Stríðsaðgerðir gegn "Islamic State" hreyfingunni, virðast réttmætar

Eins og hefur komið fram í fjölmiðlum - hefur Obama forseti líst yfir stríði gegn "Islamic State" hreyfingunni eða "IS." Í nálgun sinni á málinu er Obama að fara líkt að, og Bush forseti hinn eldri, þegar svokallað "fyrra Persaflóastríð" varð. En þá safnaði Bush forseti her innan landamæra Saudi Arabíu gegn herjum Saddam Hussain, er höfðu gert innrás í Kuvæt og lagt það land algerlega að velli - - en Bush eldri safnaði einmitt myndarlegu ríkjabandalagi, sem innihélt öll NATO lönd, ásamt fjölda Arabaríkja.

Arab Nations Vow Help to Fight ISIS ‘as Appropriate’

Nú virðist nákvæmlega sami hluturinn í gangi, að 10 Arabaríki hafa lýst yfir stuðningi við aðgerðir Obama þ.e. Arabaríkin við Persaflóa, síðan Írak - Egyptaland og Jórdanía að auki. Síðan, er útlit fyrir að aðgerðirnar njóti stuðnings "allra NATO ríkja."

  1. Þegar sonur Bush, Bush yngri var forseti, þá fór hann verulega öðruvísi að - enda varð stuðningurinn við þá herför verulega minni, sbr. ekkert Arabaríki studdi þá herför hina seinni gegn Írak.
  2. Síðan klofnaði NATO í afstöðu til málsins, þ.e. sum NATO lönd studdu aðgerðirnar - meðan að sum lístu yfir andstöðu við þær.
  • Úr því spannst deila innan NATO sem myndaði sárindi - - sem nú fyrst í tíð Obama, virðast fyrir bý.

 

Þegar haft er í huga stefna "IS" gagnvart öðrum trúarhópum, hættan sem virðist til staðar, að "IS" framkvæmi meiriháttar hrannmorð á öðrum trúarhópum - þá er eiginlega komin sama spurning og lönd heims stóðu frammi fyrir þegar fjöldamorð hófust í Afríkulandinu Rúvanda

Ég er þeirrar skoðunar - að stríð geti verið "réttmætt" - t.d. ef tilgangurinn er að hindra mjög alvarlega glæpi gegn mannkyni. Það getur ekki verið nokkur vafi um, að "IS" er líklegt til að fremja hrannmorð gegn öðrum trúarhópum á Mið-Austurlandasvæðinu. Þegar er vitað um yfir 1.000 manns sem hafa verið drepin í skipulögðum morðum.

Í ljósi þeirrar tortryggni varðandi stefnu Bandaríkjanna gegn öðrum löndum, sem reis upp í tíð "Bush yngra" þá virðist óhjákvæmilegt - - að raddir muni rísa upp, og halda því fram að tilgangur Bandar. sé allt annar, en sá sem upp hefur verið gefinn.

Á hinn bóginn, sé ég ekki neina augljósa ástæðu að ætla, en að sá tilgangur sé akkúrat sá sem stjórn Obama hefur upp gefið - - þ.e. að veikja "IS." 

Og stuðla að eyðileggingu þeirra samtaka!

  • Í því markmiði, stendur til að beita loftárásum - - Obama hefur tekið fram að ekki komi til greina að senda her á svæðið.
  • Á hinn bóginn, mun Obama fjölga sérsveitaliðum í Írak, upp í ca. 1.000.

Á sama tíma, er uppgefin stefna - - að aðstoða "skipulagða hópa" á svæðinu, sem berjast við "IS."

http://blog.foreignpolicy.com/files/fp_uploaded_images/140611_syriagranularCROP.png

Sumir fréttaskýrendur, óttast að auknar árásir á hersveitir "IS" þar á meðal innan Sýrlands, muni gagnast stjórnvöldum í Sýrlandi

Focus on ISIS Stirs Fears That Efforts to Curb Iran Will Recede

Prospect of U.S. Attacks Captivates Syrians

Augljóst er - að það er hugsanleg "hliðar afleiðing" af því, ef árásir Bandar. á stöðvar "IS" veikja her "IS" innan Sýrlands - að staða hersveita stjórnarinnar í Damascus getur styrkst.

Í því ljósi er áhugavert, að stjv. í Damascus, segja það "óvinveitta aðgerð" að hefja loftárásir á sýrlensku landi, án þess að fá heimild til þess frá Damascus.

Eins og sést á kortinu - þá ræður "IS" nánast yfir jafn miklu landsvæði innan Sýrlands -- og stjórnin í Damascus. Hún er langsamlega sterkust á svæðunum nærri strönd Miðjarðarhafs. 

Meðan að uppreisnarmenn - aðrir en "IS" ráða svæðum í N-hl. Sýrlands. Svo má sjá svæði Kúrda - - merkt "ljósgul."

Staðan hefur breyst frá þessu - korti. Því "IS" hefur verið í sókn innan Sýrlands sl. 2 mánuði. Virðist hafa mestu leiti, rústað vígsstöðu stjórnarhersins - nærri borginni Aleppo í N-hl. landsins.

  • Augljósi punkturinn er auðvitað sá - - að Damascus stjórnar ekki "stórum svæðum innan Sýrlands."
  • Það er unnt að ráðast að stöðvum "IS" víða - án þess að nokkur hermaður stjv. í Damascus sé líklegur til að vera nærstaddur.

Staða Damascus stjórnarinnar, getur styrkst - - með þeim hætti, að það dragi úr sókn "IS" gegn stöðvum stjórnarhers Damascus stjórnarinnar, eða jafnvel - sú sókn stöðvist alfarið.

Hugsanlegal ef vel gengur að leggja hersveitir "IS" í rúst með loftárásum, getur það komið til greina að stjórnarher Damascus stjórnarinnar, mundi geta náð aftur - einhverjum landsvæðum af "IS."

 ------------------------------

Tilgangur aðgerðanna er samt sem áður ekki sá, að aðstoða yfirvöld í Damascus.

Þó það sé ekki "frágengið enn" þá getur verið, að lögð verði "aukin áhersla á að vopna andstæðinga Assad stjórnarinnar" sem ekki eru á vegum "IS."

 

Meginbandamenn Bandaríkjanna í þessum átökum innan svæðis, virðast þó vera stjv. í Bagdad og Kúrdar í Írak!

Það virðist sennilegt, að "megin fókusinn" verði á það - að veikja stöðu "IS" innan Íraks. Frakkar virðast vera farnir að senda vopn til íraskra Kúrda, mér skilst að innan Þýskalands séu áform uppi - um að gera slíkt hið sama.

Kosturinn við það að starfa með annars vegar Bagdad og hins vegar svæðisstjórn Kúrda í Erbil - - er sá að þeir aðilar a.m.k. hafa sæmilegt skipulag.

Það séu "minni líkur á" að vopn send til stjórnarhersins eða Kúrda lendi á endanum í klóm "IS" liða, heldur en ef vopn væru send til margíslegra hópa uppreisnarmanna í Sýrlandi, en nokkur fj. slíkra hópa hefur umliðið ár, gefist upp fyrir "IS" og afhent þeim vopn sín. Fengið þess í stað að "lifa."

Obama hefur einnig gefið upp - að baráttan við "IS" muni taka mörg ár.

Enda augljóst, að þessi aðferðafræði - er ólíkleg að stuðla að "snöggum sigri."

  1. Á hinn bóginn, grunar mig að til lengri tíma litið, sé það líklegra til að stuðla að batnandi samskiptum milli Vesturlanda og íbúa Mið-Austurlanda.
  2. Ef Vesturlönd í aðgerðum sínum gegn "IS" - vinna með aðilum á svæðinu, sem "sinna hagsmuna vegna" berjast við "IS."
  • En þá ætti að myndast "góðvilji" a.m.k. meðal þeirra hópa.

Það vekur t.d. athygli, að íraskir Súnnítar sem andvígir eru "IS" - - virðast í viðbrögðum "afar jákvæðir" út í tilkynntar aðgerðir Obama. Meðan að töluverð tortryggni virðist til staðar meðal shíta, miðað við viðbrögð talsmanna mismunandi hópa þeirra - þrátt fyrir jákvæðar undirtektir stjórnarinnar í Bagdad.

  1. En þessi aðferð - - að senda ekki fjölmennan her á svæðið.
  2. Heldur aðstoða "lókal" aðila við það verkefni að berjast við "IS."
  • Ætti samt "rökrétt séð" að stuðla að tilkomu góðvilja.

Sú aðferð að vinna í gegnum aðila er lifa og starfa á svæðinu, eðlilega mun taka nokkurn tíma að skila árangri. Á hinn bóginn, grunar mig - - að til lengri tíma litið.

Muni sú aðferðafræði, leiða til betri útkomu - en ef Bandar. mundu senda fjölmennan her á svæðið.

 

Niðurstaða

Nú hefur Obama tækifæri "ef til vill" að nálgast herför á Mið-Austurlandasvæðinu, með miklu mun jákvæðari hætti. En þegar Bush yngri fór í "ólöglegt" stríð gegn Saddam Hussain á sínum tíma. Mikill illvilji varð til á Mið-Austurlandasvæðinu, vegna aðgerða Bush stjórnarinnar hinnar síðari. Þetta situr enn eftir í hugum margra er búa á svæðinu. Þess vegna - eru fjölmargir ákaflega tortryggnir. 

En ef Bandar. tekst að nálgast þetta tiltekna mál, með miklu mun jákvæðari hætti - í samvinnu við íbúa á svæðinu, með því að beina aðgerðum í þann farveg, að fyrst og fremst "aðstoða þeirra baráttu við Islamic State" þá grunar mig, að í stað þess að sá illvilja - - geti sú aðferð þess í stað, sáð góðvilja.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Ég læt mér í létt rúmi liggja hvort þetta er réttlætanlegt eins og þú setur fram.

En, ef ég væri forseti USA, þá myndi ég berja á þessum gaurum vegna þess að:

1: Bandaríkin hafa ekki unnið stríð í háa herrans tíð.

2: ISIS er samansafn af mjög vel auglýstum illmennum (þau eru ekki á hverju strái)

3: ISIS hafa næstum enga hernaðargetu (þó hún hafi verið hæpuð mikið). Napóleon gæti sigrað þessa gaura, með sama mannskap og tækjum og hann notaði í Austerlitz.

En það verður að gerast áður en allir fatta að þetta eru gúmmítarzanar.

Það er hægt að vinna þetta. Ekkert gerir fólk eins kátt og að vinna stríð. Þó það sé við einhvern glæpahóp.

Ásgrímur Hartmannsson, 12.9.2014 kl. 06:47

2 Smámynd: Hörður Þórðarson

Saddam barðist gegn þessu liði. Gaddafi barðist gegn trúaröfgamönnum. Þeim var rutt úr vegi og jarðvegurinn undirbúinn fyrir nýjan fjanda.

http://www.crisismagazine.com/2013/orwells-1984-are-we-there-yet

"War is Peace
One of the Party pillars in 1984 is endless war on a global scale. The war, however, is a fabrication accepted and treated as fact. For, unreal as it is, it is not meaningless. World powers become enemies and allies interchangeably simply to keep the masses in perpetual fear, perpetual industry, and perpetual order. War provides outlet for unwanted emotions such as hate, patriotism, and discontent, keeping the structure of society intact and productive without raising the standard of living.

Where is the enemy—or the end—in our “war on terror?” The faceless foe and limitless objectives are productive of a widespread atmosphere of paranoia and restricted civilian liberties. In the wake of the sequestration military-spending cuts, it is also manifest that, to many, war means little more than a job."

Hörður Þórðarson, 12.9.2014 kl. 08:11

3 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Ásgrímur, ég er nokkuð viss að þú ert að vanmeta hernaðargetu IS, en her með framhlaðnar langar byssur, stenst alveg örugglega ekki liðsmönnum IS snúning - burtséð frá því hve skipulega sá her berst.

------------------

En þ.e. rétt, að IS er óvenjulega tær mynd af illmennum. Það er líklegt til vinsælda að berja á þeim.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 12.9.2014 kl. 08:43

4 identicon

Sæll Einar Björn
Nú verður aldeilis blásið í alla áróðursstríðslúðra á CNN, BBC, NYTIMES, FT, Reuters og stríð ofan á stríð.

Þar sem að draumur Zíonista (eða neocons) er núna loksins að fara að rætast með að gera sprengjuárásir á alla íbúa Sýrlands, og síðan verður ráðist á alla íbúa Írans með “pretext”um og allt skv. gamla Zíonistaplaninu er General Wesley Clark upplýsti okkur um (sjá Wesley Clark Told The Truth ).  

Nú loksins hljóta þau John McCain, Hillary Clinton og allt AIPAC -liðið að vera ánægt, þar sem að stefna hans Oded Yinon er öll að rætast, og allt svona fyrir þetta Nýja Zionista Ísrael.

Það er reyndar ekkert nýtt að Bandaríkjamenn vilji ekki hafa neina samvinnu og/eða samráð við Öryggisráð sameinuðu þjóðanna, þar sem þeir þykjast vera hafnir yfir öll alþjóðalög, og að hafa samstarf við Sýrlendinga er allt eitthvað sem að stjórnvöld í Bandaríkjunum hafa ekki viljað, þar sem að stjórnvöld í Bandaríkjunum vilja gera allt til að losa sig við þessi stjórnvöld þarna í Sýrlendi, ekki satt?

Obama authorized covert support for Syrian rebels,

U.S. finalizing plan to boost support for Syrian rebels 

Obama authorizes secret U.S. support for Syrian rebels 

US-Sponsored Terrorism in Iraq and “Constructive Chaos” in the Middle East

Rand Paul: US created ‘jihadist wonderland’ in Syria, Libya and Iraq

ISIS Terrorists were Trained by US in 2012 for Syria Conflict

Oklahoma Senator Says He Has Proof That Obama Is Supporting the Enemy

"It's a little tricky to keep up on who is on whose side, but for now ISIS, Al Qaeda, and the Syrian Revolutionary Front (aka FSA) are working together, and that means that any weapons or money that the U.S. government sends to the Syrian rebels are going to end up helping ISIS"(Isis & Al Nusra Merge & Announce Islamic Caliphate - Obama to Send them $500 Million)

ISIS Leader Abu Bakr Al Baghdadi Trained by Israeli Mossad, NSA Documents Reveal  http://www.globalresearch.ca/isis-leader-abu-bakr-al-baghdadi-trained-by-israeli-mossad-nsa-documents-reveal/5391593

ISIS Leader ‘Al-Baghdadi’ Is A ‘Jewish Mossad Agent’ – French Reports http://topinfopost.com/2014/08/08/isis-leader-al-baghdadi-is-a-jewish-mossad-agent-

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 12.9.2014 kl. 13:51

5 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

ISIS er á sléttlendi. Hvað á maður að taka mark á hernaðarmætti einhverra gaura sem berjast bara á sléttlendi, alltaf minnst 10X fjölmennari en andstæðingurinn. Og talandi um andstæðinga þeirra til þessa: oftast óvopnað fólk.

Ég er ekki viss um að þessir gaurar viti nauðsynlega hvað snýr fram og hvað aftur á vopnunum sem þeir hafa. Þeir einfaldlega hafa ekki þurft þess hingað til.

Ásgrímur Hartmannsson, 12.9.2014 kl. 21:44

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 808
  • Frá upphafi: 846636

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 744
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband