Ríkisstjórn Ítalíu fallin - stefnir Ítalía í björgunarprógramm?

Áhugavert pólitískt drama í gangi á Ítalíu. Á laugardag dró Silvio Berlusconi ráðherra flokks síns út úr samsteypustjórn 3. flokka, er setið hafði verið við völd um nokkurt skeið. Nú ganga ásakanir á víxl.

En Letta nú fyrrum forsætisráðherra sakaði Berlusconi um stórfelldar lygar, en uppgefin ástæða Berlusconi er sú að málið snúist um deilu um skattamál.

En Letta vill meina að þetta snúist um annað mál, nefnilega það - að í næstu viku á öldungadeild ítalska þingsins, að greiða atkvæði um vantraust á Berlusconi sem þingmann, með öðrum orðum, um sviptingu hans á þinghelgi og þingsæti. Svo hann geti setið af sér 2-ára fangelsisdóm.

Italian government breaks up after Berlusconi pulls out ministers

Italian coalition in disarray after Berlusconi’s ministers quit

  • "Late on Friday, the cabinet failed to agree vital fiscal measures to bring the budget deficit within European Union limits, leaving the fragile coalition of traditional rivals from the left and right near total breakdown."
  • "The Friday cabinet meeting had been intended to find funding to avert an increase in sales tax from 21 percent to 22 percent. That increase, which has been fiercely opposed by Berlusconi's party, will now kick in from Tuesday."
  • ""The decision taken by Prime Minister Enrico Letta to freeze government activities, and therefore setting off an increase in sales tax, is a serious violation of the pacts on which this government was formed," Berlusconi said in a statement on Saturday."
  • "Letta shot back later in the evening, accusing the former prime minister of telling a "huge lie" and of using the sales tax issue as an alibi for an action motivated by his legal problems."

Það sem vekur áhyggjur eru óskaplegar skuldir Ítalíu sem eru yfir 2.000 milljörðum evra. 

Eða upphæð langt yfir þeim mörkum, að Ítalíu verði bjargað - með björgunarlánsaðferðinni.

Einungis Seðlabanki Evrópu skv. loforði Mario Draghi um kaup án takmarkana, getur mögulega haft nægilegt fjárhagslegt afl, til að vera bakhjarl

Og þá aðeins, ef "ECB" fær fulla - prentunarheimild.

-------------------------------------

  • "Rumours were already spreading last week that Italy was heading for another downgrade by a major rating agency."
  • "In downgrading Italy to just two levels above junk status in July, Standard & Poor’s warned of a further downgrade “by one notch or more” if Italy could not demonstrate “institutional and governance effectiveness”." 

Þarna er komin krísa - sem getur vel mögulega endurræst evrukrísuna!

En möguleikar á nýrri stjórn - líta virkilega ílla út.

Þó fræðilega sé unnt að mynda annan meirihluta, ef menn íhuga þingmenn "5-Stjörnu hreyfingarinnar" sem er mótmælaflokkur undir vinsælasta bloggara Ítalíu, Beppe Grillo.

Sá aftur á móti, hefur hafnað öllum möguleikum á stjórnarþátttöku - heimtar kosningar.

Líkur eru á því að hlutabréf muni falla verulega a.m.k. á Ítalíu nk. mánudag.

Það verður síðan að koma í ljós, hvort Enrico Letta getur mögulega fundið þingmenn til að fylla í þau skörð, sem þingmenn flokks Berlusconi skilja eftir.

En einhverjir þeirra sem voru kosnir á þing fyrir "5-Stjörnu Hreyfinguna" hafa síðan verið reknir úr flokknum, fyrir óhlýðni við foringjann.

Þ.e. a.m.k. fræðilegur möguleiki á því, að þeir styðji nýja stjórn - ásamt þingmönnum smáflokks, er lýtur foistu Mario Monti.

Myndun slíkrar stjórnar gæti tekið einhverjar vikur, þ.e. ef slík stjórn er raunverulega til sem möguleiki.

-------------------------------------

Ef stefnir í kosningar - geta mál orðið áhugaverð á ný.

En spennan snýst þá um, hvaða fylgi "5 Stjörnu-hreyfingin" fær. 

Síðast fékk hún mest allra flokka, er fjölmennasti þingflokkurinn.

Engin leið að vita hvort fylgið hefur minnkað eða aukist, en þ.e. a.m.k. hugsanlegt að drama undanfarinna vikna, muni leiða til aukins fylgis flokksins, sem stofnaður er sem mótmæli gagnvart hinni "spilltu" og gagnslausu pólitík.

 

Niðurstaða

Ef einhver krísa getur startað evrukrísunni. Þá er það Ítalíukrísa. En skuldir Ítalíu eru þær 3. stærstu í heimi. Þ.e. einungis Japan og Bandaríkin skulda hærri upphæðir. Ítalía er þannig séð - fíllinn í postulínsbúðinni.

Það getur því verið virkilega áhugavert að fylgjast með málum Ítalíu nk. vikur.

-------------------------------------

Það getur farið svo að í fyrsta sinn, reyni á loforð Mario Draghi - um kaup án takmarkana.

En þannig yrði að fjármagna björgunarprógramm Ítalíu. Skuldir allt of stórar, svo að aðildarríkin geti fjármagnað björgunarlánapakka.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Einar, Er Ítalía ekki allt of stór biti fyrir ESB að kyngja þegar kemur að efnahagslegrið björgun? hverjar eru horfurnar og hvers konar stjórn verður mynduð í Þýskalandi sem öllu ræður á evru svæðinu? 

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 29.9.2013 kl. 06:12

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

"...hvers konar stjórn verður mynduð í Þýskalandi sem öllu ræður á evru svæðinu?"

Örugglega stjórn Kristilegra Demókrata og Sósíal Demókrata.

"Er Ítalía ekki allt of stór biti fyrir ESB að kyngja þegar kemur að efnahagslegrið björgun?"

Þess vegna tel ég einu leiðina, björgun í gegnum loforð Seðlabanka Evrópu, um kaup á ríkisskuldabréfum lands í vanda án takmarkana - þau kaup verði nánar tiltekið fjármögnuð með prentun Seðlabanka Evrópu á evrum.

Til þess að land fái slík kaup, þarf það að óska aðstoðar til "björgunarsjóðs evrusvæðis" er lýtur stjórn aðildarríkjanna, þegar viðkomandi land hefur samþykkt skilyrði sjóðsins - með öðrum orðum, um dæmigert "austerity program" sambærilegt við slík á Grikklandi - Portúgal eða Írlandi. 

Mundi Seðlabankinn taka við fjármögnunarhluta prógrammsins, í stað neyðarlána mundi Seðlabankinn kaupa slurk af útgefnum ríkisbréfum þess lands sem á í hlut. 

Ég reikna með því, að prógrammið yrði að flestu öðru leiti sambærilegt, þ.e. endurskoðanir - viðkomandi land fái ekki frekari kaup, fyrr en það hafi staðist hverja endurskoðun.

Meginmunurinn muni liggja í hverning prógrammið væri fjármagnað.

  • Þessu gæti hugsanlega fylgt einhver aukning verðbólgu á evrusvæði sem heild.
  • En erfitt er að sjá, að unnt sé fyrir seðlabankann, að hindra að þetta fé fari í almenna umferð, sé ekki að hjá því verði komist.

Það gæti skapað áhugaverða spennu, ef Ítalía óskar aðstoðar. Því N-Evr. ríkin sérstaklega Þýskaland og Austurríki, er svo uppsigað við verðbólgu.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 29.9.2013 kl. 12:57

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 63
  • Sl. sólarhring: 126
  • Sl. viku: 146
  • Frá upphafi: 846784

Annað

  • Innlit í dag: 58
  • Innlit sl. viku: 140
  • Gestir í dag: 58
  • IP-tölur í dag: 58

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband