Snowden viðurkennir að hafa gerst verktaki til að uppljóstra!

Það var áhugaverð tilvitnun í grein Financial Times, í frétt kínversks fréttamiðils. En þar viðurkennir Snowden að hafa vísvitandi tekið sér starf hjá verktaka sem vinnur að leynilegum verkefnum fyrir bandaríkjastjórn.

Þetta er mjög áhugavert af hálfu Snowden - - og getur skýrt "njósnakæruna."

Sem annars gæti virst dálítið út úr kú!

South China Morning Post - Snowden sought Booz Allen job to gather evidence on NSA surveillance

Edward Snowden - "My position with Booz Allen Hamilton granted me access to lists of machines all over the world the NSA hacked," he told the Post on June 12. "That is why I accepted that position about three months ago." - - "Asked if he specifically went to Booz Allen Hamilton to gather evidence of surveillance, he replied: "Correct on Booz."" - - "The documents he divulged to the Post were obtained at Booz Allen Hamilton in April, he said. He intends to leak more of those documents later." - - ""If I have time to go through this information, I would like to make it available to journalists in each country to make their own assessment, independent of my bias, as to whether or not the knowledge of US network operations against their people should be published."

 

Samkvæmt þessu - var Edward Snowden í sinni eigin krossferð gegn internet njósnakerfi Bandaríkjanna!

Hann vísvitandi tekur starf við vertakann "Booz Hamilton" og gerist þar umsjónarmaður tölvukerfis þeirra. Og því í mjög góðri aðstöðu, til að safna upplýsingum til þess að - - leka þeim síðar.

Þetta er auðvitað - - alveg ný tegund af "njósnum" ef njósnir eru réttnefni yfir þetta.

En tilgangurinn að - - koma þessu á vefinn.

Er auðvitað örlítið annar en sá, að koma efninu vísvitandi til tiltekins andstæðings eða óvinaríkis.

En spurning hvort Bandaríkin sjái nokkurn mun þar á, því eftir allt saman - sjá allir gögnin. Jafnt vinir sem óvinir, um leið og þau eru komin á vefinn.


Var þetta þess virði?

Í annan stað, upplýsir hann heimsbyggðina. Um tiltekið njósnakerfi. Sem njósnar af því sem virðist, um allt internetið um víða veröld.

Mjög mörgum hefur brugðið í brún út af þessu, fj. ríkja hefur sent Bandaríkjunum athugasemdir vegna þessa eftirlits, því í gegnum þetta - geta Bandar. líklega fylgst með internetnotkun innan erlendra ríkja.

  • En á móti kemur - - verða hundeltur allt sitt líf á enda. Um það þarf ekki vera nokkur minnsti vafi. Bandaríkin munu aldrei fyrirgefa honum, og aldrei nokkru sinni hætta að elta hann. Hans líf sem frjáls manns - - er búið.
  • Mjög ólíklegt er að uppljóstrun hans - - komi til með að binda enda á þær njósnir gagnvart internetinu, sem Bandaríkin stunda.
  • Það má vera, að meira eftirlit verði með því haft af hálfu Bandaríkjaþings - - en fram að þessu hefur Snowden skv. erlendum fjölmiðlum. Ekki afhjúpað nein lagabrot
  • Þetta er því ekki sambærilegt við afhjúpanir tengdar Watergate þ.s. þá voru sannarlega í gangi lögbrot.
  • En þetta eftirlit sem Bandaríkin stunda, er heimilt skv. lögum sem sett voru í tíð Bush forseta, um "national security" eða "Heimavarnarlögin" svokölluðu.
  • Þetta er því virkilega - - allt saman löglegt.
  • Engin á það á hættu, að verða ákærður innan Bandar., vegna afhjúpunarinnar né er líklegt að nokkur segi af sér.

----------------------------------

Ég get því ekki séð - - að þetta sé þess virði fyrir Snowden. 

Þ.e. auðvitað hans mál, að taka ákvarðanir sem binda í reynd endi á hans persónulega frelsi.

En ég myndi ekki kalla það - - skynsama ákvörðun.

 

Skv. erlendum fjölmiðlum eru Bandaríkin - - spinne gal!

U.S. Slams China Over Snowden

US attacks China as Snowden stays free

Snowden’s future

Framtíð Snowdens er augljós - - þ.e. ef honum tekst að forðast réttvísina í Bandaríkjunum, þá verður sá sem er maður nr. 1 á lista yfir eftirlýsta borgara Bandaríkjanna á flótta. Sannarlega á flótta allt sitt líf - héðan í frá. Mun ætíð þurfa að líta yfir öxlina. Getur aldrei vitað, hvenær hin langa hönd nær honum.

Líf sem getur stuðlað að magasári.

  • Þetta þíddi það - - að sú hugmynd að hann myndi koma hingað - - var gersamlega snargeggjuð.

Jay Carney, White House spokesman - "We are just not buying that this was a technical decision by a Hong Kong immigration official," - "This was a deliberate choice by the government to release a fugitive despite a valid arrest warrant, and that decision unquestionably has a negative impact on the U.S.-China relationship."

President Barack Obama, asked at a meeting on immigration whether he had spoken with Mr. Putin, said: "What we know is that we're following all the appropriate legal channels and working with various other countries to make sure that rule of law is observed."

"U.S. officials believed Mr. Snowden was still in Russia, the White House said Monday. "

"U.S. Secretary of State John Kerry, visiting India, said Monday"..."warned Russia that it should hand over Mr Snowden to US authorities. “They are on notice with respect to our desires,” he said. “It would be deeply disappointing if he was wilfully allowed to board an aeroplane . . . There would be without any doubt . . . consequences.”"

  • Getið þið ímyndað ykkur - - að dvergríkið Ísland hefði verið fært um að standast slíkan þrísting?
  1. Í gegnum árin hefur Ísland notið töluverðs góðvilja innan bandar. stjórnkerfisins, þrátt fyrir allt.
  2. Ef aftur á móti, hann yrði að "illvilja" þá gæti eitt og annað breyst - - tja, lítill hlutur eins og þegar stöku sinnum Bandar. eru hvött til þess, að beita litla Ísland viðskiptaþvingunum til að hætta hvalveiðum. Má velta fyrir sér, áhuga á eflingu viðskiptasambanda - - sem virkilega gætu átt erfitt uppdráttar.
  3. Ekki síst, ég sé ekki hvernig við hefðum komið í veg fyrir, að Snowden væri hreinlega numinn á brott, af flugumönnum bandar. stjórnar.
  4. Hann þarf eiginlega - - 24klst. gæslu æfina á enda. Einhver þarf að vera til í að standa undir því.

Rússar gætu verið til í það - - ef Snowden hefur í fórum sínum, nægilega verðmæt fyrir Rússa gögn.

En þá væri þetta orðið raunverulega að njósnamáli!

Hann fengi þá líklega, nýtt nafn og nýtt útlit - - eins og flóttanjósnarar kalda stríðsins í den.

 

Niðurstaða

Af hverju ganga Bandaríkin svo hart fram? Tja, vegna þess - - að slíkar uppljóstranir ógna þeim njósnastofnunum sem eiga í hlut. Ekki þannig að líkur séu á að þær hætti að vera til. Heldur, snýr þetta að starfsfólkinu sjálfu. En í slíkum störfum "undirrita" menn þagnareiða. Og í flestum ríkjum, hafa slíkir þagnareiðar "lagagildi" og yfirleitt kostar það árafjöld í fangelsi að brjóta þá.

Ég held þetta sé meira að segja þannig, í Danmörku. Ef þú rýfur trúnað sem starfsmaður leyniþjónustu Danmerkur, áttu ekki von á góðu - - ekki eins og í Bandar. hugsanlega dauðarefsingu. En sannarlega fangelsisrefsingu.

Það má með öðrum orðum ekki leyfa mönnum að komast upp með að rjúfa slíka þagnareiða, því þá verða þeir þar með marklausir. Þess vegna, verður Snowden hundeltur ævina á enda. Til að sporna við því, að flr. Snowdenar dúkki upp.

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Gíslason

Það sem líka gleymist er að spyrja hvaða njósnastarfssemi eru Rússar með, þeir eru ekkert síðri en BNA.

Auk þess getum við velt fyrir okkur hvers vegna Kína er með svona stór sendiráð hér á landi, að mig minnir að umfjöllun erlendis um þetta þá væri kínverska sendiráðið hér á landi svipað og væri 50-60.000 manna sendiráð í BNA.

En besta njósnavélin er Google hún tekur niður allar þínar ferðir á netinu og notar þær síðan í sölu- og markaðsverkefnum.

Ómar Gíslason, 25.6.2013 kl. 10:41

2 Smámynd: Óskar

Hægri menn á Íslandi sem margir hverjir virðast bæði siðblindir og samviskulausir sleikja rassgatið á Bandaríkjastjórn sem aldrei fyrr.  Til að réttlæta ákærurnar benda þeir á Rússland og Kína sem aldrei hafa talist lýðræðisþjóðir og eru ekkert að fela það.

Menn skulu hafa það hugfast að Snowden er ákærður fyrir njósnir sem fólust í því að koma upp um víðtækjar persónunjósnir Bandaríkjastjórnar sem eru algjörlega siðlausar og á eftir að láta reyna á hvort þær séu yfirhöfuð löglega.  Allir þeir sem láta sig persónuvernd varða ættu að styðja hans málstað.

Óskar, 25.6.2013 kl. 12:11

3 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Óskar lestu nú greinina aftur Mig hefir dottið í hug að Wikileaks hafi yfirboðið Snowden. Það er mikið í húfi fyrir þá vegna Julian Asagne en það var vitað að wikileaks þefuðu upp viðkvæmt fólk í stöðum svipað og Snowden og Braden. Ég bara vona að hann láti ekki sjá sig hér á landi.

Valdimar Samúelsson, 25.6.2013 kl. 13:41

4 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Sko, við skulum ræða aðeins "eftirlit almennt" með samborgurum.

En takið eftir því, að athugasemdir Evrópuríkja - snerust ekki um að þau væru andvíg alfarið slíku eftirliti. Heldur, ótta um að ekki væri nægilega gætt að vernd þeirra borgara.

Með öðrum orðum, þau fara fram á - að meir aðhald sé gætt að þeirri stofnun sem sér um þetta eftirlit. Og ekki síst, að þeirra borgarar njóti sama réttaröryggist og bandarískir Borgarar.

Líklega að auki - sem ekki kemur fram - vilja þau "information sharing."

---------------------------------

Fólk þarf að átta sig á því, að stórfellt aukning glæpastarfsemi á netinu, hlýtur að fela í sér - eftirlit með internetinu.

Þetta er eiginlega sambærileg deila við deilu hér innanlands, um það hvort lögregluyfirvöld eiga að fá svokallaðar "forvirkar heimildir" eða ekki, þ.e. heimild til að njósna um samborgara okkar án "tiltekins gruns um akkúrat skilgreint athæfi."

Þetta er eiginlega "sama conceptið" sem eftirlit Bandar. snír að, þ.s. þau eru að glíma v. glæpasamtök sem ætla sér að vinna bandar. borgurum mein, þeir einstaklingar sem skipuleggja slíkt eru gjarnan staðsettír í öðrum löndum.

Þá er ákaflega erfitt, að mæta þeirri kröfu innan Bandar. - - að koma í veg fyrir næsta hryðjuverk áður en það á sér stað, án þess að stunda internetnjósnir meira eða minna hnattrænt.

Eða getur e-h komið auga á aðra leið en þá að stunda svo víðtæka njósnastarfsemi?

Augljóst er hætta á misnotkun slíkra upplísinga - - þess vegna þarf alltaf mjög náið eftirlit með slíkri starfsemi.

  • Þ.e. einmitt krafa Evr. ríkjanna, meira eftirlit með henni.
  • Og herða reglur um notkun slíkra upplísinga þegar kemur að borgurum Evr. ríkja.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 25.6.2013 kl. 15:17

5 Smámynd: Jóhann Elíasson

Það er svo sem ekkert nýtt að Óskar láti frá sér fara algjört rugl og kjaftæði, en það sem er verra er að hann kynnir sér málin EKKERT áður en hann byrjar að rugla.  Hefur ekki hvarflað að neinum hversu trúverðugur Snowden er????  Það er þannig að þeir sem starfa í tölvuiðnaðinum og sérstaklega þeir sem starfa við lagfæringar á viðkvæmum gagnagrunnum, undirrita skjal þess efnis að viðkvæmar upplýsingar viðskiptavina, sem þeir verði vitni að, fari ekki lengra.  Þeir sem vinna í þessum geira segja að það sé algjör regla að lesa ekki gögn sem þeir vinna við.  Svo það má alveg gera því skóna að Snowden sé bara ótýndur glæpamaður......

Jóhann Elíasson, 25.6.2013 kl. 16:14

6 Smámynd: Óskar

Það er sem ég segi, sumir hægri menn eru algjörlega siðblindir eða bara hreinlega sauðheimskir og oftar en ekki hvorutveggja. Jóhann er hér með alveg óborganlega sýn á málið.

"Það er þannig að þeir sem starfa í tölvuiðnaðinum og sérstaklega þeir sem starfa við lagfæringar á viðkvæmum gagnagrunnum, undirrita skjal þess efnis að viðkvæmar upplýsingar viðskiptavina, sem þeir verði vitni að, fari ekki lengra. Þeir sem vinna í þessum geira segja að það sé algjör regla að lesa ekki gögn sem þeir vinna við. Svo það má alveg gera því skóna að Snowden sé bara ótýndur glæpamaður....."

Semsagt, ef ég vinn á tölvuverkstæði og inn kemur maður með tölvu í viðgerð sem er full af barnaklámi og hann augljóslega barnaníðingur, þá ber mér að halda kjafti af því ég undirritaði eitthvað trúnaðaraskjal! -- Bara mjög sambærilgegt dæmi, ef þú kemst af mjög alvarlegum glæp og í þessu tilfelli sem varðar nánast allt mannkynið þá heldur þú ekki kjafti yfir því nema þú sért skræfa og aumingin!

Óskar, 25.6.2013 kl. 16:59

7 Smámynd: Jóhann Elíasson

Þú hefur alveg sérstakt "lag" á að snúa öllu á hvolf og bulla út í loftið Óskar.....   Það liggur við að maður vorkenni þér...

Jóhann Elíasson, 25.6.2013 kl. 17:33

8 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Óskar - - höldum okkur v. starfsfólk leynistofnana, en í þessu tilviki er um að ræða einkaaðila sem starfar fyrir leynistofnun, heldur utan um leynigögn.

Það er alveg öruggt að þegar þú starfar innan samhengis leynistarfsemi á vegum ríkis, þá þarftu að undirrita trúnaðareið - - og þ.e. alltaf fangelsisvist að algeru lágmarki; sem refsing fyrir að rjúfa eða brjóta slíkan eið.

Þeim sem er í nöp v. Bandar. vilja meina, að þó Snowden sé að kasta eigin hagsmunum á glæ, með því að afhjúpa leynistarfsemi á vegum Bandar. - þá sé hann að gera stórkostlegan hlut.

En höfum í huga, hingað til hefur ekkert  komið fram hjá Snowden sem - stuða ætti fólk. En hann hefur í reynd ekki opinberað neitt annað. En það, hve víðtækt eftirlit Bandar. er. Ekkert hefur enn borist - um tiltekna glæpi eða þessháttar. Upplýsingar sem varð að halda leyndum, vegna þess að þær koma Bandar. í bobba.

  • Við vitum ekki hvort hann býr yfir nokkru slíku.

Nema kannski það - - að ef hann hefði haft e-h sambærilegt við þ.s. Wikileaks kom á framfæri innan tiltekins fangelsis í Írak eða ákveðna þyrluárás í Kabúl.

  • Hefði hann örugglega komið því á framfæri strax.

Ekkert sérstakt bendir til þess, annað en að hann hafi eingöngu gögn sem koma frá eftirliti með hinum og þessum, sem Bandar. hafa eftirlit með - - sem væru gögn þá um þá aðila. Ekki Bandaríkin eða bandarískar aðgerðir.

  • Ef það væru glæpir, væru það glæpir þeirra aðila - - sem eiginlega, myndi þá styðja þá afstöðu Bandar.
  • Að það þurfi slíkt eftirlit!

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 25.6.2013 kl. 18:10

9 identicon

Mín sýn á málið

Það mikilvæga sem Snowden gerði var að upplýstra um mögulegar njósnir leyniþjónusta BNA á bandarískum þegnum innanlands og utanlands sem er að öllu leyti ólöglegt samkvæmt lögum um þessar stofnanir ef þær hafa ekki fengið dómsúrskurð frá FISA réttinum um þann einstakling.

Annað sem hann var að lýsa er sú ógurlega geymslugeta sem þeir eru komnir með sem gerir þeim kleyft að geyma mikið magn samskipta og ef eithvað kemur upp í framtíðini þá geta þeir leitað í gegnum alla sögu þína til að finna eithvað sem lætur þig líta illa út. Aftur, eithvað sem fólki í BNA líst ekkert rosalega vel á.

Allt þetta kemur okkur hinum utan BNA nánast ekkert við þar sem þeim finnst ekkert að því að njósna um okkur og munu ekki hætta því.

Þetta hefur samt jaðar áhrif. Ég til dæmis rek fyrir ríkið tiltölulega stórt safn af persónu upplýsingum sem eru af þeirri sort að flestir vilja halda þeim leyndum. Hinsvegar er það rándýrt að halda utan um allt þetta gagnaflóð sem virðist aukast hraðar og hraðar. Við gætum skoðað að úthýsa vistunini til þriðja aðila en vegna hagkvæmni stærðarinnar þá munum við ekki fá hagkvæmari boð nema erlendis, frá aðilum eins og Google og Amazon.

Eftir að fá þetta staðfest frá Snowden, þá gæti ég í raunini ekki gert þetta með góðri samvisku.

Elfar Aðalsteinn Ingvarsson (IP-tala skráð) 25.6.2013 kl. 19:24

10 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Elfar - - þetta er auðvitað allt rétt hjá þér, að notkun slíkra gagna er mjög viðkvæm. Og þarf að vera undir ströngu eftirliti.

Um það atriði grunar mig, að málið muni snúast á næstunni. En ég á ekki von á því að Bandaríkin, hætti þessari gagnasöfnun. 

En það má vera, að þrístingur geti fengið þau til að herða reglurnar - um notkun þeirra. Ekki síst á ég von á að evr. stjv. muni vilja, beita þrístingi í þá átt.

Á hinn bóginn, yrði ég ekki sérdeilis hissa, ef evr. stjv. á sama tíma, myndu vilja aðgang að þessu gagnasafni.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 26.6.2013 kl. 00:05

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 758
  • Frá upphafi: 846639

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 694
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband