Það verður að forða klofningi Úkraínu

Wikipedia er með mjög áhugaverð kort af Úkraínu, þ.s. plottað er inn hlutfall úkraínskumælandi vs. rússneskumælandi eftir héröðum. Það er mjög áhugavert að skoða þau kort og bera saman.

Fyrst kortið sem sýnir hlutfall úkraínskumælandi eftir héröðum

File:Ukraine cencus 2001 Ukrainian.svg

Ég bendi fólki á að bera saman "prósentutölurnar" á þessum tveim kortum.

Það virðist eiginlega skv. þeim tölum, að aðrir hópar en Rússar og Úkraínumenn, séu mjög fámennir í langflestum héröðum.

Kortið sem sýnir rússneskumælandi eftir héröðum

 

Það sem er ég er að velta fyrir mér er "hættan á þjóðernishreinsunum!"

Þjóðernishreinsanir eru ákaflega ljótt fyrirbæri - - en því miður ákaflega algengar, í borgarastríðum.

Mér virðist íbúasamsetning Úkraínu bjóða upp á skíra hættu, á þjóðernishreinsunum. 

Ef deilur þjóðanna tveggja, þ.e. Úkraínumanna og Rússa. Halda áfram að magnast.

Ég ætla ekki að halda neinu fram um það, hvor hópurinn sé líklegri til að hefja slíkar hreinsanir.

  • Landið byggja um 44 milljón manns.
  • Til samanburðar, þá bjuggu fyrir borgarastríð rúmar 22 millj. manns í Sýrlandi.

Með öðrum orðum, 2-faldur fólksfj. Sýrlands.

Það eru milljónir Sýrlendinga á faraldsfæti út af stríðinu þar, við getum alveg búist við milljónum flóttamanna í allra versta falli - - ef átökin í Úkraínu. Færast yfir í almenn borgaraátök og þjóðernishreinsanir.

 

Það virðist ljóst að rússnesku mælandi íbúar Úkraínu telja sig Rússa, sérstaklega í þeim héröðum þ.s. þeir eru hátt hlutfall íbúa!

Byltingin í Kíev, virðist stærstum hluta hafa verið drifin af "ethnic" Úkraínumönnum, þ.e. úkraínskumælandi hluta landsmanna. Forsetanum og ríkisstj. sem var við völd, voru skipað að mestu leiti einstaklingum úr hluta landsmanna sem eru rússn.mælandi.

Þetta getur bent til þess, að innan Úkraínu - - gæti "ethnic voting" þ.e. að fólk kjósi flokka eftir þjóðernum.

Frekar en eftir - - pólitík.

Þetta hefur verið algengt vandamál í Afríku, t.d. Kenía er gott dæmi. Lönd þ.s. búa í reynd flr. en ein þjóð í einu landi, kannski nokkrar.

  • Í slíkum löndum getur lýðræði - - magnað deilur milli þjóðernishópa. 

Þ.s. lýðræðið verður þá að miðli fyrir togstreitu hópanna sem byggja viðkomandi lönd um völdin í landinu, það að komast til valda fer þá að snúast um að "hygla hagsmunum" síns hóps.

  1. Ég held að þessi þáttur sé gríðarlega vanmetinn í Úkraínu deilunni.
  2. En héröðin þ.s. Rússarnir eru fjölmennir, virðast flest hafa hagkerfi sem eru mjög tengd inn í það rússneska, þ.e. virka í reynd eins og þau héröð séu enn hluti af Rússlandi.
  3. Íbúar þeirra héraða, mjög líklega - í bland vegna menningar, vegna tungumáls, vegna sögunnar, vegna efnahagsástæðna - vilja áframhaldandi efnahagstengsl við Rússland.
  4. Þeir virðast því raunverulega vera ákaflega andsnúnir þeim kúrs, sem landið virðist nú farið inn í.
  5. Og því byltingarstjórninni í Kíev - - sem er nú skipuð "ethnic" Úkraínumönnum, með "ethnic" úkraínskan forseta að auki. Í stað "ethnic" rússa í sömu stöðum sem áður var.

Ég hef orðið vitni af sambærilegri dínamík í fjölda landa, sérstaklega hefur þetta í gegnum árin ítrekað komið fram í Afríku - - þ.s. lönd eru oft mun klofnari en bara í 2-hópa. Sem berjast um völdin.

Slík valdabarátta hópa, hefur einmitt verið drifkraftur ítrekaðra "byltinga" þ.e. byltinga/gagnbyltinga - - og í nokkrum fj. tilvika, borgarastyrjalda. Það eru ekki mörg ár síðan að Kenía datt snögglega í borgaraátök í kjölfar kosninga, sem betur fer stóðu þau ekki lengi en þó létust tugir þúsunda.

 

Hinar klassísku hættur eru?

Að rússn. íbúarnir, sjái aðgerðina með þeim hætti. Að hún sé beind gegn rússn.mælandi hluta íbúanna. Þ.e. lýðræðislega kjörinni stjórn og forseta var steypt, sem skipuð var forseta og forsætisráðherra er voru "ethnic" Rússar. Forsetinn hefur verið hrakinn í útlegð til Rússlands. Hann og fyrrum forsætisráðherra, getur mönnum virst - - að sæti ofsóknum. En þeir báðir eru t.d. á refsilistum Bandaríkjanna og Evrópu. Sem birtir hafa verið undanfarið yfir einstaklinga sem bönnuð eru viðskipti.

Þetta getur orðið vatn á myllu - æsingamanna. Sem hvetja til æsinga gegn því sem þeir muni hugsanlega túlka líklega sem "valdarán!" Eða hætt er við að verði þannig litið á málið, af rússn.mælandi hl. íbúa.

  • Hinar klassísku hættur eru ennfremur, að slík átök um framtíðarstefnu landsins.
  • Um völdin í landinu.
  • Stigmagnist jafnvel alla leið í borgaraátök og þjóðernishreinsanir.

 

Niðurstaða

Ég ætla ekki að slá upp neinu líkindamati á það að mál fari á allra versta mögulega veg. En líkurnar eru a.m.k. hærri en núll. Þ.e. einnig líka svo, að borgaraátök mundu geta skapað mjög umfangsmikinn mannlegan harmleik í þetta fjölmennu landi. Þ.s. þjóðernishóparnir -sjá kortin að ofan- eru svo rækilega blandaðir innan landsins. 

  1. Þ.s. vitað að Rússar líta á NATO aðild Úkraínu sem algert "rautt strik" líkur virðast yfirgnæfandi á því, að tilraun til að koma Úkraínu inn í NATO. Mundi leiða fram klofning landsins, í kjölfar þjóðernisátaka. En rússn. mælndi íbúar. Virðast hafa með að bera þá tortryggni á NATO og Vesturlönd, sem virðist algeng innan Rússlands.
  2. Líklega þarf að gefa héröðum aukið sjálfræði, rétt til að sjá um eigin mál.
  3. Vegna þess hve rússn. mælandi héröðin sérstaklega virðast efnahagslega háð Rússlandi, verði að lenda deilum um viðskiptatengsl landsins með samkomulagi, þ.s. landið heldur væntanlega áfram að hafa viðskiptatengsl við Rússland sem og Evrópu. Þó það geti vel verið að ekkert sé athugavert, að dýpka e-h viðskiptatengslin við Evrópu. Samtímis sem að viðsk.tengsl fyrir hendi v. Rússland, sé ekki fórnað.

Ég er ekkert viss um að það sé skynsamt - - til að stuða að lausn deilunnar. Að leggja mikla áherslu á refsiaðgerðir gegn Rússlandi.

Bersýnilega hefur Rússland mikla hagsmuna að gæta, ef þeim hagsmunum sé ógnað - - hafi Rússland of mikið svigrúm til þess, að ýta undir innanlands togstreitu í Úkraínu.

Ég sé því ekki neina aðra lausn sem geti forðað klofning landsins og borgaraátökum, en leið víðtæks samkomulags.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Þótt liðin séu 73 ár síðan svipuð togstreita var um áhrifasvæðin við vesturlandamæri Sovétríkjanna á milli Þjóðverja og Rússa og nú er í nágrannaríkjum Rússlands eru atburðir áranna 1939-41, að ekki sé talað um styrjöldina í kjölfarið, enn í minni Rússa.

Þarna er um að ræða fyrirbrigði sem kalla mætti þjóðasálfræði, sem mörg dæmi eru um. Þannig eru grónar tilfinningar Pólverja, sem ég minnist á í bloggpistli mínum í dag, kallaðar "Russophobia" á erlendu máli, en hún kom í veg fyrir að Frakkar, Bretar og Rússar gætu farið saman í stríð við Þjóðverja.

"Rússafælnin" var svo sterk hjá Pólverjum, að þeir gátu ekki afborið þá tilhugsun að rússneskur her færi inn á pólskt land til að berjast við Þjóðverja, sem var alger forsenda fyrir því að þeir færu í stríðið með Frökkum og Bretum.  

Ómar Ragnarsson, 22.3.2014 kl. 01:27

2 Smámynd: Snorri Hansson

Einar Björn

Þakka þér enn og aftur fyrir frábærar upplýsingar.

Snorri Hansson, 22.3.2014 kl. 02:23

3 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Ágætt að muna eftir því að það eru ekki mörg ár síðan að Kenía datt í skammvinnt borgarastríð í kjölfar kosninga.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 22.3.2014 kl. 09:15

4 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Ómar, já þ.e. rétt minn kæri að hópsálfræði getur skipt máli. Langvarandi uppbygging tortryggni Rússa gagnvart Vesturlöndum, er líklega fyrirbæri sem einungis getur fölnað á álíka löngum tíma. Á meðan sé ekki um annað að ræða en að virða tilvist þeirrar tortryggni. Ef á að vera mögulegt að búa með Rússum án alvarlegra átaka.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 22.3.2014 kl. 09:17

5 identicon

Sæll Einar Björn


"Ef á að vera mögulegt að búa með Rússum án alvarlegra átaka."

Má ekki snúa þessari spurningu við eða, er mögulegt að búa með ólýðræðislegum og umboðslausum Úkraínskum Neo- Nazista stjórnvöldum???

Nazis come to power in Europe: http://iacknowledge.net/nazis-come-to-power-in-europe-for-first-time-since-world-war-ii-where-is-the-outrage/

Pro-EU Neo-Nazi caught people and lynching them,Kiev, 22.01.2014 : http://www.youtube.com/watch?v=WytscKrZ7Is

NEWSNIGHT: Neo-Nazi threat in new Ukraine : http://www.youtube.com/watch?v=5SBo0akeDMY

The U.S. has Installed a Neo-Nazi Government in Ukraine : http://www.globalresearch.ca/the-u-s-has.../5371554

Wake Up Call The U.S. has Installed a Neo-Nazi Government in Ukraine http://wakeupcallnews.blogspot.com/2014/03/the-us-has-installed-neo-nazi.html#sthash.9o54Z28K.dpuf

Videos From Ukraine that The U.S. Media Will Never Show You http://scgnews.com/videos-from-ukraine-that-the-us-media-will-never-show-you

Ukraine, “Colored Revolutions”, Swastikas and the Threat of World War III http://www.globalresearch.ca/ukraine-colored-revolutions-swastikas-and-the-threat-of-world-war-iii/5374625

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 22.3.2014 kl. 21:02

6 identicon

Exporting Chaos: 'West spent $5 billion destabilizing Ukraine'
http://www.youtube.com/watch?v=-2xBhpFi9JU&list=UUpwvZwUam-URkxB7g4USKpg

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 22.3.2014 kl. 21:15

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 176
  • Sl. sólarhring: 237
  • Sl. viku: 259
  • Frá upphafi: 846897

Annað

  • Innlit í dag: 165
  • Innlit sl. viku: 247
  • Gestir í dag: 160
  • IP-tölur í dag: 160

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband