Poroshenko virðist bjóða uppreisnarmönnum í A-Úkraínu, sjálfstjórn og fulla sakaruppgjöf!

Þetta virðist vera mun betra tilboð en hafði komið fram snemma í vor, þegar Poroshenko bauð einungis sakaruppgjöf til þeirra sem að hans sögn, "væru ekki sekir um alvarlega glæpi" en nú virðist tilboðið gilda um "alla þátttakendur í átökum" - að auki fái svæði uppreisnarmanna "mjög verulega sjálfstjórn."

Ukraine Proposes ‘Special Status’ for Breakaway Regions

Fresh shelling in Ukraine's Donetsk puts ceasefire under more strain

"...the Ukrainian government submitted a draft law to Parliament on Monday that would grant “special status” to the breakaway Donetsk and Luhansk regions for three years."

  1. The main points include amnesty for those who participated in the “events” in those regions;
  2. the right to use Russian as an official language;
  3. the election of local councils;
  4. funds for social and economic development from the state budget;
  5. and the right to form local police forces. "

Þetta gildir þó einungis í 3-ár.

"A woman's body lay on a sidewalk after shelling near the Donetsk international airport on Sunday."

 

En ég reikna með því, að þetta sé "hugsað til bráðabirgða" meðan að samningar mundu væntanlega vera í gangi um - - endanlegt fyrirkomulag.

  • Ég held þó að augljóst sé, að "sakaruppgjöf verði að vera endanleg" - - > en þó er það sanngjarnt að binda hana við; samþykki formlegs friðarsamkomulags.
  • Það hefur alltaf verið ljóst, að miðað við íbúasamsetningu Úkraínu, þá verður rússn. að vera "jafn rétthátt tungumál."
  • Að héröðin "haldi eftir hluta af skattfé" til eigin nota - - er eðlilegur hluti af auknu sjálfforræði.
  • Og sjálfsögðu að, til staðar sé sérstakt "héraðs þing" og "lögregla."

Bendi á að fylkin í Bandaríkjunum, þau hafa sannarlega "eigin lögreglulið" - "eigin fjárlög" - "fá hluta af skattfé til sín" - og hafa "eigin þing."

Fylkin í Bandar. eru samt ekki "full sjálfstæð" - - en mér virðist sjálfforræði fylkjanna í Bandar. geta verið fyrirmynd.

Eitt sem þau hafa ekki - - er "eigin utanríkisstefna."

Utanríkismál - - eru alríkismál.

Það gæti verið töluvert bitbein um utanríkismál í Úkraínu.

En ef þ.e. krafa um það, að A-héröðin "megi fylgja eigin utanríkisstefnu" þá er verið að taka "sjálfforræði" það langt - - að það líkist þá meir "fullu sjálfstæði" en "takmörkuðu sjálfforræði bandar. fylkja."

Þ.e. afar vafasamt, að Kíev sé áhugasöm, um að ganga það langt.

  1. Deilan verði líklega ekki um það, hvort að A-Úkraína fái aukna sjálfsstjórn.
  2. Heldur um það, akkúrat hve mikla.

En mér hefur virst tillögur Pútíns, benda í átt til það mikillar sjálfstjórnar - að það væri nánast það sama og að leggja miðstjórnarvald í Úkraínu af, þ.e. leggja þjóðríkið Úkraínu niður.

Ef slíkum hugmyndum er haldið til streitu - - þá gæti þetta endað án samkomulags.

Og hugsanlega stríðið blossað upp að nýju!

 

Niðurstaða

Þessar tillögur sem nú koma fram, eru þær tillögur sem Kíev hefði átt að koma fram með í vor. Þegar Poroshenko var nýkjörinn, og það voru haldnir fundir um hugsanlega lausn deilunnar milli stjv. og uppreisnarmanna í A-Úkraínu.

Það getur verið, að úr því sem komið er, komi þessar tillögur of seint. Að mál hafi þegar þróast það langt. Að þeim verði snarlega hafnað - - og að Kíev standi einungis frammi fyrir þeim valkostum að gefa að fullu eftir -sem líklega þíddi nýja byltingu í Kíev- eða að átökin fara að nýju í fullan gang.

Það gæti verið líklegri niðurstaðan.

Eins og ljósmyndin að ofan sýnir - hafa við og við orðið "vopnahlésbrot." Virðist lítið þurfa af að bregða, til þess að bardagar fari í fullan gang að nýju. Þá óttast ég, að átökin breiðist hugsanlega víðar um landið, sérstaklega í S-hlutanum.

En nú með öflugan stuðning rússn. hermanna, getur verið að uppreisnarmenn hafi styrk til að sækja fram til S-Úkraínu.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mér skilst að ástæða þessa sé sú að herinn sé uppþurrinn af vopnum.  Og þeir sem stóðu að árásinni á austur Ukrainu, hafi krafið Poroshenko um meiri vopn, annars komi þeir til Kiev og taki vopnin.  Hinir, í austurhlutanum hafa skrifað "til Kiev" á bílanna.

Nú reynir á það hvar Putin sé í málunum ... ef þetta verður samþykkt, þá er Putin andstæður stríðinu yfir höfuð.  En þó svo að hann samþykki, þá er mjög líklegt að nazistarnir muni gera alvöru úr málunum, en Proshenko hefur enga stjórn á þeim.  Ef nazistarnir fá fleiri vopn, skiptir engu máli hvaða samningar verði gerðir ... þeir hætta ekki fyrr en Rússar í Ukraínu eru allir, eða Rússland gangi inn.

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 16.9.2014 kl. 09:45

2 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Hvað á þá að bjóða bófunum frá Kiev? https://www.youtube.com/watch?v=ZWIUKAtdaX8

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 16.9.2014 kl. 09:57

4 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Verð eiginlega að kvarta undan þessum athugasemdum: Eitt er algerlega öruggt þ.e. að uppreisnarmenn eru ekki augljóst líklegri að segja sannleikann, heldur en stjv. í Kíev. Að sama skapi, eru netmiðlar sem hygla uppreisnarmönnum, langt í frá liklegri að vera með sannleikann á lofti - heldur en Vestrænir risafjölmiðlar. Síðan, er orðalagið "fasistar" eða "glæpamenn" - ekkert sanngjarnara þegar því er beitt á stuðningsmenn stjv. heldur en ef því væri beitt á uppreisnarmenn sjálfa, og þeirra stuðningsmenn.

---------------------------------

**Menn eiga almennt séð ekki að beita því orðalagi sem aðilar í stríðsátökum, beita hvern annan - - sbr. ekki að nota orðalag þ.s. uppreisnarmenn nota yfir stuðningsmenn stjv. eða stjv. - - ekki heldur að beita því orðalagi sem stjv. beita á uppreisnarmenn þ.e. "hryðjuverkamenn" - "glæpamenn" o.s.frv.

**En þið getir verið gersamlega vissir um, að aðilar í átökum, leitast við eins og þeir geta - "að sverta sína andstæðinga í málflutningi" - "það að sjálfsögðu á við báða aðila.

---------------------------------

Orðalag hvors um sig um hinn aðilann, er því ákaflega líklegt að vera "hlutdrægt" þ.e. "ósanngjarnt."

**Ég fer því þess á leit, að þið kallið ekki stjv. eða stuðningsmenn þeirra, "fasista" eða "glæpamenn" - þó svo að uppreisnarmenn noti það orðalag og gjarnan netmiðlar sem styðja uppreisnarmenn, því það sé augljóst "hlutdrægt orðalag" - - það sé heimskulegt að nota það; þá gera menn sig ómarktæka í málflutningi, því þ.e. þá svo klárt að viðkomandi er hlutdrægur.

**Að sjálfsögðu, á þá ekki heldur, að kalla uppreisnarmenn "glæpamenn" eða "hryðjuverkamenn" - það sama gildir að slíkt er hlutdrægt og því er beiting þess, vísbending um "hlutdrægni þess sem notar það" og því að sá sé líklega "ómarktækur."

------------------------

Ef þið viljið vera marktækir - þá eigið þið að nálgast málið "án augljósrar hlutdrægni."

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 16.9.2014 kl. 15:10

5 Smámynd: Snorri Hansson

Hér er Poroshenko loksins farin að tala um leið til lausnar. En þetta er ekki auðvelt þar sem  hluti íbúa landsins er æstur í að komast í faðm ESB sem austurhlutanum finnst fjarstæða.

 Það er einnig flókið mál að sætta mál þegar hluti þjóðarinnar hefur  rekið líðræðislega kjörin yfirvöld  landssins af stóli og það með aðstoð erlendra afla.

Snorri Hansson, 16.9.2014 kl. 15:18

6 Smámynd: Borgþór Jónsson

Þessi samningasdrög renna stoðum undir það sem ég hef sagt allan tímann.Það var á engum tímapunkti þörf á að beita hervaldi í þessari deilu.

Það verður reyndar erfiðara að ná samkomulagi eftir þessar stríðsaðgerðir Kiev stjórnarinnar,en þetta tilboð Poroshenko hefði örugglega runnið í gegn fyrir stríð.

Það er afar leitt að Kiev stjórnin ákvað að leysa þetta mál með bandarísku aðferðinni í stað þess að reyna að ræða við þetta fólk.

Næsta skref væri svo að halda samningafundi ESB ,rússa og úkrainumanna til að leysa máliin í sambandi við viðskifti Úkrainu við þessi ríki og ganga frá því að úkraina verði hlutlaust ríki. Þá getur aftur ríkt friður í Evrópu.

Vonandi verður þetta í síðasta skifti sem bandaríkjamönnum tekst að stofna til borgarastyrjaldar í Evrópu,ég held að fólk sem fylgdist með þessari atburðarás hafi lært nokkuð af þessu og handbendi bandaríkjastjórnar eigi í framtíðinni erfiðara með að hleypa upp samfélögum á meginlandi Evrópu.

Borgþór Jónsson, 16.9.2014 kl. 16:38

7 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Boggi, ég sé ekki "viðskiptavandann" en Ísl. er aðili að EES, sem er mjög svipaður samn. og sá sem Úkraína og ESB er að staðfesta. Það að við erum í EES, með engum hætti - hindrar að við eigum viðskipti við Rússland. Eða að við framleiðum varning fyrir rússl. markað. Ég sé ekki eiginlega þennan "viðskiptavanda."

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 16.9.2014 kl. 17:58

8 identicon

Einar, þetta er enginn hlutdrægni í málinu. Það sem Vilhjálmur bendir á, er vægast sagt "ógeðslegt" ...

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 16.9.2014 kl. 18:01

9 Smámynd: Borgþór Jónsson

Viðskiftavandinn felst í því að Úkraina hefur samning við Rússland um svo til opin landamæri.Samskifti þessara þjóða hafa verið mjög í anda EES samningsins.

Putin hefur sagt að ef Úkraina gerir "EES" samning við ESB geti það fyrirkomulag ekki haldið,heldur fari viðskifti þessara landa í sama farveg og viðskifti Rússlands við lönd ESB.

Fyrir þessu eru skiljanlegar ástæður þar sem að við óbreytt ástand gæti varningur flætt frá ESB til Rússlands án þeirra takmarkana sem gilda milli þessara aðila.

Putin hefur ekki hótað að hætta viðskiftum aðeins að þau fari í sama farveg og viðskifti þeirra við aðrar Evrópuþjóðir.

Þetta mundi skaða samkeppnisaðstöðu úkraniskra fyrirtækja og örugglega í mörgum tilfellum leggja þau að velli því oft er rússland og miðasíumarkaðir einu viðskifta vinir þessara fyrirtækja.

Það var þetta sem fyrrverandi forseti Úkrainu vildi ræða við ESB og Rússland í þríhliða viðræðum,en ESB neitaði að taka þátt í.

Endirinn varð sá að Yanukovych frestaði að skrifa undir samninginn við ESB og við þekkjum rest.

Ég er nokkuð klár á að ESB mundi ekki líða það að t.d. pólverjar mundu gera annan EES samning við Mexico.

Borgþór Jónsson, 16.9.2014 kl. 19:10

10 Smámynd: Borgþór Jónsson

Ég hef oft hugsað um hvað varð til þess að Yanukovych gerði samning við ESB sem hann ætlaði augljóslega aldrei að skrifa undir.

Við skulum hafa í huga að viðbrögð rússa hafa örugglega ekki komið honum á óvart ,þekkjandi Vladimir Putin og að auki hefur Putin örugglega ekki legið á skoðunum sínum í viðtölum þeirra á milli.

Við skulum líta á af hvaða hvötum málsaðilar stjórnast,fyrst Rússland.

1.Rússland vill hafa Úkrainu sem "buffer state" annaðhvort sem hlutlaust ríki (Ekki í NATO) eða helst í nánara viðskifta og stjórnmálasambandi við Rússland.

Aftur í aldir hafa rússnesk stjórnvöld að gefnu tilefni leitast við að hafa svona "buffer state" á landamærum sínum og hafa nálgast það með misjöfnum hætti.

Stalín t.d. tilkynnti þegnum sínum eftir WW II "Það verður aldrei aftur barist á rússnesku landi" og í framhaldi kom hann á leppstjórnum í löndum sem skildu að Rússland frá V Evrópu og stjórnaði þeim ríkjum af mikilli röggsemi.

Putin aftur á móti reynir að ná sama árangri með samningum ,styrkjum og viðskiftatengslum.

2 Í Úkrainu er mikill fjöldi rússa sem eru í raun rússar í rauntíma.

Þeir eru ekki eins og t.d fjarskildir vesturíslendingar sem við höfum töluverðar taugar til ,heldur eru beinlinis systur og bræður ,afar og ömmur sem búa á vixl á milli landa.Þetta fólk skiftir milljónum.

Þetta skapar sérstök tengsl og mikinn vilja til að hjálpast að í erfiðleikum.Ég hygg að rússar almennt hafi verið mjög sáttir við að Rússland styrkti Úkrainu og megi ekki til þess hugsa að Úkraina yrði NATO ríki með vopnabúri sem beindist gegn Rússlandi. Ég held að Úkrainiskum rússum hafi líka súrnað í augum að setja upp eldflaugar sem beinast gegn systkynum þeirra og foreldrum.

Ef menn skilja þetta ekki skilja þeir ekki neitt.

Ég held til dæmis að við yrðum tregir að láta land undir vopnabúnað sem væri ætlaður til að tortíma Færeyjum ,þó þeir séu okkur fjarskildir.

Ég held að þetta sé það atriði sem vesturveldin flöskuðu á þegar þau ákváðu að skifta um stjórn í Úkrainu.Þau höfðu einfaldlega ekki skilning á þessum nánu fjölskildutengslum milli þessara landa.

'Eg held að Úkrainiskir rússar hafi að mestu unað því ágætlega að búa í Úkrainu,enda funkeruðu austurhéruðin og rússland nánast eins og eitt land.

3 Herstöðin í Sevastapool sem er rússum mjög mikilvæg.

Það er eflaust margt fleira sem markar afstöðu rússa til Úkrainu,en ég tel að þetta séu meginatriðin.

Frá hendi Úkrainu er þetta flóknara og gildir ekki það sama um austur og vesturhlutann.

Afstaða A Úkrainumanna er að flestu leiti eins og rússa ,en vestur Úkrainumenn eru af öðru sauðahúsi og afstaða þeirra til rússa er með allt öðrum brag.

Þar markast afstaða almennings meira af endurminningum um harðstjórn Stalins og eftirmanna hans og í mörgum tilfellum er hatur þeirra á rússum djúpt.

Þar eru fremstir í flokki fólk sem ég ætla í tilefni af friðarsamningatilraununum að kalla öfgasinnaða þjóðernissinna.

Flestir hafa þó hófsamari nálgun,en ég held að það sé óhætt að segja að rússar eru ekki sérlega vinsælir í vesturhéruðunum.

Yanukovych var örugglega með öll þessi atriði á hreinu og mjólkaði rússnesk stjórnvöld til hins ítrasta af styrkjum og allskonar greiðslum sem runnu svo rakleiðis til oligarka honum tengdum ,en lifskjör almennings fóru stöðugt versnandi.

Margir halda að Yanukovych hafi verið einhver sérstakur vinur Putins,en svo er ekki.

Putin fyrirlítur Yanukovych innilega fyrir að svíkja þjóð sína og fyrir þetta stöðuga betl hans.

Honum var þó nauðugur einn kostur að láta sé lynda við manninn svo hann gæti náð markmiðumm sínum.

Þess eru merki að Putin hafi verið farinn að draga lappirnar í styrkveitingum til úkrainisku oligarkanna og verið orðinn of sjálfsöruggur með samband sitt við Úkrainu.Úkraina væri orðin svo háð Rússlandi að þeir gætu ekki skorið á böndin.

En Putin hafði ekki reiknað með einu.

Yanukovych gengur til samninga við ESB.

Ekkert gat vakið Putin hastarlegar upp af draumum sínum og þegar hann sér fram á að samningar munu nást milli ESB og Úkrainu slengir hann inn á borðið 17 milljarða láni.

Yanukovych klárar þó samninginn ,til að það verði engin undanbrögð hjá Putin,en frestar að undirrita hann.

Honum er ljóst að honum muni aldrei lánast að svíða svo háa upphæð út úr staurblönku ESB og 17 milljarðar dollara fara jú reglulega vel í vasa.

Hann hefur jafnframt kennt Putin þá lexíu að honum líðist enginn slóðaskapur með greiðslurnar.

En Yanacovitch hafði ekki reiknað með einu.

ESB sem hafði gert sér miklar væntingar sér nú hvernig komið er og kostar uppþot gegn Yanukovych sem hefur gengið undir nafninu Maidan byltingin. ESB vill alls ekki missa af þessum bita og vera haft að fífli í leiðinni.

Fyrir höfðu verið mótmæli fólks sem hafði verið lofað gulli og grænum skógum af ESB,en nú var blásið í glæðurnar og fólki voru greidd laun fyrir að mótmæla og kröfunum breitt frá því að vera kröfur um undirritun samningsins í að Yanakovitch yrði að víkja.

ESB sætti sig ekki við kallinn,enda hafði hann sýnt sig í að vera fláráður skratti.

Þetta endar svo með að ESB semur frið við Yanukovych gegn því að hann láti af völdum,að hluta til strax en endanlega að loknum kosningum sem yrði flýtt.

Nú var ESB búið að koma ár sinni fyrir borð og hölluðu sér makindalega aftur í sófasettinu.

En ESB hafði ekki reiknað með einu

Neokonarnir í bandaríkjunum höfðu líka verið að undirbúa byltingu árum saman sem hafði í meginatriðium allt önnur markmið en bylting ESB.

Sú bylting hafði að markmiði NATO aðild Úkrainu sem hafði verið samþykkt á leiðtogafundi í Bukarest 2009 í forsætisráðherratíð Yuliu Tymoshenko sem skömmu áður hafði heimsótt Bush í Hvíta húsið.

Evrópumenn sem höfðu sýnt lítinn áhuga á að framfylgja þessari áætlun ,enda meðvitaðir um þau átök sem slíkt mundi þýða.

Bandaríkjamen höfðu aftur á mót unnið að þessu hörðum höndum fyrst í samvinnu við Yuliu Tymoshenko meðan hennar naut við,en síðan með öfgasinnuðum þjóðernissinnum.

Nú þurfti snör handtök ef "focking EU" átti ekki að eyðileggja þetta margra ára erfiði.

Það voru sendir út menn til að hleypa upp samkomulaginu. Þetta hefur gengið undir nafninu "Morðin á Maidan"

Nú hölluðu Neokonarmir sér makindalega aftur í sófanum ,verandi búnir að tryggja ríkisstjórn í Úkrainu sem var mjög fjandsamleg rússum og NATO og Sevastapol nánast í höfn.

En það var tvennt sem þeir höfðu ekki reiknað með og nú rekur hvert reiðarslagið annað.

Fyrst leita Krímverjar skjóls hjá rússum og sameinast Rússneska Sambandslýðveldinu,þeir eru komnir heim eins og þeir segja gjarnan.

Sevastapool fýkur út um gluggann ,nánast á einni nóttu.

Næst gera íbúar Donbass uppreisn og krefjast aukinnar sjálfstjórnar og aukins hlutar í skattekjum ríkisins ásamt nokkrum öðrum minniháttar kröfum.

Nú er sjálf NATO aðildin í hættu. Uppreisnarmenn virðast ósveigjanlegir og þessu verður eingöngu svarað "The American style" ef vel á að fara.

Það verður að drepa helvítin,við semjum jú ekki við "hryðjuverkamenn"

USA sendir sína bestu menn ,forstjóra CIA og Joe Biden til að púrra upp úkrainska herinn sem er frekar áhugalítill um þennan hernað og að lokum tekst þeim að koma á almennilegum bardögum

Eftir þessa leikfléttu Yanakovitch sem átti að skila honum og félögum hans ríkulegum arði ,stendur hann nú uppi "bláfátækur" landið í borgarastyrjöld og oligarkarnir margir hverjir að tapa mjólkurkúnni sem hafði fætt þá svo ríkulega gegnum árin.

Oft er betur heima setið en af stað farið.

Borgþór Jónsson, 16.9.2014 kl. 22:10

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 62
  • Sl. sólarhring: 62
  • Sl. viku: 88
  • Frá upphafi: 846720

Annað

  • Innlit í dag: 61
  • Innlit sl. viku: 87
  • Gestir í dag: 60
  • IP-tölur í dag: 59

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband