Sterk óánægjubylgja á Ítalíu, skv. skoðanakönnun Financial Times!

Það er skemmtileg tilviljun að þessi könnun kemur fram tveim dögum eftir að Silvio Berlusconi hefur kynnt framboð sitt. En þessar niðurstöður geta sýnt að, ef til vill vissi karlinn að nú hefur hann tækifæri. Sem hann ef til vill hafði ekki fyrir 13 mánuðum, er honum var skóflað frá völdum. Með sannarlega frekar ruddalegum hætti.

Takið eftir, að Berlusconi gagnrýnir Monti fyrir þjónkun við stefnu Þýskalands? En lesa má úr könnuninni, reiði hins dæmigerða Ítala gagnvart Þýskalandi en ekki síður gagnvart eigin stjórnvöldum. Hversu rómaður sem Monti er af alþjóðlegum fjölmiðlum þessa stundina.

Þetta er skv. FT/Harris polls.

Líklega virkar sú síða einungis fyrir þá sem hafa keypt sér aðgang að FT.com.

Það eru margvíslegar forvitnilegar niðurstöður. 

En rétt er að fókusa á niðurstöður sem varða Ítalíu.

47% Ítala vill endurskoða sambandið við ESB, 72% Ítala segja áhrif Ítalíu of lítil, 83% Ítala telja áhrif Þýskalands of mikil, 74% Ítala telja að Þjóðverjar eigi að gera meira til að aðstoða hinar þjóðirnar við það verk að vinna á kreppunni, 61% Ítala vilja að meira fjármagni sé varið úr sameiginlegum sjóðum ESB til að berjast á kreppunni. Síðan segjast 74% Ítala vantreysta eigin stjv. meðan að einungis 19% þeirra, segjast treysta þeim. 65% Ítala telja stjv. skera of mikið niður og að lokum, 58% Ítala telja eigin fjölskyldu hafa orðið fyrir umtalsverðum búsifjum af völdum niðurskurðar stjv. 

Til samanburðar, niðurstöður frá þýskum svarendum.

50% Þjóðverja eru sáttir við hlutverk Þýskal. innan ESB, meðan að meirihluti Þjóðverja eru annaðhvort sáttir með áhrif Þýskalands eða vilja efla þau enn frekar innan ESB, 55% Þjóðverja finnst framlag síns lands þegar vera of mikið, 51% Þjóðverja vilja ekki að sambandið verja meira fé til baráttu gegn kreppunni, og 40% Þjóðverja eru sáttir við getu eigin stjv. til að ráða v. kreppuna meðan 50% eru skeptískir á þá getu, sem er þó mesta mælda traust á eigin stjv. Helmingur Þjóðverja telur niðurskurð eigin stjv. hæfilegan, og ekki síst einungis 19% Þjóðverja telja eigin fjölskyldu hafa orðið harkalega úti af völdum niðurskurðar stjv. meðan að 33% taldi áhrifin lítil.

Kannski veit gamli refurinn Berlusconi hvað hann er að gera?

Berlusconi (í dag um ríkisstj. Monti): 

“The Monti government has followed the German-centric policies which Europe has tried to impose on other states, and it has created a crisis situation that is much worse than where we were when in government,”

  • 13. mánuðir liðnir síðan karlinum var skóflað frá?
  • Ætli að þeir mánuðir undir Monti, dugi til þess að ítalskir kjósendur fyrirgefi honum?

 

Sjá punkta tekna úr könnuninni:

1. Spurning: “Which of the following statements best describe how you feel about [OWN COUNTRY]’s membership to the EU?”

  • 47% Ítala setur X við - "OWN COUNTRY should renegotiate its membership to the EU" 
  • 10% Ítala setur X við - "OWN COUNTRY should leave the EU altogether."
  • 42% Ítala segur X við - "OWN COUNTRY should keep the same relationship with the EU.

Sömu svör fyrir:

  • Bretland: 36%, 37%, 28%.
  • Frakkland: 37%, 14%, 50%.
  • Spán: 42%, 12%, 46%.
  • Þýskaland: 39%, 10%, 50%.

Eins og sést, af stóru löndunum 5 er mestur stuðningur í Bretlandi fyrir því, að fara. Áhugavert að það sé þó ekki hærra hlutfall en þetta.

En Ítalía sker sig úr, þegar fyrsta svarið er skorað. Það vilja ívið flr. endurskoða samskiptin v. ESB. Eina landið fyrir utan Bretland, þ.s. fleiri vilja endurskoða sambandið við ESB en þeir sem eru sáttir.

Við getum auðvitað haft þessi 10% til hliðsjónar sem vilja fara. Sem hluta af þessari óánægjubylgju. Og sagt, 57% Ítala vera óánægða með samskipti Ítalíu við ESB - eins og staða mála er í dag.

-----------------------------------------

4. Spurning: Spurt er um áhrif Ítalíu innan ESB.

  • 1% Ítala samþykkir því að áhrif Ítalíu séu of mikil.
  • 23% telur áhrif Ítalíu hæfileg.
  • 72% Ítala, telur áhrif landsins of lítil.

Til samanburðar, telja 79% Spánverja. Áhrif Spánar of lítil. 49% Breta segja það sama um sitt land. Á móti, telja 54% Frakka áhrif síns lands, hæfileg.

Greinilega er bæði á Ítalíu og á Spáni, bullandi óánægja með þ.s. fólk upplifir sem of lítil áhrif síns lands.

Meðan að Frakkar eru bara nokkuð vel sáttir.

-----------------------------------------

5. Spurning: Spurt er um áhrif Þýskalands.

  • 83% Ítala telja áhrif Þýskalands of mikil.
  • 83% Spánverja telja áhrif Þýskalands of mikil.
  • 55% Frakka og Breta er sama sinnis.
  • Meðan, að 16% Þjóðverja eru sammála því.

Fyrir ári, töldu 53% Ítala og 67% Spánverja, áhrif Þýskalands of mikil.

Áhugavert hve þessi óánægja hefur magnast á því ári, sem Monti hefur stýrt Ítalíu.

Örugglega engin tilviljun, að Berlusconi notar einmitt ásökuninan um þjónkun við þýska stefnu á Monti.

----------------------------------------- 

7. Spurning: Spurt er um framlag Þýskalands eða "“Do you think Germany is showing too much, the right amount or not enough solidarity towards the rest of the eurozone?” 

  • 74% Ítala og 71% Spánverja, telja að Þýskaland sé ekki að gera nóg.
  • 31% Breta og 33% Frakka taka undir þetta. En einungis 7% Þjóðverja.
  • Á meðan, finnst 55% Þjóðverja þeir þegar gera of mikið. Sem er áhugavert.

Önnur byrtingarmynd hinnar kraumandi óánægju meðal Ítala, og eins og sést - Spánverja einnig. Gagnvart Þýskalandi.

----------------------------------------- 

8. Spurning: Spurt er hvort að ESB skuli verja meira fjármagni til að lyfta álfunni úr kreppunni.

  • 61% Ítala, 74% Spánvera og 53% Frakka. Eru sammála því. Einungis 24% Þjóðv. og 36% Breta.
  • 51% Þjóðverja eru mótfallnir auknum framlögum af hálfu ESB, í því skyni að berjast v. kreppuna.

Norður vs. Suður skipting kemur fram, varðar þessa spurningu.

Síðan er önnur spurning í sama lið, og áhugavert er að allar þjóðirnar eru ósammála því að færa yfirumsjón fjárlaga einstakra ríkja yfir til ESB, sbr. Taka eftir, þarna er verið að spyrja úrtak af fólki frá hverju landi.

67% Breta, 63% Frakka, 50% Ítala, 57% Spánv., og 66% Þjóðverja.

Spurning hvort Merkel hafi útskýrt sína afstöðu nægilega fyrir kjósendum síns lands, en þýsk stjv. hafa farið fremst í flokki, með slíkar hugmyndir.

-----------------------------------------  

11. Spurning: um tiltrú aðspurðra um getu eigin stjórnvalda til að berjast við kreppuna:

Merkilegt er hve hátt hlutfall treystir ekki stjv. sínum, sbr:

61% Breta, 62% Frakka, 74% Ítala, 76% Spánverja, 50% Þjóðverja.

Virðist að tiltrú á getu ríkisstjórnar Angelu Merkel sé hæst. En stjv. fá 40% tiltrú Þjóðverja.

En merkilegt, að þrátt fyrir hve margir í fjölmiðlum róma árangur Mario Monti.

  • Þá segist einungis 19% Ítala treysta ríkisstjórn sinni, til að leysa málin. 

Skýr vísbending þess, að verið geti að Berlusconi raunverulega hafi tækifæri, núna.

-----------------------------------------  

12. Spurning: Spurt um niðurskurðaraðgerðir.

65% Ítala og 72% Spánverja, telja niðurskurði of-beitt.

Meðan, að helmingur Þjóðverja, telja þeim beitt að hæfilegu marki.

Það virðist einnig vera tækifæri, til að gagnrýna niðurskurð. Vegna þessarar skýru mælingar um óánægju.

----------------------------------------- 

13. Spurning: Um áhrif niðurskurðar á eigin fjölskyldu.

  • 58% Ítala og 54% Spánverja, telja að áhrif opinberra niðurskurðaraðgerða, hafi verið mikil eða mjög mikil, á eigin fjölskyldu.
  • Meðan að 33% Þjóðverja segja áhrifin hafa verið lítil, og 25% nokkur "moderate". 

Þetta getur þítt, að fjölmennir hópar meðal almennings á Ítalíu. Séu ornir foxíllir út af niðurskurðinum.

Hve sterk þessi óánægja virðist, má vera að sé vatn á millu framboðs Berlusconi.

 

Niðurstaða

Mér sýnist af niðurstöðunum, að miðað við þá miklu upphleðslu óánægju sem virðist hafa átt sér stað á Ítalíu sl. 12 mánuði. Þá sé það a.m.k. hugsanlegt, að kjósendur fyrirgefi Berlusconi.

Sérstaklega, ef hann getur komið fram með sæmilega trúverðuga efnahagsáætlun.

-----------------------------------

  • Bendi á, að þessi könnun var að sjálfsögðu gerð, áður en nokkur vissi um framboð Berlusconi.
  • Svo hans framboð, hefur engin áhrif á þessi svör. 
En þetta er sá bakgrunnur, sem líklega tengist ákvörðun hans. Að fara fram núna, en ekki seinna.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 846660

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband