Mun yfirvofandi lífskjarahrun, ýta undir þróun í átt að klofningi Úkraínu?

Stjórnvöld Úkraínu eru að leita logandi ljósum að einhverju, til að milda höggið fyrir íbúa landsins - af yfirvofandi átökum um gaskaup við rússneska orkurisann, Gazprom. Lausnarorðið virðist vera "reverse flow" þ.e. tæknilega er mögulegt fyrir Úkraínu að kaupa gas af öðrum Evrópuríkjum, sem þau hafa áður keypt af "Gazprom" - vandinn er sá við hugmyndina. Að megnið af gaspípum sem liggja um svæðið eru í eigu "Gazprom" og líkur eru á að "Gasprom" óski eftir lögbanni, ef leitað verði leiða til að - - senda gas öfuga leið til Úkraínu frá öðrum Evrópuríkjum.

Ukraine poised to sign gas supply deal

 

Úkraínsk stjórnvöld leita logandi ljósi að "Plan B" í deilu sinni við risafyrirtækið Gazprom

  • "Ukraine had been pushing Bratislava to re-export gas via Gazprom’s four main pipelines which run through the Slovak town of Vel’ke Kapusany." "
  • But Slovakia had concerns that reverse flows on this route could imperil EU supplies and cause legal problems with Gazprom."
  • "Instead, Slovakia has proposed exporting the gas, to be supplied by the German utility RWE, from another pipeline via the village of Vojany."
  • "Eustream says this route would allow an initial annual flow rate of 3.2bn cubic metres from October that would then be increased to between 8bcm and 10bcm by early 2015."
  • "Ukraine consumes about 55bcm of gas each year..."
----------------------------------------

Skv. þessu - ef einungis er unnt að notast við gaslínur sem ekki eru í eigu Gazprom - þá væri unnt að anna allt að 1/10 af gasþörf Úkraínu, einungis 1/17 til að byrja með.

Með þetta í huga, velti ég fyrir mér hvernig Úkraína ætlar að "lifa af næsta vetur" - þegar Gazprom skrúfar fyrir gasið!

En þ.e. ákveðin kaldhæðni í því, að líkur eru á að þeir fyrstu sem fá greitt - af þeim neyðarlánum sem Evr. og Bandar. ætla að veita; séu Rússar.

Á sama tíma, ætlar Gazprom að afnema 50% afslátt sem þeir segja að Úkraína hafi notið, þ.s. að Krímskagi nú tilheyri Rússlandi, falli niður samningur sem áður var gerður milli Rússlands og Úkraínu. Um helmings afslátt á gasverði, í tengslum við samning um langtímaleigu Rússa á herstöðinni í Sevastopol.

  • Hafið í huga, að þá eru ekki upp taldar þær hækkanir sem íbúar Úkraínu standa frammi fyrir.

Því að skv. kröfu AGS, verða stjórnvöld í Kíev að hætta "niðurgreiðslum á gasi" til neytenda og til atvinnulífs - - í þær niðurgreiðslur hljóta að hafa runnið mjög hátt hlutfall skatttekna ríkisins. En skv. fréttum, var gasverð niðurgreitt um helming eða 50%.

Sem kannski skýrir, af hverju "herinn" er í niðurníðslu, og svo margt annað - - að auki er ríkissjóður nokkurn veginn alveg, greiðsluþrota.

Svo sennilega er það óhjákvæmileg pilla, að hætta þeim niðurgreiðslum.

Punkturinn er sá, að við þetta "hækkar gasverðlag til almennings um 100%" og þ.s. það einnig hækkar um 100% til fyrirtækja - - þá hljóta fyrirtæki að mæta því með "launalækkunum" í bland við "fækkun starfsmanna."

2-föld lífskjaraskerðing með öðrum orðum.

Og þar ofan á, ætlar Gazprom að afnema þann 50% afslátt - til Úkraínu sem það fyrirtæki segir að Úkraína hafi notið. Við erum þá að tala um þ.s. sennilega nálgast að vera 4-földun verðlags á gasi.

Þannig, að við erum að tala um all svakalega skerðingu kjara innan Úkraínu, þegar haft er í huga - - að fyrirtæki munu þurfa að "lifa af" og því - lækka laun líklega töluvert auk þess líklega einnig að fækka fólki.

----------------------------------------

Það blasir eiginlega við - - að verðlag á gasi verði heitasta kosningamálið.

Spurning hvort þetta geti haft eitthvað að segja í A-héröðum Úkraínu. En ef "uppreisnarmenn" eða "aðskilnaðarsinnar" geta lofað því, að sameining við Rússland - þíði lægra gasverð.

Þá kannski gæti það leitt til nokkurs stuðnings við kröfu um sjálfstæði frá Úkraínu.

Í fátækum sveitahéröðum, þ.s. sjálfsagt enn þann dag í dag þorp og býli eiga lítil samskipti við "yfirvaldið" þá gæti þetta orðið að atriði - sem sé líklegt að hreyfa við mörgum.

 

Niðurstaða

Höfum í huga að Úkraína er eitt fátækasta lands Evrópu. Lífskjör í Póllandi eru e-h um 4-falt betri. Þó eru kjör í Póllandi nokkrum skrefum enn þann dag í dag, að baki kjörum í auðugustu löndum Evrópu. 

Að auki - öfugt við Pólland þ.s. kjör hafa batnað umtalsvert sl. 20 ár - eru kjör í Úkraínu verri en fyrir 20 árum. Og að auki, stefnir í að þau versni og það til muna, til viðbótar.

Ef eitthvað mál á eftir að fá almenning, sem ef til vill "lítt skiptir sér af pólitík" til að rísa upp, þá er það líklega - sú gríðarlega kjaraskerðing sem landið stendur frammi fyrir.

Hvernig í ósköpunum stjórnvöld í Kíev ætla að leysa þetta mál - ég virkilega sé ekki hvernig. En við slíkar aðstæður, getur einmitt skapast svigrúm fyrir "öfgar" - þegar örvænting "fátæktar" og bjargarleysis knýr að dyrum.

Hugsanlega gæti þetta orðið "öflugt klofningsmál" innan Úkraínu, ef þeir sem segjast vilja knýja fram sjálfstæði tiltekinna héraða frá Úkraínu, lofa því að "aðild að Rússlandi" þíði um leið - skárri kjör.

Kannski að "efnahagsvopnið" verði það öflugasta, í því að stuðla að klofningi Úkraínu.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Einar Björn

Það er nú eitthvað til í þessu öllu hjá þér og samburðurinn við Pólandi á þarna vel við, en inn í þessum pakka Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á er farið fram á eitthvað meira en 50% hækkun á gasi til húshitunar.

"The interim government of Ukraine has agreed to raise the price of gas by more than 50% as part of a new deal with the International Monetary Fund. Beginning May 1st prices will more than double for domestic consumers within Ukraine as the state energy company Naftogaz works out a fixed timetable. Ukrainian Prime Minister Arseniy Yatsenyuk is expected to announce an aid package for around $15-20 billion. http://www.reuters.com/article/2014/03/26/us-ukraine-crisis-gas-idUSBREA2P17I20140326

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 28.4.2014 kl. 09:04

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Auðvitað, ef það hefur verið 50% afsláttur, þá hækkar verðið um 100%. Þ.s. þá 2-faldast verðið. Síðan bætist þar ofan á aðgerð Gazprom. Svo við erum að tala um heilt yfir e-h sem nálgast 3-földun gasverðlags. Þetta á eftir að hafa skelfileg áhrif á almenning, hver veit - jafnvel leitt til nýrrar uppreisnar.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 28.4.2014 kl. 18:08

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband