1 sólarhringur eftir af fjármögnun bandaríska alríkisins!

Á miðnætti mánudaginn 30. september, hefst svokallað "shutdown" þegar rekstur alríkisins fer yfir í neyðarstjórnun. Þá verða allt að 1 milljón starfsmanna alríkisins "furloughed" þ.e. settir á launalaust leyfi. Til þess að spara rekstrarkostnað. Á meðan verður ríkið rekið - með lágmarksstarfslið.

Washington faces shutdown in budget stand-off

Capitol building eerily quiet as government shutdown nears

Eins og sakir standa, virðast verulegar líkur á því að "shutdown" hefjist, því miðað út frá útkomu sunnudagsins, er engan bilbug var að finna á þingmönnum beggja fylkinga.

Báðar ætlast til að hin fylkingin gefi eftir, og ásökunin flýgur á báða bóga, að hin fylkingin ætli að koma af stað neyðarástandi.

  • "The last government shutdown ran from December 16, 1995, to January 6, 1996, and was the product of a budget battle between Democratic President Bill Clinton and Republicans, led by then-Speaker Newt Gingrich." - eða í 21 dag.

Eins og kemur fram, er þetta ekki í fyrsta sinn sem að alríkið fer í "shutdown."

Átök Clinton og Gingrich, voru heimsfræg - - sérstaklega tilraunir Gingrich til að rétta yfir Clinton út af Lewinsky málinu, þegar Clinton virðist hafa leitað á ungling. Það var út af meintri eða raunverulegri ósannsögli Clinton, í samhengi við hans samskipti við Lewinsky.

Átök Clinton og Gingrich virtust ákaflega persónuleg - - meðan að í dag, eru átökin ekki síst - hugmyndafræðileg. Þ.e. hægri Repúblikanar vilja minnka ríkið, eru algerlega andvígir "Obama-care" frumvarpinu, sem eykur þátttöku alríkisins í heilsufarsmálum þjóðarinnar, býr til nýtt alríkisprógramm.

Á að fækka þeim Bandaríkjamönnum, sem ekki hafa aðgang að heilsugæslu.

-----------------------------

Það eru ekki síst þau átök, þ.e. um "Obama-care" frumvarpið, sem komið er á lokapunkt, er tilbúið - Obama og Demókratar ætlast til, að þingið afgreiði það mál.

Sem gerir deiluna um svokallað skuldaþak - varasama.

En augljóst er, að hægri sinnaðir Repúblikanar eru að beita skuldaþaksmálinu fyrir sig, til þess að fella "Obama-care" frumvarpið eða a.m.k. - til að fresta málinu. Í von um að drepa það síðar.

Þess vegna samþykktu Repúblikanar á sunnudagsmorgun:

  1. "Republican-controlled House of Representatives voted to renew funding for the government until December 15,
  2. but maintained a tough line in tying the measure to a one-year delay in the healthcare law known as “Obamacare”. "

Akkúrat, á sama tíma liggur fyrir hótun Obama. Að beita neitunarvaldi á hvaða þá lausn, sem felur í sér það - að "Obama-care" sé tafið - fellt eða afgreitt án fjármögnunar.

Þetta var ekki það eina:

  • "...the House also voted to repeal a medical device tax that would generate about $30 billion over 10 years to help fund the healthcare program."

Svo þeir einnig samþykktu, að hafna skatti - sem Demókratar vilja innleiða. Sem þátt í fjármögnun "Obama-care."

Að auki samþykkti meirihluti Repúblikana í Fulltrúadeildinni:

  • "...the House unanimously approved a bill to keep paying U.S. soldiers in the event the government runs out of money October 1, the start of the new fiscal year."

Akkúrat - vísbending um það, að þeir reikni nú með því, að þetta "game of chicken" haldi áfram, eftir að "shutdown" er formlega hafið, á miðnætti nk. mánudag.

-----------------------------

Áhugavert að meirihluti Demókrata í Öldungadeildinni, ákvað að funda ekki á sunnudag. Svo fundað verður á morgun mánudag.

Þá má væntanlega reikna með því, að Demókrata - hafni útspili meirihluta Repúblikana í Fulltrúadeildinni.

Síðan standi mál þannig, á miðnætti á morgun mánudag.

  • Þá hafa þingdeildirnar ca. tvær vikur til að deila, áður en ástandið fer að hafa alvarlegar afleiðingar.

" Failure to raise the $16.7 trillion debt ceiling by mid-October would force the United States to default on some payment obligations - an event that could cripple the U.S. economy and send shockwaves around the globe."

Ef Bandaríkin mundu ekki greiða af skuldbindingum sem falla á gjalddaga um miðjan október, þá veit í reynd enginn hvað gerist.

En "shutdown" hefur hingað til ekki verið tekið alla leið - að "tæknilegu" gjaldþroti.

En svo alvarleg virðast átök fylkinganna vera, að það má velta því fyrir sér - hvort slíkt gerist í þetta sinn.

En ef demókratar gefa eftir, verður það stór ósigur.

En undirbúningur fyrir "Obama-care" hefur tekið 3 ár.

Núna loksins er málið tilbúið - frágengið, bara að klára það með þinglegri meðferð. Repúblikanar bjóða frestun í 1 ár, sem er kannski ein fingurnögl í eftirgjöf eða hálf. En það er allt eins líklegt, að þeir endurtaki sama leikinn að ári.

Ég þori því ekki að spá því, á hvaða punkti verður gefið eftir - né, hvor muni gefa eftir.

 

Niðurstaða

Þó deilur um skuldaþakið hafi nú virst um nokkurt skeið í endurtekningu, án alvarlegra afleiðinga. Virðist deilan nú, enn bitrari en í fyrri 2. skiptin. Á milli Obama og Repúblikana. Ekki síst er það stóra málið, "Obama-care" sem Obama hyggst gera að sínu "legacy" eða bautasteini eða minnisvarða - um sína forsetatíð. Sem styr stendur um.

Og þ.e. einmitt vegna þess, hve báðir aðilar eru ákveðnir.

Að skuldaþaksdeilan virðist hættulegri nú, en í hin 2 skiptin.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Blessaður vertu, kaninn hefur bara gott af smá shut down.

Annað mál með þetta Óbamaker. Þeir kanar sem ég hef spjallað við eru heldur svartsýnir um að það sé af hinu góða.

Ásgrímur Hartmannsson, 30.9.2013 kl. 00:36

2 Smámynd: Arnór Baldvinsson

Sæll Einar,

Ég held að flestir hér í Bandaríkjunum séu komnir með æluna upp í kok yfir þessu rugli. Bandaríska þingið og pólitíkin hér snýst ekki bofs um málefni þjóðarinnar, heldur um peningaöflun fyrir flokkana til að grafa sig dýpra í skotgrafirnar.

Ásgrímur: Vandamálið er að 90 milljónir Bandaríkjamanna eru án heilsutrygginga, sem þýðir að þorri þjóðarinnar hefur hreinlega ekki efni á að verða veikur. Fólk missir eigur sínar og sumir enda hreinlega á götunni eftir langvarandi veikindi. 2005 varð ég fyrir því að slíta upphandleggsvöðvann í hægri handlegg þegar ég var staddur á Íslandi. Fékk gert við þetta á Akureyri, nótt á spítala og alles. Þetta kostaði mig heila 918 dollara og einhver sent og þó var þetta fullur reikningur þar sem ég hef búið það lengi erlendis að ég fæ ekki niðurgreidda heilbrigðisþjónustu á Íslandi. Ég fór á eina bestu handlækningadeild í Bandaríkjunum, The Hand Center of San Antonio í eftir meðferð sem fólst í því að taka gifsið af og nokkrir klukkutímar í þjálfun. Það kostaði mig yfir 1.200 dollara. Ef aðgerðin hefði verið gerð hér, hefði hún kostað í kringum 20.000 dollara, jafnvel meira. Megnið af þeirri upphæð fer í tryggingarkostnað læknanna og spítalanna, mér skilst í kringum 75% af greiðslum sjúklinga fari beint til tryggingafélaga sem tryggja lækna gegn lögsóknum.

Ég veit ekki hvort ObamaCare hjálpar eða ekki. Við munum þurfa að greiða rúma 500 dollara á mánuði, sem er álíka og við þyrftum að greiða fyrir "basic" tryggingu með 5-10 þúsund dollara sjálfsábyrgð. 2010 fékk ég lungnabólgu og þarfnaðist lyfja, röntgenmyndatöku og sneiðmyndatöku (cat-scan) Um svipað leiti þurfti konan mín að fara í segulómun. Við vorum með tryggingu með $6K sjálfsábyrgð. Það ár borguðum við rúm 5.000 í tryggingar, undir sjálfsábyrgðinni, og um 6.000 í lækniskostnað. Þannig að það ár kostaði trygginging okkur $5K extra.

Mér skilst að sjálfsábyrgðin sé tiltölulega lág í OC - mánaðargreiðslan okkar er í raun rúmir þúsund dollarar en á móti kemur um 500 dollara skattaafsláttur - þannig að fólk fær betri tryggingu heldur en það fær hjá tryggingafélögunum. Við vorum með tryggingu í 3 ár. Hún byrjaði í 350 dollurum á mánuði en í lok þessara 3ja ára var hún komin í $600. Planið var 100% það sama, engar breytingar, bara óútskýrðar hækkanir.

Heilbrigðiskerfið hér er þvílík steypa!

Kveðja,

Arnór Baldvinsson, 30.9.2013 kl. 04:42

3 Smámynd: Elle_

Vil bara segja að Lewinsky var 22.

Elle_, 30.9.2013 kl. 07:28

4 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Óh, þá er það rangmynni að hún hafi verið 16 eða 17.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 30.9.2013 kl. 11:32

5 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Arnór, þetta hljómar svipað og þegar maður er með tryggingu á bifreið. Iðgjöldin hækka þó alltaf, ef tryggingin þarf að greiða - tjón. Er það svipað í einkasjúkratryggingakerfinu í Bandaríkjunum? Á hinn bóginn, svo fremi sem þú er í fastri vinnu bærilegum launum, er það vanalega samt ódýrara að borga iðgjöld heldur en að borga allt tjónið sjálfur. Fyrir utan að bifreiðatryggingar eru skilda. Þ.e. reyndar áhugavert, að það virðist - að það sé ekki skylda að tryggja sig. Á hinn bóginn, geta menn losnað við skyldutryggingu ef þeir eiga ekki bíl. Sjálfsagt er skyldutrygging ekki raunhæf, nema að ríkið komi til og standi undir kostnaðinum að einhverju verulegu leiti.

Mér finnst merkileg þessi harða deila um tryggingar í Bandar., en það virðist frekar augljóslega almenningi í hag. Að ríkið komi inn, og geri stórt átak í því að fækka þeim sem ekki eru tryggðir. Það komi til sögunnar - fyrirkomulag sem veiti tiltekið skilgreint gólf. Ákveðið lágmark, sem a.m.k. mjög margir muni geta tekið þátt í, þó það verði ekki alveg allir.

Slíkt kerfi gengur þó minna langt en kerfi t.d. í Skandinavíu, þ.s. hugmyndin er, að allir njóti tiltekins skilgreinds öryggist, sem fjármagnað er með skattfé. Á hinn bóginn eru skattar einnig töluvert hærri í löndum eins og Svíþjóð eða Danmörku. Sem Bandaríkjamenn líklega sætta sig ekki við.

Mér hefur því virst "OC" áætlunin vera sæmileg millilending. Ekki fullkomin, en líklega til bóta fyrir afskaplega marga. Auðvitað eykur þetta kostnað ríkisins. Fjölgar þeim sem vinna fyrir það. Sem líklega leiðir til einhverra skattahækkana. Allt kostar.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 30.9.2013 kl. 11:47

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband