Ef einhver man eftir "Red Storm Rising" eftir "Tom Clancy" - punkturinn er sá að hernám Íslands væri alls ekki ólíklegur leikur af Rússland teldi stríð við NATO yfirvofandi

Ég las þessa bók fyrir mjög mörgum árum, man söguþráðinn enn í grófum dráttum. En í þeirri sviðsmynd var þetta stríð milli Sovétríkjanna og NATO. Rökin fyrir "hugsanlegu hernámi Íslands" hafa ekki neitt breyst síðan þá. Ísland er enn í dag "ósökkvandi flugmóðurskip í miðju N-Atlandshafi." Í því liggur einmitt punkturinn, að ef ríki sem er óvinveitt NATO, ræður Íslandi - - getur það "hindrað" að verulegu leiti skipasiglingar og ferðir flugvéla yfir N-Atlantshaf.

Þessi skemmtilega mynd sýnir Jörðina með N-heimsskautið sem miðju!

http://220kts.com/content/images/cyvp-cyfb-bgsf-bgkk-birk-bieg-egpc.gif

En punkturinn með myndina - er að hún sýnir ákaflega vel, hve slæmt það væri fyrir NATO, ef óvinaveldi réði Íslandi!

Eins og flestir ættu að vita, þá er kjarni NATO - Bandaríkin sjálf. Án þeirra "væri ekkert NATO."

Þau eru lang - lang - langsamlega öflugasta meðlimaríkið. Önnur lönd eru ekki beint upp á punt, en sagan sýnir að Evrópa hefur verið ófær um að verja sig, a.m.k. sagan eftir 1930.

  1. Ef við ímyndum okkur að Pútín mundi skipa rússneska hernum, að hefja allsherjar innrás í Evrópu, þá kemur sá vandi - - að það þarf þá að gera það ýtrasta mögulega, til að a.m.k. seinka því, að Bandaríkin geti flutt sinn meginher yfir Atlantshafið.
  2. Það vill svo þægilega til, að fíflið hann Bush, lokaði herstöðinni á Miðnesheiði á sínum tíma, síðan þá hafa Bandar. ekki haft neinar varnir hér, Ísland er því fullkomlega án nokkurra varna. Eina meðlimaríki NATO alfarið án varna. Þetta gerir auðvitað hugsanlegt "hernám" Íslands - ákaflega þægilega auðvelda aðgerð.
  3. Í þessari ímynduðu sviðsmynd, þá er sendur af stað hópur flutningavéla, með nægum fjölda fallhlífaliða til að taka Keflavíkurvöll og auðvitað Reykjavíkursvæðið. Á Keflavíkurvelli, er enn að finna "sprengjuheld og hálf niðurgrafin" flugskýli sem voru sérbyggð fyrir bandar. F15 vélar, en þ.s. rússn. Sukhoy vélar eru mjög svipaðar að stærð og lögun. Ættu þau skýli að henta þeim vélum hreint ágætlega.
  4. Skömmu eftir að flugvöllurinn hefur verið tekinn herskildi, fara flutningavélarnar að lenda stríðum straumum, með nægilegt magn hergagna - til að setja upp "alvöru varnir á Íslandi" og auðvitað "nægilegt magn hergagna bæði fyrir orrustuvélar og varnarlið."
  5. Sukhoy vélar koma síðar sjálfar fljúgandi, eftir að hafa tekið eldsneyti á flugi, frá Kóla-skaga, eftir að hafa flogið í stórum hóp framhjá Noregi. Þ.s. þá var ekki formlega búið að lýsa yfir stríði. Fá þær að fljúga óáreittar til Íslands. 

Helsti veikleiki þessarar áætlunar er að sjálfsögðu sá - að þ.e. þröngur gluggi fyrir hana. Hana þarf að framkvæma skömmu áður en "stríð formlega hefst."

  • Þ.e. Ísland þarf að vera "fyrsta landið sem er tekið."

Eftir að stríð er hafið, geta rússn. vélarnar ekki lengur "flogið framhjá Noregi."

Þetta þíðir auðvitað einnig, að rússn. her staddur hér, yrði líklega ekki unnt að styðja með nokkrum hætti. Eftir að stríð væri formlega hafið. Þeir sem mundu koma hingað fyrsta daginn, væru þeir sem hingað gætu komið.

  • Á hinn bóginn, væri tilgangurinn eingöngu sá - - að tefja flutninga yfir N-Atlantshaf.
  • Hindra birgðaflutninga og flutninga á mannskap.

Því lengur sem rússn. her héldi hér út, því lengur mundu herir þeir sem NATO hefur í dag innan Evrópu - - standa einir og lítt studdir.

  • Þess vegna mundu eingöngu vera sendir hingað, þrautþjálfaðar sérsveitir - bestu hermenn Rússa.

Bandaríkin yrðu nánast að hefja átökin - hér! Ísland yrði að taka - aftur. Og það sem fyrst.

En þ.e. hugsanlegt að slíkur rússn. her, mundi geta seinkað liðsflutningum Bandaríkjanna yfir N-Atlantshaf um nokkra mánuði.

Punkturinn er sá, að slíkur viðbótartími - - gæti skipt töluverðu máli. Í því, að rússneskur her, mundi hafa lengri tíma til að koma sér vel fyrir, innan evrópskra landa. 

Hver veit - - jafnvel Brussel gæti verið fallin. Eins og einn gárunginn sagði. Þannig að Kanar þyrftu kannski eins og 1918 að ganga á land í Frakklandi. Og hefja stríð þar!

 

Niðurstaða

Þetta er ábending til þeirra sem eru að pæla í hugsanlegu stríði milli NATO og Rússlands. Að mér virðist gersamlega augljóst. Að slík aðgerð mundi óhjákvæmilega fela í sér hernám Íslands. Sem að sjálfsögðu mundi leiða til, harðra bardaga á íslenskri grundu. Ólíklegt væri að rússn. her mundi endast hér undir hörðum árásum bandar. hers nema í nokkra mánuði í besta falli. En þeir mánuðir gætu samt sem áður skipt verulegu máli - fyrir vígsstöðuna á meginlandi Evrópu.

Það gæti átt eftir að reynast alvarleg mistök fyrir NATO - að skilja Ísland eftir algerlega óvarið.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Það er miklu auðveldara en þú heldur fyrir herveldi of your choosing að leggja allt undir sig.

1: þota lendir, og út labba í rólegheitunum nokkrir hermenn. Einn labbar í stjórnarráðið með miða sem á stendur: "við eigum pleisið núna" eða eitthvað ámóta.

2: profit.

Hvað annað? Hver ætlar að berjast við innrásarherinn? Ekki ég. No way. Ég er þegn, ekki borgari.

Ásgrímur Hartmannsson, 3.9.2014 kl. 01:36

2 Smámynd: Snorri Hansson

Besta hugmyndin var hjá dönskum stjórnmálamanni .Heitir hann ekki Glistrub?

(Eða er það hverfi í Köben)

Hann vildi sleppa því að hafa her í danmörku.

Það væri nóg að hafa símsvara sem segði

VIÐ GEFUMST UPP!

Snorri Hansson, 3.9.2014 kl. 02:23

3 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Ásgrímur, sannarlega - en í þessari sviðsmynd, þá væri líka málið að halda landinu í a.m.k. einhvern hernaðarlega séð gagnlegan tíma.

------------------

Snorri, man eftir þessum ummælum Glistrup frá Kalda Stríðinu. Hann var þekktur fyrir að láta eitt og annað flakka.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 3.9.2014 kl. 03:33

4 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Mér er slétt sama þó einhver geri innrás, og mér er líka nokkuð sama hver gerir hana - það eina sem gæti angrað mig er að einhver annar taki sig til og geri innrás á sama tíma, eða jafnvel á eftir, og þeir tveir taki sig til og byrji að berjast í næsta nágrenni við mig.

Væri irriterandi.

Ásgrímur Hartmannsson, 3.9.2014 kl. 03:50

5 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Þú getur alveg bókað það sem öruggt, að sú sviðsmynd sem ég nefni, mundi leiða til harðra bardaga fyrir rest hér á landi, þar á meðal í þéttbýli.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 3.9.2014 kl. 10:17

6 Smámynd: Erlingur Alfreð Jónsson

Þessi færsla er algjört bull og ímyndun ein.

Í fyrsta lagi er bók Clancy skrifuð á tímum kalda stríðsins fyrir hrun Sovétríkjanna þegar samanlagður herafli var mun stærri en Rússar hafa í dag. Því eru hverfandi líkur á að svona innrás myndi gerast í dag.

Í öðru lagi er ákaflega hæpið að Rússar fengju að fljúga hópi flutninga- eða orrustuvéla óáreittir frá Kólaskaga til Keflavíkur í kjölfar mögulegs hernáms fallhlífahermanna á flugvellinum. Með innrás í Keflavík væri komið stríð, engin þörf á sérstakri yfirlýsingu vegna þess, og því yrði flogið til móts við slíkan hóp um leið og vart yrði við hann, og hann líklega skotinn niður því erfitt yrði fyrir vélar Rússa að verjast eftir svo langt flug fullvopnaðar.  Drægi þeirra er ekki nægjanlegt til að svona för sé fýsileg.

Í þriðja lagi er fjöldi orrustuvéla Rússa mun takmarkaðri en NATO ríkjanna og því ólíklegt að þeir myndu senda hóp orrustuvéla í svo áhættusama för sem þú lýsir.

Í fjórða lagi mundi hópur svona orrustuvéla, þ.e.a.s. kæmist hann alla leið, hafa ákaflega takmarkað vægi í að tefja flutninga yfir N-Atlantshafið í dag, vegna þess að:

a. þær hefðu í nógu að snúast með að verja sjálfa sig og herlið á jörðu,

b. þær hefðu mjög takmarkaðan stuðningsbúnað til að gera út frá Keflavík nema í nokkra klukkutíma, sérstaklega vopn og skotfæri, og

c. hernaðarlegt mikilvægi Íslands vegna hergagnaflutninga á N-Atlantshafi er mun minna í dag en áður vegna tækjakosts Bandaríkjamanna. Mikill fjöldi hergagna og vopna er fluttur með herflutningavélum og af þeim eiga Bandaríkjamenn á þriðja hundraðið, C-5, C-7 og C-141. Þessar vélar geta auðveldlega flogið beint til Evrópu langt sunnan við Ísland utan áhrifasvæðis orrustuvéla. Þá er til áætlun að á stríðstímum mun Bandaríkjaher notast við hverja einustu fraktflutningavél bandarískra flugrekenda og þar eru til allnokkrar B747 flugvélar sem geta flutt um 450 fullvopnaða hermenn, eða um 100 tonn af hergögnum, í hverri ferð. Liðsflutningar Bandaríkjahers til Evrópu gætu því gengið nokkuð hratt fyrir sig.

Þessar hugrenningar þínar eru því fabúleringar einar. 

Erlingur Alfreð Jónsson, 3.9.2014 kl. 11:47

7 Smámynd: Sigurjón Sveinsson

Flott grein og skemmtilegar pælingar, Einar.

Man enn vel þegar ég las þessa bók haustið 1989. Svo hrundi múrinn sama vetur. "Hjúkkit". Nú eru Rússar að blása í glæður kalda stríðsins í Úkraínu, eftir að hafa nú þegar sýnt hvað þeir vilja og geta í Georgíu-Ossetíu.

Eins Monty Python sögðu einu sinni: Enginn býst við spænska rannsóknarréttinum.

En ég það var ýmislegt í þeirri bók sem kannski rætist frekar, eins og hreindýr á suð-vesturlandi :)

Að segja sig úr NATO við þessar geo-pólitískur aðstæður sem núna eru væri rugl, vitleysa, ábyrgðarleysi og brjálæði. Ásamt fleirum nafn/lýsingarorðum, miður fallegum.

Sigurjón Sveinsson, 3.9.2014 kl. 12:25

8 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Erlingur, hvað kemur það málinu við þó að ekki sé svokallað Kalt Stríð lengur, og þó svo að herafli Rússl. sé einungis svipur hjá sjón sbr. v. herafla Sovétríkjanna?

---------------------------

"Í öðru lagi er ákaflega hæpið að Rússar fengju að fljúga hópi flutninga- eða orrustuvéla óáreittir frá Kólaskaga til Keflavíkur í kjölfar mögulegs hernáms fallhlífahermanna á flugvellinum." - - > Það atriði snýr einungis að "tímasetningu" þ.e. vélarnar þurfa allar að vera þegar á leiðinni, áður en Keflavíkurvöllur væri tekinn. Brottför væri raðað þanni upp, að Sukhoy vélarnar væru kannski nokkur hundruð km. aftan við flutningavélarnar, eða kannski þúsund, síðan koma vélarnar sem ætla að lenda á Kefló, fyrst vélarnar með fallhlífaliðið. Ef vélarnar eru flognar framhjá Noregi áður en fallhlíðaliðið er lent á Kefló, eða að fréttir af lendingu þess hafa borist til Noregs. Er alveg tæknilega mögulegt fyrir slíka aðgerð að ganga upp. Hún væri áhættusöm, en framkvæmanleg - ég sé ekki með hvaða hætti hún væri það ekki.

----------------------

Síðan auðvitað geta Rússar verið með smá sjónarspil, æfingu rússn. flotans á hafinu nærri Jan Mayen, sem væri opinber skýring fyrir flugi t.d. orrusuvélanna - - sem síðan mundi taka stefnu í átt að Ísl. Rússn. floti raunverulega væri á þeim slóðum, síðan gæti hann "tæknilega siglt til Ísl. hafna" eftir að Rvk. svæði væri hernumið sem og Kefló orðinn að rússn. herflugvelli.

-------------------------

Þó svo að Kanar eigi slatta af flutningavélum, þá munu Bandar. þurfa að flytja risaher með "skipum" enn þann dag í dag. En þó stórar geta t.d. flutnigavélar ekki flutt nema ca. eitt stykki af M1 Abrhams. Það tæki Kana sennilega mörg ár að flytja alla þá ca. 3000 af þeim sem þeir eiga í Bandar., með flutningavélum einum saman + hergögn. Meðan að eitt stórt skip getur flutt hæglega 100 stykki, og þeir geta hæglega sent marga tugi gámaskipa - með þá alla innanborðs í einu. Þú getur alveg verið viss um, að þeir þurfa skip. Síðan að auki, mun herflutningavélar ekki fljúga yfir - - meðan þær eiga það á hættu að vera skotnar niður frá herflugvélum á Kefló og Rvk. velli einnig, en sá yrði örugglega einnig notaður.

------------------------

Síðan gætu Rússar hæglega hafa sent yfir 100 Sukhoy vélar hingað, eins margar og framast er unnt að gera út héðan, má vera að þeir geti notað Akureyrarvöll og v. Húsavík að auki. Herflutningavélar mundu hafa flutt, búnað fyrir þær. Ef Rússar næðu að senda skip hingað að auki, gæti her sem hær væri staddur, verið ágætlega staddur - hvað vopnabirðgir varðar.

--------------------------

Það má að sjálfsögðu rífast um líkur. Punkturinn er eftir allt saman einugis sá, að ef Rússl. fer í stríð - hljóta Rússar að taka Ísl. í upphafi átaka v. NATO.

Kv.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 3.9.2014 kl. 12:53

9 Smámynd: Erlingur Alfreð Jónsson

Þetta er algjört bull hjá þér Einar.

"Erlingur, hvað kemur það málinu við þó að ekki sé svokallað Kalt Stríð lengur, og þó svo að herafli Rússl. sé einungis svipur hjá sjón sbr. v. herafla Sovétríkjanna?"-----Liggur það ekki í augum uppi, Einar? Í alvörunni?!!

Ef Rússar færu að auka viðbúnað sinn á Kólaskaga yrði við því brugðist af NATO, jafnvel þó lýst væri yfir að aðeins væru um heræfingu við Jan Mayen að ræða. Þú getur verið viss um að brugðist yrði við svona hernaðarbrölti ef það skapaðist.

Ég sagði aldrei að ekki yrðu notuð skip við herflutninga, að sjálfsögðu yrði slíkt gert með þyngri hluti eins og Abrahams skriðdreka. Ég benti einfaldlega á hvers vegna Ísland er ekki eins hernaðarlega mikilvægt eins og áður vegna þessa tækjakosts sem ég nefndi sem getur flogið sunnar (eins og ég sagði), og í einni lotu til hvaða staðar sem er í Evrópu, sem ekki var hægt lengi framan af kalda stríðinu. Fyrstu viðbrögð yrðu því hröð. Ekki má gleyma að Bandaríkjamenn eru enn með nokkrar herstöðvar í Evrópu og stærsta flotastöð heims er í Norfolk.

Fyrir utan ofangreint, þá er harla ólíklegt að slíkt ástand skapaðist að ráðist yrði á Ísland með stuttum fyrirvara og NATO að óvörum. Ef NATO telur líkur á að Rússar hyggi á stríð gegn sér væri búið að styrkja upp herafla og varnir um alla Evrópu, m.a. í Keflavík.

Það er því fráleitt að segja að Ísland sé án varna þó ekki séu nú staðsettar orrustuþotur í Keflavík.

Erlingur Alfreð Jónsson, 3.9.2014 kl. 13:40

10 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Erlingur, ég er ekki eins bjartsýnn og þú á að menn sjái í gegnum áætlanir Rússa með öruggum fyrirvara, en þú getur treyst því að þeir mundu gera fjölmargt til að dylja þær fyrirætlanir, þeir mundu halda spilunum þétt að sér - gæta þess að fáir hefðu fulla vitneskju. Opinberlega, væri í gangi ferli "heræfinga" á margvíslegum stöðum á mismunandi tímum - meðfram landaærunum. Það væri auðvelt að vanmeta slíkt, sem tilraun Rússa til að skapa þrýsting - magna spennu, síðan mundi vinna með þeim sú vantrú "að það geti ekki verið að þeir hafi slíkt á prjónum" - svo bætist vil "úlfur úlfur" að það hefði verið röð æfinga - - án þess að nokkurt gerðist. Í slíku umhverfi, gæti orðið erfitt að sannfæra pólit. yfirvöld - - um það, að endanlegt markmið þessarar raðar heræfinga; væri stríð. Sama getur flotinn verið að gera, þ.e. það gæti verið kynnt prógramm æfinga, með reglubundnu yfirflugi herflugvéla í umtalsverðum fjölda, t.d. fyrst í Barentshafi, síðan smá saman færast þær æfingar nær. Það væri auðvelt að vanmeta slíkt - - sérstaklega ef Rússarnir væru mjög gætnir með upplýsingar, þannig að "áformin leka ekki út." Ég hef ekki þessa staðföstu trú, að NATO yfirvöld hljóti að sjá í gegnum lygavefinn, í tæka tíð.

----------------------

Svo ertu með smá of trú á flutningagetu Bandar. - en t.d. þegar þau undirbjuggu stríðin gegn Saddam Hussain, tóku þau á bilinu 4-5 mánuði að safna liði og hergögnum. Ef til stæði aðgerðir til liðssöfnunar vegna innrásar t.d. 300þ. rússn. hermanna, sem væri rétt að hefjast eða hafi. Mundi Bandar. mæta með töluvert meira lið. Ég áætla lauslega að það taki 6 mánuði að koma liðinu yfir. Þá án nokkurrar truflunar eins og þeirri, að Ísland hafi verið hernumið. Þá geta þeir tæknilega flutt liðið yfir samt með því að fara mjög sunnarlega. En þá geta flugvélarnar bara farið eina ferð per dag - - 200þ. liðsmenn per vél sem tekur t.d. 600. Þ.e. slatti af dögum sem það tekur. Svo er eftir að flytja hergögn sem eru i háu margfeldi að tonnum talið, miðað við mannskapinn sjálfan.

------------------------

Við höfum orðið vitni að töluvert gölnum ákvörðunum ráðamanna á 20. öld, t.d. ákvörðun Japana að gera árás á Perluhöfn. En þegar þröng elíta ræður ríkjum, getur myndast "groupthink" ásand, mér hefur virst að slíkt sé til staðar í Kreml - - miðað við ofafengin viðbrögð Kremlverja við tilraun ESB og Úkraínumanna, að taka upp náin viðskiptatengsl. Þarna virðist til staðar "paranoya" - öfgakennd þjóðernisstefna - eins og var í Japan. Spurning einungis á hve hátt stig ranghugmyndir eru komnar.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 3.9.2014 kl. 18:00

11 Smámynd: Ólafur Björn Ólafsson

Sælir hér

Þetta er skemmtilegt umhugsunarefni og hef ég líklega verið í þeim hópi sem skoðað hef möguleikana sem um ræðir.

Sé það að Erlingur Alfreð Jónsson virðist vera úti á þekju með alla þessa neikvæðni, en hann um það, kanski við köllum það bjartsýni um að við hér á "friðelsandi" skerinu sleppum.

Sjálfur var ég á spjalli fyrir nokkru síðan við félaga minn þar sem þetta mál bar á góma. Við vorum sammála um það að ef þetta egi að rætast þá þarf Rússinn að hafa bandamann í suðri. Reyndar eru bandamenn Rússa nokkrir og kanski ekki eins opinberir og augljósir fyrir sauðsvartann almúgann. Þar er til dæmis að finna ríki í norðanverðri Afríku og þaðan getur bandamaður í suðri hjálpað Rússum.

Ef það brýst út stríð þar sem Ísland verði meðal fyrstu þjóða sem hernumin verða, þarf bandamaður Rússa í suðri að spila með til að hefta flutninga, en þá tefjast þeir enn meir.

Það er staðreynd sem vart verður umflúin að staða Íslands sem hernaðarlega miilvægs staðar er óbreytt þrátt fyrir alla þá flutningamöguleika sem fyrirfinnast...

Kv...

Ólafur Björn Ólafsson, 3.9.2014 kl. 21:04

12 Smámynd: Erlingur Alfreð Jónsson

ÍSLAND.....best í heimi!

Erlingur Alfreð Jónsson, 3.9.2014 kl. 22:46

13 identicon

Það er allt rétt sem Erlingur bendir á og því til viðbótar má benda á að yfirburðir NATO í lofti eru algjörir og það er hægt að ráðast á skotmörk á Íslandi beint frá vel búnum flugvöllum í Bretlandi, Kanada og víðar.

Ef Keflavík félli í hendur Rússa yrði stöðin einfaldlega eyðilögð með loftárásum. Það er algjörlega fyrirsjánlegt og óhugsandi að Rússar færu að fórna tugum orrustuþota, mannafla og búnaði í jafn algjöru tilgangsleysi.

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 3.9.2014 kl. 23:48

14 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Hans, þú virðist vanmeta rússn. flugherinn gersamlega, getu hans til að verja þá aðstöðu sem hann hefði náð á sitt vald, eða gæði þeirra flugmanna er hann hefur yfir að ráða - - en ég stórefa að þeirra flugmenn séu lakari, tæknilega er munurinn milli rússn. véla og t.d. F16 ekki mikill.

Að sjálfsögðu verða árásir, en til þess að geta gert þ.s. þú kallar "loftárásir" þarftu að komast fremur nærri, þú hendir ekki út fallandi sprengjum án þess. Síðan verða Rússar reikna ég með, með öflugar loftvarnarsstöðvar í farteskinu - sem mundu verða settar upp, samdægurs.

Ef þú ert með milli 100 - 200 Sukhoy vélar á landinu, góðan slatta af loftvarnarflaugum, sem eru ekki lélegar heldur mjög góðar.

  • Þá gerir þú ekki árás - - með fallandi sprengjum.

Því þú hefur ekki "air supremacy" eins og t.d. Bandar. hafa svo auðveldlega náð t.d. yfir Írak. En þú þarft "air supremacy" til að gera árásir með fallandi sprengjum.

Þ.s. ekki er "air supremacy" heldur eru átök um yfirráð í lofti, þá ræðstu á flugsstöðvar andstæðingsins, ekki með "fallandi sprengjum" heldur stýriflaugum.

Sú viðureign gæti tekið nokkurn tíma, þ.s. það þyrfti að tæma væntanlega birgðir loftvarnarflauga sem Rússar hefðu haft í farteskinu, áður en mögulegt væri að ráðast á með fallandi sprengjum.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 5.9.2014 kl. 22:41

15 Smámynd: Erlingur Alfreð Jónsson

Jæja Einar Björn! Áfram með bullið þá!

Hvar sérð þú fyrir þér að koma 100 Sukhoi orrustuvélum fyrir hér á skerinu, hvað þá 200? Þá eru ótaldar stuðningsvélar, t.d. eldsneytisvélar eða sprengjuvélar til árásar á flutningaskipalestir, sem og athafnasvæði fyrir flutningavélar með vistir. Þú þarft að hafa í huga að nauðsynlegt verður að raða orrustuvélunum þannig upp að hægt sé að senda þær á loft með hraði.

Erlingur Alfreð Jónsson, 6.9.2014 kl. 00:56

16 identicon

Einar: F-16 er fjölhæf "2. línu" orrustuþota og myndi ekki leika aðalhlutverk í árás NATO á varinn flugvöll en það er aukaatriði.

Aðalatriðið er að jafnvel þótt að við gæfum okkur að Rússar gætu flutt hingað 200 orrustuþotur ásamt eldsneyti, skotfærum varahlutum og liðsafla til að þjónusta þær á jörðu niðri ásamt loftvarnarkerfum NATO að óvörum þá væri það samt ekki nóg (það má svo liggja á milli hluta hvar koma ætti öllu saman fyrir).

Ef að Keflavík ætti að gera þeim eitthvað gagn þyrfti hluti af þotunum að vera í árásarhlutverki. Ef við gefum okkur að 100 þotur séu í varnarhlutverki þá þýðir það að kannski 60-80 gætu komist á loft til að verja stöðina gegn árás. 

Yfir Íslandi gæti NATO mjög auðveldlega gert samhæfða árás með hundruðum þota. Ef aðstaða Rússa hér á landi myndi valda NATO jafn miklu tjóni og þú telur yrði það gert.

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 6.9.2014 kl. 16:36

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband