafar eða vinnu - - hafa liðið fyrir það að stofnun hefur þurft að hefja starfsemi á nýjum stað. Með nánast alla starfsmenn nýja.

Mig grunar að með því að "glata þekkingu og reynslu" reyndra lykilstarfsmanna - - hljóti að hafa bæst við umtalsverður viðbótar kostnaður af fyrri tilraunum til flutninga á stofnunum. Þannig að í ljósi þess, geti það "minnkað frekar en hitt endanlegan kostnað við flutning á Fiskistofu" ef aðgerð Sigurðar Inga, að styrkja starfsmenn - svo þeir flytji - verði til þess að stofnunin heldur þeirri þekkingu og reynslu sem býr í núverandi starfskröftum að mestu eða a.m.k. miklu leiti.

-----------------------------

Ég læt vera að svara því hvort sú aðgerð að flytja til stofnun, sé skynsöm eða ekki.

A.m.k. - ef það tekst að færa til stofnun, án þess að þekking og reynsla starfsmanna glatist.

Þá tekst ef til vill, að flytja í þetta sinn stofnun, án umtalsverðs tjóns fyrir starfsemi þeirrar stofnunar.

Sem mun auðvitað, ef það tekst að forða því tjóni, leiða til þess - að líklega verður horft til flutnings á fleiri stofnunum. Sem er gott, ef menn eru því fylgjandi, en kannski slæmt í augum þeirra sem eru á móti slíkum flutningum.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Hvað segja Evrópufræðin um þetta? Virka Evrópufræðin kannski illa, og jafnvel ekkert í raunveruleikanum? Virka kannski bara á mafíuskrifstofunum hvítflibbuðu?

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 21.9.2014 kl. 00:07

2 Smámynd: Kjartan Sigurgeirsson

Mér finnst aðalspurningin vera hvað það er sem réttlæti að 60 til 70 fjölskyldur séu slitnar upp með rótum og fluttar í annan landsfjórðung.  Hvort flutningsbætur eru 3 milljónir eða 10 skiptir minna máli en að rífa börn og unglinga úr umhverfi sínu af lítilli ástæðu.  Mér finnst það fáránlegt og mundi sennilega ef þetta sneri að mér aka eða fljúga á milli um helgar og leigja einstaklingsherbergi á Akureyri.

Kjartan Sigurgeirsson, 21.9.2014 kl. 13:29

3 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Það gengur sennilega ekki upp nema fyrir sérfræðing á sæmilega háum launum, þ.s. fargjöld í innanlandsflugi eru svipað há "rámar mig í" og far til Kaupmannahafnar t.d.

A.m.k. er þá fjölskyldunum bættur peningalegur kostnaður.

Hver sá sem flytur landshluta eða jafnvel landa á milli - tekur sína fjölskyldu með, er ávalt að taka slíka ákvörðun að slíta sín börn úr því umhverfi sem þau eru orðin vön, síðan kemur alltaf tími þegar þau þurfa að aðlaga sig og finna nýja vini - sem gengur misvel, stundum koma upp eineltismál.

Þú ert þá að "kvarta undan valdboðinu."

Þarna kemur að þeirri spurningu, hvort það sé það mikilvægt markmið, að dreifa opinberum störfum um landið - eða ekki.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 21.9.2014 kl. 13:49

4 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Mikið hefur verið þvælt um sérhæfða starfsemi Fiskistofu.Bull starfsemi Fiskistofu er fyrst og síðast að kanna aflaskýrslur frá skipum og vigtarskýrslur, gefa út veiðileyfi, og fylgjast með að skip fari ekki fram úr aflaheimildum, og staðfesta tilfærslu aflaheimilda.Þarna vinna 2-3 lögfræðingar, annað starfsfólk þarf enga fagmenntun.Mest af starfi Fiskistofu fer nú þegar fram úti á landi,aðeins höfuðstöðvarnar eru í Hafnarfirði.Þeir sem njóta þjónustu Fiskistofu eru fyrst og fremst útgerðarmenn fiskiskipa. Undirritaður er einn af þeim. Samtök eigenda fiskiskipa sem eru fyrst og fremst Landsamband smábátaeigenda og LÍÚ hafa ekki gert neina athugasemd við flutning höfuðstöðva Fiskistofu til Akureyrar.Allt rétt sem Vigdís segir.

Sigurgeir Jónsson, 21.9.2014 kl. 17:17

5 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Einmitt, og þú þarft alls enga bakgrunns þekkingu og/reynslu, til að "veita þá eftirfylgni" sem í því felst, að fara yfir þær skýrslur. Þetta er svipað og að halda því fram - að það skipti engu máli að hafa "lögreglumenn með reynslu."

-----------------

Bankarnir fyrir hrun stunduðu að bjóða því fólki sem starfaði innan Bankaeftirlitsins "störf" sem leiddi til mikillar starfsmannaveltu þar, og að starfsm. voru ekki neinir "reynsluboltar." Ætli það hafi ekki hjálpað þeirri útkomu, að starfsm. Bankaeftirlitsins reyndust ófærir um sitt "eftirlitshlutverk" þegar á reyndi?

-----------------

Eftirlit hefur tilgang, reynsla er erfitt að meta til fjár, því reynsla gerir fólki betur fært að vita hvenær skýrslur eru líklega réttmætar eða hvenær leitast er við að gabba yfirvöld.

-----------------

Skortur á reynslu-þekkingu þeirra sem sjá um eftirlit, gerir krimmum innan starfsgreina auðveldar um vik. Ég vona að það sé ekki þ.s. þú gerir þér vonir um.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 21.9.2014 kl. 17:50

6 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Það er nóg af mönnum fyrir norðan sem hafa reynslu af því að senda skýrslur til Fiskistofu.Fyrst þeir hafa næga þekkingu og reynslu til að útbúa skýrslur skyldi maður ætla að þeir viti hvernig þær eiga vera.En mér sínist að þú Einar hafir enga þekkingu til að fjalla um starfsemi Fiskistofu, né vitir hvaða stafsemi þar fer fram.En þú ert ekki einn um það miðað við þá fjölmiðlaumfjöllun sem fram fer um starfsemina.

Sigurgeir Jónsson, 21.9.2014 kl. 20:14

7 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Þar fyrir utan hef ég aldrei stundað neina ólöglega starfsemi og hef alltaf verið með hreint sakavottorð,og átt gott samstarf við starfsfólk Fiskistofu.

Sigurgeir Jónsson, 21.9.2014 kl. 20:16

8 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Sigurgeir, almennt gildir það - að gott eftirlit letur til svindls, meðan að slæmt hvetur til þess. Eftirlit nær aldrei öllum, en það eykur áhættu þeirra sem svindla - hjálpar til að halda svindli í jaðrinum.

Mér finnst þú tala af full mikilli léttúð um reynslu þeirra starfsm. sem eru fyrir. En ef menn sækja beint í þá sem skömmu áður, hafa sjálfir unnið við greinina. Þá er hætt við því, að "kunningsskapur" við aðila innan hennar. Grafi undan trúverðugleika þeirra sem stunda eftirlitið. 

Óþarfri að ræða málið af "hroka" - menn setja niður þegar menn haga sér með þeim hætti.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 21.9.2014 kl. 20:51

9 Smámynd: Hörður Þórðarson

Já, það er fáránlegt að borga með starfsmönnunum. Hvers vegna? Vegna þess að það er sóun á peningum sem hægt væri að spara ef fiskistofa færi hvergi.

Hvað varðar flutning stofnana af höfuðborgarsvæðinu, þá líst mér illa á það vegna þess óhagræðis sem hlýst af slíku fyrir fólk sem býr út á landi. Það er miklu betra að hafa þessar stofnanir allar á einum stað, frekar en að dreifa þeim út um allt. Í því felst hagræði fyrir þá sem vinna hjá stofnunum og hjá þeim sem þurfa að leita til þeirra.

Ef þessir starfsmenn vilja fara, þá fara þeir. Ef þeir vilja það ekki, þá fara þeir ekki. Það á ekki að vera að borga neitt. Ef ekki er hægt að færa stofnunina án þess að hún missi marga dýrmæta starfsmenn, þá á ekki að færa hana.

Ég velti því fyrir mér hvað skammsýn og illa ígrunduð byggðastefna, vinapot og atkvæðakaup hafa kostað þjóðina undanfarna áratugi. Það eru ekki lítil verðmæti sem þannig hefur verið sóað, verðmæti sem hefði mátt nýta öllum landsmönnum til góðs.

Hörður Þórðarson, 21.9.2014 kl. 23:17

10 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Fiskistofa hefur marga skipstjórnarmenn í veiðieftirlitinu og hefur hingað til talið það sem kost fremur en löst að þeir hafi unnið við greinina, svo eitthvað vantar upp á þekkingu þína á Fiskistofu Einar.Ef einhver sínir hroka þá er það mín skoðun að það sért þú.En ég býst ekki við að þú sért mér sammála.Kjördæmapot er fyrst og fremst stundað á höfuðborgarsvæðinu sem allt sogar til sín og afæturnar krefjast þess að þar skuli allt vera til stórtjóns fyrir alla.

Sigurgeir Jónsson, 21.9.2014 kl. 23:50

11 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Kanski væri skársti kosturinn að þessi blettur í kringum Seltjarnarnesið sem kallast höfuðborgarsvæðið væri bara sér ríki.Þá þyrftu þeir sem þar búa ekki að hafa áhyggur af því að þau væru að borga fyrir Landsbyggðina.Merkilegt að afætulýðurinn skuli ekki hafa stungið upp á því.Kanski er skýringin sú að lítið yrði þar um gjaldgengan gjaldmiðil. En best væri að þetta lið fái að kjósa um hvort það vilji tilheyra Reykjavík eða Íslandi. Drífa í því.

Sigurgeir Jónsson, 21.9.2014 kl. 23:57

12 Smámynd: Kjartan Sigurgeirsson

Eigi að flytja stofnanir á milli landhluta eða landa, er mun vænlegri kostur að gera það á einhverjum árafjölda. Það væri t.d. hægt að ráða fólk til starfa á Akureyri og láta starfsmannaveltu sjá um að það fjari út á höfuðborgarsvæðinu, svo er líka spurning af hverju þarf fólkið að flytja, það er alltaf að aukast möguleiki manna til að vinna að heiman þegar nettengingar eru orðnar jafn hraðar og þær eru í dag, lauflétt að halda fundi þar sem fundarmönnum er dreift um landið eins og allir sitji í sama fundarherbergi.  Það er alltaf erfitt fyrir börn að vera slitin upp með rótum, jafnvel til dæmi um alvarlegar afleiðingar þess.  Ég bara átta mig ekki á hver ávinningurinn er, en hann hlýtur að vera verulegur fyrst ráðherra tekur þessa áhættu með allar 60 til 70 fjölskyldurnar. 

Kjartan Sigurgeirsson, 22.9.2014 kl. 09:44

13 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Á ekki að borga flutning fyrir þá sem flýja land, eftir að bankarnir og lífeyrissjóðirnir eru, (með sýslumannahjálp), búnir að ræna saklausan almenning og hrekja hann úr landi? Það er að segja ef rændur almenningur hefur áhuga á að lifa og starfa áfram, eftir áfallið af sýslumanna/banka-ránunum!

Almættið algóða hjálpi þeim sem eru að taka 90% lán þessa dagana hjá glæpa-okurbönkunum, til þess eins að falla í sömu gryfjuna og þeir sem voru bankarændir síðast!

Hvenær lærir fólk þá staðreynd, að bönkum á Íslandi er ekki treystandi núna, frekar en fyrr!

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 22.9.2014 kl. 11:38

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 715
  • Frá upphafi: 846645

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 653
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband