Petro Poroshenko, réttkjörinn forseti Úkraínu, skv. útgönguspám

Þetta kemur fram á vef Reuters, að skv. útgönguspám fái Petro Poroshenko 55,9-57,3% -
Yulia Tymoshenko fái einungis 12%. Ef sama niðurstaða kemur út úr talningu kjörgagna. Þarf ekki aðra umferð því þá er Poroshenko þegar með meirihluta eftir fyrstu umferð. Þetta er auðvitað mikilvægt, því svo hratt hefur óöryggi og óreiða farið vaxandi í landinu ásamt átökum, að óvíst getur reynst vera hvort að önnur umferð hefði getað farið fram þann 15. júní nk.

'Chocolate King' Poroshenko wins Ukraine presidency: exit polls

Ukrainian businessman, politician and presidential candidate Petro Poroshenko (L front) and his wife Maryna (R front), cast their votes during a presidential election at a polling station in Kiev May 25, 2014. REUTERS/Mykola Lazarenko/Pool

"Ukrainian businessman, politician and presidential candidate Petro Poroshenko (L front) and his wife Maryna (R front), cast their votes during a presidential election at a polling station in Kiev May 25, 2014."

  • Það sem er mikilvægt við Poroshenko, að hann er ekki þjóðernissinni, engin leið að tengja hann við svokallað "Right Sector" sem Tymoshenko hefur tengingar við, að auki var hann um skamma hríð ráðherra í ríkisstjórn Viktor Yanukovych, forsetanum sem síðar flúði í útlegð til Rússlands, sem virðist ekki há honum þ.s. hann var hættur löngu áður en byltingin hófst, studdi byltinguna.
  • Hann virðist einstaklingur sem "hagar seglum eftir vindi" - - nokkurs konar pólitískt kamelljón, því má bæta við, að meðan óeirðir og átök voru í gangi meðan mótmæl gegn Yanukovych voru í gangi, studdi hann um hríð tilraunir til sátta milli stjórnar hans og andstæðinga, en það virðist ekki heldur há honum þ.s. hann virðist ekki hafa tranað sér fram með áberandi hætti í það skiptið aðrir fengið skömm í hattinn fyrir þá sáttatilraun, síðan fékk hann einn af helstu foringjum byltingarinnar til að styðja framboð sitt til forseta.
  • Það getur einmitt verið að Úkraína þurfi á því að halda, að við völd sé forseti, sem sé "sveigjanlegur" - - hann virðist í kosningabaráttunni hafa leitast við að mynda tengingar við rússn.mælandi hluta íbúa landsins, t.d. mætti hann á athöfn í borginni Odessa, þegar þeirra var minnst sem fórust í blóðugum óeirðum þar fyrir nokkru síðan.
  • Athygli vekur hótun Yulia Tymoshenko -sem áður hefur komið fram í fjölmiðlum- gegn Poroshenko, að ef hann er "kjörinn" þá muni hún standa fyrir "nýrri byltingu" - gegn ólígörkum, en Poroshenko er mjög auðugur iðnjöfur. Á hinn bóginn, virðist hann ekki eins og flestir auðjöfrar, hafa tekið yfir eitthvert fyrirtæki fyrir slikk sem áður var í eigu ríkisins í gegnum sambönd við spillta stjórnmálamenn, heldur hafi hann búið til sitt fyrirtæki "frá engu." En hann framleiðir "sælgæti" ekki eins og flestir auðjöfrar, sem jafnaði eru í klassískum þungaiðnaði.
  • Hann hefur hafnað þar af leiðandi að skilgreiningin "ólígarki" eigi við hann.


Hugsanlega getur kjör Poroshenko leitt til friðar í landinu

En forskot hans á aðra í kjöri virðist svo afgerandi, að þó svo að um 15% kjósenda í landinu, hafi ekki getað kosið - vegna aðgerða "uppreisnarmanna" í Donetsk og Luhansk, sem að mest virðist hafa tekist að hindra að atkvæðagreiðsla færi fram í þeim héröðum. 

Þá sennilega dugar það ekki, til að kasta umtalsverðri rýrð á það hvort hann teljist "réttmætur" forseti landsmanna. 

En með svo afgerandi forskot, er ólíklegt að þó þau atkvæði hefðu verið með - - að hann hefði ekki komið út sem sigurvegari kosninganna.

Timushenko hefði sannarlega ekki fengið nein umtalsverð atkvæði frá þeim svæðum, þ.s. hún er svo nátengd byltingunni í Kíev í vor.

Síðan hefur komið ágætlega fram, að "right sector" treystir ekki Poroshenko - þ.s. eftir allt saman var hann um skamma hríð ráðherra í stjórn Yanukovych. En það getur einmitt skapað honum algerlega "einstaka stöðu" til að brúa gjána milli hópanna í landinu.

Því miður hefur bráðabirgðastjórnin í Úkraínu hagað sér ákaflega heimskulega, málflutningur hennar að geta ekki rætt um andstæðinga sína með öðrum hætti en "þessa helvítis hryðjuverkamenn" hefur augljóslega stuðlað að því, að víkka gjána milli aðila - að auki stutt áróður rússn.mælandi uppreisnarhópa þess efnis, að stjórnin væri skipuð óalandi og óferjandi öfgamönnum.

En erfitt verður að mála pólitíska kamelljónið Poroshenko með þeim hætti.

Hafandi í huga, að hann var eini frambjóðandinn, sem var viðstaddur athöfn í Odessa, þegar fórnarlamba ógnaratburðarins er þar varð var minnst, þá virðist blasa við - - að hann geti virkilega átt raunhæfan möguleika, til þess að leita sátta.

-----------------------------------------

Ég bendi aftur á óháða nýlega könnun, sem bendir til þess að meirihluti íbúa þar með talið rússn.mælandi íbúa, vilji að landið sé áfram "sameinað." Á sama tíma, virðist andstaða við bráðabirgðastjórnina í Kíev, hafa verið almenn meðal rússn.mælandi. En Poroshenko mun væntanlega skipa nýja stjórn, og líklega ekki skipuð einstaklingum úr "right sector."

Þ.e. könnun PewReseach: - ath. kynnt í máí 2014

Despite Concerns about Governance, Ukrainians Want to Remain One Country

Á Úkraína að "vera sameinuð" eða "á að heimila einstökum héröðum að fara?

.......................................Vera sameinuð.....Heimila klofning.....Veit ekki.

Vestur Úkraína..........................93%......................4%................2%

Austur Úkraína..........................70%.....................18%...............13%

Rússn.mælandi.........................58%.....................27%...............15%

Krím Skagi...............................12%.....................54%...............34%

-----------------------------------------

Með ríkisstjórnina frá, enda stóð einungis til að hún væri fram að þeim tíma, að nýkjörinn forseti mundi skipa nýja stjórn, væntanlega skipaða einstaklingum sem séu "minna umdeildir."

Ætti að vera tækifæri, að koma viðræðuferli milli þjóðfélagshópa og samtaka innan þess um framtíðarskipan landsins, eitthvað áleiðis. Að sjálfsögðu með setu allra hópa sem máli skipta.

 

Niðurstaða 

Það verður að koma í ljós hversu merkilegur forseti Poroshenko mun reynast vera. En með kjöri hans virðist skapast hugsanlegt tækifæri til alvöru sáttaumleitana innan landsins. En líkur eru á því að íbúar meira að segja Luhansk og Donetsk vilji að landið sé ein heild, að kosningin er fór þar fram fyrir skömmu hafi í reynd verið krafa íbúanna þar um "aukið sjálfforræði" enda var vel unnt að skilja spurninguna þannig sem a.m.k. einhver hluti íbúanna þar svaraði játandi - sem áskorun um aukið sjálfforræði. Umdeilt er hve margir raunverulega mættu á kjörstað þ.e. hver þátttakan raunverulega var í Luhansk og Donetsk, eða hvort að kosningin er yfirleitt trúverðug. Aftur á móti er engin ástæða til að draga í efa trúverðugleika atkvæðagreiðslunnar í dag, sem var undir nánu eftirliti eftirlitsaðila frá fjölda Evrópulanda, þar á meðal frá Íslandi. 

Ef samtök uppreisnarmanna í Luhansk og Donetsk mæta ekki, þegar þeim verður væntanlega boðið þegar Poroshenko hefur tök á til viðræðna, þá mun þeirra áróðursstaða versna, þ.s. þeir munu þá virðast ósanngjarnir, sérstaklega ef í boði er umtalverð aukning sjálfforræðis Luhansk og Donetsk, sem íbúarnir eru líklegir að samþykkja - ef þeir væru spurðir.

Á sama tíma, með nærgætni og sáttatali, ætti að vera unnt að róa íbúa á öðrum svæðum innan landsins. En ekki síst, að áróður uppreisnarmanna, þess efnis að landinu sé stjórnað af "óðum nasistum" hætti þá að virka - og grafa undan landstjórninni.

Ef samtökin sem ráða nú Luhansk og Donetsk, ætla að halda "sjálfstæði sinna héraða frá Úkraínu" til streitu, sem ekki hefur enn verið viðurkennt af stjórnvöldum Úkraínu - sem líta á þau sem héröð í uppreisn; þá þurfa þau samtök - - nýja nálgun á sinn áróður.

Það geta runnið í garð áhugaverðir tíma í Úkraínu, með forseta sem "ekki er augljóslega þröngsýnn." Og mun örugglega vera til mikilla muna sáttfúsari í yfirlísingum. En spurningu má þó upp varpa, um hans staðfestu - - þ.s. hann eftir allt saman, hefur hagað sér sem hið mesta kamelljón. Að auki, má vera að "right sector" geri tilraunir til að standa fyrir óeirðum gegn stjórn hans, en á hinn bóginn að ef það gerist, þá gæti það haft þá afleiðingu að styrkja stöðu hans gagnvart íbúum A-hlutans, og líklega nýtur "rigth sector" ekki almenns fylgis úkraínskumælandi" heldur, en öfgamenn yfirleitt hafa ekki víðtækan þjóðfélagsstuðning.

----------------------------------------

Ný frétt Reuters: Ukrainians back Poroshenko to find way out of crisis

Sú frétt minnir okkur á, að Poroshenko verður töluvert "bundinn í báða skó af því" að geta ekki strax skipt um stjórn. Þ.e. núverandi ráðherrar eru ekki hættir þó að réttkjörinn forseti sé tekinn við. 

Það líklega þíðir að svigrúm hans til róttækra breytinga á stefnunni, getur verið verulega takmarkað. Það verður að koma í ljós, hvort hann getur að einhverju verulegu leiti spilað á þá stöðu.

 

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Borgþór Jónsson

Vonandi tekst manninum að ná tökum á nasistunum og leiða mál til lykta þannig að allir geti við unað.

Það kemur væntanlega fram strax á morgun hvort hann ætlar að tala við fólkið eða bara drepa það eins og gert hefur verið fram að þessu

Annars sýnist mér þessi kosning ekki vera lýðræðisleg,Taktu eftir kjörkössunum og það er ekki hægt að segja annað en kosningarnar séu haldnar "under a gunpoint"

Borgþór Jónsson, 25.5.2014 kl. 23:58

2 identicon

"Á sama tíma, með nærgætni og sáttatali, ætti að vera unnt að róa íbúa á öðrum svæðum innan landsins."

Ef eitthvað er að marka þessar kosningar þá er þessi "Chocolate King" Petro Poroshenko Oligarch ekki beint góður samningamaður:

Central Election Commission (CEC) Disabled by Hackers. Unconfirmed Report

No talks with pro-Russia protesters: Ukraine’s Poroshenko

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 26.5.2014 kl. 00:30

3 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Borgþór, eina ferðina enn - þeir eru ekki nasistar. Ef þetta er e-h erfitt, get ég sagt þetta einu sinni enn, þeir eru ekki nasistar. Þó þú endurtakir sama bullið oft, virkar ekki aðferð dr. Goebbels. Sem segir ekki að "right sector" séu ekki öfgamenn. En að kalla þá "nasista" er algerlega eins heimskt, og kalla uppreisnarmenn í Donetsk og Luhansk, hryðjuverkamenn. Það gerir þig ekki snjallan, að hafna einum áróðri - - en lepja upp annan áróður gagnrýnilaust. Í slíkum átökum eru báðar fylkingar að leitast við að kasta rýrð á orðstýr hinnar. Það rétta er að sjálfsögðu, að "hafna" áróðurssýn beggja, samtímis. Með því að hundsa áróður beggja, er auðveldar að nálgast sannleikann. Þarft að losa þig við þetta "góður/vondur" dæmi, baráttan þarna er á milli 2-ja öfgafylkinga. Ekki öfgafylkingar og saklausra borgara. Víðsýn nálgun væri ágæt tilbreyting hjá þér. Nasistar eins og áður útskýrt voru mjög afmarkað form af illsku, sbr. "trú á yfirburði germana" - "að slavar væru untermenchen" - "að gyðingar væru réttdræpir" - "stefnan um lebensraum var mikilvægt grundvallaratriði hjá þeim." Það er ekki nokkur möguleiki, að "rigth sector" aðhyllist slíkar trúarsetningar, sem einkenndu og jafnframt "skilgreindu nasismann." Frá öðrum tegundum "fasisma" og hægri sinnaðra öfgaskoðana. Mér er alveg sama, þó e-h annar eða aðrir fræðimenn, haldi því fram að "right sector" séu nasistar, en þ.e. einfalt að sjá - að slavneskir þjóðernissinnar geta ekki verið nasistar því þá "yrðu þeir að trúa því að þeir séu "untermenchen" og því þá að germanar séu réttmætir herrar þeirra og þrælameistarar." Þetta er þannig séð afskaplega einfalt - - tikka boxin. Það að þeir hafi gaman af að marsera í takt í búningum, með e-h merki sem unnt er að skilja með margvíslegum hætti, eru engin lykilatriði í þessu, meira að segja þó þeir heilsist með einhvers konar eigin kveðju sem líkist að einhverju leiti kveðjum sem voru vinsælar á 4. áratugnum er það ekki lykilatriði heldur. Enda er fasistakveðjan lik nasistakveðjunni.

-------------------------

"Annars sýnist mér þessi kosning ekki vera lýðræðisleg,Taktu eftir kjörkössunum og það er ekki hægt að segja annað en kosningarnar séu haldnar "under a gunpoint""

Þetta virðast samskonar kjörkassar og voru notaðir í Donetsk.

Þ.e. venja einnig hér á landi, að ljósmyndarar smelli af myndum - þegar frambjóðendur mæta til að kjósa, enda er engin leynd að baki því hvað slíkur mun kjósa, sbr. þegar Ólafur Ragnar mætti á kjörstað í sl. forsetakosningum.

"Það kemur væntanlega fram strax á morgun hvort hann ætlar að tala við fólkið eða bara drepa það eins og gert hefur verið fram að þessu"

Örugglega ekki það fljótt, en hann er ekki formlegur forseti fyrr en hann sver embættiseið, og síðan þarf hann að skipa nýja stjórn - - ferli sem tekur nokkra daga.

Vandamálið er, að "völd forseta hafa verið minnkuð"  sem þíðir að hann getur ekki "sparkað ríkisstjórninni."

Það mun töluvert þrengja hans möguleika - - að a.m.k. þangað til að nýtt þing verður kosið í haust.

Ukrainians back Poroshenko to find way out of crisis

Hann getur ekki gert mjög róttækar breytingar meðan að núverandi ráðherrar sitja enn.

"Vonandi tekst manninum að ná tökum á nasistunum og leiða mál til lykta þannig að allir geti við unað."

Hann mun vonandi geta ráðið við öfgamenn í báðum fylkingum - fyrir rest.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 26.5.2014 kl. 03:04

4 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Þorsteinn, þú þarft að átta þig á því að Poroshenko getur ekki gert þ.s. honum sýnist, hann mun þurfa líklega að bíða þangað til að kosið verður til þings sennilega í haust, áður en hann getur losað sig við núverandi stjórn. Ráðherrarnir láta líklega, að aðgerðum verði fram haldið sem undanfarnar vikur - þegar á morgun. Poroshenko mun einhvern veginn þurfa að sigla milli skers og báru, það mun taka hann sennilega töluverðan tíma að verða það "traustur í sessi" að hann geti beitt sér að því marko sem hann vondandi hefur í hyggju fyrir rest. Vonandi verður ekki komið borgarastríð áður en hann nær því takmarki.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 26.5.2014 kl. 03:08

5 identicon

Sæll aftur Einar Björn

Þessi Petro Oligarch -i er bara eins og hver önnur strengjabrúða, fyrir kosningar sagðist hann vilja semja með skilyrðum, en núna eftir þessar kosningar er ekki hægt að segja að hann sé reyna semja eitthvað eða hvað þá að reyna að "sigla milli skers og báru": 

'Poroshenko puppet presdident, Ukraine control system in total chaos'

GRAPHIC: Death and despair in Slavyansk after Ukraine army shelling

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 27.5.2014 kl. 12:45

6 identicon

Sjá hérna einnig það sem ekki er talað um í þessum neocon- fréttum :

'Civil war metastasizing in Ukraine, US silent on civilian casualties'

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 28.5.2014 kl. 11:43

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 71
  • Sl. sólarhring: 134
  • Sl. viku: 154
  • Frá upphafi: 846792

Annað

  • Innlit í dag: 66
  • Innlit sl. viku: 148
  • Gestir í dag: 66
  • IP-tölur í dag: 66

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband