Ítalía lykilland evrunnar?

Ég set upp spurningarmerki, en málið er að ég vil meina að Seðlabanki Evrópu "verði" að fókusa á Ítalíu í fyrsta lagi, síðan Spán og Portúgal; síðan komi röðin að löndum eins og Þýskalandi - - sem margir mundu álykta að væri augljóslega mikilvægara.

Stærsta og ríkasta hagkerfið, með öflugasta atvinnulífið - - hljóti að vera mikilvægast. Þannig mundu sennilega flestir álykta, og finnast annað undarlegt.

  • En ég er að horfa á annan þátt, annan vinkil, þ.e. - - hvaða lönd skulda mest?
  • Hvaða lönd eru líklegust að hrekjast úr evrunni?
  • Og ekki síst, hvað gerist ef þau hrekjast út! 

Röksemdirnar eru einfaldar:

  1. Margir telja að evran geti ekki lifað af, brottfall Ítalíu.
  2. Ef líkur eru á því að Ítalía hrekist út úr evru.
  3. Ef þær fara vaxandi?
  • Þá er eðlilegt að Seðlabanki Evrópu fókusi á þarfir - Ítalíu.

Seðlabankinn verði að fókusa á - - > Ógnir.

Ítalía sé ógn við evruna - - ekki Þýskaland, þó Þýskaland sé að sumu leiti mikilvægara.

Svipað má rökstyðja í tengslum við Spán, 4 stærsta hagkerfi evrusvæðis, meðan Ítalía er það 3. stærsta, skuldir Ítalíu eru verulega stærri - - en gjaldþrot Spánar væri einnig ógn við tilvist evrunnar.

 

En málið er að ég tel samt réttara að fókusa meir á Ítalíu - því að Ítalía sé líklegri að ákveða að fara út úr evru heldur en Spánn!

Þar kemur til hvernig ástandið á Ítalíu akkúrat er - ríkissjóður Ítalíu er rekinn með rekstrarafgangi ólíkt því hvernig ástandið á Spáni er. Þetta er afgangur áður en tekið er tillit til kostnaðar af skuldbindingum, svokallaður frumjöfnuður fjárlaga. Sá rekstrarafgangur dugar ekki fyrir vaxtagjöldum, þess vegna hækka skuldir Ítalíu þessa stundina - en þetta þíðir að ítalska ríkið er ekki háð eins og t.d. Grikkland hefur verið - fjármögnun utan að frá til að fjármagna rekstur ríkissjóðs og innlendar skuldbindingar eins og bótagreiðslur. Þetta auðveldar Ítalíu að fara.

Síðan er skuldastaða almennings á Ítalíu tiltölulega lítil, tja hlutfallslega er hún miklu minni en í fj. ríkja í N-Evrópu. Þar er ekki húsnæðisskuldakreppa. Neysla almennings hefur verið að skreppa saman, vegna ótta um stöðu atvinnumála og vaxandi atvinnuleysis.

Og bankakerfið er tiltölulega lítið, Ítalía ólíkt mörgum löndum í Evrópu -> er ekki með ofvaxið bankakerfi. Vegna þess að það er ekki húsnæðisskuldakreppa, er ekki í gangi á Ítalíu sambærilegt verðhrun húsnæðiseigna eins og t.d. á Spáni og hefur dunið yfir Írland. Þannig að eignir ítölsku bankanna eru ekki eins slæmar, og eignir t.d. spænskra banka eða írskra.

  • Vandi Ítalíu fyrir utan skuldastöðu ríkisins sjálfs, sem er ofvaxin - - > er erfið staða atvinnulífs.
  • Það leiðir fram þá kreppu sem er á Ítalíu.

-------------------------------

Veikleiki ítölsku bankanna, er sennilega einna helst tengdur því hve þeir eiga mikið af ítölskum ríkisbréfum, gjaldþrot ítalska ríkisins ef það verður gæti orðið mjög stórt fjárhagslegt högg fyrir þá.

Síðan í öðru lagi, eiga þeir á hættu að tapa verulegu fé á lánum til ítalskra fyrirtækja.

Ítalska hagkerfið á mikið af góðum fyrirtækjum, sem geta "tæknilega séð" rétt hratt úr sér, ef Ítalía verður snögglega mun samkeppnishæfari en áður - við erum að tala um kostnað per vinnustund.

Kostnaður per vinnustund hefur ekkert lækkað enn á Ítalíu, það hafa orðið lækkanir á Spáni, Grikklandi, Portúgal og Írlandi. En ekki á Ítalíu.

Vinnumarkaðurinn á Ítalíu virkilega virðist niðurnjörvaður í reglur og réttindi, sem leiða til þess að þrátt fyrir atvinnuleysi - þá skapast ekki nægur þrístingur til lækkunar launa.

Meir en milljón störf hafa tapast á Ítalíu, innan framleiðsluhagkerfisins síðan 2000. En í fjölda tilvika, hafa ítölsk iðnfyrirtæki flutt mikilvæga þætti framleiðslu úr landi, þó lokasamsetning fari gjarnan enn fram á Ítalíu. 

Það þíðir að hefðbundnu iðnaðarsvæðin á Ítalíu eru í alvarlegri hnignun, og sú hnignun er stöðug og versnandi - - ég sé ekki að Ítalía geti framkallað viðsnúning án þess að laun lækki. Og slíkar lækkanir hafa ekki gerst enn.

Það virðist fjarskalega ólíklegt, að sundurleit og veik ríkisstjórn Ítalíu geti knúið fram mikilvægar breytingar, til þess að brjóta upp þær hindranir sem til staðar eru á ítalska vinnumarkaðinum.

  • Meðan að gengisfelling mundi virka á stundinni.
  • Málið er nefnilega að, vandi Ítalíu er af því tagi sem klassískt séð væri leystur með einni slíkri.
  • Ef Ítalía hefði ekki kastað lírunni, hefði gengi lírunnar fallið, og hnignun iðnhéraðanna hefði stöðvast, og því fækkun starfa.
  • Sennilega væri viðsnúningur þeirra svæða löngu hafinn.


Því verður ekki neitað að gengisfelling þíddi kjaraskerðingu, það eru mjög margir sem segja að kjör verði að verja hvað sem það kostar!

Vandinn er sá að Ítalía er á ósjálfbærum kúrs, þau kjör sem menn eru að verja, eru því ekki - verjanleg ef svo heldur áfram. Gengisfelling sem sannarlega hefði lækkað kjör, hefði í staðinn endurreist "sjálfbæran kúrs" sem þíddi að í stað þess að hnigna væri atvinnulífið í vexti - störfum færi fjölgandi og atvinnuleysi væri miklu mun minna. Ríkið væri líklega komið í það stóran rekstrarafgang að það ætti fyrir skuldum.

Vandinn er einmitt sá, að menn horfa ekki á "efnahagslega sjálfbærni" heldur þröngt á kjör einstakra hópa - í stað þess að horfa á málið í víðara samhengi.

Verkalýðshreyfingin á Íslandi er alveg eins slæm hvað þetta varðar.

Italy seeks €12bn from selling stakes in state-controlled groups

Ég rakst á þessa áhugaverðu frétt - - en þar kemur fram að ítalska ríkið ætlar að kaupa sér tíma með sölu á eignarhlut í nokkrum fjölda ríkisfyrirtækja.

"Italy aims to raise as much as €12bn by selling small stakes in eight state-controlled companies including energy giant ENI as it faces pressure from Brussels to reduce the second-highest level of debt in the eurozone."

Takið eftir, að ítalska ríkið er ekki að selja fyrirtækin - heldur að bjóða einkaaðilum að eignast hlutfall af eign ríkisins.

Þetta er því ákaflega varfærin nálgun - - skemmtilegt að bera þetta saman við kröfu "þrenningarinnar" svokölluðu gagnvart Grikklandi sem er hagkerfi ca. 1/8 að stærð ítalska hagkerfisins, um sölu á ríkisiegna að andvirði 50ma.€.

Það var algerlega út í hött, hefði leitt til verðhruns þeirra eigna - fremur augljóslega. Ég skil ekki af hverju, það þó virtist þeim aðilum ekki augljóst.

Sjálfsagt getur ítalska ríkið vel selt þessi bréf á þolanlegu verði, þannig komið í veg fyrir að ríkisskuldir Ítalíu sem í dag standa á ca. 133% fari á næsta ári að nálgast 140%.

Í staðinn verður Ítalía líklega við árslok 2014 á svipuðum slóðum og nú, þ.e. ca. 130%.

  • Það er hugsanlegt að ítalska ríkið geti síðan aftur keypt sér tíma með annarri varfærinni sölu á ríkiseignum.
  • Þannig þreyi ítalska ríkið góuna og þorrann, í von um að kraftaverk bjargi hagkerfinu frá áframhaldandi hnignun og vexti atvinnuleysis.

Það má vera að með þessum hætti takist ríkisstjórn Enrico Letta að halda út kjörtímabilið.

Spurning þó hvert atvinnustigið á Ítalíu þá verður?

Á einhverjum punkti verður búið að selja - auðseljanlegar eignir, þær sem mest verð fæst fyrir.

 

Niðurstaða

Það verður forvitnilegt að fylgjast með því hvaða kúrs samfélagsumræðan á Ítalíu tekur á meðan. En síðast er ég sá könnun var fylgi vs. andstaða við evruna nálægt 50/50 mörkum. Ef Ítalía mundi fara út úr evru, þá mundi atvinnulífið rétta við sér - hefðbundin iðnsvæði mundu eflast á ný, aftur verða blómleg eins og áður. Fyrirtækjanetið sem hefur verið á iðnsvæðunum, ná fyrra þrótti að nýju. Í stað þess að vera smám saman að holast upp og hverfa. 

Það er því rökrétt fyrir hefðbundnu iðnsvæðin á N-Ítalíu, að styðja brotthvarf út úr evrunni.

Þ.e. því kannski ekki furðulegt að svokallað Norðurbandalag hægri manna, sé stór flokkur á þeim svæðum.

Það er hið minnsta hugsanlegt að við næstu þingkosningar geti myndast meirihluti gegn vist Ítalíu innan evru.

  • Yrði Ítalía gjaldþrota?

Já og nei, meir en helmingur skulda Ítalíu er í eigu ítalskra aðila og það hlutfall fer hækkandi. Við upptöku "nýrrar líru" mundi ítalska ríkið um leið, skipta stórum hluta skulda sinna yfir í lírur.

Ítölsku bankarnir mundu líklega ekki rúlla. En um leið og gengið lækkaði, og framleiðslan mundi aftur geta tekið kipp, mundu líklega lán fyrirtækja verða traustari en áður. Þ.e. ekki húsnæðiskreppa á Ítalíu, ekki einu sinni lán almennings ættu að hækka - en þeim væri þá einnig breitt í lírur.

-------------------------------

Ég hugsa að ítalska ríkinu mundi duga að semja við erlenda eigendur skulda, um lengingu og greiðslufrest - - ekki væri þörf á höfuðstóls lækkunum.

Meira að segja gæti verið að ítalska ríkið mundi bjóða þeim, að tapa engu fé - þ.e. vextir lána mundu hækka t.d. á seinni hluta greiðslutíma, til að bæta þeim upp tjón á fyrri hl.

Nauðasamningar ættu að vera fljótir að ganga fyrir sig.

  • En það væri góð spurning hvaða boðaföll samt verða innan evrunnar á meðan, ef allt í einu Ítalía væri farin?
  • Flestir telja að evran mundi ekki þola þetta, fjármálakerfið innan hennar færi alveg í steik.
  • En þ.e. kannski unnt að bjarga því með nægilega mikilli prentun.
Síðan ætti ítalska ríkið að geta borgað sínar skuldir fyrir rest, þannig að sú óvissa ætti að geta liðið hjá.

Óvissan um stöðu skuldanna sem aðrir en aðilar á Ítalíu eiga, mundi geta skapað verulegt umrót meðan sú óvissa um stöðu þeirra skulda stendur yfir, þangað til að hefur verið samið.

En kannski getur evran þrátt fyrir allt haft það af ef Ítalía fer!

-------------------------------

En vegna þess að Ítalía sé sennilega líklegasta ríkið til að sjá sér hag af því að fara, og vegna þess að þ.e. hið minnsta ekki fyrirfram ljóst að evrusvæðið geti haft það af ef 3. stærsta hagkerfið innan svæðisins fer; þá sé rökrétt af Mario Draghi og Seðlabanka Evrópu - að fókusa peningastefnuna á þarfir Ítalíu, frekar en þarfir Þýskalands.

Það verður áhugavert að fylgjast með deilum um peningastefnuna innan evrusvæðis á nk. ári, en um þann þátt virðist líklegast að mest verði deilt.

Eftir því sem S-Evrópa líklega sekkur dýpra í verðhjöðnun, og vaxandi atvinnuleysi og skuldir.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 36
  • Frá upphafi: 845414

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband