Aðgerðir úkraínskra stjórnvalda gegn andstæðingum sínum í Luhans og Donetsk virðast í mýflugulíki

Að "crackdown" sé hafið, hefur verið blásið fremur út af stjórnvöldum í Kíev, það hefur verið fjallað um það í helstu fjölmiðlum heims. En þegar ég rýni í pressuna, ber frásagnir saman, fæ ég ekki betur séð að þær aðgerðir, séu afskaplega í reynd "smáar í sniðum" og því lítt fallnar til þess að skelfa andstæðinga stjórnvalda í þeim héröðum Úkraínu, þ.s. rússnesku mælandi eru í meirihluta.

Ukraine launches 'gradual' operation, action limited

Clash Erupts at Military Airport in Eastern Ukraine

Það hafa borist óljósar fréttir af lest brynvarinna farartækja, með 2-3 skriðdreka fremsta í flokki, en annars liðsflutningafarartæki. Sem lagði af stað á sunnudag. En fátt hefur borist af fréttum af för þeirrar liðssveitar síðan - - nema að það bárust óljósar fréttir af því að hún hefði mætt vegatálma.

Þetta sá ég sl. mánudag, á þriðjudag berast engar frekari fréttir af þessari lest farartækja. Svo ég verð að álykta. Að hún sé föst við þennan "vegatálma" og þannig standi mál hvað þá liðssveit varðar.

En á þriðjudag, var fjallað um það með umtalsverðu "fanfare" að herflugvöllur í grennd við borgina Kramatorsk hefði verið, eins og það var orðað af hálfu stjórnvalda í Kíev, frelsaður.

Skv. frásögn "Reuters" sem mér virðist mest trúverðug, þá var fámennum herflokki lent þar á tveim liðsflutningsþyrlum.

Sá herflokkur virðist hafa tekið sér stöðu á flugvallarsvæðinu, síðan urðu einhverjir pústrar við "innganginn" þar sem ekið er inn á svæðið, en þar var víst til staðar "vegatálmi" mannaður stjórnarandstæðingum.

  • Það fara nokkrar mismunandi sögur af þeim pústrum.
  1. Skv. RIA-Novosti létu 4 lífið og tveir slösuðust.
  2. Frásögn yfirvalda er sú, að völlurinn hafi verið tekinn án nokkurs manntjóns eða líkamsmeiðinga.
  3. Skv. WSJ slösuðust 3.
  4. Skv. Reuters, þá voru einhver hundruð óbreyttra borgara við vegatálma við flugvöllinn, og það urðu pústrar og deilur milli þeirra og hermannanna, en undir kvöldið hafi þeir leitað inn í byggingarnar á flugvellinum. Skv. þeirri frásögn var ekkert manntjón. Vegatálminn sé enn mannaður mótmælendum, hermennirnir hafi ekki komist út fyrir flugvallarsvæðið.

Auk þessa, virðist að þyrlur hafi verið notaðar til að flytja fámenna herflokka til valdra staða á svæðinu, væntanlega vegna vegatálma mannaða af stjórnarandstæðingum.

  • Það virðist a.m.k. ekki augljóst, að það hafi orðið mannfall.

Aðgerðirnar virðast bera því vitni, að menn eru logandi hræddir við "mannfall" - leitast í lengstu lög við að forðast slíkt. Um það getur ekki síst ráðið, vitneskjan um tugi þúsunda rússn. hermanna sem bíða gráir fyrir járnum nærri landamærunum við Úkraínu.

 

Niðurstaða

Það getur vel verið að aðgerðir stjórnvalda í Kiev, verði stærri að umfangi á miðvikudag, en þær voru á þriðjudag. En a.m.k. fram að þessu, sé ég fátt í þeim sem líklegt sé að skefla andstæðinga stjórnvalda á þeim svæðum þ.s. rússnesku mælandi eru í meirihluta, en á þeim svæðum hefur andóf verið mest áberandi. Ef aðgerðir Kíev stjórnarinnar, ná ekki því umfangi að stjórnvöld nái stjórn á atburðarásinni, þá geta mál alveg æxlast með þeim hætti. Að Donetsk og Luhansk héröðin yfirgefi Úkraínu.

Á hinn bóginn, gæti verið skynsamt af hinni þjóðernissinnuðu stjórn. Að íhuga tilboð Pútins af fullri alvöru, þ.e. um stórfellt aukið sjálfræði einstakra svæða. Þ.e. að tekið verði upp "fylkja" fyrirkomulag í landinu. Og auðvitað að landið, samþykki að ganga aldrei í NATO.

Væri það virkilega óásættanlegt, t.d. að hvert svæði væri eins sjálfstætt og fylkin í Bandaríkjunum?

Það gæti verið eini möguleikinn, til að hindra að andóf í V-héröðum Úkraínu. Færist jafnvel alla leið yfir í borgarastríð.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Snorri Hansson

Ef til vill geta þessar skíringar fyrir neðan útskírt andrúmsloftið sem er á milli austur og vesturhlutans.

Og upplíst þann óskaplega  vanda bráðabirgðastjórn horfir fram á.

----------------------------------------------------------------      

Ukraine chooses to make the grave mistake of getting away from Putin, and getting in with the EU, you will witness an economic and social collapse like none other. You thought the EU bailing out Greece, Ireland, Spain, and Italy was an economic strain. Oh Lord, wait till Ukraine brings its problems to Germany and the EU. The EU doesn't know what it's asking for with Ukrainian membership.

As in regards to the article, the cultural division in Ukraine is simple. West Ukraine was pro-Nazi in WWII. Since then, they've always hated Russia and have sought to create an extremist nationalist state. East Ukraine fought for the Soviet Union in WWII, is culturally Russian, and wants to either maintain a strong alliance with Russia or join Russia (the current conflict has pushed many alliance-desiring East Ukrainians to wish to join Russia, as they do not wish to live under the government envisioned by the extreme nationalists of West Ukraine).

 

Snorri Hansson, 16.4.2014 kl. 02:31

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Þessi söguskýring útskýrir ekki af hverju úkraínskumælandi þjóðernissinnar studdu nasista. En að baki því hatri og við erum að tala um virkilegt hatur, lágu aðgerðir fyrst Leníns og síðan Stalíns. Það eru engar ýkjur að samyrkjubúskaps væðingin, orsakaði mannfelli milljóna manna á landbúnaðarsvæðunum innan Úkraínu. Það auðvitað hentar rússn.þjóðernissinum. Að vera ekkert að skoða söguna lengra aftur en til 1941 - 44. En ef málin eru skoðuð svo langt aftur sem 1919, þegar grimmdaræði Leníns hófst, þá fara menn að skilja hatrið á milli þjóðernishópanna. Úkraínskumælandi bændasamfélögin eru örugglega ekki enn búin að fyrirgefa hamfarirnar sem samyrkjubúskaparvæðingin leiddi yfir þá. Og á sama tíma, er afskaplega ólíklegt að Rússarnir hafi fyrirgefið á móti, þjónkun úkraínskra þjóðernissinna við nasista. Þarna er því nægilegur bakgrunnur til staðar fyrir algerlega sambærilegt hatursstríð og þ.s. geisaði innan Júgóslavíu. En t.d. hatrið á milli Króata og Serba er a.m.k. ekki minna, en undirliggjandi hatur milli Úkraínumanna og Rússa. Eins og kom í ljós eftir að flosnaði upp úr Júgóslavíu, getur slíkt undirliggjandi hatur sem ekki hefur náð að læknast. Gosið mjög hratt upp og leitt til gagkvæmra hryðjuverka hópanna. Þ.e. þ.s. ég óttast. Við skulum vara okkur á að segja Rússana góða, Úkraínumennina vonda - eða öfugt. Þessi samfélög hafa gert hvoru öðru mjög alvarlegar skráveifur í sögu 20. aldar, og hvorugur hópurinn hefur beðist beint afsökunar, né grunar mig - fyrirgefið hinum. Því óttast ég það versta.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 16.4.2014 kl. 03:20

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ég tek undir þessa síðustu athugasemd þína, frændi. Þótt kyrrt hafi verið á yfirborðinu í Úkraínu í hálfa öld kraumar undir. Hugsanlega var hinni örlátu "gjöf" Krústjoffs á sínum tíma að Krím yrði hluti af Úkraínu ætlað að skapa endanlega sátt milli þjóðanna.

Nú virðist hún eingöngu hafa gert illt verra, því að þegar Krím komst furðu friðsamlega undir stjórn Rússa espaði það rússneskumælandi Úkraínubúa til að heimta það sama fyrir sig.  

Ómar Ragnarsson, 16.4.2014 kl. 09:02

4 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Akkúrat Ómar, en hættulegi punkturinn verðu sennilega ekki þegar Luhansk og Donetsk segja skilið við Úkraínu, þ.s. meirihluti íbúa þeirra tilteknu héraða eru Rússar. Heldur þegar rússn.mælandi íbúar næstu héraða við hlið, og hugsanlega héraðanna í Suðri næst Svartahafi hugsa sér einnig til hreyfings. En þar eru Rússar á bilinu 30% - tæplega 50% íbúa. Þá væri sennilegt að Úkraínumenn sem byggja sömu héröð mundu rísa upp á móti á sama tíma. Í þeim héröðum gæti skapast hættuleg áhersla á að hrekja hina í burtu, sbr. þjóðernishreinsanir. Líkur eru á að Úkraínumenn mundu leggja áherslu á að halda tengingu við Svartahafsströnd. Ástand mála í héröðunum fyrir Sunnan gæti því orðið ákaflega blóðugt ef allt fer á versta veg.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 16.4.2014 kl. 10:16

5 identicon

Sæll Einar Björn
Það lítur út fyrir sem að þessi umboðslausa og ólýðræðiskjörna Neo- Nazista ríkisstjórn er traðkaði stjórnaskrá algjörlega í spað sé orðin hrædd eftir ummæli hans
Sergei Lavrov, og sé því ekki lengur alveg tilbúin að fara eftir öllum fyrirmælum og/eða áætlunum hans John Brennan og CIA manna þarna.

Kiev’s illegal use of force damages talks: Russia http://www.presstv.com/detail/2014/04/15/358656/kiev-use-of-illegal-force-hurts-talks/

CIA caught red handed in Ukraine http://www.presstv.com/detail/2014/04/15/358650/cia-caught-red-handed-in-ukraine/

Washington drives the world to war http://www.presstv.com/detail/2014/04/15/358683/washington-drives-the-world-to-war/

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 16.4.2014 kl. 11:00

6 identicon

Switching Sides: Ukrainian armored unit joins anti-govt protesters in east https://www.youtube.com/watch?v=i3sBOpziyyc

East Ukrainian people stand up for their rights amid Kiev's military crackdown

https://www.youtube.com/watch?v=EJxQ3xt4m0I

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 16.4.2014 kl. 11:35

7 Smámynd: Snorri Hansson

Heims fréttirnar eru stórkostlega og afar klaufalega litaðar.  Túlka allt sem sagt er á Kiev svæðinu sannleik og allt sem sagt er og gert á austursvæðinu og fólkið þar ómerkilegt , rússatengt og réttlítið.

 þeir sem hafa fyrir því að lesa í gegnum þetta fá samúð með Astur Úkrainu og jafnvel Rússum sem er alveg einstök upplifun.

Snorri Hansson, 17.4.2014 kl. 08:40

8 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Snorri, ef þú íhugar vanda fréttamanna, ef maður ímyndar sér að vera í þeirra starfi - þá þurfa þeir að glíma við afar misvísandi yfirlísingar aðila,ef þeir starfa undir þrístingi á einkareknum fjölmiðli sem þarf stöðugt að viðhalda áhorfi í samkeppni við aðra einkarekna, þá er þrístingur að koma með "frétt" á hverjum degi mikill einkareknir fjölmiðlar eru einnig með takmarkaða getu fjárhagslega til að viðhalda fréttamönnum í ólíkum heimshornum, þó svo þú hafir í raun og veru ekkert áþeifanlegt í höndunum ef sem fréttamður í slíkri aðstöðu, sé það þannig séð skiljanlegt, að þeir læsi sig á "opinberar tilkynningar." Þó það þíði að þeir séu að flytja í tilvikum hugsanlega fréttir sem eru ekki endilega að lísa því sem raunverulega er að gerast. Það bætist við gjarnan að í augum stríðandi fylkinga, verða frásagnir að "vopni" í höndum þeirra, þ.e. stríðandi fylkingar leggja áherslu gjarnan á að "mata fjölmiðla" á frásögn - sem er hönnuð af hálfu hvors um sig, frekar en að vera í takt við þ.s. raunverulega er að gerast. Muna, að í átökum "ljúga yfirleitt báðar fylkingar." Ég er t.d. algerlega viss um að frásagnir rússn.fjölmiðla, séu ekki trúverðugri. Maður á alltaf að taka öllum frásögnum með fyrirvara, þegar svona er í gangi "gildi að lesa fréttir sem víðast." En það eru til fjölmiðlar sem hafa blaðamenn á staðnum, á átakasvæðum - sem raunverulega gera a.m.k. tilraun til að nálgast sannleika þess sem er í gangi. Það eru þó fáir fjölmiðlar sem eru það öflugir að geta haft fréttamenn alls staðar - eiginlega bara þeir allra stærstu, þess vegna les ég yfirleitt fréttir stærstu alþjóðlegu fjölmiðlanna til skiptir - - smári netfjölmiðlar sem eru útbreiddir í dag, séu sennilega minna líklegir að vita hvað sé raunverulega í gangi, þ.s. þeir séu vegna smæðar ekki með fjármagn til að halda uppi eigin fólki á staðnum, séu því háðir "innsendu efni" sem þeir líklega hafa engin ráð til að staðfesta með sjálfstæðum hætti, að hafi sannleiksgildi. Ég held því að smáir netmiðlar séu enn frekar líklegir til að vera misnotaðir af "stríðandi fylkingum" en stærstu fjölmiðlarnir, þó svo að meira að segja þeir stærstu séu einnig í miklum vanda oft við það verk að raunverulega vita hvað sé í gangi.

"þeir sem hafa fyrir því að lesa í gegnum þetta fá samúð með Astur Úkrainu og jafnvel Rússum sem er alveg einstök upplifun."

Ég vara við því, að menn halli sér að tiltekinni fylkingu í þessum átökum. Minn skilningur er að báðar þjóðirnar séu sekar um gríðarleg hryðjuverk á hinni, í gegnum söguna. 

Ég stórlega efa að t.d. Pútín sé "ekki að notfæra sér ástandið" til að styrkja stöðu Rússlands. 

Ég efa einnig, að Vesturlönd séu ekki að gera svipað þ.e. að nota ástandið sér til framdráttar.

Þ.e. yfirleitt þannig að þegar utanaðkomandi skipta sér af, sbr. Rússland vs. Vesturlönd, þá verða átökin blóðugari til muna - t.d. stríðið í Lýbanon þ.s. utanaðkomandi fylkingar dældu inn vopnum, eða stríðið í Sýrlandi í dag, eldri stríð önnur má einnig nefna stríð sem voru lengi í gangi í Kalda Stríðinu eins og í Angola, Mósambík, El Salvador. Meðan utanaðkomandi héldu áfram að dæla vopnum inn, hættu þau stróð ekki - en um leið og þeirra afksipti hættu þá hættu stríðin í Angola, Mósambík og El Salvador á skömmum tíma. 

Þ.e. ákveðin lexía í því að muna þetta.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 17.4.2014 kl. 13:00

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 271
  • Sl. sólarhring: 273
  • Sl. viku: 354
  • Frá upphafi: 846992

Annað

  • Innlit í dag: 254
  • Innlit sl. viku: 336
  • Gestir í dag: 244
  • IP-tölur í dag: 244

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband