Tæland hefur nánast verið í samfelldri pólitískri krísu í rúman áratug

Krísu sl. 13 ára má rekja til sigurs flokks Thaksin Shinawatra 2001. Síðan þá hefur sama hreyfing ítrekað unnið kosningasigra. En í 5-skipti hefur meirihlutastjórn á vegum hennar verið steypt af stóli, þar af tvisvar af hernum, þrisvar af dómstólum "undir kringumstæðum" sem sannarlega eru umdeildar. Stóran hluta af þessum tíma, hefur landið verið klofið í djúpstæðum ágreiningi fylkinga.

  • Það sem Thaksin virðist hafa gert, er að höfða til fátækari hluta landsmanna, í borgum og bægjum, en einnig innan héraða sem fram að þeim tíma höfðu ekki fengið umtalsverða efnahagsþróun.

Ásakanir um "atkvæðakaup" hafa verið mjög áberandi meðal hópa andstæðinga, þau "atkvæðakaup" virðast hafa falist í því sem á Vesturlöndum mundi kallast "pólitísk loforð" t.d. að verja auknu skattfé til uppbyggingar innan héraða sem eru fátækari en meðaltalið, verja auknu fé til landbúnaðarmála til að styðja við fátæka bændur, auka fjárframlög til velferðarmála sérstaklega beint að fólki með lægri tekjur o.s.frv.

  • Í reynd dæmigerð "velferðarstefna." 

Það virðist í reynd afar einföld skýring fyrir því, af hverju flokkar tengdir hreyfingu Shinawatra hafa statt og stöðugt í rúman áratug ávalt haft sigur í almennum kosningum, að stefna þeirra hefur verið vinsæl meðal þeirra sem minna mega sín, og í héröðum sem áður höfðu fengið litla uppbyggingu.

Gott dæmi virðist héraðið: Isan

Skv. Wikipedia síðunni, búa þar 21 milljón manns, íbúar eru af öðrum "kúltúr" en Tælendingar almennt, þ.e. standa nær fólkinu sem býr í nágranna landinu Laos. Tala tungu sem virðist mállýska af tungumál Laos búa. Héraðið hafi ekki lengi verið hluti af Tælandi. Þó öll árin eftir Seinna Stríð.

Vegna þess að þeir eru öðruvísi - - virðist frekar litið niður á þetta fólk innan gömlu kjarnahéraðanna nærri höfuðborginni. Með því að dæla skattfé í uppbyggingu fátækari svæða, sem virðast litin hornauga af mörgum íbúum í borgum Tælands nær ströndinni. Hafi flokkar Shinawatra skapað afskaplega holla kjósendahópa.

  • Út frá sjónarhóli Vesturlandabúans, virðist afskaplega skrítið - - af hverju flokkar andstæðinga Taksin Shinawatra, hafa að því er virðist - - ekki gert tilraun til að "höfða til þessa fólks."
  • Það virðist vart öðru til dreifa, heldur en "fordómum."
  1. Kjarni deilunnar virðist snúast um "völd."
  2. Höfuðborgin og nágrenni, sem hafi verið hin "hefðbundna" valdamiðja, sé á þessum áratug að upplifa það, að landinu sé stjórnað af ríkisstjórnum - - skipuðum fólki. Sem á ættir að rekja til "allt annarra landshluta." Jafnvel "guð sé oss næstur" fólki sem sé ekki af hinum "hreina kynþætti Tæa."

Það sem virðist gera þessa deilu svo erfiða, virðist felast í undirliggjandi fordómum og fyrirlitningu eins hópsins á hinum, áhersla þess hóps virðist fyrst á fremst á lausnir "hannaðar til að gera þá hópa sem er risnir til valda" - "valdalausa að nýju."

  1. Sbr. að leggja það til, að skipuð yrði "ráð" einstaklinga sem ekki væru kosnir, sem mundu stjórna landinu - - kosningar mundu einungis skipa minnihluta þingsæta.
  2. Önnur tillaga, að breyta atkvæðahlutföllum milli héraða, sem virðist hönnuð til að gera atkvæði frá t.d. "Isan" áhrifalaus, færa höfuðborginni og nærsveitum - meirihluta þingmanna.

Ég skal segja eins og er, að ég hef fjarska litla samúð með baráttu þess hóps sem kallar sig "Demókrata" af einstakri kaldhæðni, þó þeir virðist vilja leggja lýðræði af, og klæðast gjarnan "gulum bolum" þegar þeir viðhafa skipulögð mótmæli.

Það virðist að barátta þeirra undanfarið, hafi einmitt snúist um að "lama landið" svo að "herinn mundi taka völdin" - - sem virðist nú hafa heppnast.

  • Augljósa hættan er - - > Borgarastyrjöld.

Thai army detains former PM Yingluck a day after coup

Ousted Thai Leaders Summoned by Ruling Military

Yingluck Shinawatra detained as Thai military tightens grip

Vandamálið við baráttu Suthep Thaugsuban leiðtoga mótmæla svokallaðra "royalists" er að ég sé ekki nokkurn möguleika, til að "snúa sögunni við" - - en þegar sé búið að framkvæma umtalsverða uppbyggingu á þeim svæðum sem áður voru bláfátæk. Íbúarnir þar séu orðnir virkir í þjóðlífinu. Þeir muni örugglega ekki sætta sig við það, ef tilraun verði gerð til að "gera þá áhrifalausa."

Það virðist samt afskaplega líklegt, að einhverskonar bráðabirgðastjórn verði skipuð fljótlega, og síðan verði endurskrifuð stjórnarskrá - - er að líkum muni einmitt fylgja þeirri línu, að draga verulega úr atkvæðavægi fjölmennra jaðarsvæða, en auka verulega vægi atkvæða höfuðborgarinnar og nærliggjandi svæða.

Slíkt sé líklegt að magna enn frekar klofninginn í landinu, hreyfing Shinawatra virðist ákaflega vel skipulögð og að auki eftir langa röð kosningasigra bersýnilega með ákaflega traust fylgi, þ.e. traust fjöldafylgi.

Sögulega séð er ákaflega erfitt að kveða slíkar hreyfingar niður, slíkt verður sögulega ekki gert, nema með því að drekkja landi í blóði. Ný stjórnarskrá séð af byggðunum inn til landsins, sem samanlagt séu fjölmennari en svæðin í kringum höfuðborgina - - sem ósanngjörn.

Geti breytt átökunum yfir í "borgarastríð."

Skv.: Thailand’s coup leader Gen Prayuth Chan-ocha takes a hard line

Er allt að helmingur hersins, skipaður liðsmönnum sem eru "kvaddir í herinn" skv. herskildu. Þeir séu líklegir til að tilheyra "fátækari hluta landsmanna" sem sé fremur en hitt, hallur undir flokka Shinawatra. Með öðrum orðum, ef átökin færast á alvarlegra stig innan landsins - - gæti herinn klofnað.

 

Niðurstaða

Það blasir ekki við nein augljós lausn á vandamáli Tælands. Þar sem fyrirlitning á þeim sem tilheyra jaðarhópum samfélagsins, eða fólki sem eru "öðruvísi Tælendingar" eða eru tiltölulega lítt menntaðir, eða fátækir - frá svæðum sem eru tiltölulega fátæk. Virðist hafa læst rótum meðal fjölmennra hópa í hinu eldra kjarnasvæði landsins.

Best er að taka ásökunum um spillingu Shinawatra fjölskyldunnar með mörgum saltkornum. En sannleikurinn er sá, að flestar ríkisstjórnir þær er áður sátu í Tælandi, áður en nokkur hafði heyrt um Thaksin Shinawatra, voru ákaflega spilltar. Nokkrum sinnum var einmitt slíkum stjórnum á árum áður steypt af hernum, þegar mál voru komin í alvarlegan ólestur - vegna spilltra ákvarðana.

Thaksin Shinawatra var fyrst auðugur af viðskiptum, áður en hann byggði upp flokk sinn og náði völdum. Ég geri ráð fyrir því, að hann hafi áttað sig á því - - að pólitíska kerfið var fram að þeim tíma, að leiða hjá sér mikinn fjölda landsmanna, er fram að þeim tíma höfðu viðhaft litla stjórnmálaþátttöku. Það hafi verið "snilld" hans að virkja þá hópa, og beita þeim meðölum sem líkleg væru til að gera þá hópa að "traustum kjósendum." Sem virðast hafa verið dæmigerð velferðarstefnu úrræði, sem við þekkjum á Vesturlöndum gjarnan kennd við vinstrisinnaða verkamannaflokka. Það má vel vera, að hann hafi séð þetta sem "leið til valda."

Sem hafi virkað - - en það að engin hreyfing hafi síðan risið upp til að keppa um þau atkvæði. Það er virkilega stórmerkilegt. Á Vesturlöndum, þegar flokki X vegnar vel, þá gerist það ætíð að aðrir flokkar leitast við að "stela þeim atkvæðum" með því að taka upp a.m.k. einhverja þætti þeirrar stefnu er "virkaði." En slíkt virðist ekki  hafa gerst í Tælandi. Eina ástæðan sem ég get komið auga á, er að djúpstæðir fordómar skapi hindrun.

Það verður að koma í ljós með hvaða hætti herforingjastjórnin mun endurskrifa stjórnarskrá landsins. En ef gerð verði tilraun til þess að gera fjölmenna kjósendahópa áhrifalausa - - þá grunar mig að virkilega verði allt vitlaust. Borgaraátök gætu þá verið líkleg.

Borgarastríð í 70 milljón manna landi, mundi skapa geigvænlegan flóttamannavanda.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Úlfar Nathanaelsson

Takk fyrir þessa fróðlegu grein um Tæland.

Úlfar Nathanaelsson, 24.5.2014 kl. 18:06

2 identicon

Einhver sagði, sem hefur "nánari" innsýn á mál Thailands.  Að ástæða þessa, væri sú að sonur konungsins væri óæskilegur, og margir óskuðu að dóttirin verði arftaki.  Kerfinu var breitt fyrir um tíu árum, þannig að kona getur orðið mey-konungur.

Og aðferðir hersins, eru vegna "spillingar" sem finnst innan stjórnarinnar, sem á grunn sinn að rekja til þessa að ofan.

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 24.5.2014 kl. 21:28

3 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Þ.s. ég hef heyrt er að krónsprinsinn sé talinn hallur undir hreyfingu Thaksin Shinavatra. En að svokallaðir "royalists" telji að systir hans sé nær þeirra sjónarmiðum. Með öðrum orðum, að deilan í landinu klúfi meira að segja konungsfjölskylduna. Skv. frétt sem ég sá, eru "rauðu skyrturnar" að gera í því, að auðsýna teikn um hollustu gagnvart krónprinsinum. Og þ.e. ástæða að ætla, að það sé krlofnungur einnig innan hersins, undir niðri - en sem geti gosið upp ef mál ganga lengra. Ég geld varhug við kenningum um spillingu ríkisstj. Shinavatra, lykta of mikið af áróðri andstæðinga - sem ólíklegt er að séu ekki sjálfir e-h spilltir.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 25.5.2014 kl. 01:46

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband