Stjórnvöld Úkraínu hafa óskað eftir "fjárhagslegri björgun" frá ESB og Bandaríkjunum

Þetta kemur fram í erlendum fjölmiðlum, fjármálaráðherra Úkraínu talar um þörf fyrir 35ma.$ út 2015. Ég veit sosum ekki hvernig sú tala er fengin fram. Né hvaða hugmyndir um vexti eða greiðslukjör glænýr fjármálaráðherra Úkraínu hefur.

"Catherine Ashton" - "We are ready to support Ukraine and give a signal to other countries that your country is not only solving the problems of the past but also looking ahead."

"In Washington, the White House spokesman said the United States was ready to provide financial help to complement aid from the International Monetary Fund that would support reform."

Á sama tíma hefur Moskvustjórnin fordæmt byltingarstjórnina í Kíev. Og Pútín hefur víst fryst fjárhagslega aðstoð sem hann hafði áður samið um við Viktor Yanukovich, upp á 15ma.$.

Ukraine calls for urgent Western aid after Yanukovich ousted

Fugitive Ukraine leader wanted for murder, Russia sounds alarm

Moscow takes aim at Ukraine’s interim leaders and the west

Ukraine Issues Arrest Warrant for Ousted President Viktor Yanukovych

Ukraine

Hætta á því að átökin um Úkraínu séu einungis rétt að hefjast!

Ef ESB og Bandaríkin samþykkja ósk nýrra stjv. í Kíev, þá virðist mér að Pútín eigi þann mótleik - að hámarka kostnað Bandar. og ESB.

"Ukraine has around $6.5 billion in foreign debt payments to make before the end of 2014 and needs a further $6.5 billion to cover its current account deficit, while it is also $1 billion in arrears to Russia for gas supplies, according to estimates from Commerzbank.

En eins og ég hef áður bent á, virðist Úkraína enn ákaflega gíruð inn á rússn. markaðinn bæði fyrir framleiðslu neysluvara og þess iðnvarning sem framleiddur er í Úkraínu. Enda ekki furða þ.s. löndin tilheyrðu sama ríkinu til 1991. Öll efnahagsuppbygging var þá miðstýrð.

En þegar Pútín var að beita Yanukovich þrístingi - - þá voru það atriði eins og að; hækka tollaálögur á úkraínskar vörur, að misbeita rússn. heilbrigðiseftirlitinu láta tímabundið banna einstakar vörur, og ekki síst að hækka verðlag á gasi - sem Úkraína er ákaflega háð.

  • Þetta getur hann að sjálfsögðu allt endurtekið - - og þ.s. verra er, hann getur bætt heilmikið í.
  • Skapað stórfellt hrunástand innan hagkerfis Úkraínu - gríðarlegt atvinnuleysi.
  • Sennilega getur hann því aukið mjög mikið hinn fjárhagslega bagga, sem því mundi fylgja að halda Úkraínu á floti.

Það má t.d. rifja upp kostnaðinn sem V-Þýskaland hafði af A-Þýskalandi þ.s. nær allt hagkerfi A-Þýskalands hrundi við samrunann, það var svo gersamlega ósamkeppnisfært - miðað við það að starfa í beinni samkeppni við þróað hagkerfi V-Þýskalands. Að í stað þess að aðlagast varð hrun, og það tók kringum 20 ár fyrir Þýskaland að færa A-Þýskaland ca. upp í sambærilegt ástand í V-hlutanum. Og auðvitað ógrynni peninga.

  • Spurning hvort að Bandar. og ESB séu tilbúin undir slíkan fjárhagslegan bagga, að þurfa að veita ef til vill Úkraínu stöðugar peningagjafir í kannski 20 ár?

Svo þegar ástandið er orðið mjög slæmt - gæti Pútín skipulagt klofning A-hluta landsins þ.s. rússneskumælandi íbúar eru í meirihluta, með loforði til fyrirtækja að þar með fengu þau aftur - aðgang að rússn. markaðinum, og mun hagstæðara gasverð.

---------------------------------

Síðasta atriðið er valkostur - sem má vera að hann kjósi að taka ekki. En það má vera að hinar aðgerðirnar dugi til þess, að úkraínsk stjv. lyppist niður og semji við Pútín.

Pútín getur lofað eins og hann lofaði Yanukovich, að Rússland muni styðja stjv. í Kíev fjárhagslega, fyrir utan að efnahagslegum refsiaðgerðum væri aflétt með öllu.

  • Orðalag talsmanns stjv. í Moskvu, getur bent til þess að Pútín sé með í undirbúningi að bregðast mjög harkalega við sbr:

"Russian foreign ministry" - “This is headed towards the suppression of dissent in several regions of Ukraine by dictatorial and sometimes almost terrorist means,”

"Dmitry Medvedev" - “If you consider people who plough Kiev in black masks and with Kalashnikovs a government, then we will have difficulty working with such a government,”

Á sama tíma hafa ný stjv. í Kíev líst eftir Yanukovich. Flest bendir til þess að hann sé nú kominn til Krím skaga. En þar voru víst mótmæli á sunnudag í helstu borginni. Þau hættu þegar borgarráðið í Sevastopol ákvað að gera Alexei Chaliy rússneskan viðskiptajöfur að borgarstjóra.

Það virðist blasa við sá möguleiki, að andbyltingarhreyfing - verði til í borgum á rússnesku mælandi svæðinu í Úkraínu.

 

Niðurstaða

Ég held að það sé best að fylgjast áfram með fréttum. En vestræn stjv. virðast láta eins og þau hafi þegar unnið. Talað er um aðstoð Bandar. og ESB í sameiningu, í samvinnu við Alþjóða Gjaldeyrissjóðinn. 

En mótaðgerðir Pútíns eru ekki enn komnar fram. Og það er ekki ólíklegt að rússneska leyniþjónustan hafi ítök sérstaklega í A-hlutanum. Að auki, þá eru viðskiptajöfrar sem eiga stórar verksmiðjur í A-hlutanum einkum. Mikið annt um að ekki verði nein umtalsverð truflun á viðskiptum þeirra við Rússland. Enda þeirra fyrirtæki líklega ekki samkeppnisfær á V-evr. markaði.

Ef Pútín fer að herða þumalskrúfurnar - þá má líklega treysta því, að atvinnulífið í Úkraínu beiti hin nýju stjv. mjög öflugum þrýstingi, um að semja við Pútín.

Enda sé ég ekki jafnvel þó að vestræn stjv. séu hugsanlega til í að bjóða fram eitthvað umtalsvert fé, að þau væru tilbúin í eitthvað sambærilegt dæmi við þ.s. V-Þýskaland þurfti að glíma við í kjölfar sameiningar við A-Þýskaland - - þ.e. langvarandi stuðningsaðgerðir við Úkraínu.

Að auki á ég erfitt með að trúa því, að AGS treysti sér til að veita neyðarlán til Úkraínu, ef Pútín er á sama tíma að hóta því - - að jarða stóran hluta efnahagslífs landsins.

Ég held að sagan sé langt í frá komin að endamörkum.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Bandaríkin og gömlu stórveldin í Evrópu sækja að Úkraínu og vilja losa hana undan áhrifum Rússlands. Rússar eru eðlilega tortryggnir og una þessu ekki. Þeir eru bara eitt af 4-6 gömlum stórveldum í álfunni, öll hin (Þýzkaland, Frakkland, Bretland, Ítalía, Spánn) komin í eitt enn stærra stírveldabandlag sem nú VILL gleypa Úkraínu að auki ! Ekki lízt mér gæfulega á það og get að auki tekið undir margt hér hjá þér, Einar Björn.

Þetta er í raun hættuspil, og aldrei mun Pútín vilja sleppa áhrifum sínum á Krímskaganum þar sem Svartahafsfloti Rússa hefur aðsetur í Sevastopol.

Það hættulegasta í þessu máli er, að innanlandsstríð gæti brotizt út með íhlutun erlendra ríkja, á BÁÐA bóga. Oft hafa það verið vanhugsaðar ákvarðanir sem hafa hleypt af stað stríði, án þess að menn hafi viljað það. ESB-ríki tefla á tæpasta vað í þessum efnum með ögrunum sínum, en verða þá ekki frekar talin stikkfrí frá ábyrgð en í Sýrlandi þar sem þau hafa með vopnasendingum haldið lífi í borgarastyrjöld sem nú hefur heimt líf 135.000 Sýrlendinga!

Jón Valur Jensson, 25.2.2014 kl. 23:48

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband