Innistæður færðar niður í tveim stærstu bönkum Kýpur! Segja heimsfjölmiðlar, og landið skuldsett upp á ca. 150%

Fyrstu fréttir voru nokkuð óljósar um það hvernig akkúrat björgun Kýpur átti að fara fram. En nú liggur fyrir tærari mynd af atburðum:

  1. Samkvæmt frétt Financial times -  er í reynd verið að vinda ofan af innistæðum umfram 100þ.€ í tveim stærstu bönkum Kýpur.
  2. Sem væntanlega þíðir, að þaðan er tekin sú viðbótar fjármögnun sem vantaði - - svo að svokallað Plan B kýpv. stjórnvalda, er ekki farið eftir allt saman!

EU deal emerging to shut Cyprus bank, inflict losses

  • Frétt Reuters kemur fram að ekki er lagður svokallaður skattur á innistæður í kýpv. bönkum.
  • Sá skattur var áður sú aðferð til að útvega 5,8ma.€ í bankahýtina sem sem aðildarríkin og stofnanir ESB vildu fara.
  • Og ljóst er skv. frétt Reuters að sá skattur er út úr myndinni!

Skv. frétt Financial Times, eru inneignir afskrifaðar umfram 100þ.€ einnig í Kýpur banka. Þannig að inneignir umfram 100þ.€ eru mestu afskrifaðar í báðum bönkum.

Þannig lokast líklega þetta 5,8ma.€ gat! En þ.e. búið að vera nett deila um það, hvernig að útvega þessa 5,8ma.€. Kýpv. stjv. voru á tímabili með svokallað "plan B" til þess einmitt. Sem greinilega hefur verið hafnað!

 

Samkvæmt Financial Times

Cyprus agrees deal on €10bn bailout

Eru inneignir færðar niður í tveim stærstu bönkum Kýpur.

Sem minnkar að sögn FT heildarinneignir í bönkum á Kýpur um ca. helming. 

Sem ætti að þíða að þær fara úr ca. 70ma.€ í einungis :) ca. 35ma.€. 

Eða 2-föld þjóðarframleiðsla í stað 3,5.

---------------------------------

Rússn. innistæður eru sjálfsagt minnkaðar nokkuð meir að umfangi en einungis um helming. Voru fyrir afskrift nærri 2 þjóðarframleiðslur. Sjálfsagt tæp ein eftir niðurfærslu.

En hafandi í huga að skuldsetning eyjunnar verður við björgunarlán ca. 150%.

  • Þá líklega hefur eyjan samt ekki efni á að aðstoða bankana frekar!
  • Né efni á að borga erlendar innistæður út

Er þá Kýpur komið með snjóhengjuvanda!

Í ljósi þess að á sama tíma, með hörð gjaldeyrishöft ásamt hörðum úttektarhöftum. Mun hagkerfi eyjunnar nánast nema staðar! Ásamt tjóninu við það að afnema annan stærsta bankann og minnka til mun einnig þann stærsta.

Þá verður örugglega mjög mikill samdráttur. Í ljósi þess að við samdrátt hækka skuldir í hlutfalli v. þjóðarframleiðslu - það verður mikill halli á ríkinu er tekjur þess skreppa saman. Auk þess verður líklega verulegur viðskiptahalli sem þarf að eyða eins hratt og mögulegt er. Gengisfelling ekki í myndinni.

Þá verður áhugavert að fylgjast með því - hvernig í ósköpunum Kýpur ætlar sér að forðast greiðsluþrot innan næsta árs eða þar um bil?


Hvað var þetta "plan B"? Sem ekki var farið!

Ég held að þrátt fyrir allt, sé það skárri lending að ekki verður af því "Plani B" sjá lýsingu á því að neðan:

  1. Skv. fréttum sl. viku fengu kýpv. stjv. fram samþykkt kýpv. þingsins, fyrir því að lífeyrissjóðir landsmanna séu teknir eignarnámi, og lagðir fram inn í bankahítina.
  2. Að auki stendur til að gefa út ríkisbréf, sem t.d. þjóðkirkja Kýpur hefur lofað að kaupa, og væntanlega þannig verði ríkasta stofnun landsins þannig skuldsett, til þess að leggja það fé einnig inn í bankahítina.
  3. Í sl. viku var rætt við Rússa um lán, gegn veði í framtíðartekjum Kýpurbúa í gasauðlind Kýpurbúa. Skv. fréttum sl. viku, samþykkti Medvedev ekki það lán. En þó má vera að það sé á borðinu því, skv. sömu fréttum þá nefndi Medvedev möguleika þess að Rússland bæti við fjármagni inn í púkkið þegar Kýpur hefur fengið lánið frá ESB og AGS samþykkt. Það lán út á ofangreint veð getur því komið síðar í vikunni.

 

Það plan sem virðist hafa orðið ofan á - er hugmynd AGS um stórfellda niðurfærslu innistæðna í tveim stærstu bönkunum!

Gott og vel, en við erum samt að tala um skuldsetningu landsins upp á 150%.

  1. Landið verður í stífum höftum! Áhugavert, eins og Ísland. Nema höft innan evru verða miklu mun lekari! Þar sem eftir allt saman, sami gjaldmiðillinn og í næstu löndum fyrir Norðan.
  2. Að auki verður til staðar "snjóhengjuvandi." En erlendar innistæður í öðrum bönkum eyjunnar munu vilja út. Sennilega tæp þjóðarframleiðsla alls, þrátt fyrir minnkun um liðlega helming.

Ég sé ekki hvernig þessi skuldsetning er ekki yfir þolmörkum landins, en hagkerfið mun nú falla fram af bjargbrún.

En höftin munu lama nánast alveg mikilvægasta hluta hagkerfis eyjunnar, þ.e. bankahagkerfið.

Ekkert fé mun streyma inn - alveg örugglega.

Og fé mun leitast við að fara út eftir fremsta megni.

Mjög merkilega hefur tekist mjög nærri því að endurskapa ísl. vandann innan samhengis evrunnar á Kýpur, þ.e. snjóhengjuvandi sem landið augljóslega hefur ekki efni á að greiða úr.

Ísland getur a.m.k. valið um að skuldsetja sig ekki út á sína snjóhengju.

---------------------------

En hagkerfið er ekki enn farið að sökkva!

En þá munu skuldir hækka sem hlutfall af þjóðarframleiðslu vegna minnkunar þjóðarframleiðslunnar sjálfrar.

20% minnkun hennar gæti miðað við þetta, fært skuldsetningar hlutfall nærri 180%.

Og ég hugsa að hún eigi eftir að minnka meir en 20%.

Fyrir utan, að það vantar að gera ráð fyrir skuldsetningu vegna hallarekstrar ríkisins, þegar tekjur þess fara að hrynja saman.

---------------------------

Og fyrir utan það að mjög líklega mun ofangreind tilraun ekki bjarga bönkunum, sem munu örugglega hrynja samt sem áður, innan örfárra mánaða - jafnvel vikna.

 

Ég held að það sé gersamlega augljóst að þessi leikur sé fyrirfram tapaður!

En menn eru líklega að stara á meint eiginfjárhlutfall bankanna, sem má vel vera að skv."Excel" skjali, líti út fyrir eftir ofangreinda fjárinnspýtingu að uppfylli kröfur ESB um lögbundið lágmark.

Og þannig skv. reglum, teljist bankarnir öruggir.

En það tekur ekki tillit til þess að bankarnir eru í landi, sem sjálft hefur nær algerlega örugglega nú tapað trúverðugleika sínum, sem bakland fyrir einmitt þessa banka.

En mál væru allt önnur ef sömu bankar væru t.d. staddir í 10 sinnum stærra hagkerfi.

En kýpv. stjv. eru við það að verða ekki bara skuldsett - heldur ofurskuldsett!

Og þó bankarnir uppfylli líklega lögbundið lágmark - fræðilega. Þá vegna þess að ríkið er orðið þetta skuldsett, ef öll þessi lán verða veitt.

Þá vita menn þaðan í frá, að engan frekari umstalsverðan stuðning getur verið að fá frá kýpv. ríkinu. Að auki eru kýpv. bankarnir ekki nægilega stórir til þess að geta talist hluti af svokölluðu bankasambandi, auk þess að það er ekki enn hafið starfsemi. Svo enga aðstoða er að fá - frá 3-aðilum.

Nema að Seðlabanki Evrópu hefur lofað því, að neyðarlán haldi áfram til bankanna ef kýpv. stjv. fá björgunarlán. En reglum ESB skv. má ESB ekki veita slík lán, nema gegnt gildum veðum.

  • Líklega stendur til af hálfu kýpv. stjv. að opna bankana aftur nk. þriðjudag.
  • Og mjög líklega verður í gildi takmörkun á stærð einstakra úttekta.
  • Að auki verða í gildi stíf höft á flutninga fjármagns úr landi.

--------------------------------------

En það eru alveg hreinar línur í mínum augum, að enginn heilvita maður mun vilja varðveita fé í þessum bönkum, ef sá getur náð því út.

Svo að ég á von á því, að þó svo að útstreymi verði ef til vill ekki leifturhratt ef allar ofangreindar takmarkanir verða í gildi samtímis, þá verði það jafnt og stöðugt.

Þ.e. allir sem geta muni fara eins oft og þeir hafa heimild til, að taka út peninga. Og varðveita þá undir kodda eða í læstum hirslum. Jafnvel smygla þeim úr landi.

  • Að auki á ég ekki von á því, að þau fyrirtæki sem hafa verið í viðskiptum við Kýpur, muni leggja nokkuð nýtt fé inn í bankana.
  • Þannig að það innstreymi fjár sem var sl. áratug ávallt á móti því sem tekið var út, muni hætta.

Svo að smám saman muni eiginfé bankanna þverra á ný.

Þetta getur tekið einhverja mánuði, ef öll ofangreind takmarkandi trix verða í gangi samtímis.

Á einhverjum tímapunkti, er vart þess að vænta annað en að Seðlabanki Evrópu hætti að veita neyðarlán.

Þá verður einungis eftir svokallað "emergency liquidity assistance" heimild sem aðildarlönd evru hafa, þ.e. að þau veiti bönkunum sjálf lausafjár lán gegnt því að skuldsetja sig fyrir því lausafé í gegnum Seðlabanka Evrópu.

En miðað við skuldsetningu sem á þeim punkti í ástandi vaxandi hagkerfishruns verður líklega hratt að nálgast 200%. Getur vart verið að Seðlabanki Evrópu veiti slíkar heimildir lengi.

  • Greiðsluþrot Kýpur taki þá við.
  • Sennilega fyrir árslok!

 
Niðurstaða

Eins og mál líta nú út. Hafa ríkisstjórnir ESB veitt samþykki sitt fyrir "björgun" Kýpur. En eftir er að fá formlegan simpil þings Kýpur sjálft.

Ég velti fyrir mér hvað aðildarsinnar og evrusinnar segja nú.

En þeirra stærsta kvörtun hefur:

  1. Höftin,
  2. Snjóhengjan.

Nú er evruland komið með bæði höft og snjóhengju.

Munurinn er sá, að við a.m.k. getum valið það að skuldsetja okkur ekki, fyrir okkar snjóhengju. Þó bankarnir hér vilji ólmir að það við gerum. Þá er óþarfi fyrir okkur að vera svo gjafmild, þegar við þurfu þess ekki.

En á sama tíma, er enginn annar valkostur til staðar fyrir Kýpverja. Og á sama tíma, verður skuldsetning Kýpur svo miklu verri en Íslands. Fyrir utan að hagkerfið er við það að falla fram af bjargbrún.

Það verður mjög forvitnilegt að fylgjast með því næstu mánuði. Hvernig í ósköpunum eyjan ætlar sér að forðast gjaldþrot.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 760
  • Frá upphafi: 846641

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 696
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband