Mun samrunaferlinu ljúka hvort sem evran hefur það af eða ferst?

Það hafa komið alvarlegar aðvaranir um það, að endalok evrunnar geti leitt til endaloka ESB. Meira að segja frá Delors fyrrum framkvæmdastjóra sambandsins. En hvað gerist, ef evran hefur það af?

En ef evran hefur það af, þá geta ríkin í ESB sem ekki eru í evru verið komin í afskaplega skrítna stöðu. Það veit í reynd enginn hvað gerist síðan.

Sjá hér aðvörun hugmyndaveitunnar sem Delors stofnaði eftir að hann hætti sem framkvæmdastjóri ESB, hann skrifar formálann:

Completing the Euro - A road map towards fiscal union in Europe

"Today, the members of the “Tommaso Padoa-Schioppa Group” consider that the European social contract is at risk. A break-up of the euro area can no longer be excluded. We are concerned that a possible process of monetary disintegration, once started, could prove impossible to stop and would therefore run the risk of leading to the process of political and economic disintegration in the euro area and the European Union." - bls. 1 í skýrslu.

 

Evrópuríkið!

Málið er að það blasir við, að til þess að evran hafi það af. Þarf að stíga mörg og stór skref í átt að myndun ríkis. Ef það gerist, að evrusamstarfið er í reynd komið langleiðina í átt að því að vera í reynd sambandsríki, eða að skrefið er stigið til fulls.

Við skulum láta vera að ræða líkindi þess að það gerist, að evrunni verði bjargað.

En spurningin sem ég velti upp beinist að aðildarríkjum, sem munu ekki treysta sér til að stíga þau skref með þeim hópi, sem ákveður að taka hið stóra stökk "alla leið."

Ljóst er sem dæmi, að Bretland mun líklega þá ganga út úr ESB. En t.d. sameiginlegt bankaeftirlit eitt og sér, ef af verður - getur dugað til þess. 

Augljóslega, renna stofnanir ESB inn í ríkið, og verða að ríkisstofnunum. 

Málið er, að mig er farið að gruna að ESB sé feigt í báðum tilvikum þ.e. ef evran ferst, og ef evrusvæðið myndar ríki.

En ég sé ekki að það sé sanngjarnt gagnvart hinum ríkjunum, að búa við það að vera undir stofnunum - sem verða þá orðnar þjónustustofnanir innan nýs ríkis.

Nema auðvitað að það væri búið til 2-falt stofnanakerfi, en mér finnst afskaplega ólíklegt að ríkin myndu vera til í að standa straum af kostnaði við slíkt 2-falt kerfi.

 

Hvað er ég að stinga upp á að verði?

ESB flosni upp í báðum tilvikum. Að hin meðlimaríkin, endi þannig séð umkomulaus. Því stofnanir sambandsins séu orðnar að ríkisstofnunum, þannig að þá missi þær trúverðugleika sem óháðar þjónustustofnanir við svæðið allt. En þær muni óhjákvæmilega velja, að ganga inn í ríkið. Því það sé framtíðardraumurinn.

Þá sé ekki um annað að ræða, en að það myndist nýtt frýverslunarsvæði.

Þó verið geti að stungið verði upp á því að hin löndin endi í EES, þá er mig farið að gruna að það gangi ekki heldur upp.

En samrunaferlinu væri þarna lokið með myndun ríkis - löndin sem eftir væru, hefðu hafnað þátttöku í því skrefi.

Þá er EES ekki lengur rökrétt, því það er í reynd fordyri að ESB, þess vegna með svo mikið sambærilega stofnanauppbyggingu auk þess að sjálfvirkt þurfa að taka við lögum frá ESB.

Að auki væri Bretland lykillandið fyrir utan - mig grunar að Svíþjóð og Danmörk fari ekki heldur inn, þó að ég haldi að Finnland endi inni fyrst og fremst vegna ótta við Rússa, jafnvel að Eystrasaltlöndin fari einnig inn af sömu ástæðu. Þau kjósi frekar Evrópuríkið en að lenda á Rússn. yfirráðasvæði, eða eiga það í hættu.

Bretar myndu hafa mest um málið að segja, auk þess að þarna væri Svíþjóð, Danmörk, sennilega Úngverjaland, Tékkland, Búlgaría, Rúmenía, Pólland - - og mig grunar, Grikkland sem sennilega verði hent út úr evru.

Þetta yrði því öflugt frýverslunarsvæði - sem yrði að sjálfsögðu í nánum tengslum við Evrópuríkið, en ekki lengur þessum beinu tengslum sem fylgir EES. Nær EFTA fyrirkomulaginu.

 

Niðurstaða

Hvað halda lesendur að sé líkleg þróun? En þetta er eitt af þeim vandamálum sem munu koma upp, ef Evrusvæði tekur þau stóru skref sem þarf, ef það á að hafa það af. Þ.e. hvað með ríkin fyrir utan evru?

En ljóst er að myndun ríkis, verður augljós vandi fyrir Evrópusambandið. Þó það sé sigur eða væri sigur samrunaferlisins. 

Mig grunar að upphaf nýs ríkis þíði einnig endalok ESB. Að þau lönd sem kjósi að hrökkva frá, endi fyrir utan. 

Ísland verði þá í góðum hópi.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Gíslason

Ég myndi segja að Spánn eða Þjóðverjar myndu fyrstir koma með sinn eigin mynt. Það virðist sem Þjóðverjar leiki þann leik að hafna öllu en semja svo smátilslakanir á lokapunkti (sem er góð takti fyrir þá). Með Þjóðverjum um sýna mynt kemur mið evrópa t.d. Austurríki að öðrum kosti verður þetta vinabandalag.

Ómar Gíslason, 24.8.2012 kl. 23:18

2 Smámynd: Ómar Gíslason

Ef þú skoðar hvað Kínverjar eru að gera? Og við hverja þeir eru að semja eru þeir ekki að horfa 30 ár fram í tímann og eignast trygga og góða vini þegar esb er farið?

Ómar Gíslason, 24.8.2012 kl. 23:22

3 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

ESB er ekki byggt á mynt! Það er nýtt fyrirbrygði.

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 25.8.2012 kl. 03:34

4 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Hvers vegna er útilokað að ESB bakki, Einar. Allir vita að stofnun evrunnar er til komin vegna þeirra sem vilja eitt ríki. Kjarkleysi kom í veg fyrir að skrefið yrði tekið til fulls, enda pólitískt sjálfsmorð þeirra sem að slíku hefðu staðið. Nú er það að öllum líkindum orðið of seint, vandinn er orðinn óyfirstíganlegur, auk þess sem stofnu slíks ríkis undir þeim þrýsting sem nú herjar á evrulönd, er fásinna. Slík stofnun stórríkis margra þjóða verður einungis gerð í sátt við íbúa þeirra þjóðríkja, ekki af efnahagslegum ástæðum og allra síst þegar áhöld eru um hvort efnahagurinn verði bættur með því.

En hvers vegna er ekki hægt að bakka, bakka til þeirrar stöðu er var fyrir tilvist evrunnar, eða jafnvel aftar? Hvers vegna þarf að setja samasemmerki við tilvist evrunnar og ESB?

Þú þekkir vel sögu evrusamrunans, frá stofnun kola og stálbandalagsins til dagsins í dag. Er ekki einfaldlega hægt að segja að það samkomulag sem var gert við stofnun ESB, þegar Masstricht samningurinn tók gildi 1993, hafi í raun verið lokapunkturinn, að lengra yrði ekki gengið og það skuli verða sá punktur sem ESB og aðildarríki þess vinni útfrá? Að viðurkenna að Lissabonsáttmálinn hafi verið mistök, að hann herjaði meira á lýðræði ríkja ESB en ásættanlegt þyki. Að viðurkenna að ekki geti orðið af stofnun eins ríkis yfir Evrópu í náinni framtíð, reyndar ekki séð að slíkt verði nokkurntíma hægt, a.m.k. ekki með smþykki íbúa Evrópu.

Evran er liðin, það er einfaldlega ekki til nægjanlegt fjármagn henni til bjargar. Auðvitað er hægt að prenta fleiri seðla, en slíkt eykur ekki neitt verðmætin. Þegar tekin eru öll ríki evrunnar og sett í einn pott, hagkerfi þeirra lögð saman og eignir og skuldir einnig, er ljóst að mikið vantar uppá að dæmið gangi upp, reyndar svo mikið að það mun lenda stór hluti á þeim ríkjum heims sem ekki eiga neinn þátt í þessari tilraun urokrata. Það eru litlar líkur á að ríki utan evrunnar séu tilbúin til að hjálpa upp á að halda þessum gjaldmiðli gangandi og alls ekki ef ekkert annað er gert. Hugsanlega eru einhver lönd tilbúin í slíkt ferðalag ef evruríki sameinast, en eins og ég nefni aður, er slík sameining undir þessum formerkjum jafngild stríðsáskorun. Íbúar ríkja evrunnar munu rísa gegn henni. Þegar þjóðir heims átta sig á þeirri staðreynd munu þau halda að sér höndum. Þá er vitlegra að leggja fé til hjálpar þessum ríkjum, hverju og einu, til að koma upp eiginn gjaldmiðli og ná sér upp úr þeirri krísu sem fall evrunnar mun leiða af sér. Þess ber þó að gæta að mörg ríki eru sjálf komin í verulegann vanda, ekki síst vegna þráhyggju þeirra sem hafa tekið sér það vald að halda vonlausri evru gangandi.

Tíminn hleypur frá okkur og ekkert er enn að gerast af viti til bjargar löndum evrunnar. Þeir sem valdið tóku, einblýna enn á evruna, vilja ekki missa sjónar á henni í forarpttinum sem hún liggur í og sjá ekki hinn raunverulega vanda, eymd íbúanna. Ámeðan eykst vandinn stöðugt, ekki bara innan evrulanda, heldur um allan heim. Það er virkilega orðið spurning hvort alþjóðasamfélagið verði ekki að taka í taumanna, að taka völdin af þeim sem þau tók! A.m.k. verður ekki lengur haldið áfram á sömu braut. Allt sem hingaðtil hefur verið gert er eins og að sprauta með garðslöngu á brennandi hús, svo sú líking sé fengin að láni.

Gunnar Heiðarsson, 25.8.2012 kl. 09:39

5 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Á auðvitað að vera Evrópusamrunans, ekki evrusamrunans.

Gunnar Heiðarsson, 25.8.2012 kl. 09:41

6 Smámynd: Hólmsteinn Jónasson

Sæll Einar. Evran sjálf er vandamálið - sama hvað menn rausa. Hádegisverðurinn var aldrei ókeypis heldur tekinn út á krít. Peningaprentun milli landa var mjög misjöfn og verðbólga falin. Kjarninnn er að hin löndin geta ekki keppt við Þýskaland og bankakreppa er gerð að vandamáli landanna en það byrjaði í Írlandi ! Sjá t.d.: "Of particular note here is the behaviour of countries within the Eurozone, which show significantly varying rates of internal expansion within their individual banking systems, that is not captured by aggregate information on the Euro. While government debt has increased in all countries as an absolute amount, it has also shrunk in proportion to the total money supply, leaving open to interpretation whether the economic problems in the eurozone are in fact a problem of gross government debt, excessive private sector debt competing with government debt, problems with revenue caused by inconsistencies in taxation arising from a perception of debt growth, capital flows between countries, or indeed all of the above. All we can say with certainty from the varying rates of monetary expansion within the Eurozone shown in the OECD figures, is that the problems of the Euro are certainly not confined to government debt". Bls 20 http://arxiv.org/pdf/1208.0642v1.pdf

http://www.youtube.com/watch?v=vQ9xjbcWv3s&feature=related

Hólmsteinn Jónasson, 25.8.2012 kl. 10:35

7 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Gunnar - fræðilega gengur evrusvæðið upp sem heild. Þ.e. í dag heildarskuldir ekki verri þó fjármálakerfið sé tekið með í reikninginn, en t.d. í Bandar. Það segir þó ekki alla söguna, því kreppan innan aðildarríkjanna skekkir þá stöðu.

Líklega ef þ.e. myndað, endar evruríki í mjög sambærilegri skukdasúpu, síðan stöðnun og Japan.

Það þarf þá að heimila "prentun" í ótakmörkuðu magni, því meðan löndin í S-Evr. eru að ná sér, þarf stöðuga prentun til að koma í veg fyrir efnahagslega bráðnun. Það er ekki víst að slík prentun leiði til mjög umfangsmikillar verðbólgu. En samdrátturinn í S-Evr. ætti að hamla á móti verðbólgu á því svæði. Hún yrði töluverð á hinn bóginn í N-Evr. þ.s. ekki er eins mikill samdráttur.

Það er eina leiðin til að dæmið gangi upp, að leiðrétting fari fram með verðbólgu. Hún þarf ekki að vera "óða" en klárt þarf að vera meiri í N-Evr. en Suður.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 26.8.2012 kl. 01:05

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 711
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 649
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband