Ótrúlegt atvinnuleysi á Spáni!

Það komu fram nýjar tölur um atvinnuleysi á Spáni á föstudag, og skv. þeim eru 5,78 milljón manns án atvinnu, og þar af 1,74 milljón fjölskyldur þ.s. enginn fjölskyldumeðlima hefur atvinnu. Þetta er mesta atvinnuleysi sem mælst hefur á Spáni síðan landið varð að lýðræðisríki.

  1. "The third quarter saw the rate of Spain’s jobless rise from 24.63 per cent to 25.02 per cent leaving one in four Spaniards out of work..."
  2. "Spain’s youth unemployed rate stood at 52.34 per cent in those aged between 16-24..."
  • "The Popular Party government has launched a vast austerity programme to save 150 billion euros between 2012 and 2014, introducing stringent public sector cuts and hiking taxes."
  • "Government forecasts the economy to shrink by 1.5 per cent this year and for the recession to continue into 2013, although many analysts believe this to be optimistic."

Það sem ekki kemur fram, að ríkisstjórn Rajoy segir hagkerfið skreppa saman um 0,5% á nk. ári, sem ég trúi ekki, en sem dæmi telur AGS að samdráttur það ár verði meiri en 1%. Þetta er líka minni samdráttur en Seðlabanki Evrópu spáir fyrir Spán. Þessar tvær stofnanir hafa hingað til, hið minnsta - ekki verið of svartsýnar í sínum hagspám um framvindu mála í löndum innan evrusvæðis í kreppu.

Hið öfuga hefur þvert á móti átt við, að þær hafa frekar en hitt vanmetið samdráttaráhrif, samdráttaraukandi niðurskurðaraðgerða. En eins og kemur fram, þá hefur mjög kröftugu niðurskurðarprógrammi verið hrint af stokknum af ríkissjórn Rajoy.

  • Alls staðar innan evrusvæðis, þ.s. svo harkalegum aðgerðum hefur verið beitt, hafa þær aukið samdrátt - ekki minnkað hann.

Svo spá fjármálaráðuneytis Spánar virðist "órökrétt" að samdráttur nk. árs verði 1/3 af samdrætti þessa, þvert á móti er mun líklegra að sá samdráttur verði meiri en samdráttur þessa árs.

En það er rökrétt afleiðing þess, að ríkið ákveður að draga sig enn kröftugar til baka - þegar kreppa ríkir enn í einkahagkerfinu.

En þegar það er í kreppu, þá er það ekki í aðstöðu til að stíga inn með auknum umsvifum á móti, er ríkið minnkar sín.

Því eykst samdráttur hagkerfis - og það hefur einnig neikvæð áhrif á einkahagkerfið, með því að minnka enn frekar neyslu. Og að sjálfsögðu kemur þá meira atvinnuleysi.

Eins og einn hagfræðingur sagði í vikunni, getur atvinnuleysi nk. árs á Spáni farið í á bilinu 26-27%.

Það finnst mér trúverðug spá.

 

Lönd með ósveigjanlegan vinnumarkað verða að fara út úr evru!

Ríkisstjórn Mariano Rajoy er að ástunda stórfellda efnahagslega tilraun.  En skv. aðalhagfræðingi AGS í nýjustu skýrslu AGS, sbr. World Economic Outlook October 2012 (Sjá Box 1.1. bls. 43). Þá er virðist samdráttur útgjalda ríkisvalds ekki valda í þessari kreppu auknum samdrætti í hagkerfinu um einungis 0,5% eins og virðist hafa verið talið, heldur á bilinu 0,9-1,7%. Punkturinn er sá, að fyrra viðmið AGS var meðaltal fengið út úr kreppum fyrri áratuga.

  • En aðstæður eru ekki venjulegar innan evru.
  • Málið er, að vanalega í kreppum, verður stórt gengisfall.
  • En innan evru er það ekki í boði, þ.e. lykilatriði.

Það þíðir að vanalega, er verið að framkv. niðurskurðaraðgerðir eftir að gengisfall hefur orðið, sem þá hefur örvað útflutningsatvinnuvegi. Og þá geta þeir með auknum umsvifum - stigið inn í skarðið þegar ríkið dregur sig til baka, útkoma að viðbótar samdráttur verður ekki svo íkja mikill.

En innan evru, getur slík snögg örvun ekki átt sér stað, afleiðing að í löndum í vanda, er einkahagkerfið í kreppu - - ef ekki hefur tekist að aðlaga laun með launalækkunum. Ef löndin eru skoðuð, á þetta við um Spán - við um Ítalíu, og við um Portúgal. Í Grikklandi eru laun loks farin að lækka, en þurfa að lækka verulega meir. Enn er einkahagkerfið þar í samdrætti. Meðan það ástand varir, getur einkahagkerfið ekki stigið inn í skarðið þegar ríkið dregur sig til baka.

  • Þess vegna kemur út mun meiri samdráttur - en ef ríkið er að draga sig til baka, í ástandi þegar einkahagkerfið er í vexti.
  • Hagkerfið spíralar niður í fyrra tilvikinu, því meir sem er niður skorið.

Það veldur því, að eins og við höfum séð í Grikklandi, að vegna aukins samdráttar af völdum niðurskurðarins, þá næst ekki að minnka hallan á ríkinu eins og stefnt var að - því fall hagkerfisins minnkar tekjur á móti.

Þetta er allt fyrirsjáanlegt á Spáni, vegna þess að laun hafa nærri því ekkert lækkað. Þetta á ekki við Írland, þar er líklega neikvæð áhrif samdráttar ríkisins smærri, því einkahagkerfið er farið að örvast. Því launalækkunarstefna hefur virkað. Sem er þ.s. þarf að gera, í staðinn fyrir gengisfellingu.

En á Spáni, Ítalíu, Grikklandi og Portúgal  - - er vinnumarkaðurinn með svo öfluga vernd gegn brottrekstri fólks sem hefur "fastráðningu" að atvinnulíf, getur ekki rekið fólk og ráðið atvinnulausa í staðinn.

  • Sem þíðir, að vaxandi atvinnuleysi skapar ekki þrýsting á laun.

Af því leiðir að einhahagkerfið getur ekki annað en dregist frekar saman, og það ofan í samdráttaraðgerðir ríkisins - - þíðir, hraðann og enn hraðari niðurspíral. Með gjaldþroti ríkis sem rökréttri endaafleiðingu.

Sambærilegan niðurspíral sáum við einnig í Argentínu, á seinni hl. 10. áratugarins, sem lyktaði með ríkisþroti Argentínu árið 2000. Líklega hefur vinnumarkaðurinn í Argentínu haft svipað reglukerfi, og það sem rýkir í löndum eins og Spáni, Grikklandi, Portúgal, Ítalíu og má bæta við að það á einnig við Frakkland. 

  • Þessi regla sem veitir svo öfluga vernd gegn brottrekstri, þannig að fólk getur kært fyrirtæki fyrir ólöglega brottvikningu, fengið starf sitt til baka, og skaðabætur að auki. 
  • Líklega þíðir, að þessi lönd - - öll með tölu, geta líklega ekki þrifist innan evru. Því þar mjög líklega, verður ekki mögulegt að framkvæma sambærilega innri aðlögun eins og hefur tekist á Írlandi.

Af því leiðir sívaxandi kreppuspíral - eins og við sáum í Argentínu, eins og við höfum séð í Grikklandi, og mjög líklega við munum nú sjá af vaxandi krafti í Spáni. 

Ítalía er skemur komin, Frakkland ívið skemmra. En líklega eru bæði þau tvö lönd einnig á leið inn í þá vegferð.

Nema auðvitað að takist að afnema þessar reglur - - en það tókst ekki í Argentínu. Mario Monti gerði tilraun til þess á árinu, það leiddi til mikilla mótmælaaðgerða svo hann "bakkaði." Í Frakklandi voru gríðarlegar mótmælaaðgerðir vegna mun smærri breytingar á sl. ári þ.e. hækkun eftirlaunaaldurs um 5 ár. Það yrðu miklu mun stærri mótmælaaðgerðir ef reynt væri að afnema "vinnuverndar regluna." Ég sé ekki ríkisstj. sósíalista framkvæma slíkt. Meðan hún er til staðar, er ekki unnt að gera neitt annað en að beita fortölum. En það virðist ekki vera að virka. Því þar virkar alltaf slæmur "díll" að samþykka launalækkun. Menn gera slíkt ekki óþvingað "almennt séð."

Þ.e. einmitt málið að þ.e. algert lykilatriði að vinnumarkaður sé "sveigjanlegur" í staðinn, ef sveigjanlegt gengi er afnumið. Lönd með ósveigjanlegan vinnumarkað, verða að redda sveigjanleikanum í gegnum gengi.

  • Líklega verða því öll þessi lönd að yfirgefa evruna þ.e. Grikkland, Portúgal, Spánn, Ítalía og Frakkland."

Hún verði N-evr. gjaldmiðill - - ef hún hefur það af að svo mörg lönd fara. Auðvitað þíðir það mjög langvarandi kreppu, öll löndin sem yfirgefa evruna með þeirri aðferð verða gjaldþrota. Það verður þá mikið fjárhagsl. áfall í hvert sinn fyrir þau lönd sem eftir eru. Einhverntíma, verður áfallið sennilega of dýrt einnig fyrir þau. Þá væntanlega endar "evrudæmið" alfarið.

Spurning á hvaða tímapunkti - - varla síðar en það stendur frammi fyrir því að Ítalía er á leið út. Nema auðvitað, að S-Evr. löndin geri hallarbyltingu innan Seðlabanka Evrópu, og hefji massíva prentunaraðgerð. Þ.e. verðbólguleið. 

  • Þvingi N-Evr. löndin út í staðinn.

Þetta drama getur enn tekið einhver ár að spilast í gegn. Allan tímann verði vaxandi kreppa.

 

Niðurstaða

Framtíðin á evrusvæði er ekki björt, sífellt svartari og svartari. En vaxandi kreppa í S-Evr. mun einnig bitna á löndum N-Evr. Því þetta eru það stór hagkerfi í vaxandi samdrætti, að það minnkar verulega heildareftirspurn. Þau fyrirtæki í N-Evr. sem hafa verið að selja til S-Evr. missa þá spæni úr sínum öskum. Fyrirtæki í N-Evr. sem hafa verið háð mörkuðum í S-Evr., verða þá að leita sér nýrra markaða. Og það tekur alltaf einhvern tíma. Á meðan, hægir einnig á í N-Evr.

Að hvaða marki þau verða einnig toguð niður í kreppu, mun fara eftir því hve dugleg fyrirtæki í löndum N-Evr. verða við það að koma sér upp nýjum mörkuðum í stað þeirra sem eru að þverra í S-Evr.

Ef N-Evr. tekst almennt séð að forðst kreppu, þá eykst bilið á milli hagkerfa Suður og Norður Evr. Flótti fjármagns Norður mun ágerast, sem og streymi farandverkamanna Norður frá Suðri. Spennan innan gjaldmiðilskerfisins þá vex - sífellt.

Engin leið er að vita fyrirfram hvenær kemur að "brotpunkti" en ef Seðlabanki Evrópu mun raunverulega hefja kaup á skuldabréfum S-Evr. ríkja án takmarkana, ath. þau kaup eru ekki enn hafin. Þá er "fræðilega" unnt að fresta ríkisþroti S-Evr. ríkja um einhver ár. Svo fremi, að samfélagsleg upplausn komi ekki til, þ.e. uppreisn almennings eins og í Argentínu, sem gafst upp og Argentína tók aftur upp sitt fyrra gjaldmiðilsfyrirkomulag, samtímis því að landið lýsti yfir gjaldþroti út á við.

Evrusvæði er sennilega í mestu hagfræðitilraun sögunnar, þegar lýðræðisríki eiga í hlut.

--------------------------------------

PS: Ein rökrétt afleiðing er sú, að íslendingar þurfa líklega að huga að nýjum mörkuðum fyrir fisk. En það sama á við okkur, að þegar löndin dala þangað sem við seljum okkar afurðir, þá leiðir það til þess að við dölum einnig - nema að við getum skipt yfir á aðra markaði sem ekki eru í niðursveiflu.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Hversu lengi getur þjóð lifað við 25% atvinnuleysi? Þá er ég að tala um tæknilega, fyrir utan þann samfélagsvanda sem slíkt ofuratvinnuleysi skapar.

Gunnar Heiðarsson, 27.10.2012 kl. 16:38

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Ekki bara það, heldur blasir ekkert annað en frekari aukning á því við. Ég held að átök um sjálfstæði Katalóníu hljóti að hafa gosið upp, vegna atvinnuleysisvandans fyrst og fremst. Katalónía hóf þetta með því að heimta að fá hærra hlutfall af skattfé. Talaði um að endurheimta þeirra eigin peninga. Örugglega í samhengi við þann vanda, að það hriktir undir stoðkerfi v. almenning. Það virðist ljóst að órói innan samfélagsins geti ekki annað en aukist frekar.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 27.10.2012 kl. 19:18

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.4.): 11
  • Sl. sólarhring: 326
  • Sl. viku: 830
  • Frá upphafi: 846586

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 767
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 7

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband