Hefur Pútín grafið sér holu sem hann getur ekki mokað yfir? Er Pútín "klúðrari" en ekki "snillingur"?

Malasíska vélin virðist hafa orsakað viðhorfbreytingu í Evrópu. Þá að veikja til muna andstöðu innan ESB gagnvart kröfum um "alvöru viðskiptaþvinganir." En nú loksins stendur Rússland frammi fyrir þvingunum - - sem mjög líklega duga til þess. Að koma Rússlandi inn í efnahagskreppu.

Eins og oft er sagt, þá hlær sá best sem síðast hlær. Malasíska flugvélin virðist vera að valda straumhvörfum í deilum Vesturlanda og Pútíns. Þeim, að í kjölfarið virðist hafa orðið, viðhorfsbreyting í Evrópu. Sem virðist hafa grafið undan andstöðu, við svokallaðar - "alvöru refsiaðgerðir."

  • Nú loks stendur Rússland frammi fyrir - alvöru refsiaðgerðum: 

EU’s sanctions on Russia will fail to be a knockout blow

EU and US present united front with tough sanctions on Russia

As Sanctions Pile Up, Russians’ Alarm Grows Over Putin's Tactics

Coordinated Sanctions Aim at Russia’s Ability to Tap Its Oil Reserves

Sanctions on Russia are a ‘big concern’ for European businesses

Putin battles to keep factions on side

Financial window closes for Moscow businesses

Russia's President Vladimir Putin (C) chairs a government meeting at the Novo-Ogaryovo state residence outside Moscow, July 30, 2014. REUTERS/Alexei Nikolskyi/RIA Novosti/Kremlin

Bann við því að "selja nýja tækni til Rússlands" á sviðum olíu- og gasnýtingar, getur reynst sérlega tilfinnanleg, þegar frá líður

"“The biggest edge that Western energy companies still have is their technological edge — that’s why these sanctions have the potential to have significant impact,” said Michael A. Levi, an energy expert at the Council on Foreign Relations. “Chinese companies can’t step in and provide shale technology where U.S. companies are blocked. They can provide capital; they can provide people. They can’t fill in on the technology front.”"

Í Rússlandi í N-Síberíu, er að finna gríðarleg stór slík svæði, svæði sem líkleg eru til að vera gjöfulli, en þau í Bandaríkjunum. Svæði í grennd við síberísku árnar, svo vatn er ekki vandamál.

Sjá umfjöllun: "Fracking" getur framlengt olíuævintýri Rússa um nokkra áratugi til viðbótar!

En rússn. orkufyrirtækin ráða ekki yfir þeirri tækni, þó tæknilega geti þau þróað hana, yrði það kostnaðarsamara að auki tefur það nýtingu þeirra svæða, um a.m.k. árabil.

Þessir samningar verða bersýniega í hættu:

  1. "ExxonMobil has a joint venture with Rosneft, the state-owned oil giant, to develop Arctic oil, and is scheduled to start drilling in the Kara Sea within weeks."
  2. BP, which owns 19.75 percent of Rosneft, just signed a joint venture with the Russian firm in May to search for shale oil in the Volga-Urals region."

Öll sala vopna til Rússlands og vopnatækni, hefur einnig verið bönnuð, nema að Frakkar fá undanþágu til að selja herskip til Rússlands, sem þeir voru búnir að semja um að smíða fyrir þá:

"The arms embargo, for instance, applies only to future sales, not to the much-debated delivery by France of Mistral-class helicopter carriers that resemble bigger aircraft carriers."
  • Sjá umfjöllun Wikipedia Mistral Class. Þetta er sú týpa af skipum Frakkar eru að smíða fyrir Rússland. Að fá þau mun efla stórfelt Svartahafs flota Rússlands.

Rússlandi og rússneskum aðilum, verður gert mjög erfitt um vik, að fjármagna sig í evrópskum og N-amerískum gjaldmiðlum:

""The EU restrictions...include a measure that would prevent Russia’s largest state-owned banks from issuing stock or bonds in European markets, according to EU diplomats.""

"“These sanctions can have quite a substantial chilling effect on the Russian economy,” said Adam Slater, a senior economist at Oxford Economics in London. “That is probably a quite effective way to put pressure on Russia.”"

Sannarlega á Rússland - um 150 milljarða USD sjóði. En á sama tíma, skuldar rússn. ríkið og rússn. ríkisfyrirtæki, um 100 ma.USD. 

Það þíðir, í ljósi refsiaðgerðanna, geti Rússland líklega ekki "endurnýjað þessi lán" og þess í stað þurfi að greiða þau upp.

Sem þíðir sennilega, að það muni á næstu árum, ganga hratt á þessa sjóði.

Að auki, þá muni rússn. orkufyrirtæki, ekki getað - - aflað sér fjármögnunar á "Vestrænum" mörkuðum, til að fjármagna fjárfestingar eða framkvæmdir í Rússlandi, eða þróunarverkefni á nýjum auðlyndum.

Ef Rússland heldur að Kína sé vinur í raun: Að halla sér að Kína getur verið leikur að eldinum fyrir Rússland

  • Ég endurtek þ.s. ég hef áður sagt, að Kína sé sennilega eina landið - sem sé "tilvistar ógn" við Rússland.
  1. Rússland geti sannarlega, leitað eftir samingum við Kína.
  2. En eins og nýlegur samn. Kína og Rússlands sýni, þá sé það við slíkar aðstæður, er Rússland kemur að sem betlari - - þá líklega leiði það til afar óhagstæðra samninga. 

Ef Rússland velur að verða - efnahagsleg nýlenda Kínverja.

Sé það framtíð, sem ég er fremur viss, að muni ekki enda vel fyrir Rússland.

 

Niðurstaða

Verður nafn Pútíns - bölbæn í framtíðinni?

En Pútín virðist vera að leiða Rússland inn í ástand. Þar sem Rússland, stendur milli steins og sleggju, annars vegar Vesturvelda og hins vegar, Kína - sem muni hafa fullan hug á að notfæra sér ástand mála. En þegar er Kína, í fullum gangi við það verk, að full yfirtaka auðlyndir Mið-Asíu er áður voru undir yfirráðum Rússlands.

Rússland geti samið við Kína, undir nokkurs konar afarkostum, með hætti - sem Kína græði á.

Það sé sennilega sú leið, að verða efnahagsleg nýlenda Kína.

  • Ég sé ekki hvernig Rússland gangi upp, í samkeppni við Vesturlönd. En samtímis, með hratt vaxandi veldi Kína, á mjög löngum landamærum í Austri.

Andstaða við Vesturlönd, setji Rússland - rökrétt séð - í afar erfiða stöðu gagnvart Kína. Sem líklega gangi frekar á lagið gagnvart Rússlandi. Eins og Kína er þegar farið að gera, í Mið-Asíu.

Mín spá er að eftir nokkur ár, muni Rússland skilja að Kína er miklu meiri ógn fyrir Rússland en nokkurn tíma Vesturlönd eru, og hrökkva til baka. Síðan muni enginn en Rússland, láta hærra um vaxandi ógnina frá Kína veldi - en Rússland.

Það geti verið, að verði ekki fyrr - en Rússland hafi orðið fyrir frekari tilfinnanlegum búsifjum, af samskiptum við Kína.

--------------------------------

Ég bendi á að nýlega stofnaður þróunarbanki, með þátttöku Rússa - er undir stjórn Kína, þ.s. Kína á ráðandi eignarhlut. Það þíðir, að sá mun ekki lána til verkefna, nema skv. hagsmunum Kína.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Einar Björn - sem oftar / og aðrir gestir þínir !

Rúrik Hersir (Vojvod 862-879): stofnandi og frumkvöðull Garðaríkis og einn fyrirennara V.V. Pútín´s var einnig mjög umdeildur maður - á sinni tíð.

En - stóð uppi með Pálmann í höndunum: að loknu vel unnu verki.

Þannig að ég hygg - að Þórðargleði þín gagnvart Pútín sé ekki alveg tímabær:: Einar minn.

Stundum er sagt - að sá hlægi bezt / sem síðast hlær Einar Björn.

Með beztu kveðjum sem áður - af Suðurlandi /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 30.7.2014 kl. 16:43

2 identicon

Ég verð nú að segja að ég sé sammála Óskari í þessu máli.

Þú lítur, eins og oft áður bara á aðra hlið málsins.  Og virðist alltof hugfanginn af orðagjálfri Bandaríkjanna, sem er bara hernaðaráróðu.

Pútin tapaði hernaðaráróðurs átaka, um það hver eigi ábyrgð á Malaysisku vélinni ... í Evrópa.

Og hver er þessi Evrópa, þó við tökum Bandaríkin með og það sem þar um snýst.  Kanski 700 miljónir manna.  Eða 1/10 af mankyninu.

Sannleikur málsins er sá, að Pútin reinir ekki einu sinni að berjast um hylli þessa fávitahóps, sem eru að mestu gjallandi vangefnar kerlingar, að minsta kosti hér á Norðurlöndum.  Þetta er sami hópurinn, og fylgti liði bakvið Hitler á sínum tíma án þess að spyrja spurninga sem neinu máli skiptir.  Á sama hátt fylkir þetta lið sér bakvið, með skrílslátum, Bandaríkjamenn.  Vegna þess að þeir halda, að Bandaríkjamenn séu Ósigrandi.

Þetta er "fávitaháttur" Vesturlanda, sem er hnignandi þjóðfélög sem eru á barmi algers gjaldþrots.  Þjóðfélög sem velta sér í sjálfumgleði og telja sig "gott fólk", sem er andlega gjaldþróta.  Fólk sem aldrei kíkir á hina hlið málsins, eða snýr krónunni við til að sjá því að baki henni stendur.

Ég myndi nú fara mér hægt í að dæma Putin í málinu ... því að það er sama hvernig fer fyrir Pútin.  Hans framtíð er spurning ...

En vesturveldin eru að lokum komið, og það er enginn spádómur ... Ukraína og Gaza, eru dauðateigjur vesturveldanna.

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 30.7.2014 kl. 17:45

3 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Margt er með öðrum hætti í dag en þá, ef þú vilt samlíkingu - pældu í örlögum Póllands á 18. öld er það var statt á milli tveggja vaxandi velda.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 30.7.2014 kl. 17:46

4 identicon

Sæll aftur Einar Björn
Það er alltaf hérna áróður frá þér fyrir þessi stjórnvöld þarna í Bandaríkjunum eða þeas. þessi áróður sem að finna má í "The New York Times" og "Financial Times" og/eða þessum svokölluðu neocon fjölmiðlum. Það eru stjórnvöld í Bandaríkjunum sem að hafa verið að leiða ástandið, en ekki Rússar. Það eru stjórnvöld í Bandaríkjunum sem að borguðu meira en 5 milljarða dollarar fyrir þessa byltingu þarna og til þess eins að koma sitjandi lýðræðislegri kosinni ríkisstjórn Úkraínu frá völdum, Það voru stjórnvöld í Bandaríkjunum eða þau Victoria Nuland og Geoffrey Pyatt settu saman og skipuðu þessa strengjabrúðu ríkisstjórn þarna í Úkraínu. Nú og það eru stjórnvöld í Bandaríkjunum sem eru og hafa verið að reka allan þennan kaldastríðsáróður, svo og heimta aftur og aftur fleiri viðskiptaþvinganir gegn Rússum, en ekki öfugt. Eitt er víst að það er alveg sama hvað Ísraelsher myrðir marga íbúa á Gaza núna yfir 1000 eða yfir 10.000 stjórnvöld í Bandaríkjunum munu ekki styðja neinar viðskiptaþvinganir eða refsiaðgerðir gegn Zíonista ísrael. 

Það er hins vegar alveg greinilegt að við eigum að kaupa allar þessar lygar og annað frá Bandarískum stjórnvöldum eins og dr. Paul Craig Roberts segir eða þessar fölsuðu  gervihnattamyndir (Fake Satellite Images: The Latest US Government Hoax against Russia),

What the Media Won’t Report About Malaysian Airlines Flight MH17

Deleted BBC Report. “Ukrainian Fighter Jet Shot Down MHI7″, Donetsk Eyewitnesses

Fake Video of Alleged Pro-Russian Militia Claiming Responsibility for MH 17 Attack Was Made Before Plane Crash

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 30.7.2014 kl. 17:51

5 identicon

Af hverju eru þetta dauðateigjur?

Ukraína og Yougoslavía, eru andstæður ... hér hafa vesturveldin sýnt, að þeir styðji hvern sem er, sem er andstæðingur Rússa.   Í Yougoslavíu studdu þeir rétt fólks að "brjótast út", í Ukraínu styðja þeir rétt ríkisins að berja niður minnihlutann. Þar af leiðandi eru þeir hlutlægir, og eru einungis berjast fyrir sínu eigin "heimsveldi".  En ekki það "lýðfrelsi" sem allir hafa haldið að þeir standi fyrir.

Og Gaza ... tja, ef þú sérð ekki andstæðurnar þar ... þá ertu blindur.

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 30.7.2014 kl. 17:51

6 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Bjarne, Júgóslavía var mun flóknara vandamál, en Serbar voru ekki fjölmennari en hinar þjóðirnar "samanlagt" eina leiðin sem var til staðar, að halda því landi saman - í andstöðu við "þ.s. mátti líta á sem meirihluta en allir hinir voru sammála að slíta sambandinu við Serba" hefði verið að; 1)Vinna hernaðarsigur, en þ.e. fyrsta forsenda, síðan 2)Að viðhalda lögregluríki án enda.

--------------------

Þ.e. allt annað, þegar raunverulega er til staðar, skýr þjóðernismeirihluti. Þá getur land gengið upp, með því að "meirihlutin veiti eftirgjöf" gagnvart "minnihlutanum" sem veitir "minnihlutanum" aukin réttindi.

----------------------

Það stendur einmitt til. Vandin þinn, er að þú ert svo "andvígur vesturveldum" að þú vilt ekki sjá, hve ólíkar aðstæður voru í Júgóslavíu. Þar að auki, stunduðu Serbar a.m.k. í Bosníu, raunverulega "skipulögð morð á minnihlutanum." Sem alls ekki er í gangi, en stríð telst ekki skipulögð fjöldamorð þó svo að flr. falli af minnihlutanum en öðrum hópum, ef um er að ræða stríð, og ef þeir sem farast, farast í átökunum sjálfum og í tengslum við þau - - en eru ekki myrtir af skipulögðum morðsveitum, þegar þeir hafa gefist upp, og eru fangar. Það voru ekki síst, hin skipulögðu fjöldamorð, sem leiddu til aðgerða Vesturvelda. Og þau voru "ákaflega sein til verka" þau hefðu sennilega ekki skipt sér af átökunum, ef skipulögð fjöldamorð, hefðu ekki skapað "outrage."

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 30.7.2014 kl. 21:22

7 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Bjarne, þetta er skemmtileg gagnrýni á samfélög Vesturlanda, ég hef lengi grunað þig um að vera "fasisti" en þetta er "wonder of wonders" nokkurn veginn sama gangrýnin, og rússn. þjóðernisfasistar vinir Pútíns, halda uppí á Vesturlönd - fólk t.d. sem aðhyllist enn gamlar hugmyndir um Pan slavisma, svo dæmi sé tekið.

-------------------

Og þ.s. er enn áhugaverðara, mjög lík þeirri gagnrýni, sem t.d. félagarnir Mússólíní og Franco, komu fram með á sínum tíma, þ.s. þeir töluðu fjálglega um þörf á baráttu fyrir "bættum siðum" - um meint siðleysi vesturvelda - að sjálfsögðu, töluðu þeir um sjálfa sig, sem hliðverði slíkra hluta.

---------------------

Þ.e. auðvitað hluti af fasisma, að leitast við að "níða sem mest niður lýðræðið" segja það spillt - rotið - siðblint o.s.frv. Að sjálfsögðu, til að réttlæta það, að viðkomandi er sjálfur að verða afhuga lýðræði, réttlæta stuðning við fasisma og skort á lýðræði, í þeim löndum sem sá - telur til fyrirmyndar.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 30.7.2014 kl. 21:29

8 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Bjarne, eitt að lokum, enginn ykkar hefur svarað, nema með nöldri, minni ábendingu að ofan - - þess efnis. Að Rússland hafi ekki raunhæfa möguleika. Að keppa sem stórveldi. Við þær aðstæður sem eru. Með rísandi veldið fyrir Austan. Sem án vafa, hugsar sér gott til glóðarinnar. Að hafa sem mest út úr Rússlandi. Ég sé fyrir mér drekann, hafa gott munnvantsrennsli, við þá tilhugsun, að Rússland sé að koma sér endanlega út út húsi gagnvart Vesturlöndum, þanni að Rússland sé nokkurn veginn - varnarlaust gagnvart ásælni hins rísandi dreka.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 30.7.2014 kl. 21:32

9 identicon

Sælir - á ný !

Einar Björn !

Um flest - má saka okkur Þorstein Sch og Bjarne Örn: en nöldur.

Er það ''nöldur'' Einar minn - að við hinir kunnum að hafa mismunandi sýn á hlutna / kannski: öndverða hvers okkar um sig - og alls ekki á pari við þínar:: annarrs áhugaverðu hugleið ingar ?

Er þetta viðhorf þitt ekki - að flokkast undir að mála sig út í horn Einar Björn.

Svo - á sagan eftir að sýna okkur öllum / hver hefir haft einna réttast fyrir sér - eða á röngunni síðuhafi góður.

Ekkert lakari kveðjur - hinum og fyrri /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 30.7.2014 kl. 21:49

10 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Pútín vildi ekki taka þátt í Sýrlands-hertökunni. Fyrir það var honum útvísað úr G-8 hernaðar-hertökuklíkunni.

Það er ekki undarlegt að ESB/USA-fjármagns-mafíurnar séu ósáttar við það, að Pútin vilji ekki taka þátt í einokunar-framtíðarplönum og hertökum/slátrunaraðgerðum fjármagns-mafíukónga vestursins villta. Það eru að sjálfsögðu spillt risakerfis-bákn í Rússlandi eins og annarsstaðar. En það er frekar furðulegt að kenna Pútin einum og persónulega um allt sem gerist og gerist ekki í Rússlandi og víðar.

Hertöku-blóðþorsti ESB/USA-toppa-fjármagnsmafíu virðist vera algjörlega taumlaus, og furðulegt að fylgjast með umræðum sumra um þessi harmleikamál. Hernaðar-réttlætingar/umræður embættisfólks, sem opinberlega telst siðmenntað og þróunarþroskað? En vill þó tilheyra hertöku-sambandinu ESB/USA?

Hvernig á að vera hægt að skilja svona?

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 30.7.2014 kl. 23:55

11 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

óskar, þú hefur t.d. ekki tjáð þig um það, af hverju þú heldur að ég hafi rangt fyrir mér, varðandi stöðu Rússlands sem Pútín hefur nú skapað, þ.e. andstöðu v. Vesturveldi, á sama tíma og Rússland hefur gýnandi gapandi drekann hratt vaxandi sér við hlið, með 10-faldan fólksfj. og gamlar ástæður til að vera í nöp v. Rússl., að auki þegar búið að taka yfir töluverðan slurk af þaim auðlymdum er Rússar áður einokuðu í Mið-Asíu, og hefur áform um að klára þá auðlyndayfirtöku á nk. árum, sem þíðir að Rússland mun tapa enn frekar tekjum - - á sama tíma og Vesturlönd hafa sett viðskiptabann á Rússl.

----------------------

Þið hafið ásakað mig fyrir að "horfa bara á aðra hliðina." En mér virðist þið neita að horfa á málið, að Pútín virðist hafa komið Rússlandi töluvert - ærlega á kaldan klakann. Eða af hverju er það rangt?

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 31.7.2014 kl. 00:11

12 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Anna, nei honum var vísað úr G8 fyrir yfirtökuna á Krím-skaga. Það voru alls ekki harkalega deilur í gangi milli Rússl. og Vesturvelda v. Sýrlands - hið minnsta ekkert samanborðið við deilurnar sem síðan hafa sprottið upp. Annars finnst mér merkilegt, hvernig þú sópar algerlega yfir - - það afskaplega blóðuga stríð sem Pútín hefur stutt í Sýrlandi, með stuðningi við ógnarstjórn sem hefur í gegnum áratugina blóð hundruð þúsunda á samviskunni. Talar um gýnandi herveldi ESB - sem samanborið við Rússland, er púðluhundur. Svo má aiðvitað nefna, Tétníu stríðin sem Pútín kláraði, þ.s. 20% Téténa eða þar um bil féllu, og um 30% þjóðarinnar flúði til nágrannahéraða. Ef menn fara að bera saman bækur um mannfall í stríðum. Er af nægu að taka, ef maður skoðar sögu Rússlands. Sem síst - allra síst, hefur verið mildara stórveldi en Bandaríkin, sögulega séð.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 31.7.2014 kl. 00:17

13 identicon

Komið þið sæl - sem oftar !

Einar Björn !

Í fullri vinsemd - vil ég einungis benda þér á / torræði þinna hugleiðinga - sem okkar hinna: síðuhafi góður.

Rússland er jú - 2veggja Heimsálfu landflæmi og ríki / og ekki skyldum við afskrifa ýmsa möguleika Moskvu stjórnar enn - verandi með eina allra stærstu Gullkistu náttúruauðæfa Heimsins á láði og legi - að baki sér.

Og - geta enn spilað út þeim spilum: sem hvorki ég / þú: né fæstir annarra gætum hönd á fest Einar minn.

Sjáum til - hverju fram vindur síðuhafi góður / alla vegana.

Sízt lakari kveðjur - öðrum og fyrri /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 31.7.2014 kl. 00:20

14 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Þú óttast sem sagt ekki um Rússland, með annað land hratt rísandi sér við hlið, er hefur 10-faldan fólksfj? Land sem er afskaplega einmitt hungrað í auðlyndir. Ég á ekki von á að Rússland sem slíkt hætti að vera til, en þ.e. ekki neitt öruggt að íbúasamsetning þess, geti ekki breyst í framtíðinni, með róttækum hætti - sbr. þennan 10-falda fólksfj. er ég vísa til. Muna einnig eftir þessum 3000km. landamærum. Mér virðist Rússland vera "krækiberið í helvíti" þó landflæmið sé nokkurt, þá er það hlutfallslegt fámenni landsins, sem er varhugavert fyrir Rússa, aftur vísa ég á hinn ógnar fólksfj. landsins við hæið. Sem er virkilega hratt vaxandi veldi. Og verður í framtíðinni, til muna öflugra land.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 31.7.2014 kl. 02:14

15 Smámynd: Borgþór Jónsson

Einar ég er ekki frá því að greining þín á framtíðartöðu Kína og Rússlands sé rétt.

Það verður erfitt fyrir Rússland að halda efnahagslegu sjálfstæðii sínu gagnvart Kína,en árás vesturveldanna á Rússland er samt vanhugsuð.

Þetta show í Úkraníu ásamt stríðsaðgerðum vesturveldanna á hendur Rússum sem er hugsað til að berja niður andstöðu við heimsyfirráðastefnu bandaríkjanna mun væntanlega koma þeim illilega í koll til lengri tima litið.

Í þessum herleiðangri bandaríkjamanna gegn Rússlandi hefur ýmislegt farið öðruvísi en til stóð,í fyrsta lagi töpuðu þeir aðalvinningnum sem var Krímskagi og í öðru lagi sitja þeir uppi með borgarastyrjöld sem þeir áttu ekki von á.

Það er nokkuð augljóst að næsta skref átti að vera að ganga í bandalag við rússneska fasista og koma á stjórnleysi í Rússlandi,en af því verður væntanlega ekki vegna íhlutunar Kínverja. Þannig virðist þessi atlaga vera að renna út í sandinn,lokatakmarkinu verður ekki náð að þessu sinni.

Þegar samstarf Rússlands og Kína eykst,með hvaða hætti sem það verður,verður til býsna öflugt heimsveldi.Það er alls ekki ólíklegt að slíkt heimsveldi mundi kalla eftir auknum áhrifum í SA Asíu og Austur Evrópu t.d Úkrainu eða Eystrasaltslöndunum.

Andstaða við slíkt ríkjasamband gæti auðveldlega leitt til efnahagsþvíngana og það verður fróðlegt að sjá hvernig T.D þýskaland bregst við þegar slíkt ríki herðir örlítið þumalskrúfurnar.Þessi tvö ríki eru þjóðverjum afar mikilvæg,jafnvel bara Rússland var þjóðverjum svo mikilvægt að bandaríkjamenn þurftu að beita þá verulegum þvingunum í hvert skifti sem átti að setja á nýjar efnahagsþvinganir.

Líklega hefur þar bæði verið um að ræða persónuleg kúgun gegn Merkel í framhaldi af njósnum um hana ,og svo má ekki gleyma að þeir eru með töluverðan hluta af gullforða þjóðverja í gíslingu.

Annað dæmi er Indland sem hefur reynt að sigla milli skers og báru og njóta góðs af baráttu Rússlands og USA.Hvað gerir Indland þegar Rússland Kína segir við þá,ef þú ert ekki með okkur ertu á móti okkur.Þessi ríki hafa undanfarið verið að treysta böndin og liklega verður Indlandi fljótlega ekki lengur stætt á að leika tveimur skjöldum.

Ég held að það hefði verið klókara til lengri tíma fyrir bandaríkjamenn að slá aðeins af einræðistilburðunum og halda góðu sambandi við rússa.

Borgþór Jónsson, 31.7.2014 kl. 03:59

16 identicon

Ukraína er í raun enn flóknara vandamál en Jugóslavía.  En kosova var afskaplega einfalt vandamál ... bara að skera hluta af landi Serba og gefa það Albönum.  Málið var ekkert flóknara en það.  Á þeirri stundu, sat olíu furstinn Carl Bildt, sem fékk að verðlaunum ólíu lyndir, og ber ábyrgð á stórfeldum glæpum Asíu, sem yfirmaður LUNDIN Oil.  En þessi kappi, ásamt vesturveldunum staðhæfði að Albanir hefðu rétt að taka landið frá Serbum.

Hér er dæminu snúið við ... en í stað þess að styðja Rússa, sem eiga í höggi að verjast gegn þjóðernissinnuðum Ukraínumönnum ... þá styður Evrópa og Bandaríkin, rétt ríkissins til að berja á minnihlutanum.

Þetta kallar maður að vera andlega gjaldþrota.  Maður er svo heimskur, að maður skilur ekki einu sinni lygina í sjálfum sér.

Nú verður byggð stórfelldir brautarteinar, frá Kína, í gegnum Asíu og til Rússlands.  Þetta er hin nýja "silkileið".  Allar nýjar framfarir og vísindi, gerast í Kína.  Og Asíu almennt.

Með þessu Úkraínu vandamáli, hafa Bandaríkin og Evrópu gert það andskotanum ljósara.  Að hlutleysi þeirra í ákvarðanatökum, sé ekki til.  Þar af leiðandi, er ákvörðunum þeirra ekki treystandi.

Og þetta, er það spil sem á sér stað ... það segir gamalt máltæki.  Það skiptir ekki máli, hversu margar orustur þú sigrar, ef þú að lokum tapar styrjöldinni.

Og það eina sem er í sjónmáli, fyrir vesturveldin í þessu máli ... er bæði andlegt, og fjárhagslegt gjaldþrot.

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 31.7.2014 kl. 09:47

17 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Boggi, ef þú hefur rétt fyrir þér, að sýn Rússa á Vesturveldi sem "hostile" sé rétt, látum sem að svo sé, eru þá Vesturveldi ekki að notfæra sér - - augljósa veikleika Rússlands. Þegar það stendur sífellt veikari fæti, gagnvart stórveldir sem er hratt rísandi, á A-landamærunum?

Þá er þetta, Vesturveldin að grípa tækifærið, þegar þau vita, að Rússland býr við hratt vaxandi ógn frá annarri átt - - og mun þurfa að fást við þá ógn innan skamms.

Ef þú íhugar málið, þá gæti "calcuation" hafa verið sú, að Rússland - - með þá vitneskju að "stærri ógn sé að rísa fyrir Austan" mundi ekki veita viðspyrnu við því; að Vesturveldi mundu taka yfir Úkraínu.

Vesturveldi hafi þá getað boðið Rússlandi síðar meir, að ganga í þeirra raðir - - að sjálfsögðu gegn því, að auka raunverulegt lýðræði innan Rússlands.

En þó Pútín og hans pótíntátar fari mikinn, um þá ógn að Vesturveldi vilji stjórnarskipti, þá er það ekkert leyndarmál, að Vesturveldi vilja að kjósendur í Rússlandi hafi raunverulegt val, í stað þess að kosningar séu meir "sýndarmennska." Að Rússland sé aftur á leiðinni, að verða einsflokksríki.

Að sjálfsögðu, verður engin upplausn í Rússlandi, þó að hirðin hans Pútíns, mundi missa völdin - hugsanlega í frjálsum kosningum. Jamm, þá má reikna fastlega með því, að Vesturveldi mundu aðstoða andstöðuflokka, þ.e. fjármagna kosningabaráttu slíkra flokka að verulegu leiti.

Síðan gæti Rússland orðið hluti af Vesturveldum.

  1. Af hverju væri þetta slæm framtíð?
  2. Eftir allt saman, þá mundu vestræn fyrirtæki fjárfesta þá að fullu í Rússlandi, auðlyndir Rússa enn vannýttar, verða nýttar - - hingað til hefur ekkert land sem hefur gengið í hóp Vesturvelda, orðið "fátækara á eftir" heldur þveröfugt.  
  3. Aukin velmegun í Rússlandi, og raunverulegt lýðfrelsi - - já ég sé hve hræðilegt það væri í augum pótintátanna í kringum Pútín.
  4. Síðan með bættum efnahag, mundi Rússland hafa bætta viðspyrnu gegn Kína.
  • En með reið Vesturveldi á aðra hönd.
  • Með versnandi efnahagástand.
  • Er hætt við því, að sú viðspyrna verði lítil.
  • Og að Kína muni sjá að ásandið er Kína í hag, og leggjast á Rússland.

Ég er nokkurn veginn viss um, að Pútín hafi framkallað - - með því að fara í hár við Vesturveldi, þ.e. leitast við að keppa um Úkraínu við þau.

Ástand sem muni í kjölfarið reynast mun varsamara fyrir einmitt Rússland. Og framtíð Rússlands. Þ.e. að verða efnahagslega í staðinn háð Kína.

Rússland hafi ekki þann valkost í þessu ástandi, að vera 3-póllinn þarna á milli. Verði að halla sér í aðra hvora áttina.

Fyrir Rússn. menningu, fyrir Rússl. alþýðu, og sennilega einnig fyrir elítuna í Rússlandi, væri betri framtíð að tilheyra Vesturlöndum.

Þó það þíddi, að Rússland yrði að gefa upp alla drauma um að hafa, róttækt aðra utanríkisstefnu en Vesturveldi.

  • Þá tel ég að Rússland hefði möguleika í slíku samstarfi.
  • En það væri sennileg að Evrópa, mundi nota Rússland - við og við sem samstarfsaðila, í slíkri framtíðar sviðsmynd. Þ.s. eftir allt saman er Rússland sæmilega stórt og með hernaðargetu.
  • Það mundi tel ég, þróast smá saman "three way dynamic" í þeim samskiptum, þ.s. Rússland + Evr. + Bandar. yrðu smám saman að þríeyki. Þó að Bandar. væru áfram langsamlega sterkust. Þá mundi samvinna Evr. og Rússl. eftir að þ.e. að fullu orðið að lýðræðisríki, geta aukið sjálfstæði beggja, innan slíkrar heildarsamvinnu.

Þetta er mín sýn, um þá minnst slæmu framtíð sem ég sé fyrir mér fyri Rússland.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 31.7.2014 kl. 12:33

18 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Bjarne, einungis ef þú smættar Júgóslavíu málið niður í Kosovo deiluna eingöngu, þá færðu mál sem nálast að vera að einhverju leiti sambærilegt.

Það má segja að menn hafi enn verið í viðjum óttans um skipulögð fjöldamorð, í kjölfar skipulagðra fjöldamorða sem raunverulega fóru fram, á bosníu múslimum.

Það var óttinn við önnur fjöldamorð, sem ýtti mönnum í það far - að styðja sjálfstæði Kosovo. 

Í Úkraínu, er engin hætta á því, að farið verði í sambærilega hluti þ.e. að drepa þúsundir fanga moka þeim í fjöldagrafir, en fjöldagrafir eftir slík skipulögð morð er víða að finna í Bosníu - langsamlega flestir drepnir Bosníu Múslimar.

Þess vegna m.a. sjá menn ekkert athugavert við það, að her Úkraínu brjóti uppreisn á bak aftur - - sem talið er að sé haldið uppi af meira að segja minnihluta rússn. mælandi íbúa. Þ.e. tiltölulega fámennum, hörðum kjarna.

Ég spái því, að þegar sú uppreisn taki enda, verði megin viðbrögð íbúa feiginleiki að stríðinu sé lokið. Það stendur til, að verulega auka sjálfforræði A-héraðanna. 

Síðan tekur við uppbygging.

Eins og ég sagði, þá hafi það verið gríðarleg mistök, að hefja þessa vopnuðu uppreisn. Hún hafi kallað hörmungarnar yfir landsmenn í A-hlutanum.

Án uppreisnarinnar, hefðu slíkar hörmungar ekki orðið.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 31.7.2014 kl. 12:40

19 identicon

Sæll aftur Einar Björn

Er þetta ekki bara rétt stefna hjá stjórnvöldum í Bandaríkjunum að magana upp þennan kaldastríðslygaáróður og beita öllum þessum viðskiptaþvingunum og hótunum til þess eins að réttlæta allt, svo og til þess að réttlæta og hvítþvo allar þessar lygar "pretext" osfrv. er stjórnvöld í Bandaríkjunum hafa notað til þess eins að hefja stríð gegn öðrum þjóðum eins og t.d. Írak og Líbýu, og er þetta ekki bara allt flott hjá stjórnvöldum í Bandaríkjunum, eða hvað?  
 

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 31.7.2014 kl. 14:47

20 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Einar. Var það semsagt Rússland sem átti stærstan hlut að Sýrlandsstíðinu?

Það eru nýjar fréttir fyrir mig.

Það er engu líkara en að búið sé að flytja kommúnistafylkingu Rússlands fyrri daga, til ESB/USA-heimsveldisins?

En við erum víst ekki sammála, og ber okkur báðum að virða sýn og skoðanir hvors annars, eftir bestu getu og vilja.

Enginn veit allt, en allir vita eitthvað.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 31.7.2014 kl. 17:24

21 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Anna, Assadarnir hafa alltaf verið Bandamenn Rússa, sýrl. hergögn eru öll frá Rússlandi, sem Assadarnir beita til að drepa eigin landsmenn. Eins og þú gagnrýnir átökin í Úkraínu og virðist frekar hneyksluð á stuðningi Vesturvelda við stjv. í Kíev og baráttu þeirra stjv. v. uppreisn minnihluta landsmanna; finnst mér merkilegur - skortur þinn á gagnrýni á stuðning Rússa við miklu mun blóðugra stríð - sbr. milljónir hafa flúið og yfir 100þ. látið lífið, og auðvitað land þ.s. meira að segja Rússar viðurkenna að lýðræðið er grín, sjónarspil eingöngu - og fámennur minnihluti drottnar yfir meirihlutanum drepur hvern þann sem berst gegn stjv.

----------------------

Áhugaverður 2-faldur standard. Að ef Vesturveldi eru vond fyrir að styðja stjv. í Kíev - meðan þau berjast við uppreisn minnihluta íbúa. En stjv. í Rússl. eru góð, meðan þau styðja stjv. í Damascus - þegar þau berja á meirihluta landsm. þar.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 31.7.2014 kl. 19:05

22 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Einar Björn. Hvers vegna ertu svona viss um, að það sem þú ert að fullyrða sé rétt og fyllilega satt?

Ekki varst þú innsti kokkur í heimsstjórnar-búrinu?

Hverju á maður að trúa? Og hvers vegna?

Evrópufræðingur veit ekki allt um allar heimsálfur!

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 31.7.2014 kl. 19:50

23 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Anna, ég hef fylgst náið með alþjóðastjórnmálum nú í 30 ár eða svo.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 1.8.2014 kl. 12:00

24 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Ef ég ætti að líkja stuðningi Rússa við Assadana, sl. 40-50 ár - þá sé unnt að líkja því við stuðning Bandar. v. Somosa í Nígaragúa þar til honum var steypt í innanlandsuppreisn, eða stuðningi Bandar. við Marcos einræðisherra á Filipseyjum þar til honum var einnig steypt á sínum tíma, eða stuðningi Bandar. v. stjv. í svokölluðu S-Víetnam - í baráttu við uppreisn gegn þeim. Það hafa ekki eins margir farist enn í Sýrlandi og í Víetnam, en stríðið þar er bara búið að standa yfir í 3 ár - þegar 100þ. látnir og a.m.k. 3 millj. landsmanna á flótta. 

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 1.8.2014 kl. 12:21

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 36
  • Frá upphafi: 845414

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband