Næsta víst að "Björgun 4" Grikklands verði fyrir árslok 2013!

Fyrir það fyrsta skv. samkomulagi við AGS, sem hafði fram að fundinum á aðfararnótt þriðjudags, haldið fast í að lækka skuldir Grikklands í 120% árið 2020, en samþykkti að miða við 124% sama ár; að í staðinn yrði að lækka skuldir Grikklands niður fyrir 110% árið 2022.

Það finnst mér reyndar áhugavert innslag hjá AGS. Ég hef bent á, að það er ekkert sérstakt sem bendir til þess, að staðan 120% sé sjálfbær í tilviki Grikklands. Það sem ég hef heyrt er að menn taki Ítalíu sem viðmið því hún skuldi 120%. Og enginn vill segja nú, að það sé ósjálfbær staða!

En þ.e. mjög breytilegt eftir hagkerfum hvað þau þola, en mörg dæmi eru um 3. heims hagkerfi sem hafa orðið greiðsluþrota við skuldastöðu, vel undir 100%. Dæmi um gjaldþrot við erlenda skuldastöðu á bilinu 50 - 70%. En veik hagkerfi þola minni skuldabyrði en sterk hagkerfi.

Það þarf ekki að deila um það - að Grikkland er augljóslega veikasta hagkerfi evrusvæðis.

Sem segir að sjálfbær skuldastaða þess sé einnig - - sú minnsta!

Ég er 100% viss að sjálfbær skuldastaða Grikklands er - - langt undir 120%.

-------------------------------

Í öðru lagi, virðist augljós hætta á því að forsendur um viðsnúning yfir í öflugan hagvöxt í Grikklandi auk drjúgs afgangs af fjárlögum, séu ekki raunhæfar: Sjá forsendur!

........................2012..............2013.............2014..............2015.............2016.............2017

Hagvöxtur.........-6,5...............-5,4..................0,2...............3,9...............4,0................4,2

Fjárl.afgangur...-1,5.................0,0..................1,5...............3,0...............4,5................4,5

Ég held að fáir utan stofnana ESB trúi því að þetta sé líkleg sviðsmynd!

  • En það virðist augljóst að Grikkland á enn inni, einhver ár af samdrætti.
  • Málið var, hve gersamlega ósjálfbær staða þess lands var orðin.
  • Bilið sem þarf að brúa var orðið svo breitt.
  • Það hefði þurft gengisfellingu á sambærilegum skala, er varð á Íslandi.

Punkturinn er sá, að það er ekki full-brúað enn. Viðskiptahalli hefur minnkað, en sá er ekki farinn.

Skv. samkomulaginu við "Þrenninguna" mun gríska ríkisstjórnin innleiða mjög harðar aðgerðir sem dreift verður á næstu 4 ár.

Í stað þess að áður, átti að dreifa þeim á næstu 2. En skv. samkomulaginu við Grikki, fengu þeir viðbótar 2 ár til að ná fram "innri" aðlöguninni.

  • Málið með það dæmi, er að ég held að gríska hagkerfið muni óhjákvæmilega halda áfram að dragast saman, allt það 4 ára tímabil.
  • En við erum að tala um virkilega "grimman niðurskurð" ofan í hagkerfi, sem er statt í mjög - mjög djúpri kreppu. Þ.s. á ensku kallast "depression."

Það getur eiginlega ekki annað "mögulega" gerst - tel ég, en að sá niðurskurður þíði enn frekari samdráttaraukningu.

Því einkahagkerfi í "depression" sé algerlega ófært um að stíga inn, þegar ríkið er að draga sig saman.

Að auki, þetta viðheldur væntingunum hjá fjárfestum, um það að grískar eignir verði enn ódýrari á morgun.

Fjárfestar fara ekki að kaupa, fyrr en þeir telja að verðin hafi náð botni.

Það er enn held ég, nokkuð í það. Svo gríska hagkerfið verður "svelt af fjárfestingum" áfram, og svo lengi sem sú sýn markaðarins viðhelst. "Nema að Evrópa starti stóru Marshall prógrammi fyrir Grikkland" - sem ekki er að fara að gerast.

Ályktun: Efnahagsframvinda Grikklands mun verða miklu mun verri en ofangreind sviðsmynd.

-------------------------------

Í þriðja lagi, á að ná fram umtalsverðri raunskuldalækkun, með "endurkaupa prógrammi" en svo litla trú hefur AGS á því, að AGS hefur lýst því yfir. Að sjóðurinn muni ekki greiða sinn hluta af því nýja fjármagni sem á að lána Grikklandi. Fyrr en niðurstöður "endurkaupa prógrammsins" liggja fyrir.

Enginn virðist hafa trú á að þetta líklega virki, nema ríkisstjórn Þýskalands.

Þetta virðist meira vera sett inn, vegna þess að sú ríkisstj. lagði áherslu á það.

Það verður að koma í ljós, en líkur eru miklar á því - - að markaðurinn muni leitast við að fá fram sem hæst verð fyrir útistandandi bréf, þegar það liggur fyrir að til stendur að bjóða í þau.

Lágt verðlag þessa stundina, er ekki síst vegna lítillar eftirspurnar.

-------------------------------

Í fjórða lagi, þó svo miðað sé við hinar ofangreindu bjartsýnu forsendur, þá samt vantar upp á. Þetta kemur fram í frétt Financial Times: Eurozone states face losses on Greek debt.

"The measures to be implemented immediately as part of the deal will only lower Greece’s debt levels to 126.6 per cent of economic output by 2020, not the 124 per cent announced by eurozone leaders, according to the documents and senior officials."

Það vantar sem sagt 2,7% upp á.

Þetta er þó algerlega "akademísk" tala, því eins og útskýrt að ofan, er engin af þessum stærðum raunverulega "sjálfbær" í tilviki Grikklands.

En menn ákváðu þetta "takmark" þ.e. að miða við 120% eða sem næst þeirri stærð. 

Svo það verður nokkurs konar "þungamiðja" ekki að það í reynd, skipti nokkru andskotans máli, nema í hinni pólitísku umræðu þessa stundina innan ESB.

 

Niðurstaða

Eins og ég sagði í gær. Ég reikna fastlega með því að stigin verði stærri skref í átt að fyrirgefningu skulda Grikklands síðla árs 2013. Einhvern veginn, eru menn ekki enn tilbúnir til að hinda því verki í framkvæmd. En í sept. 2013 verða þingkosningar í Þýskalandi. Sem ég persónulega vona að Angela Merkel og hennar flokkur tapi stórt. Steinbruck formaður þýskra krata, hefur t.d. gagnrýnt stefnu Merkelar gagnvart Grikklandi. Og lýst því yfir opinberlega, að fyrirgefning skulda Grikklands sé einungis spurning um tíma.

Það kemur að þessu. Það verður gersamlega ljóst held ég síðla árs 2013, að ofangreind sviðsmynd er hvergi nærri að standast. Að á næsta ári verði Grikkland í ekki minna hyldjúpri kreppu en þetta ár eða það síðasta.

Engin teikn viðsnúnings verði þá sýnileg. Þannig að ekki verði því lengur neitað. Að það verði að fyrirgefa a.m.k. helming núverandi útistandandi skulda.

Mér finnst reyndar sennilega að það þurfi að ganga lengra, fara í 60% jafnvel 70%.

En öll þessi bið - þessi langa aðlögun, hefur stórfellt magnað hagkerfistjón Grikklands.

Miðað við það, ef það hefði verið ein stór gengisfelling apr. 2010.

Grikkland mun líklega að auki, þurfa til margra ára á eftir - rýkulega efnahagsaðstoð. Þ.e. ef Grikkland verður áfram innan evru. Svo tjónað er Grikkland orðið af kreppunni, að ef það væri einstaklingur þá er hagkerfið gangandi beinagrind. Einstaklingur sem aðframkominn er að hungri.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 846660

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband