Seðlabanki Evrópu veitir Kýpur úrslitakosti!

Seðlabanki Evrópu gaf mjög skýr skilaboð til stjórnvalda Kýpur um miðjan dag á fimmtudag. Annaðhvort samþykkið þið björgunaráætlun þá sem lögð var fram sl. laugardag, eða komið sjálfir fram með tillögu að nýrri sem við og AGS getum sætt okkur við; eða Seðlabanki Evrópu hættir að veita grísku bönkunum neyðarfjármögnun. Sem þá mun þíða nær tafarlaust fall þeirra.

EU gives Cyprus bailout ultimatum, risks euro exit

"The European Union gave Cyprus till Monday to raise the billions of euros it needs to secure an international bailout or face a collapse of its financial system that could push it out of the euro currency zone."

ECB issues ultimatum to Cyprus

"Emergency liquidity to be suspended if no bailout plan by Monday"

 

Samkvæmt fréttum hefur hótun Seðlabanka haft mikil áhrif á Kýpur!

"Panicos Demetriades, Central Bank of Cyprus governor, said parliament would be asked to wind up Laiki, the island’s second lender, and split it into a “good” and “bad” bank, with larger deposits folded into the latter."

Seðlabankastjóri Kýpur sagði, að hann muni óska eftir því við þing Kýpur, að næst stærsti banki Kýpur verði tekinn til gjaldþrotaskipta. Stofnaður verði nýr banki undir sama nafni, sem mun innihalda innistæður upp að 100þ.€.

Innistæður umfram 100þ.€ verði eftir í þrotabúinu, og aðrar eignir.

The Cypriot government said party leaders had agreed to create a "solidarity fund" that would bundle state assets as the basis for an emergency bond issue, but the speaker of parliament, Yiannakis Omirou, insisted a revised levy on uninsured bank deposits was not on the table.

Kýpverskir stjórnmálamenn virðast vera að undirbúa formlega tillögu um endurfjármögnun a.m.k. einhvers hluta bankakerfis eyjunnar. Það getur verið að þá sé að dreyma um það, að það sé mögulegt að ná utan um vandann. Með því að taka niður verst setta bankann - "Laiki" og leggja þeim stærsta til meira fé, og hverjum hinna smærri sem taldir eru þurfa þess.

Á sama tíma virðist standa til að setja á takmarkanir á hve mikið fé má taka út af bankareikningum í einu.

Auk þess, virðist vera að rætt sé um að setja á "höft á fjármagnshreyfingar" sem væri mjög sérstakt, ef kýpv. stjv. fá að hrinda slíku í verk innan evrusvæðis.

"Officials at the Frankfurt-based ECB were preparing for possible capital controls and other measures to ringfence Cyprus’s financial sector once banks reopen next Tuesday. This included extending as much liquidity as needed to any solvent banks in the eurozone, including the smaller Cypriot ones."

Samkvæmt þessu búast starfsmenn "ECB" við þeim möguleika að sett verði á höft á fjármagnshreyfingar af stjv. Kýpur.

Auk þess, séu þeir viðbúnir því að áhlaup verði hugsanlega gerð á banka víðar um evrusvæðið eftir helgi, þegar búist er við því að kýpv. bankarnir opni á ný.

Eða, ef þ.e. svo að ljóst er að ekkert samkomulag næst v. stjv. Kýpur og hrun er útkoman eftir helgi á Kýpur.

 

Hvað ef bankarnir opna á þriðjudaginn, og stjv. Kýpur sætta sig við björgun?

Ég er ekki viss hvaða hugmynd er akkúrat á borðinu. En heyrst hefur tillaga um það að taka 2. stærstu bankana niður. Leitast við að verja restina af bankakerfi eyjunnar.

Ef þ.e. málið. Þá verður búið að fara mjög ílla með erlenda innistæðueigendur stærstu tveggja bankanna.

Og mér finnst þá afskaplega líklegt að þeir sem eru með innistæður í smærri bönkunum og eru ekki heimamenn, þeir muni vilja fara!

Seðlabanki Evrópu mundi þá verja þá smærri - þeir hefðu fengið viðbótar fjármögnun.

En innistæður Rússa eru ca. 1/3 af heildarinnistæðum. Og örugglega ekki eingöngu innan stærstu tveggja bankanna.

Þó svo leitast verði við að tefja fyrir fjármagnsflótta með trixum eins og að takmarka upphæðir sem unnt er að taka út hverju sinni, með því að láta afgreiðslutíma beiðna um flutning peninga í bankar í öðrum löndum verða langan.

Þá held ég að hann muni vera stöðugur - þó verið geti að hann verði ekki hratt flóð, heldur eins og mjór lækur. Þá verði sá óstöðvandi.

Fjármagnsflóttinn líklega muni klára það viðbótar fjármagn sem bönkunum verði lagt til - fyrir rest. Og þá verða stjv. Kýpur "krunk."

Búinn að klára það lánfé sem þau geta dregið sér.

---------------------------

En vandi Kýpur er að eyjan hefur nær ekkert hagkerfi að öðru leiti en ferðamennsku. Hagkerfið er svo grunnt - enn færri stoðir en hérlendis.

Skortur á dýpt hagkerfisins sjálfs - verði það sem komi í veg fyrir að mögulegt sé að endurreisa trúverðugleika.

Eins og á Íslandi, sé vandinn of stór miðað við umfang hagkerfisins.

Fyrir rest hrynji allir bankarnir eins og á Íslandi, þó verið geti að það ferli taki vikur allt upp í einhverja mánuði að spilast út til enda. Þ.e. ef beitt sé ýtrustu trixum til að hægja á peningaflóttanum og "ECB" samtímis veitir neyðarfjármögnun meðan þeir hafa einhver veð sem "ECB" taki gild.

 

Til samanburðar umfang fjármálakerfis ESB og Evrusvæðis!

€m..........Bank assets.....GDP Bank assets as % of GDP
EU- 27.....47,300,859.....12,915,394...............366
EU - 26....37,184,359.....11,002,324...............338
EZ............33,915,923.....9,491,889...............357

  1. Umfang heildareigna bankakerfis ESB er 366% þjóðarframleiðsla.
  2. Umfang heildareigna bankakerfis ESB án Bretlands er 338% af þjóðarframleiðslu.
  3. Umfang heildareigna bankakerfis Evrusvæðis er 357% af þjóðarframleiðslu.

Deposits (€m)..........Households.....NFCs.............Total.............Total as % GDP
Total Eurozone..........6,016,316.....1,700,764.....7,717,080.........81.30
Total EU...................7,892,236.....2,303,654.....10,195,890.......78.94

  1. Heildarinnistæður sem þarf að tryggja eru 81,3% af þjóðarframleiðslu evrusvæðis.
  2. Heildarinnistæður sem þarf að tryggja eru 78,94% af þjóðarframleiðslu ESB 27. 

"Similarly, total private sector deposits in the EU equal €10.2 trillion, with total deposits at
over €17 trillion – roughly €6 trillion of which is ‘covered’ by guarantee schemes under
national and EU law."

Ef tekin er heildarumfang innistæðna, þ.e. ásamt þeim sem eru umfram lágmarkstryggingu:

  • Þá eru heildarinnistæður í ESB 27 131,8% af þjóðarframleiðslu.

Að lokum þessi tafla er jafnvel áhugaverðust:

2011.............................................EU..........USA..........Japan
Total bank sector assets (€ trn)
........42.9.........8.6............7.1
Total bank sector assets (% GDP)
.....349%.......78%.........174%

Eins og þið sjáið - - þá er umfang bankabólunnar í Evrópu miklu meira en í Japan og Bandaríkjunum.

Svona til gamans að þekkja umfang vandans í Evrópu:

The eurozone banking union: A game of two halves

 

Niðurstaða

Tragedían á Kýpur heldur áfram að spilast. Það verður spennandi að fylgjast með rás atburða fram yfir helgi. En það virðist ekki endilega augljóst að Kýpverjar velji að þiggja björgun. En þó má vera að þeir kjósi þá stefnu. En í báðum tilvikum tel ég fullvíst að gjaldþrot blasi við eyjunni. Meginmunurinn sé tímarammi. Ef þeir velja björgun. Taki það aðeins lengri tíma. En ef þeir hafna henni.

En þó mun styttri tíma en í tilviki Grikklands. Ég á ekki von á að það geti tekið flr. ár, heldur efast ég um það að Kýpur geti enst út þetta ár. 

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Jónsson

""

2011.................................EU........USA........Japan

Total bank sector assets (€ trn).....42.9......8.6..........7.1

Total bank sector assets (% GDP).....349%.......78%.........174%

""

Hvar fannstu þetta.?

Þessar tölur gefa í raun vísbendingu um hvað þarf að afskrifa mikið á hverju svæði svo gjaldmiðlarnir verði aftur nothæfir (til að auka eða viðhada lífsgæðum +a svæðunum). Líklegt er að í USA sé þetta í hámarki. þetta þýðir á mannamáli að nú eru að minnsta kosti 77% af eignsöfnum bankannaí ESB eitraðar eignir.

Guðmundur Jónsson, 22.3.2013 kl. 13:44

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Sástu ekki hlekkinn að ofan? Þetta er unnið af Open Europe.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 22.3.2013 kl. 15:14

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 757
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 693
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband