Veldi Kína í Mið-Asíu vex hratt, meðan eru áhrif Rússlands á hröðu undanhaldi - verður Rússland leppríki Kína?

Þetta er ákaflega merkileg atburðarás sem hefur verið í gangi "eftir 2000" - sem er tilfærsla Mið-Asíu frá Rússlandi yfir til Kína. Það hefur blasað við mér lengi, að svona mundi óhjákvæmilega fara, þ.s. að Rússland eigi ekki nokkurn möguleika til þess, að keppa við Kína á jafnréttisgrundvelli.

  • Ef eitthvað - kemur þó hraðinn á undanhaldi áhrifa Rússlands á óvart; en sá hraði er svakalegur!
  • Mig virkilega grunar - að það sé ekki tilviljun, að Rússland sé að nýju, að "hefja átök við Vesturveldi" á sama tíma, og veldi Rússlands á Mið-Asíusvæðinu, hnignar hratt!
  • Ég held að tvímælalaust, verði að skoða þær atburðarásir í samhengi, þ.s. þróunin í Mið-Asíu, að auðlyndir Mið-Asíu streyma til Kína í hratt vaxandi mæli, þíðir að Rússland hefur nú þegar tapað af mjög miklum tekjum, sem áður runnu til Rússlands.
  • Það sé ekki tilviljun, að seinni ár - sé hagvöxtur í Rússlandi á hröðu undanhaldi, þ.e. á sama áratug, og Rússland er bersýnilega - - að missa tekjurnar er Rússland áður hafði af auðlyndum Mið-Asíu.

Ég hef varpað fram þeirri kenningu: að Rússland sé með aðgerðum sínum í Úkraínu, að einhverju verulegu leiti, að bæta sér upp það tjón, sem Rússland hefur þegar orðið fyrir á Mið-Asíusvæðinu, og mun halda áfram að ágerast!

  1. En eins og ég benti á í færslunni - Yfirtaka Rússlands á Krímskaga, getur hafa snúist um olíu - þá færast hugsanlega gríðarlega verðmæt hafsbotnsréttindi yfir til Rússlands, með yfirtöku Rússlands á Krím-skaga. Mig grunar að sú yfirtaka "geti hafa snúist einmitt um þær vonir um framtíðar auðlyndir undir botni Svartahafs." Takið eftir í færslunni, kortinu af svæðaskiptingu lögsögu Rúmeníu." En skv. fréttum vitnað í innan færslunnar, voru stjv. í Kíev í samn. viðræðum v. erlend olíufélög um sambærilega svæðaskiptingu.
  2. Ég bendi einnig á, að "tilfærsla" Luhansk/Lugansk -eftir því hvort rússn. eða úkrínska útgáfa nafnsins er notuð- og Donetsk héraða, mun ef gerist, færa mikilvægar auðlyndir aftur inn fyrir landamæri Rússlands, þ.e. enn gríðarleg kolalög í svokallaðri Donbas lægð, að auki má ekki líta framhjá iðnaðinum á Donbas svæðinu, þ.e. þessum tveim héröðum, sem byggist á þessum kolalögum, og enn þann dag í dag - - framleiðir varning sem er mikilvægur fyrir Rússland sbr. Antonov flutningavélar - Zenit eldflaugar sem notaðar eru til geimskota - skriðdreka og aðra brynvagna - og margt flr. Hafandi í huga hve mikinn hag Rússland hefur af því að tryggja efnahagsleg yfirráð yfir kolalögunum og iðnaðinum á Donbas - þá skapar það að lágmarki, mótíf fyrir Rússland að vilja færa þau héröð "inn í það ástand að áhrif Rússland yfir þeim séu trygg."

Það er algerlega öruggt - - að efnahagslegt tjón Rússland vegna yfirtöku Kína á auðlindum Mið-Asíu, er þegar orðið mjög mikið! Og fer áfram, vaxandi!

Það er a.m.k. hugsanlegt - - að Rússland sé að bæta sér það tjón upp að einhverju leiti, með því að "færa mikilvægar auðlindir" frá því að "tilheyra Úkraínu" - "undir trygg rússn. yfirráð."

Hvað sem menn halda fram um ástæður Rússlands - - þá er það algerlega ljóst; að tilfærsla Luhansk og Donetsk yfir á trygg rússn. yfirráð og yfirtakan á Krím-skaga; leiða til umtalsverðs hugsanlegs langtíma efnahagslegs ávinnings fyrir Rússland!

Mín skoðun er, að í leit að ástæðum, í leit að skilningi á markmiðum aðila, eiga menn að skoða - - hver græðir -annars vegar- og -hins vegar- hver tapar!

The struggle for Central Asia: Russia vs China

China’s energy footprint in Central Asia

Chinese energy investments drive Moscow’s interests in Central Asia

China-Central Asia “Twin-Track” Energy Cooperation

Central Asia’s Energy Rush

Central Asia: a major player in the oil and gas energy industry

http://fs.huntingdon.edu/jlewis/syl/ircomp/Maps/AsiaCaucasus-CentralAsia.gif

Yfirtaka Kína á Mið-Asíu, heldur áfram á blússandi fart!

Ég skoðaði þetta mál fyrir nokkrum mánuðum: Ég tel þrátt fyrir allt að vesturlönd og Rússland, ættu eigin hagsmuna vegna að vera bandamenn  - þar sem ég ályktaði, að Rússland eigi ekki nokkurn möguleika á að keppa við Vesturlönd með Kína andandi ofan í hálsmálið af hratt vaxandi styrk. Af þeim möguleikum sem Rússland stendur frammi fyrir - - væri sá minnst slæmur, að bæta samskiptin við Vesturveldi - hætta stórvelda samkeppni við þau - nota samvinnu við þau sem "mótvægi við Kína."

  1. "All of this made the May 21 deal to bring 38 billion cubic metres of gas from Russia to China annually a logical step for Beijing. Signed following the international fallout from Russia’s invasion of the Crimea it is assumed that the terms of the estimated US$40 billion (240 billion yuan) deal were more favourable to China than Russia, Moscow’s diplomatic isolation speeding up the conclusion of an agreement that was years in the making." - - - > Takið eftir umfangi samnings Rússlands við Kína.
  2. "The Chinese-Turkmen gas network offers even more potential for dizzying expansion. Built by Chinese companies with cheap Chinese credit it will encompass lines A, B and C, already transporting gas east through Uzbekistan and Kazakhstan, and Line D, agreed upon by China, Uzbekistan, Tajikistan and Kyrgyzstan. This fourth line will take Chinese imports of Turkmen gas up to 65 billion cubic metres per year upon its expected completion in 2016." - - Já þið tókuð rétt eftir, þegar Kína klárar sína 4-gaslínu til Túrkenistan, þá mun útflutningur Túrkmena á gasi til Kína nema 65 milljörðum rúmmetra per ár.
  3. "The residents of Dangahra, Tajikistan don’t seem to know much about the oil refinery Chinese workers are building in a Special Economic Zone just outside their town, but if they did, they probably wouldn’t have much to say. Dangahra is firmly rooted in Tajik president Emomali Rakhmon’s political heartland, and one of the few places in a republic dependent on wages sent back from workers abroad where jobs are being created for locals. It is an ideal place for China to nestle such a strategic investment." - - > Og þar með, eiga Kínverjar forseta Takjikistan!
    "The facility, which will be operated by 90% stakeholder Dongying Heli Investment and Development, is just piles of building materials at the moment, but when it is completed in 2016 it will aim to supply the domestic market with over 1 million tonnes of petrol and diesel annually, breaking Tajikistan’s dependence on Russian refined fuel products." - - > Og þar með hafa Kínverjar stigið stórt skref í því að færa Tajikistan af yfirráðasvæði Rússlands yfir á sitt!
  4. "Another Chinese refinery of similar scale has already been built in Kara-Balta, an industrial city in energy-poor Kyrgyzstan, and a smaller sister facility is being built in Tokmak, another Kyrgyz city. Crude for these two may eventually come from China’s oil fields in Kyrgyzstan’s northern neighbour, Kazakhstan, while Tajikistan’s refinery could one day be supplied by Tajik crude: China National Petroleum Company are one of several companies exploring major, untapped oil reserves in the republic’s south-west." - - > Og þar með eru Kínverjar að auki, að tryggja sér Kyrgyztan.
  5. "The China-Kazakhstan pipeline has been built in several stages with further ‘spurs’ possible, perhaps even one moving south towards Kyrgyzstan and the Kara-Balta refinery. Currently connected to more modest, but still significant, oil fields in western Kazakhstan, it will link up with Kashagan - in which CNPC secured a US$5 billion stake last year - after that field comes on line in the near future." - - > Og Kína er þegar farið að flytja inn hluta af olíu og gaslindum Kasaka, er með mikil fjárfestingaáform uppi, um fjárfestingar í frekari nýtingu auðlinda Kasakstan - ásamt því að ég er viss um, að frekari leiðslur verða reistar milli Kína og Kasakstan í framtíðinni.
  6. "China overtook Russia as the region’s largest trade partner in 2010, with deals reaching $46 billion in 2012, compared to Russia’s $27 billion." -  -> Takið eftir, verðmæti viðskipta Mið-Asíu við Kína, var þegar orðið nærri 2-falt meira við Kína en Rússland árið 2012.
  7. "52 percent of Chinese natural gas imports come from Turkmenistan." - - > Túrkmenistan sér Kína fyrir rétt rúmlega helmingi af allri neyslu kínverja á Gasi. Þetta er mikilvægt atriði, því það sennilega þíðir, að Kína mundi mæta Rússlandi af fullri hörku - með eigin herafla - ef Rússland mundi gera tilraun til þess, að skaða þessi viðskipti.
  8. "However, potential economic sanctions imposed by the West could have a more profound resonance in Central Asia. Kazakhstan is currently the only Central Asian member of the Russian-sponsored Customs Union and Moscow’s key ally in the region." - "Yet, the country is feeling the consequences of Russia’s failing economy. The situation can only get worse if Russia’s economy continues to deteriorate. The Kazakh tenge currency has already devalued by 19 percent in February following the devaluation of the Russian rouble." - "The potential collapse of the Russian economy and Vladimir Putin’s indirect calls for the restoration of the Soviet Union are likely to make CA countries more uncomfortable about further integration with Russia, and might help them see China as the better alternative." - - > Mér finnst þetta ágætir punktar - að ef eins og líklegt virðist að  efnahagslegar refsiaðgerðir Vesturlanda skaða rússneskan efnahag verulega, þá gæti það aukið enn á hraða hnignunar rússn. efnahags áhrifa í Mið-Asíu. Þar með, að enn hraðar en áður, muni fjara undan áhrifum Rússlands á því svæði. Það má jafnvel vera, að skoða megi samning Rússa við Kínverja um orkusölu - er virðist hafa verið á kjörum -mjög hagstæð fyrir Kína- sem nokkurs konar uppgjöf Rússlands gagnvart ásælni Kína

http://upload.wikimedia.org/wikipedia/commons/7/74/Russia%27s_population_density_by_region.jpg

Það er áhugavert að skoða kort af dreifingu íbúa Rússlands eftir þéttleika byggðar, í samhengi við vaxandi áhrif Kína

  • Athygli vekur að svæðin í Rússlandi sem næst eru Mið-Asíu, og næst eru Kína!
  • Eru öll fremur strjálbýl - að auki eru þau tiltölulega fátæk og vanþróuð.

Eins og ég vakti athygli á í færslunni -  Að halla sér að Kína getur verið leikur að eldinum fyrir Rússland  - þá á Kína gamla harma að hefna gagnvart Rússlandi.

  1. Mér finnst afar ólíklegt - að Kína sé í nokkrum skilningi "vinur Rússlands."
  2. Heldur tel ég afar líklegt, að sá samningur sem Rússland gerði nýlega við Kína, sýni tóninn á viðskiptum Kína og Rússlands - - > ef átök Rússlands við Vesturveldi halda áfram.
  3. Það er, að "Kína gangi á lagið" - - en skv. fréttum eru kjör á gassölu ákaflega óhagstæð fyrir Rússland.
  4. En þ.e. rökrétt útkoma, að Kína leggist þá á Rússland um að selja sér gas á hagstæðum fyrir Kína kjörum - - > Útkoman verði sú, ef Kína mun taka við af Evrópu sem meginmarkaður Rússlands fyrir gas, þá munu tekjur Rússa af gassölu sennilega verða verulega minni.
  5. Útkoman af gasviðskiptum við Kína, verði verulega óhagstæðari, en ef Rússland heldur sig áfram við það að eiga viðskipti við Vesturlönd með olíu og gas.
  • Vandi Rússlands, er að Rússland er að "mestu landlukt" og á "fáar góðar hafnir" - - sem leiðir til þess, að markaðs lönd þess, eru þau lönd sem eiga landamæri nægilega nærri Rússlandi.
  • Kínverjar eru með öðrum orðum, að notfæra sér það ástand, að ef markaðir á Vesturlöndum lokast á Rússland, þá verður Kína markaður nánast eini mögulegi markaður B. Sem gefur þá Kína sjálfdæmi um verð.
  • Með öðrum orðum, að þá getur Kína beitt Rússland "nákvæmlega sömu bolabrögðum" og "Rússland áður beitti Mið-Asíu lýðveldin" með því að notfæra sér það "að vera eina leiðin fyrir þeirra afurðir á markaði" sem Rússland á árum áður notfærði sér með þeim hætti að "kaupa af þeim þeirra afurðir á mjög lágum verðum" - svo græddi Rússl. með því að selja þær afurðir á mun hærra verði inn á Vestræna markaði.

Útkoman er þá, að Rússland verður þá í vaxandi mæli - - efnahagslega háð Kína.

Það tel ég, að mundi leiða til "efnahagslegra áhrifa" kínv. aðila innan Rússlands, er mundu ágerast eftir því sem árin líða.

Sem ég tel að mundi leiða til, vaxandi pólit. áhrifa innan Rússlands, frá fjársterkum kínv. aðilum.

Með öðrum orðum, að smám saman öðlist "Kína" - áhrif á pólit. ákvarðanatöku innan Rússlands!

  • Þetta gerist eðlilega fyrst innan héraða næst Kína.
  • En síðan eftir því sem þau áhrif verða víðtækari, er vel hugsanlegt að þau áhrif, færist yfir í landstjórnmál.
  1. Á endanum gæti það orðið góð spurning - hvor ræður meiru í Rússlandi.
  2. Kínverjar - - eða Rússar sjálfir.

Þetta er þ.s. ég vil meina, að ógnin sem Rússlandi stafar af Kína.

Sé miklu mun meiri, en sú ógn sem Rússlandi stafar af Vesturlöndum.

  1. Ég sé ekki nokkra ástæðu þess, af hverju Kínverjar ættu að vilja púkka upp á núverandi elítu er stjórnar Rússlandi.
  2. Þeir mundu á einhverjum tímapunki, styðja til valda þá sem eru vinsamlegir frekari áhrifum Kína.
  • Mér skilst að þessa stundina, ráði hugsanlega för að einhverju leiti, ótti um sambærilega tilraun frá Vesturlöndum - - > Að Vesturlönd muni leitast við að skipta um stjórnendur innan Rússlands.
  • En ég held að með því að halla sér að Kína í staðinn - - sé Rússland að vaða úr öskunni í eldinn, eða nánar tiltekið, að stjórnendur Rússlands séu að framkvæma meiriháttar villu!

 
Niðurstaða

Ris Kína er án nokkurs vafa - dramatískasta atburðarás sem heimurinn hefur orðið vitni að í a.m.k. 100 ár. Það næsta sem við komust í samanburði, er sennilega samanburður við ris þýska keisaradæmisins eftir 1896. Þegar þýsku keisararnir fóru í fullan stórvelda slag við þau stórveldi er fyrir voru - - slagur sem á endanum leiddi til Fyrri Styrjaldar.

Ég held að það sé enginn vafi á, að megin átakalínur munu liggja milli - - Vesturvelda annars vegar og Kína hins vegar.

Vandi Rússlands er sá, að lenda mitt á milli, og vera - - veikari en Vesturveldi og Kína.

  • Stjórnendur Rússlands, virðast vera að leita að farvegi þ.s. Rússland getur áfram verið stórveldi, þrátt fyrir þá dramatísku breytingu sem ris Kína hefur í för með sér.
  1. Rússland virðist á hinn bóginn, vera að "hopa hratt undan Kína."
  2. Meðan að Rússland virðist vera, að mynda "varnarlínu gagnvart áhrifum Vesturvelda." 
  • Ég bendi á, að þetta er ekki í fyrsta sinn sem Rússar bregðast við "tilraun Vesturvelda til áhrifa á svæði sem Rússland telur sitt áhrifasvæði - - bendi á átök Rússlands og Georgíu. En það "tel ég án nokkurs vafa" hafa snúist um tilraunir Vesturvelda til að opna samgönguleið í gegnum Georgíu og síðan Armeníu eða Azerbadjan, að olíu- og gaslindum Mið-Asíu.
  • Rússum tókst að verjast þeirri ásælni Vesturvelda í auðlindir Mið-Asíu, en áform Vesturvelda um aðgang að olíu og gasi í gegnum Svartahaf og Kaspíahaf, hafa ekki a.m.k. enn orðið að veruleika.
  1. En kaldhæðnin er sú - - að meðan að rússn. stjv. virðast fókusa á að verjast Vesturveldum!
  2. Þá virðast nær engar varnir af hálfu Rússa vera til staðar, gagnvart hratt vaxandi ásælni Kínverja.

Það - - er mjög áhugavert!

Þannig séð er nánast eins og að Kína sé þegar farið að múta landstjórnendum Rússlands!

Til að haga stefnu Rússlands á þann hátt, að líkur þess séu hámarkaðar --> að Kína nái óskoruðum yfirráðum auðlinda Mið-Asíu og síðan innan Rússlands - - án samkeppni við Vesturveldi.

  • Food for thought - - Hefur Kína mútað Pútín og hirð hans? 

En það getur einmitt verið útkoman af núverandi stefnu, að Kína ótékkað sölsi Mið-Asíu til sín.

Síðan, smám saman nái Kína einnig yfirráðum yfir Rússlandi - fyrst í gegnum efnahags áhrif, sem síðan verði að pólit. áhrifum.

En mér virðist stefna Kremlverja nánast ekki getað verið hagstæðari fyrir Kína - en ef þeir væru þegar orðnir að leppum Kínverja.

Allt það dæmi, þ.e. átök við Vesturlönd - sem leiða til refsiaðgerða þeirra á Rússland, sem veikir rússn. efnahag - - sem síðan flýti fyrir að Rússland verði efnahagslega háð Kína.

Allt það spili upp í hendurnar á Kína!

--------------------------------

Það getur orðið mjög fljótlega mikilvæg spurning fyrir Rússa - - eru þeir til í að sætta sig við afleiðingar þess, að verða hugsanlega - - leppríki Kína?

En mig grunar að til lengri tíma litið, verði útkoman af því, ákaflega óhagstæð fyrir núverandi íbúa Rússlands, þ.e. Rússa sjálfa!

  • Það getur auðvitað verið, að skammt sé í "dramatíska stefnubreytingu í Rússlandi" þ.s. "Rússland hefur gagnsókn gegn Kína."
  • En Rússar geta ekki beðið lengi með slíka stefnu umpólun!

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Einar Björn
Það er alveg greinilegt á öllum áróðrinum, að þetta rússneskumælandi fólki á Krímskaga mátti ALLS EKKI sameinast Rússlandi aftur, þrátt fyrir að Krímskagi hafi tilheyrt Rússlandi í yfir 300 ár, og að minnast á eitthvað slíkt  núna hlýtur að vera ferlegt í öllum þessum áróðri fyrir Bandaríkin og Úkraínu, ekki satt?

Hvað kemur til að þér grunar Rússa um að reyna ná undir sig olíulindum þarna, og minnist svo ekkert á alla þessa samningana sem að Chevron, Shell og Burisma Holdings eru búin að gera um olíuleit og vinnslu á öllu svæðinu þarna? 

US, Kiev after huge natural resources in E.Ukraine https://www.youtube.com/watch?v=1WzxjM2QbMI

Guess who just got appointed CEO of the biggest gas/oil company of Ukraine. https://www.youtube.com/watch?v=DBIKtAGHC18

Jobs for the boys: Biden's son signs for Ukraine gas giant
https://www.youtube.com/watch?v=GTg4WLhi1So
 

White House, State Dept on Hunter Biden https://www.youtube.com/watch?v=9zu0vuI8A7Y

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 14.9.2014 kl. 16:50

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Það sem skiptir megin máli er - hverjir eru eigendur fyrirtækis. Ekki hver hefur verið ráðinn forstjóri. Sá getur eingöngu fylgt vilja eigenda. Að skipta um forstjóra, ef þ.e. allt og sumt - er ekki sama og "yfirtaka." Ef þú getur aftur á móti sínt fram á, að það sú komnir nýir eigendur að meirihluta, að fyrirtækið hafi raunverulega verið selt - - þá hefur þú e-h í hendi. Nýr forstjóri - skiptir einn og sér litlu máli.

-----------------------------

Annars virðist mér þetta vera heimskulegur áróður, ætlað fyrir "harða fylgismenn slíks áróðurs" en enga aðra. Því erfitt að sjá að nokkrir aðrir taki á því mark. Enda eru auðlyndir A-Úkraínu við það - - að renna undir rússn. yfirráð eftir allt saman. Það verða rússn. aðilar sem græða á þeim, hirða þær, taka þær yfir - svipta Úkraínu tekjunum af þeim.

-----------------------------

Sannleikurinn sem þú vilt ekki horfa á því þú ert svo blindaður af Bandar. hatri, að Rússl. hefur með hertöku Krímskaga - síðan með smávegis sjónhverfingum sbr. kosningum með fölsuðum úrslitum - að skipa leppa yfir svæðið með engin raunveruleg völd - til að halda öllu fallegu á yfirborðinu; þar með náð til sín hafsbotnsréttindum sem fylgja Krím-skaga. Hvort að þar eru mikil verðmæti undir hafsbotninum, veit enginn á þessari stundu; en þetta geta verið gríðarleg verðmæti - upp á hæglega hundruð ma. USD. Nágrannaland Úkraínu hefur gert samn. v. fjölda erl. olíufélaga um leit og nýtingu, ef olía eða gas finnst. Nú taka rússn. fyrirtæki þetta að sér, hirða síðan gróðann af því sem finnst.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 14.9.2014 kl. 19:00

3 identicon

Sæll aftur Einar Björn


Ég hef ekki lýst því yfir að ég hati Bandaríkin eða hvað þá að ég hataði alla Bandaríkjamenn, þú?  En ég hef gagnrýnt þennan áróður og þessa fjölmiðla er styðja stefnu stjórnvalda í Bandaríkjunum er þú reyndar styður svona blint algjörlega í þessu sambandi.

Ég var ekkert sérstaklega að tala um eigendur fyrirtækja eða forstjóra, heldur "samningana sem að Chevron, Shell og Burisma Holdings eru búin að gera um olíuleit og vinnslu á öllu svæðinu", eða þar sem þér grunar bara að Rússa séu að reyna ná undir sig olíulindum þarna og annað ekki í þessu sambandi, þú?

Jú, jú ég skil að þú ert ekkert hrifinn af því að Krímskagi hafi verið sameinaður Rússlandi, því að auðvita mátti  þetta rússneskumælandi fólk þarna hafa  atkvæðaafgreiðslu, og því er um að gera taka bara undir áróður frá stjórnvöld í Bandaríkjunum um atkvæðaafgreiðsla hafi öll verið fölsuð svona líka algjörlega án sannana um annað, ekki satt? 

Öll þessi lygi ykkar um Rússar eigi að hafa hertekið Krímskaga gengur ekki heldur upp, en jafnvel þó að alþjóðastofnin OECD hafi ekkert fundið að þessar atkvæðaafgreiðslu, þá veit ég þú ert ennþá á annarir skoðun með þetta allt saman, ekki satt?



"Don't expect The New York Times to explain. Misinformation rubbish substitutes for full and accurate reporting. On March 14, it headlined "Pressure and Intimidation Sweep Crimea Ahead of Secession Vote," saying:  Moscow "recreat(ed) the constrained conditions of (its) own civic sphere in Crimea."  Times reporters, commentators and editors misinform. They lie. They do so repeatedly. They claim Russia invaded Crimea.  No invasion occurred. None exists. Moscow's only Crimean-based forces relate to its Black Sea Fleet. Russian/Ukrainian 1997 Friendship Treaty terms authorize numbers up to 25,000.   About 16,000 are present. They're deployed legitimately. Claims otherwise are false.   Crimean self-defense forces are duplicitously called Russian ones. The Big Lie repeats ad nauseam. So do numerous others.  Russia bashing is intense. Putin is public enemy number one. The Times lied claiming "dissent (in Crimea is) suppressed by the implicit use of force."  It claims a nonexistent "military occupation by unmistakably elite  Russian units and many of the trappings of the election-season carnivals that have long accompanied rigged ballots across the old Soviet world…"  No evidence whatever suggests election-rigging. Or intimidation. Or suppression of freedom. Or threats against Crimean Ukrainians and Tartars.   Crimeans overwhelmingly reject Kiev Putschists. Independent polls show over 80% favor joining Russia.   Don't expect The Times to explain. Managed news misinformation substitutes. Readers are systematically lied to. It's longstanding Times policy. " http://sjlendman.blogspot.com/2014/03/crimeans-vote-on-joining-russia.html

 

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 14.9.2014 kl. 20:48

4 identicon

"Duplicitous headlines scream Russia invaded Crimea. It committed aggression. It staged a Crimean coup. It violated international law. 

Cable channels report it. So do major broadcasters. Corporate owned print publications march in lockstep.

BBC, CBC, Al Jazeera, Public Broadcasting and National Public Radio proliferate lies, damn lies and embarrassing misinformation. They turn a blind eye to the most brazen power grab since Mussolini's.

Reporters, commentators, and editors regurgitate Big Lies. They do so ad nauseam. On Monday, BBC lied saying "Moscow tightens its grip on Crimea."

"Ukrainian troops remain blocked in their bases by Russian soldiers." They're "seen standing outside Ukraine's base in Bakhhisaray." They "seized control." They did no such thing. More on that below.

A fake BBC video circulated. It showed alleged Russian forces seizing Ukraine's Sevastopol naval headquarters.

BBC was caught before red-handed pulling similar stunts. On 9/11, it reported Building's 7 collapse 30 minutes before it happened.

Correspondent Jane Standley did so from New York. She did with a straight face. She was live on air.

At the time, Building 7 was clearly visible behind her. It was intact. It showed no signs of impending collapse.

Monday's Bakhchisaray, Crimea incident never happened. It was fabricated. RT.com's Ryan O'Neill interviewed Ukrainian seaman Aleksandr Grubenko.

"We were never ambushed or beaten," he said. Sailors were told to come to security checkpoints. "(S)omeone was trying to get in."

"When we got there, these men asked us who we want to align ourselves with," said Gubenko.

"I am leaning towards Crimea because that's where I'm from, same as 80 percent of other people at this base, and they all know they won't go fighting their own people."

Crimean self-defense forces denied "fighting or shooting." Western TV and print reports lied.

Fabricated ones alleged "masked troops of unidentified armed men fired in the air at the base near Bakhchisaray."

Some said "Russian forces" were involved. They "took over a (base) military hospital and missile unit."

Other spurious reports said "masked pro-Russian troops" kidnapped commander Vladimir Sadovnik.

It never happened. He showed up alive and well. Duplicitous claims were lies.

 "There is definitely no fighting and no conflict," Gubenko said. Claims otherwise don't wash. ""http://sjlendman.blogspot.com/2014/03/crimea-declares-independence.html

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 14.9.2014 kl. 22:33

5 identicon

"Duplicitous headlines scream Russia invaded Crimea. It committed aggression. It staged a Crimean coup. It violated international law.   Cable channels report it. So do major broadcasters. Corporate owned print publications march in lockstep.   BBC, CBC, Al Jazeera, Public Broadcasting and National Public Radio proliferate lies, damn lies and embarrassing misinformation. They turn a blind eye to the most brazen power grab since Mussolini's.  Reporters, commentators, and editors regurgitate Big Lies. They do so ad nauseam. On Monday, BBC lied saying "Moscow tightens its grip on Crimea."  "Ukrainian troops remain blocked in their bases by Russian soldiers." They're "seen standing outside Ukraine's base in Bakhhisaray." They "seized control." They did no such thing. More on that below.  A fake BBC video circulated. It showed alleged Russian forces seizing Ukraine's Sevastopol naval headquarters.   BBC was caught before red-handed pulling similar stunts. On 9/11, it reported Building's 7 collapse 30 minutes before it happened.   Correspondent Jane Standley did so from New York. She did with a straight face. She was live on air.   At the time, Building 7 was clearly visible behind her. It was intact. It showed no signs of impending collapse.  Monday's Bakhchisaray, Crimea incident never happened. It was fabricated. RT.com's Ryan O'Neill interviewed Ukrainian seaman Aleksandr Grubenko.  "We were never ambushed or beaten," he said. Sailors were told to come to security checkpoints. "(S)omeone was trying to get in."  "When we got there, these men asked us who we want to align ourselves with," said Gubenko.   "I am leaning towards Crimea because that's where I'm from, same as 80 percent of other people at this base, and they all know they won't go fighting their own people."  Crimean self-defense forces denied "fighting or shooting." Western TV and print reports lied.  Fabricated ones alleged "masked troops of unidentified armed men fired in the air at the base near Bakhchisaray."  Some said "Russian forces" were involved. They "took over a (base) military hospital and missile unit."  Other spurious reports said "masked pro-Russian troops" kidnapped commander Vladimir Sadovnik.  It never happened. He showed up alive and well. Duplicitous claims were lies.  "There is definitely no fighting and no conflict," Gubenko said. Claims otherwise don't wash. http://sjlendman.blogspot.com/2014/03/crimea-declares-independence.html

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 14.9.2014 kl. 22:36

6 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Ég er ekki hrifinn af því, að "landsvæði" sé tekið með "herafli" af öðru landi - síðan einhverjir aðilar fundnir til sem "leppar" þeim gefin fyrirmæli frá Moskvu - þeir síðan halda almenna kosningu - og uppgefin úrslit algerlega út í hött - augljóslega fölsuð.

---------------------

Þetta er ekki dæmi um að íbúar sjálfir færi hérað úr einu landi í annað - - ef þ.e. svo þá "gekk Danmörk Þjóðverjum á hönd af fúsum og frjálsum vilja." 

  • Ákvörðun Dana 1940 var ca. álíka frjáls.

Ef þ.e. frelsi í þínum huga, eru hugmyndir okkar um frelsi, afar ólíkar svo meir sé ekki sagt.

---------------------

Þetta "snýst ekki um hvaða olíufyrirtæki sjái um leit" heldur um "rán á auðlyndum" þ.e. þ.s. er að gerast.

  • Úkraínsk stjv. voru með fyrirætlanir að bjóða út svæði í lögsögu Krím-skaga, þá hefðu olíufélög hvaðan sem er, getað gert tilboð í það verk. 
  • Tekjur hefðu runnið til úkraínska ríkisins, sem hefðu síðan nýst til að halda uppi þjónustu í landinu öllu.

Nú aftur á móti, hafa rússn. stjv. tryggt, að "þeirra fyrirtæki" muni einoka þessar auðlyndir.

Það þíðir að sjálfsögðu, að tekjurnar renna ekki til Úkraínu, heldur til Rússl.

Ein þjóð hefur rænt aðra! Eins heiðarlegt, og maður gangi í banka og framkv. bankarán.

Þér virðist finnast þetta í himna lagi, fyrst að það er Rússland sem á í hlut.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 15.9.2014 kl. 00:14

7 identicon

Sæll aftur Einar Björn

Ég hef sagt þér það áður að Krímskagi var ekki hernuminn með 16 þúsund manna herliði, og allar þessar lygar frá stjórnvöldum í Kænugarði er bornar voru upp hjá Sameinu þjóðunnum um 16 þúsund manna herlið hafi hertekið Krímskaga eru einfaldlega ekki réttar, þar sem að 16 þúsund manna herlið er og hefur verið á Krímskaga í meira en 10 ár skv. samkomulagi er gert var milli stjórnvalda í Úkraínu og Rússlands.

Jú, jú það er rétt fólk hefur keypt þessar fölsuðu og sviðsettu fréttir frá BBC um að Rússar eigi að hafa gert innrás og hertekið Krímskaga, en í dag þá er fólk farið að sjá í gegnum þessar lygar á BBC og NYTIMES og farið kvarta undan þessum lygum, þó þú viljir endilega halda öðru fram áfram hérna.

Það má vera að stjórnvöld í Bandaríkjunum þykkist vera með elsta lýðræðisríki í heiminum og allt af því einkaleyfi á því veitta leyfi hverjir fá sjálfstæði og einkaleyfi á því hvort "íbúar sjálfir"þarna geti sameinast öðru landi, en auðvita þá munu stjórnvöld í Bandaríkjunum ekki fallast á sameiningu Krímskaga við Rússland, þar sem að þetta er allt saman gegn  hagsmunum Bandaríkjanna og þessara olíufyrirtækja.

Hjá stjórnvöldum í Bandaríkjunum þá eru það hagsmundir Bandaríkjanna og þessara olíufyrirtækja sem að skipta máli, en ekki einhverjar óskir og vilji rússneskumælandi fólks þarna á Krímskaga er vill tengjast Rússlandi, því að stjórnvöld í Bandaríkjunum er nákvæmlega skítsama um það hvort Krímskagi hafi áður tilheyrt Rússlandi í yfir 300 ár, svo og er þeim skítsama um alla menningu og sögu þarna á Krímskaga öll þessi 300 ár.

Þetta með ákvörðun um sameiningu milli Krímskaga og Rússlands, er ekki eins og "Ákvörðun Dana" var árið 1940 við Nazista Þýskaland, þú??? 

En ég skil að þetta rússneskumælandi fólk þarna MÁ ALLS EKKI fá leiðréttingu sinna mála með þessa vitleysu er hann Nikita Kruschev gerði svona algjörlega gegn vilja fólksins þarna árið 1954, með að troða Krímskaga inn í Úkraínu, nú og ég skil það betur núna af hverju ekki má minnast á það að Krímskagi tilheyrði áður Rússlandi í yfir 300 ár.  

Því það eru eins og segir hagsmunir Bandaríkjanna sem að skipta máli, og við vitum að stjórnvöld í Bandaríkjunum og þessir fjölmiðlar mun halda áfram að reyna finna og búa til eitthvað til viðbótar við allar þessar lygarnar um MH-17, og búa til eitthvað til halda lyginni uppi um einhverja meinta innrás Rússa í Donetsk og Luhansk, eða allt til þess að magna upp meira hatur og til að óska eftir frekar þvingunum og áfram og áfram út í það óendalega.  

 "Royal Dutch Shell Plc (RDSA), which signed a $10 billion shale gas deal with the Ukrainian government this year, expects to start drilling in the Yuzivska field next year. Shell will need to drill as many as 15 wells to complete the initial exploration appraisal of the 8,000 square-kilometer (3,100 square-mile) Yuzivska field in the eastern part of the country, Graham Tiley, the country manager of Shell Ukraine, said in an interview in Kiev On Nov. 6. Separately, the company has also completed drilling its first well in the Kharkiv region and is preparing to drill two more next year, he said."(http://www.bloomberg.com/news/2013-11-08/shell-to-drill-first-wells-in-10-billion-ukrainian-project.html)


"Company In Which Joe Biden’s Son Is Director Prepares To Drill Shale Gas In East Ukraine 
Vatic Note: Well, the separation of private industry and government is becoming more and more blurred. Fascism has arrived and is doing well."()http://www.nesaranetwork.com/2014/07/27/company-in-which-joe-bidens-son-is-director-prepares-to-drill-shale-gas-in-east-ukraine/

 

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 15.9.2014 kl. 12:29

8 Smámynd: Borgþór Jónsson

Eftir að hafa lesið þennan pistil frá þér datt mér í hug niðursetningur sem var á heimili mínu þegar ég var krakki.Hann var líklega með síðustu niðursetningum á Íslandi.

Hann hafði þann sið að spila lomber við sjálfan sig ,en það var engin leið fyrir okkur krakkana að spila við hann ,hann var svo tapsár.

En sem sagt hann spilaði við sjálfan sig og setti að sjálfsögðu út fyrir alla.Brá svo við að það var alveg sama hvað "andstæðingarnir" höfðu góð spil ,alltaf vann niðursetningurinn.

Ástæðan fyrir þessu var að "andstæðingarnir" voru fákænir og og höfðu ekki vit á að setja út réttu spilin ,en niðursetningnum fataðist aldrei.

Það er alltaf viss freisting að hafa rangt við þegar maður spilar fyrir alla aðilana.

Borgþór Jónsson, 15.9.2014 kl. 22:45

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 263
  • Sl. sólarhring: 279
  • Sl. viku: 346
  • Frá upphafi: 846984

Annað

  • Innlit í dag: 249
  • Innlit sl. viku: 331
  • Gestir í dag: 240
  • IP-tölur í dag: 240

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband